Morgunblaðið - 22.05.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 22.05.1986, Síða 55
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 55 Þröng- & ölþingi Raunir í öldurhúsi Velvakandi góður Helgi eina íyrir skömmu fórum við hónin ásamt einum vini okkar, í veitingahúsið Broadway. Þetta var á laugardagskvöldi, skömmu eftir söngvakeppni sjónvarpsins. Það mátti alveg búast við að mikill mannfjöldi kæmi á skemmtistaði borgarinnar og ekkert við því að segja þó að maður lenti I biðröð við dymar, klukkan orðin 12 á mið- nætti. Þegar við komum í röðina var hún 20 metra löng og um 70 til 80 manns í henni, en er við voram að fara inn úr dyranum um hálfri klukkustund seinna var röðin komin í á að giska 50 metra og mann- fjöldinn um 200 manns. Þá var komið inn og aðgangur keyptur sem skiptist í 150 kr. rúllu- gjald og 150 kr. aðgangseyrir? Hver er munurinn? Auðvitað var ekki um það að ræða að fá sæti, en ég hafði ætlað að hægt væri þá að finna einhvem afkima þar sem hægt væri að standa og drekka úr einu glasi, en því fór fjarri. Slíkum mannfjölda hafði verið hleypt inn og troðning- urinn var svo mikill að manni datt í hug stórslysamynd af amerískri gerð. Áður en hálftími var liðinn voram við orðin rennandi blaut vegna þess að fólk var sífellt að troðast framhjá okkur, voram við þó ekki í neinun gangvegi þannig að við væram fyrir. Við tókum það ráð að ganga ofurlítið um en ekki tók þá betra við, vinur okkar varð fyrir því að stúlku var hrint á hann þannig að úr fullu glasi af Campari helltist yfir föt hans, sem vora í ljósum lit. Mælirinn fylltist svo er brennt var gat með sígarettu á jakkaermi mína. Þá fór ég að reyna útgöngu sem tókst eftir nokkrar skvettur og afsökunarbeiðnir til viðstaddra, þar sem við þurftum að komast fram hjá fólki sem stóð hvar sem var um allt hús. Meira að segja langar biðraðir á salemum. Af þessari reynslu minni verður mér hugsað til öryggis gesta á staðnum, er það algerlega fyrir borð borið? Eigandi staðarins vill að sjálfsögðu fá sem flesta gesti inn í húsið, lái honum hver sem vill og yfirvöld era gersamlega máttlaus við að spyma við fótum. Kæmi upp mikill eldur f matstofunni á fyrstu hæð, undir sviðinu, er ég hræddur um að fáir gætu bjargast út um þær neyðardyr sem era þar skammt frá, dyraverðir staddir við útidyr og þeir kæmust ekki að fyrir manngrúa til að opna. Nei, það þyrfti ekki mikið til þess að stórslys yrði- Dansgólfíð er svo kapítuli út af fyrir sig, enda hafa orðið þar slys, fleiri en eitt. Fólk hefur steypst yfir handriðið og lent niður á borð- um og að sjálfsögðu slasast við það. Þröngin á dansgólfinu er slík að ekki er hægt að dansa, bara að fylgjast með þvögunni, fram og aftur í iðandi kös drakkinna manna og kvenna. Hugljúf sýn fyrir er- lenda gesti og er ég ekki hissa á að erlendir fréttamenn komi hingað til að sjá og kynnast allri þeirri skemmtanadýrð sem Reylgavík, 200 ára gömul borgin, hefur upp á að bjóða, síðan skrifa þeir um okkur það sem þeir sjá en við neitum og segjum allt bull og þvætting er við lesum það. Þeir, sem ábyrgðina bera á hátt- arlagi dansgesta eða réttara sagt þessum endemis skemmtanastíl manna hér, era eigendur skemmti- staðanna. Þeir skirrast ekki við að fylla hús sín eins og kostur er að koma inn í þau, burt séð frá öllum öryggisatriðum eða vellíðan gesta, hljómlistin er svo hátt stillt að ekki er vegur að tala saman nema með því einu móti að halda helst í eyra þess sem maður talar við og öskra inn í hlustir hans. Það hefur marg- sinnis verið kvartað við húsráðend- ur vegna hávaðans en aldrei verið neitt á þetta hlustað, af tillitssemi við dansgesti að sjálfsögðu. Það era eigendur skemmtistaðanna sem algjörlega ráða ferðinni og hlusta ekki á eitt einasta orð sem við þá er sagt, nema það gefí þeim bein- harða peninga í aðra hönd. Þá ætla ég að hávaðinn kom því til leiðar að gestir nenni ekki að tala saman, fari bara saman á barinn og kaupi sér einn, tilburðimir hljóta svo að segja það sem orð hefðu annars sagt, lyfta glasinu, það hlýtur að þýða „skál“, hneigja sig, dansa" o.s.frv. Ég vil að lokum segja að Broad- way er ekki einn skemmtistaða um að vera svona, þeir era það allir með tölu, peningasjónarmiðið núm- er 1, 2 og 3, síðan má koma með eitthvað sniðugt sem fólkið væri til með að borga sig inn á, síðast á listanum er svo þjónustan, hún fer eftir álagi og upplagi hvers og eins þjóns, því ekki fer húsið fram á að allt of miklum tíma sé eytt í þess konar þarflausan hlut sem þjónusta er, fólk kaupir hvort eð er vfn. Ég kem til með að sækja skemmtistað- ina áfram þó þetta hafí komið fyrir, ég er víst hluti af þessari heild sem skemmtir sér með þeim glæsibrag sem lýst hefur verið og reyni eftir föngum að komast heim sem minnst meiddur og sæmilega þurr svo ekki þurfi að koma tii í hvert sinn að ég þurfí að fata mig upp. Einn „aðþrengdur og blautur" Anægð með Gleðibankann Kæru Islendingar! Eins og allir vita, tókum við þátt í söngvakeppni Évrópustöðva í fyrsta sinn í ár. Fyrsta framlag okkar til keppninnar var Gleðibanki Magnúsar Éirfkssonar og var lagið flutt með miklum ágætum í Björg- vin af Helgu Möller, Pálma Gunn- arssyni og Eiríki Haukssyni, eða Icy eins og þau kölluðu sig. Áberandi var, að mikil sigurvissa ríkti hér á landi fyrir keppnina og öll stóðum við með Icy-hópnum áður en úrslit urðu kunn. En hvað gerð- ist svo þegar í ljós kom, að þau lentu í einu af neðstu sætunum? Þá reis sama fólkið, sem staðið hafði með þeim, upp og byijaði að gagnrýna. Það er auðvelt að vera vitur eftirá. Margt er eflaust hægt að telja upp, sem betur hefði mátt fara og hefur það óspart verið gert. En f þessu bréfi langar mig að þakka þeim Helgu, Pálma og Eirfki fyrir mjög góða landkynningu, sem vissulega hefur komið okkur á blað, og óska Magnúsi til hamingju með að eiga fyrsta lagið sem við sendum í þessa keppni. Það er þó eitt sem ég ætla að minnast á og mér hefði fundist mátt betur fara. Það var valið á dóm- nefiidinni sem valdi lögin í undan- keppninni hér heima. Fleiri hefðu mátt sitja í þeirri nefnd, t.d. 10—20 manns á ýmsum aldri og hvað- anæva af landinu eins og gert var lokakvöldið 3. maf sl. Jæja, þetta bréf verður ekki lengra, en nú eram við komin á blað í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva og með alla þá reynslu og landkynningu að baki, eftir þessa keppni í ár, geram við enn betur næst. Að iokum, Helga, Eiríkur, Pálmi, Gunnar og Magnús: Takk fyrir allt, þið stóðuð ykkur vel. Vera PS Hvemig væri að bjóða hljóm- sveitum að koma með lög sín tilbúin og flytja í undankeppninni hér heima næsta ár? Ég nefni t.d. Stuðmenn. Utankjörstaða- skrifstofa SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar 688322,688953 og 688954. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu- dagakl. 14-18. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi 31. maí nk. Siemens-innbygg- ingartækiíeldhús Hjá okkur fáið þið öll tæki á sama stað: Eldavél- ar, uppþvottaválar, kæliskápa, frystiskápa, ör- bylgjuofna, kaffivélar, hrærivélar, brauðristar og þannig mætti lengi telja. SIEMENS er trygging ykkar fyrir góðum tækjum og samræmdu útliti. íslenskir leiðarvísar fyigja með. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. BJORNINN HF Borgartún 28 — sími 621566 Reykjavík VARA: U VER síma 1621566 Og nú erum við í Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.