Morgunblaðið - 22.05.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.05.1986, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 „ðjarni cr áérfrje&ingur í sjaldgxfum sjbkdómum." ... að horfa ekki á þegarhún vigtarsig. TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rlghts reserved ®1985 Los Angeles Tlmes Syndicate Ekki svona, vina. Skatt- rannsóknardeildin var hjá honum í gær! Við erum ekki ánægðir með þessa gullplötu. Þeir vildu ekki sjá hana í brota- járn? HÖGNI HREKKVÍSI „HANN NElTAR AÐ lATa (Zaka SIQ FyRI^ EN þElR VIWMA." Minnir Leifur á taðhrauk? Þessir hringdu . . Lýst eftir botni Kæri Velvakandi Fyrir löngu lærði ég eftirfar- andi vísuhelming en engan hef ég heyrt botninn. Þætti mér gaman að fá botn í vísuna ef einhver er til. Fyrriparturinn er svona: Nordan hardan gerdi gard, geysi hardur vard’ann. O.Þ. Týndur Henson-jakki Kæri Velvakandi Einhvem tíma í fyrrahaust týndi ég dökkbláum Henson- íþróttajakka með Ijósbláum rönd- um, einhvers staðar nálægt Eikju- vogi. í jakkanum var lítið Sno- opy-lyklaveski með tveimur lykl- um. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 46953 á kvöldin. Fundarlaun. Austurríkismaður hringdi: „Mikið hefur verið rætt og ritað hér á Islandi um söngvakeppnina í Björgvin 3. maí sl., og eru Islend- ingar sárir dómnefndum hinna ýmsu þjóða fyrir að gera Gleði- bankanum ekki nógu hátt undir höfði. En til hvers ætlast íslendingar? Mega _ ekki ýmsar aðrar þjóðir vera íslendingum gramar fyrir dræmar undirtektir við framlag þeirra? Keppninni er lokið og dóm- ur fallinn og ástæðulaust að vera með þessi sárindi, það geta nefni- lega ekki allir unnið.“ Vont útsæði Þórður Jónsson hringdi: „Mig langar til að koma á fram- færi þeirri fyrirspum, hver metur útsæði, sem Eggert Kristjánsson hefurveriðmeð. Hann er með rauðar kartöflur að norðan og gullauga úr Þykkvabæ. Ég tel matið á þeim til háborinnar skammar. Þær rauðu eru svo smáar, að þar sem ég ólst upp hefðu þær ekki verið notaðar í annað en skepnufóður. Megnið af gullauganu er reyndar þolanlegt, en neðst í pokanum voru upp undir 100 g kartöflu- hnullungar og einna líkast því, að væri verið að fela þá viljandi." Færið styttuna af Leifi heppna Ein, sem fædd er í húsi við Laugaveginn, hringdi: „Mig langar að koma því á framfæri, hvort ekki sé hægt að færa styttuna af Leifi heppna, sem stendur fyrir framan Hall- grímskirkju, eitthvert annað, svo hvort tveggja fái að njóta sín. Eins og er minnir styttan helst á taðhrauk fyrir framan kirkjuna, og það er ákaflega leiðinlegt fyrir þá, sem hafa alið allan sinn aldur hér í Reykjavík, að sjá svona Iagað." Víkverji skrifar Að tilhlutan utanríkisráðuneyt- isins og lögreglustjórans í Reykjavík hefur nú verið hrundið í framkvæmd breytingu á skráningu bifreiða erlendra sendiráða hér á landi. Undirbúningur að þessari breytingu hefur staðið í nokkra mánuði. Tilgangurinn er að auð- velda allt eftirlit með ferðum er- lendra sendimanna eða starfs- manna sendiráða um landið, en það hefur verið undir hælinn lagt, að þeir hefðu hið alþjóðlega CD-merki á farartækjum sínum. Ýmsar leiðir eru færar til að auðkenna bifreiðir erlendra sendi- manna með skráningarmerkjum. Númeraplötur á bifreiðum þeirra gætu verið af allt annarri gerð en hjá öðrum. Þær gætu til dæmis verið með mismunandi litum auð- kennistáknum eftir sendiráðum eða plötumar sjálfar eða stafimir á þeim gætu skipt um lit eftir sendi- ráðum. Segja má, að hér hafí verið valinn sá kostur, að hafa auðkenni sendiráðsbifreiða eins lítil og kostur er. Hin nýja skipan gefur öllum, sem áhuga hafa, tækifæri til að átta sig á þvi frá hvaða sendiráði einstakar bifreiðar eru. Nú reynir á, að stjómvöld sjái til þess, að eftir hinum nýju reglum verði farið. Alkunna er, að sendi- ráðsstarfsmenn frá Austur-Evrópu- ríkjum vilja sjaldan sætta sig við að þurfa að sitja við sama borð og aðrir, þegar um er að ræða reglur af þessu tagi. í fáum ríkjum eru sendráðsstarfsmönnum þó settar þrengri skorður en einmitt í komm- únistaríkjunum. En eins og kunnugt er, þá eiga óskir um misrétti sér til handa hvergi öflugri stuðnings- menn en meðal ráðamanna í Sovét- ríkjunum, sem byggja stjómkerfí sitt á jafnréttishugsjóninni. Hér eftir hefjast öll númer sendiráðsbifreiða hér á landi á stöfunum R 75. Hefur sendiráðun- um verið úthlutað tölunum frá 75000 til 75699. Ætti þessi núm- erafjöldi að duga um nokkurt árabil að minnsta kosti. Stórveldin fengu auðvitað flest númer í sinni hlut. Bandaríska sendiráðið hefur númer á bilinu frá R 75000 til R 75099 en hið sovéska á bilinu R 75500 til R 75599. Með þessari skipan hefur verið stigið skref til að auðvelda gæslu innra öryggis í landinu. Oftar en einu sinni hafa menn heyrt frásagn- ir um dularfull ferðalög útlendinga til hinna ólíklegustu staða í landinu. Stundum telur fólk sig rekast á starfsmenn sovéska sendiráðsins á stöðum, þar sem því fínnst, að þeir geti ekki átt neitt eðilegt erindi. Auðveldara ætti að vera að ganga úr skugga um það nú en áður, hverjir raunverulega em á ferð, þar sem sendiráðsmenn eiga hér eftir að vera í auðþekkjanlegum bifreið- um. Akvörðun um þessa númera- breytingu var tekin fyrir nokkmm mánuðum af embætti lögreglustjór- ans í Reykjavík og utanríkisráðu- neytinu. Það er í höndum þessara stofnana að framfylgja því eftirliti með útlendingum hér á landi, sem kemur í veg fyrir, að þeir bijóti gegn hagsmunum íslenska ríkisins. Hér er um erfítt verkefni að ræða, sem ekki verður sinnt að nokkm gagni nema í náinni samvinnu við almenning. Mættu íslensk stjóm- völd taka sænsk sér til fyrirmyndar að þessu leyti. En í Svíþjóð hefur almenningur til dæmis verið virkj- aður með markvissum hætti í eftir- litinu með kafbátum undan strönd- um landsins. Matthías Á. Mathiesen lagði það til í ríkisstjóminni skömmu eftir að hann varð utanríkisráð- herra, að skipuð yrði nefnd til að fjalla um innri öryggismál og gera tillögur um úrbætur, ef þörf væri talin á þeim. Ekkert hefur frést af framvindu málsins um nokkurt skeið. Kannski hafa framsóknar- menn lagst gegn því, að hugað væri skipulega að þessum þætti öryggismálanna. Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fínnst það ef til vill með öllu ástæðulaust. Svo gæti hitt einnig verið, að þeim þætti utanríkisráðherra vera að hafa afskipti af málum, sem ekki heyri undir hann, málum, sem séu í góðu lagi í góðum framsóknar- höndum. í bæklingum, sem sænska ríkis- stjómin dreifir til að fá almenning til liðs við sig í kafbátaeftirliti, er nákvæmlega skýrt frá því, hvemig þekkja megi kafbáta. Þá em einnig upplýsingar um það, hvert fólk eigi að snúa sér, sjái það eitthvað, sem þvi finnst ástæða til að stjómvöld kanni nánar. Hér á landi liggur það alls ekki nægilega ljóst fyrir, hvert menn eiga að snúa sér, fínnist þeim ástæða til að tilkynna um ferðir útlendinga, sem þykja óeðlilegar. Ættu stjómvöld að koma upplýs- ingum um það rækilega á framfæri við almenning. Varla getur verið pólitískur ágreiningur um opinbera upplýsingamiðlun af því tagi? Að vísu vom þingmenn Álþýðubanda- lagsins eitthvað að malda í móinn yfir því, að aðrir en þingmenn ræddu um innri öryggismál. Vildu alþýðubandalagsmenn greinilega drepa umræðunum á dreif. Er með öllu ástæðulaust að láta þá komast upp með það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.