Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEFTEMBER 1986
Rafmagn
komið í Viðey
RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur
hefur lagt sæstreng frá Sunda-
höfn út í Viðey og verður lokið
við að tengja strenginn í dag.
„Við reiknum með að ljós kvikni
í eynni í dag," sagði Aðalsteinn
Guðjonsen rafmagnsstjóri. Búið er
að leggja rafmagn í kirkjuna og í
Viðeyjarstofu og er ráðgert að hita
húsin upp með rafmagni. Spennu-
stöð hefur þegar verið reist og er
stefnt að því að fella hana betur inn
í iandslagið að sögn Aðalsteins.
Hann sagði að rafmagn hefði verið
á austurhluta eyjunnar þar sem
Milljónafélagið hafði aðstöðu en
eftir að starfsemin lagðist niður
hefur ekkert rafmagn verið í eynni.
„Við vonumst til að rafmagnið auð-
veldi aila uppbyggingu í eynni og
þá starfsemi sem fyrirhugað er að
fari þar fram," sagði Aðalsteinn.
Utvarps-
mali afrýjaö
ÁKVEÐIÐ hefur verið af hálfu
ákæruvaldsins að sýknudómi
Sakadóms Reykjavikur i „út-
varpsmálinu“ svokallaða verði
áfrýjað til Hæstaréttar.
Ríkissaksóknari tók þessa
ákvörðun í gær, en í dag eru liðnar
tvær vikur síðan Sakadómur
Reykjavíkur sýknaði tíumenning-
ana, sem ákærðir voru í málinu.
Var þeim gefið að sök að hafa haft
forgöngu um að starfsmenn
Ríkisútvarpsins stöðvuðu með ólög-
mætum hætti útsendingar hljóð-
varps mánudaginn 1. október 1984
og hófu ekki útsendingar sjónvarps
sama kvöld.
Ekið á flugvél
EKIÐ var á eina af vélum Flug-
leiða á Heathrow-flugvelli í
London í gær. Tafðist vélin um
sjö tíma vegna viðgerða.
Flugvéljn, sem er af gerðinni
Boeing 727, var nýlent á vellinum
þegar óhappið varð. Bifreið, sem
flytur mat út í flugvélarnar, ók á
annan vængbrodd vélarinnar og
skemmdi hann lítillega, m.a. brotn-
aði ljós á vængenda. Um 120
farþegar, sem biðu eftir að vélin
færi til íslands, fengu hótelherbergi
og fæði á meðan á biðinni stóð.
3,31% lækkun
dollara frá
áramótum
GENGI Bandaríkjadals gagnvart
íslenskri krónu hefur lækkað um
3,31% frá áramótum. Á sama
tíma hefur krónan hækkað um
3,42% gagnvart dalnum, skv.
upplýsingum Seðlabanka Is-
lands.
Um áramót kostaði hver Banda-
ríkjadalur 42 krónur en í gærmorg-
un var hann skráður á 40,61 krónu.
Frá áramótum hefur kanadískur
dalur lækkað um 2,5% og sterlings-
pundið um 0,2%. Aðrar myntir hafa
hækkað gagnvart íslenskri krónu.
Mest hækkun hefur verið á jap-
önsku yeni, 25% frá áramótum.
Aflaverðmætið
20 milljónir
eftir 28 daga
Siglufirði.
SIGLFIRÐINGUR SI 150 kom úr
sinni fyrstu veiðiferð í gær með 190
tonn af físki. Af þeim eru 150 tonn
flök og 40 tonn heilfryst. Aflaverð-
mætið er 20 milljónir en skipið var
að veiðum í 28 daga.
Fréttaritari
Morgunblaðið/Svavar Magnússon
Fyrstu loðnunni var landað á Ólafsfirði á sunnudag er Guðmundur ÓF kom með 620 lestir. Sett hefur verið upp ný loðnudæla við höfnina
sem auðveldar mjög löndun til verksmiðjunnar.
Mokveiði á loðmimiðunum:
Verksmiðjur greiða yfir-
leitt 1750 kr. átonnið
LOÐNUVERKSMIÐJUR hafa til-
kynnt loðnunefnd um þá ákvörð-
un að greiða 1.750 krónur fyrir
tonnið af loðnu. Gildir það verð
um allar verksmiðjur á landinu
að undanskilinni ríkisverksmiðj-
unni á Reyðarfirði, sem er tilbúin
til að greiða 1.850 krónur fyrir
tonnið og verksmiðjunni á
Krossanesi, sem boðið hefur
1.600 krónur á tonnið. Ráðamenn
í Krossanesi greiða 10% hærra
verð standist loðnan sérstakar
ferskleikamælingar.
Ákvörðun um loðnuverð gildir í
sjö daga í senn og verður að þeim
tíma liðnum tekin til endurskoðun-
Guðjón Petersen um hugsanlegan Suðurlandsskjáifta:
Ekki nóg gert til
að fyrirbyggja Ijón
„ÞAÐ ER ails ekki nóg gert til
að fyrirbyggja tjón af völdum
Suðurlandsskjálfta. Áætlað er að
þróun fyrirhugaðs jarðskjálfta-
mælinganets taki sex ár, en ég
hef alls ekkert á móti því að það
yrði gert á skemmri tima ef fjár-
magn og tækniaðstoð væri ekki
fyrirstaða. Verið var að ganga
frá fjármagnsbeiðni til norrænu
ráðherranefndarinnar í gær, en
gert er ráð fyrir að í verkið þurfi
um 35 milljónir króna,“ sagði
Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri Almannavarna rikisins, í
samtali við Morgunblaðið.
Guðmundur E. Sigvaldason, for-
stöðumaður Norrænu eldíjalla-
stöðvarinnar, benti á í grein sinni
í Morgunblaðinu sl. laugardag að
sex ár væru of langur tími til að
þróa mælinganetið. Verkinu þyrfti
að ljúka eigi síðar en að tveimur
árum liðnum, 1988. Þá spyr Guð-
mundur í grein sinni: „Hvers vegna
sækja íslenskir jarðskjálftafræðing-
ar um fé í erlenda sjóði til að
framkvæma verk, sem er Islending-
um skylda og metnaðarmál að gera
á eigin kostnað."
Guðjón sagði að Almannavamir
ríkisins hefðu verið með tillögur um
fyrirbyggjandi aðgerðir í átta sl.
ár, en íslenska þjóðin virtist of fá-
tæk til að vinna fyrirbyggjandi
ráðstafanir. Síðan 1978 hefur
stofnunin farið fram á fé úr ríkis-
sjóði til verkefnisins, en það hefur,
í öll þessi ár, verið skorið niður.
„Það liggur mjög á því að kanna
þol bygginga m.t.t. jarðskjálfta, allt
upp að 7,5 á Richterkvarða, sér-
staklega stærri bygginga þar sem
fólki er safnað saman, t.d. skólahús-
næði, heilsugæslustöðvar, sjúkra-
hús og félagsheimili."
Guðjón sagði að það ætti eftir
að þróa mælinganetið þannig að
tímabilið ylti ekki einungis á fjár-
magni heldur hvað vísindamenn
væri klókir að koma því saman.
„Æskilegt er að þróunin taki sem
minnstan tíma, en við erum upp á
hinar Norðurlandaþjóðimar komin,
bæði viðvíkjandi fjárhagsaðstoð og
eins tækniaðstoð. Suðurlandsundir-
lendið er eitt af fimm svokölluðum
rannsóknarsvæðum Evrópu sam-
kvæmt samþykkt Evrópuráðsins og
því er áhugi á meðal Evrópuþjóða
um að vel megi til takast hér á
landi. Mælinganetinu er ætlað að
samtengja alla jarðskjálftamæla inn
á boðveitukerfi fyrir tölvur þannig
að mælamir sendi upplýsingar inn
á móðurtölvu, sem ynni úr þeim
upplýsingum.
Hinsvegar vonast ég til að sjá
megi fyrir endann á þolkönnun
bygginga á Suðurlandi á næsta
ári. Það er skylda ríkisins að sjá
til þess að stærri byggingar a.m.k.
verði athugaðar. Herða þarf bygg-
ingareglur til muna enda ekkert
tillit tekið til þeirra umbrota er
kynnu að koma upp hér. Landsvirkj-
un og Vegagerð ríkisins eiga þó
heiður skilið hvað varðar þeirra
framtak á sl. ári þegar mannvirki
á þeirra vegum voru þolprófuð og
þau styrkt sem á þurftu að halda.
Þá bætti Landsvirkjun um betur
með því að setja upp svokallaða
hröðunarmæla, sem hjálpa til að
meta hvernig jörðin hagar sér með
tilliti til staðsetningar mælanna.
Ahrif á jarðveg og byggingar geta
verið mismunandi eftir undirlagi
jarðarinnar. Mælarnir koma okkur
einnig að gagni í framtíðinni varð-
andi þróun byggingaaðferða," sagði
Guðjón.
ar. Ríkisverksmiðjurnar á Siglu-
firði, Raufarhöfn og Seyðisfirði em
tilbúnar til að greiða 1.750 krónur
fyrir tonnið, og verksmiðjan á Reyð-
arfirði býður 100 krónum betur,
vegna meiri fjarlægðar frá miðun-
um. Verksmiðjur í einkaeign á
Eskifirði, Neskaupstað, Seyðisfirði,
Bolungarvík, Reykjavík og
Grindavík bjóða hins vegar allar
1.750 þótt þær séu misjafnlega vel
staðsettar gagnvarf loðnumiðunum.
Mokveiði hefur verið á loðnumið-
unum norður af landinu undanfama
daga. Frá því á föstudag og þar til
á sunnudag tilkynntu 30 skip um
afla, samtals 22.500 tonn. Sjö skip
tilkynntu um afla á föstudag, sam-
tals 5.200 tonn. Sjö skip fengu á
laugardag 4.800 tonn og 16 skip
tilkynntu um afla á sunnudag, sam-
tals 12.500 tonn. Um 30 skip eru
nú að loðnuveiðum og er veiðisvæð-
ið aðallega við miðlínu norður af
Kolbeinsey.
t. ^ ' ■O* □ * | l 1,. ? 1 |
Morgunblaðið/Öm Arason
Mikinn reyk lagði út um glugga barnaherbergisins, þar sem eldur-
inn kom upp.
Eldur í barnaherbergi
ELDUR kom upp í húsi við Hjallabraut í Hafnarfirði um klukkan
16:30 á laugardag. Urðu nokkrar skemmdir í húsinu af völdum
þessa, en engan sakaði.
Slökkviliðinu í Hafnarfírði barst
tilkynning um að eld legði út um
glugga á annarri hæð hússins. Þeg-
ar komið var á vettvang voru
reykkafarar sendir inn í íbúðina þar
sem grunur lék á að barn hefði
orðið eftir inni. Það reyndist þó
ekki vera rétt og gekk greiðlega
að ráða niðurlögum eldsins, sem
mun hafa komið upp í barnaher-
bergi- Orsök þessa eru þó enn
ókunn. Töluverðar skemmdir urðu
í íbúðinni, svo og íbúð á næstu hæð
fyrir ofan, sem skemmdist af reyk.