Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 • • 011 börn í heiminum verði bólusett gegn veiru sjúkdómum fyrir Aukist ekki fjöldi ónæmisað- Sársaukinn varir aðeins andartak og kostnaðurinn er ekki mik- ill. Væru bara öll börn svo heppin að fá slíka ónæmisgjöf myndu ekki 3 milljónir ungra barna deyja af völdum veirusjúkdóma ár hvert. gerða frá því sem nú er, munu 20 mUlljónir barna deyja úr mislingum á næsta áratug, 10 miUjónir úr stífkrampa, 6 millj- ónir úr kíghósta og nærri 3 mUIjónir lamast _ ævilangt, vegna mænuveiki. Ónæmislyf við öllum þessum sjúkdómum hefur verið til reiðu undanfarin 20 ár og kostnaðurinn við að gefa sérhveiju barni, sem fæð- ist í heiminn á hveiju ári, þessi lyf, er minni en verð þriggja nútíma herflugvéla. Sameinuðu þjóðimar hafa því sett sér það markmið, að árið 1990 varð þeim áfanga náð, að öll böm í heiminum eigi kost á að fá þessar ónæmisaðgerðir og Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna fer þess á leit við öll aðildarríki sín, að þau veiti þessu málefni lið. Framkvæmdastjóri Barna- hjálparinnr, James Grant, segir „Nokkur ríki hafa þegar hafið herferð til að ná þessu takmarki og ný lyf og aðferðir til að veita þau ásamt skipulögðum aðgerðum í baráttunni við að koma þeim á framfæri, þýðir að allar þjóðir ættu nú að geta þetta." Samtals 40 ríki hafa nú aukið mjög ónæmisaðgerðir, til að ná hinu fyrirhugaða markmiði 1990, og á síðastliðnu ári skuldbundu tvö mannflestu ríki heims, Indland og Kína, sig opinberlega til að standa við það fyrirheit. Forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, hefur gefið út yfir- lýsingu þess efnis að ónæmisað- gerðir á bömum þar í landi eigi að vera „lifandi minnismerki" um móður hans, Indiru Gandhi. í Ind- landi deyja árlega rúmlega milljón böm úr sjúkdómum, sem lækna má með ónæmislyíjum. Forseti Kína, Li Xian-Nian, hefur tilkynnt að ónæmisaðgerðir verði gerðar á minnst 85% allra bama þar í landi þegar árið 1988. Takist að ná markmiðinu 1990 mun það koma í veg fyrir dauða rúmlega 3 millj- ón bama undir 5 ára aldri, ár hvert. Að skapa eftirspurn Eftirspum eftir ónæmisaðgerð- um hefur þrefaldast á undan- fömum tveimur árum, og á þetta við öll þjóðlönd. Fyrir fáum ámm náðu ónæmisaðgerðir aðeins til 5% barna í vanþróuðu löndunum, en síðastliðin tvö ár hafa nokkur ríki eflt baráttuna og hefur böm- unum fjölgað sumstaðar í 60%, 70% og jafnvel 80%, segir í árs- skýrslu Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á þessu ári. Þessa skyndilegu aukningu má rekja til tveggja stórsigra í barátt- unni. Sá fyrri er að nú hefur tekist að framleiða hitaþolin ónæmislyf. Hinn seinni er að þús- undir manna hafa hlotið þjálfun í að gera þessar ónæmisaðgerðir á undanfömum ámm. Námskeið á vegum Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða-heilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, hafa verið haldin í rösklega 100 ríkjum og þar hlutu yfir 17.000 manns þjálf- un við að gera slíkar ónæmisað- gerðir. Helstu umskiptin em þó þau, að eftirsókn eftir ónæmisaðgerð- um hefur stóraukist. Grant segin „Það var ekki óvenjulegt að að- eins 25% bama væm bólusett þó ónæmisaðgerðimar stæðu til boða í löndum þeirra." í skýrslu Bama- hjálparinnar segir „Að láta tugmilljónir foreldra vita hvar, 1990 hvenær og hversvegna ónæmisað- gerir em gerðar, og ná enn meiri fjölda bama á tilskyldum tíma á ákveðinn stað, og það oftar en einu sinni ár hvert, er umfangs- mikið verk. Það krefst mikillar skipulagningar og samtakamáttar sem er heilbrigðisþjónustunni í þeim ríkjum, sem mest þarfnast þessarar þjónustu, langt um megn. Hún hefur hvorki bolmagn né reynslu á þessu sviði." Stórkostlegt starf almenning's Hugmynd Bamahjálparinnar er að virkja félagasamtök í barátt- unni, láta almenning miðla upplýsingum og veita aðstoð við ónæmisaðgerðir. Á síðastliðnu ári fór þetta al- menningsstarf að bera árangur. Hann virðist ætla að vera ótrúlega góður. Tvisvar á ári manna rúmlega 400.000 sjálfboðaliðar í Brasilíu 90.000 stöðvar, þar sem ónæmis- aðgerðir fara fram. Stöðvar þessar em þannig í sveit settar, að þær em í göngufæri frá næst- um hverri fjölskyldu. Þessum „bólusetningardögum" var fylgt eftir með mikilli auglýsingarher- ferð. Sjónvarp og útvarp minntu á aðgerðimar allt að tuttugu sinn- um daglega og prestar áminna einnig söfnuðina í stólræðum svo ekki sé minnst á tilkynningar, sem útvarpað er í leikhléum á knatt- spymuleikjum. Árangurinn hefur orðið sá, að mænuveiki hefur næstum verið kveðin niður í Bras- ilíu og 60% bama em orðin ónæm gegn helstu banvænu veimsjúk- dómunum. Einnig hefur verið efnt til slíkra „bólusetningardaga" í Kólumbíu. Þar hafa rösklega 120.000 sjálf- boðaliðar nú þegar bólusett 75% allra bama í landinu. 200.000 kennarar minntu á bólusetning- amar í skólum landsins og 2.000 prestar hvöttu söfnuði sína til þátttöku. í Tyrklandi er herferðin hafin og rúmlega 4 milljónir bama hafa fengið ónæmislyf í fyrstu umferð. Föstudaginn áður en bólusetning- in hófst vom tilkynningar um nauðsyn ónæmisaðgerðanna lesn- ar upp í 54.000 bænahúsum múhameðstrúarmanna víðsvegar um landið. í skýrslu Bamahjálparinnar segir, að það sem mest sé um vert og hafi gert þetta fjöldaátak alls almennings og svo ólíkra hagsmunaaðila að vemleika, sé að leiðtogar viðkomandi ríkja hafi hvatt þegna sína til þátttöku. Ríkisstjómimar bera kostnaðinn af lyfjagjöfunum og ríkisfjölmiðl- ar koma upplýsingum á framfæri svo meirihluti bama í þessum fjöl- mennu þjóðlöndum hljóti ónæmis- aðgerðir. Lokaorð skýrslunnar hljóða svo: „Árangur hefur náðst vegna þess að þjóðarleiðtogar hafa nú gert sér Ijóst að markmið sem þetta er stórkostlega mikilvægt og í raun afar auðvelt að ná því.“ Nýtt barnaheimili vígt á lóð Borgarspítalans Furuborg og tekur 40 börn - hlýtur nafnið NÝTT barnaheimili, Furuborg, var vígt á föstudaginn á lóð Borgarspítalans og afhenti Reykjavíkurborg spítalanum dagheimilið til rekstrar en það var byggt fyrir tilstuðlan stjórnar Borgarspítalans. Áætl- aður byggingarkostnaður með lóð og búnaði er 17,8 milljónir króna. Dagheimilið er 320 fermetrar á einni hæð. Tvær dagheimilisdeildir em fyrir um 40 böm á aldrinum eins til sex ára. Heimilið er steypt upp á hefðbundinn hátt á stoðum. Lóðarframkvæmdum mun ljúka nú í september, en það er Þór Snorrason garðyrkjumeistari, sem var lægstbjóðandi í verkið. Út- veggir em húðaðir að utan með marmarasalla. Úlfar Linnet, 5 ára, tók fyrstu skóflustunguna 13. október 1985. Síðan var grafíð upp úr gmnni hússins og samhliða hófst hönnun og gerð útboðsgagna sem lauk í byijun desember. Verk- ið var þá boðið út fullfrágengið en án innréttinga og lóðar. Lægst- bjóðandi, Sveinbjöm Sigurðsson, fékk verkið og skilaði byggingunni í ágúst sl. Trésmiðja Erlendar Péturssonar sá um innréttingar. Umsjón með hönnun og bygg- Furuborg, nýtt dagheímili á lóð Borgarspítalans. ingarstjóm hafði byggingadeild borgarverkfræðings í samvinnu við Magnús Skúlason, aðstoðar- framkvæmdastjóra Borgarspítal- ans. Eftirlit með þessari framkvæmd höfðu starfsmenn byggingadeildar, þeir Jóhannes Benediktsson tæknifræðingur og Helgi S. Gunnarsson eftirlitsmað- ur. Borgarspítalinn rekur nú 100 dagheimilisrými og 23 skóladag- heimilisrými í Skógarborg og bætist nú Fumborg við. Samtals er þá rými fyrir 163 böm. Starfs- menn á Fumborg hafa verið ráðnir og verður Hrafnhildur Sigurðar- dóttir forstöðukona. Páll Gíslason, læknir og borg- arfulltrúi, afhenti Furuborg fyrir hönd Reykjavíkurborgar í hendur Hrafnhildar Sigurð- ardóttur forstöðukonu dag- heimilisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.