Morgunblaðið - 22.05.1986, Page 48

Morgunblaðið - 22.05.1986, Page 48
'*»i,•r*' 1*9*«*«*?** <***"'■ \ •- o-' * '■ ~*ip ■*4HXgiKe«y,- I t * ! ■ I í t * fc i - > . l MÓRGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 22.MAÍ 1986 Shirley Maclaine í einni af hinum frægu Broadwaysýning um sínum. Og Shirley getur ieyft sér að hafa gaman af efasemdarfólkinu og það alla leiðina í bankann. Hún hafði að engu ráðleggingar þessa skynsama fólks og skrifaði bókina Á ystu nöf (Out on a Limb) fyrir tveimur árum, en þar fjallar hún um upprifjanir sínar á fyrri jarðlíf- um og ýmis ævintýri með dulrænu ívafí. Og því fór Qarri að hún yrði fordæmd fyrir trúarskoðanir sínar - þvert á móti varð bók hennar með mest seldu bókum heims það árið. „Og meira en það,“ segir hún. að framhald bókarinnar Á ystu nöf og nefnist bókin Dancing in the Light (Dansað í Ijósinu). Það veldur eflaust mörgum vonbrigðum að ekkert er þar frekar greint frá Garry og er engu líkra en Shirley hafí alveg gleymt þessum fram- sækna stjómmálamanni. Hvað hin dulrænu málefni varðar gengur hún hins vegar enn lengra en f fyrri bókinni. „Hugmyndin var að fínna út hvemig ákveðnar persónur - foreldrar mínir, fyrverandi eigin- maður o. fl. hefðu spilað inní fyrri jarðvistir mínar. Ég var svo ánægð og hamingjusöm með foreldmm mínum og ég vissi alltaf undir niðri að þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég var með þeim. Það liggur einhver leyniþráður á milli okkar frá flar- lægri fortíð. Og svo er það dóttir mín, hún er alveg stórkostleg," segir Shirley. „Við höfum verið saman áður hér á jörðinni og hún hefur jafn mikinn áhuga fyrir hinni _ dulrænu hlið mannslífsins og ég. í bókinni greini ég frá leit minni og rannsóknum - „Sumt fólk segir að égsé ekkimeð fulla fimm, en ég skýri aðeins frá reynslu minni oghún erákaflega svipuð reynslu margra annarra. “ „Efahyggjufólkið er í miklu uppáhaldi hjá mér — segir leikkonan Shirley Maclaine sem nú hefur gefið út framhald bókarinnar Á ystu nöf „SUMT fólk segir að ég sé ekki með fulla fimm, en ég skýri aðeins frá reynslu minni og hún er ákaflega svipuð reynslu margra ann- arra,“ segir kvikmyndaleikkonan Shirley Maclaine sem nú hefur ritað framhald ævisögu sinnar, Á ystu nöf. Hún segir að reynsla sín sé síður en svo óvenjuleg. En hvað sem því líður er það fremur óvenjulegt að kvikmyndastjama sem hlotið hefur Oscarsverðlaun fullyrði að í fyrri tilveru hafi hún verið indversk prinsesa, þjónustu- stúlka sem var rænt og jafnvel sjóræningi. E: I f einhver hefði sagt að ég I ætti eftir að skrifa slíkar frásagnir fyrir svo sem 15 árum hefði ég sagt þann mann fara með hreina vitleysu," segir Shirley Maclaine. Og þetta segja einmitt margir um hana sjálfa. En Shirley Maclaine stendur fyrir sínu - hún er greindarleg í viðmóti og örugg í framkomu, og alls óhrædd við að hafa sjálfstæðar skoðanir á lífinu ogtilverunni. „Efahyggjufólkið er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Maclaine. „Eg skemmti mér sjaldan betur en þegar það er að segja: Heyrðu nú, Shirley, þú getur ekki meint þetta með fyrri jarðvistir þínar og endur- fæðingakenninguna - þú hlýtur að vera með fulla fímm! En segðu mér, ertu alveg með fulla fímm?“ „Mér fór að ganga betur í einu og öllu eftir að ég gerði mér grein fyrir hvemig lífí mannsins er raun- verulega háttað. Þessi vitneskja hefur hjálpað mér mikið og nú átta ég mig betur á sjálfri mér. Allt hefur blómstrað í lífí mínu síðan ég skrifaði þessa bók.“ Nú em hafín gerð sjónvarpsþátta eftir bókinni Á ystu nöf og að sjálf- sögðu leikur Shirley aðalhlutverkið. Þegar bókin kom fyrst út vakti hinn dularfulli ástmaður hennar, Gany, mikið umtal, því Shirley gefur þar í skyn að hann sé frægur sljóm- málamaður en heldur hinu rétta nafni hans ávallt leyndu. Shirley hefur aldrei fengist til að upplýsa hver Garry er, og fyrir skömmu tók hún saman við nýjan ástmann, Charles Dance að nafni. Nú hefur Shirley Maclaine skrif- Shiriey Maclaine ásamt núver- andi elskhuga sínum, Charles Dance. ekkert er tilviljun sem fyrir okkur kemur í lífínu eða hvaða fólk það er sem umgengst okkur á hveijum tíma. Allt er í samræmi og við getum grafíst fyrir um orsakimar." í bókinni fjallar Shirley einnig um hjónaband sitt og kvikmynda- leikstjórans Andrei Konchalovsky, og kynni sín af honum í fyrri jarðlíf- um. „Hjónaband okkar var ekki eitt af þessum venjulegu hjónaböndum. Ég held að við höfum gifst hvort öðm vegna þess að við kærðum okkur hvoragt um hjónaband. Það var engin sérstök ástæða fyrir skilnaðinum," segir Shirley. „Ég var bara loksins orðin fullorðin og þurfti ekki á eiginmanni að halda lengur til að vemda mig fyrir hjóna- bandinu. Við Andrei höfum alltaf verið góðir vinir og verðum það alltaf. Ég hef mikla þörf fyrir að vera frjáls og óháð, og nú hef ég náð þeim þroska að geta lifað lífínu þannig." COSPER , " i i i * u- ; W&!.* i — Það er frænka þín. Þú verður að fara í regn- kápu, ef þú ætlar að koma og tala vlð hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.