Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Óskabyrjun Jusupov í úr- slitaeinvíginu við Sokolov Skák Margeir Pétursson ATHYGLI skákáhugamanna víða um heim beinist nú að heimsmeistaraeinvígi þeirra Kasparovs og Karpovs þar sem hinn fyrrnefndi er langt kominn með að hafa betur. Þeir tveir hafa nú teflt þijú heimsmeistara- einvígi á þremur árum og það mætti halda að þeir hafi einka- rétt á að tefla um heimsmeistara- titilinn. Svo er þó auðvitað ekki, annað hvert ár hefst ný heims- meistarakeppni sem endar í því að sá sem kemst ósigraður í gegnum svæðamót, millisvæða- mót, áskorendamót og loks áskorendaeinvígi mætir heims- meistaranum. Keppnin sem hófst 1985 er nú að komast á lokastig og tveir ungir Sovétmenn, Artur Jusupov, 26 ára og Andrei Sok- olov, 23ja ára, heyja nú úrslita- einvígi um áskorunarréttinn á þann sem tapar í einvígi þeirra Kasparovs og Karpovs. Þetta allt virðist nokkuð rugl- ingslegt og því er ekki að neita að heimsmeistarakeppnin í skák hefur verið í mikilli óreiðu síðan Campo- manes frestaði fyrsta einvígi Kasparovs og Karpovs í febrúar 1985. Það þýddi það að hvorugur þeirra hafði tíma til að taka þátt í næstu lotu heimsmeistarkeppninn- ar. Það að lotumar höfðu verið styttar í tvö ár bætti ekki úr skák og steininn tók úr þegar Karpov fékk að nýta sér ákvæði um hefnd- areinvígi, en það einvígi stendur einmitt yfir núna. Það þarf því að tefla mörg ein- vígi á stuttum tíma og þeir Kasparov og Karpov njóta að vissu leyti báðir góðs af ringulreiðinni. Áður þurfti sá sem tapaði heims- meistaraeinvígi að byrja í átta manna úrslitum áskorendaeinvígj- anna, en vegna tímaskortsins mun sá þeirra sem tapar tefla við sigur- vegarann í yfírstandandi áskor- endakeppni. Með öðrum orðum, tapi Karpov, eins og allt útlit er fyrir, þarf hann aðeins að sigra í einu einvígi (gegn Jusupov eða Sokolov) og þá hefur hann unnið sér rétt til að skora á Kasparov á næsta ári. Sá möguleiki er sem sagt raun- hæfur að þeir Kasparov og Karpov tefli fjórða einvígi sitt á næsta ári og það skyldi enginn halda að Karpov gefist upp, ef hann fær áskorunarréttinn í fjórða sinn mun hann örugglega nýta sér hann. Enn er sagan ekki öll sögð, eftir áramót- in hefst heimsmeistarakeppnin 1987—88 með svæðamótum og henni lýkur með heimsmeistaraein- vígi árið 1988, nema þá að þing alþjóðaskáksambandsins í Dubai grípi í taumana. Það skal engan undra þó sumir beztu skákmenn heims uppnefni Campomanes, forseta FIDE, og kalli hann ýmist „Karpovmanes" eða „Campomadness". Þessi þéttu einvígi og tveggja ára lota þýða gifurlegt álag á beztu skákmenn heims, sem geta vart sinnt öðrum verkefnum en þátttöku í heimsmeistarakeppninni og undir- búningi fyrir næstu einvígi. Skákáhugamenn og meistarar fagna hins vegar þessum tíðu við- burðum, rétt eins og lýðurinn í Rómaveldi þekkti þá skemmtan bezta að horfa á örmagna skylm- ingaþræla beijast til síðasta blóð- dropa. Sú tíð er liðin að nýbakaðir heimsmeistarar gátu slappað af í þijú ár fyrir næsta einvígi. Vinur vor Boris Spassky fór reyndar flatt á því, hann gætti þess ekki að halda sér í nægilegri æfingu og varð frem- ur auðveld bráð fyrir Bobby Fischer. Það var vafalaust rétt ákvörðun hjá FIDE að hafa heimsmeistarakeppn- ina á tveggja ára fresti í stað þriggja áður, en hin umdeilda febrú- ar-ffestun Campomanesar í fyrra setur svo stórt strik í reikninginn að nýja kerfið verður ekki farið að ganga eðlilega fyrir sig fyrr en í þeirri lotu heimsmeistarakeppninn- ar sem hefst í ársbyijun 1989. Ég vona að flestum sé nú ljóst af hveiju það er alltaf verið að tefla um heimsmeistaratitilinn og vík nú sögunni til Riga í Sovétlýðveldinu Lettlandi þar sem þeir Jusupov og Sokolov tefla um það hvor þeirra fái að ógna veldi Kasparovs og Karpovs. Þar er nú lokið þremur skákum af ijórtán og hefur Jusupov unnið fyrstu og þriðju skákina, en ann- arri skákinni lauk með jafntefli. Hann hefur því tekið tveggja vinn- inga forystu og það bil verður vafalaust erfítt að brúa í svo stuttu einvígi, sérstaklega þar sem Jus- upov er afskaplega traustur skákmaður. Hann teflir þungan stöðustíl, en Sokolov er hins vegar fulltrúi alveg gagnstæðrar stefnu. Hann teflir afskaplega hvasst og er ófeiminn við að taka áhættu, enda taugasterkur með afbrigðum. Það kom geysilega mikið á óvart að þessir tveir skákmenn skyldu komast alla leið í úrslit áskorenda- einvígjanna og fáir veðjuðu á þá í undanúrslitunum. En andstæðingar þeirra þar áttu ekkert svar við sig- urvilja og taugastyrk ungu mann- anna og biðu algjört afhroð. Jusupov vann Timman 6—3 og Sok- olov burstaði Vaganjan 6—2. Það er athyglisvert að báða sigra sína hefur Jusupov unnið á svart. Strax í fyrstu skákinni náði hannn að beina skákinni í farveg þungrar stöðubaráttu. Hann náði frum- kvæðinu með skiptamunsfóm í 29. leik og stóð betur þegar skákin fór í bið. I framhaldinu missti Sokolov þolinmæðina og varð að gefast upp eftir 72 leiki: Artur Jusupov Hvitt: Andrei Sokolov Svart: Artur Jusupov Frönsk vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 — c5, 5. a3 — Bxc3+ Vaganjan tapaði tveimur skákúm fyrir Sokolov í 5. — Ba5 afbrigð- inu, svo það kemur vart til með að sjást mikið á næstunni. 6. bxc3 - Re7, 7. Rf3 - b6!?, 8. Bb5+ - Bd7, 9. Bd3 - Ba4! Að negla niður hvíta a peðið á þennan hátt þótti gott á dögum Botvinniks og í gamla daga lék t.d. Fischer strax 7. a4 til að útiloka þetta. 10. h4 - h6, 11. h5 - Rbc6, 12. Hh4 - c4, 13. Be2 - Kd7! Jusupov finnur fljótvirkustu leið- ina til að koma kóngnum í öruggt skjól á drottningarvængnum og drottningunni í spilið á kóngsvæng. 14. Be3 - Dg8, 15. Dd2 - Dh7, 16. Hcl - Kc7, 17. Hf4 - Haf8, 18. Rh4 - Rd8, 19. Bg4 - Kb7, Samnorrænt þing um verslunarskólamenntun: Samstarf fyrir- tækja o g skóla einkenna nám næstu 10 árin DAGANA 2. til 7. september var haldið samnorrænt þing verslun- arskólakennara á Hótel Loftieið- um. Þátttakendur voru 30 frá Norðurlöndunum og var meðal annars fjallað um tengsl verslun- arskólamenntunar og atvinnu- lífsins. Helge Sindal var einn af þátttakendum, en hann er form- aður nefndar sem vinnur að auknu samstarfi milli verslunar- skólanna á Norðurlöndunum. Helge var spurður hvað helst hefði verið til umræðu á þessu þingi. „Að þessu sinni fjölluðum við mest um hvemig þróunin yrði í verslunarskólamenntun næstu 10 árin. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað í atvinnulíf- inu og við verðum að hafa þær í huga þegar við skipuleggjum versl- unarskólanámið næstu 10 árin. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að áherslu þurfi að leggja á víðtæk- ara nám í framtíðinni, fólk kemur til með að skipta oftar um störf og þar sem tölvuvæðingin hefur haldið innreið sína kallar hún á starfs- krafta sem þurfa að búa yfir víðtækari menntun, þurfa m.a. að geta sótt upplýsingar til ýmissa upplýsingabanka. Því er nauðsyn- legt að nemendur tileinki sér sjálf- stæð vinnubrögð, en jafnframt er mikilvægt að þeir geti unnið með öðrum." —' Er menntun kennara í sam- ræmi við þær breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu? „Kennarar eru óðum að tileinka sér þessa nýju tækni, en það geng- ur ílla að fá kennara að skólunum. Launin eru lág víðast hvar og þeir Morgunblaðið/Þorkell „Höfum breytingar í atvinnulíf- inu í huga er við skipuleggjum verslunarskólamenntun næstu 10 árin.“ Helge Sindal formaður nefndarinnar. sem eru útsjónasamir fá sér vinnu við eitthvað annað en kennslu, því launin eru mun hærri annars stað- ar. Menn þurfa að vera mjög elskir að kennslu til að fást til starfa.“ — Einhveijar nýjungar sem þið sjáið fyrir í framtíðinni? „Við teljum að verslunarskóla- menntun verði í framtíðinni að hluta til numin í skólum og að hluta til hjá fyrirtækjunum. Það hafa verið gerðar tilraunir með þetta form í nokkrum löndum og gefist mjög vel, bóklegt nám fer fram í skólun- um og starfsreynsla í fyrirtækjun- um. Þetta kallar á nána samvinnu milli fyrirtækja og skólanna en er líklegt til að verða árangursríkt á næstu árum.“ Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Lubbar og geimleigu- morðingjar Lepparnir (Critters). Sýnd í Laugarásbíói. Stjörnugjöf ★ ★ ‘/2 Bandarísk. Leikstjóri: Stephen Herek. Handrit: Steph- en Herek og Domonic Muir eftir sögu Domonic Muir. Framleiðandi: Rupert Harvey. Kvikmyndataka: Tim Suhr- stedt. Tónlist: David Newman. Aðalhlutverk: M. Emmet Walsh, Dee Wallace Stone, Billy Green Bush, Scott Grimes og Nadine van der Velde. Við eigum ekkert orð yfir svona myndir en í Bandaríkjunum eru þær kallaðar „sleepers". Það merkir, ef hér er farið rétt með, myndir sem koma á óvart; sem haldið var að væru hvorki fugl né fiskur en svo kemur í ljós að þær vekja athygli og fá góða að- sókn eins og uppúr þurru. Þannig mynd er Lubbamir (Critters), sem sýnd er í Laugarásbíói. Hún kem- ur skemmtilega á óvart. Hún sver sig óneitanlega í ætt við Gremlinmyndina hans Spiel- bergs (hvar gætir ekki áhrifa frá Spielberg þessa dagana?) þvi hún er um furðudýr, viðbjóðsleg lítil kvikyndi sem vel væri hægt að rugla saman við gæludýr ef þau hefðu ekki tannaraðir á við mann- ætuhákarla og ætu allt nema rafmagnstöflur. Hljóðið sem þau gefa frá sér er smjatthljóð og þau koma utan úr geimnum. Ólíkt Gremlinpúkunum er ekkert ævin- týralegt við Lubbana. Þeir borða fómarlömb sín. Og nú eru þeir lentir á jörðinni hjá bóndanum Brown og hans ijölskyldu. En þótt kvikmyndin sé ansi blóðþyrst er það húmorinn sem ræður ferðinni í þessari mjmd. Það eru margar góðar týpur í henni, sumar kunnuglegar en aðr- ar ekki. Jay Brown (M. Emmet Walsh) er bóndinn sem verður fyrir árás Lubbanna, Brad (Scott Grimes) og April (Nadine van der Velde) eru krakkamir hans, hann er prakkari með sprengjudellu, hún er skotin í nýja gæjanum í skólanum sem er frá New York og Helen (Dee Wallace Stone) er mamman. Að auki koma nokkrar persónur úr smábænum í grennd- inni við sögu. Lögreglustjórinn er feitur og tyggur skro og er pirrað- ur á bæjarbúum og enginn er meira þreytandi en bæjarbyttan Charlie (Billy Green Bush), sem heldur að hann fái radíósendingar utan úr geimnum í tennumar á sér. Daman á lögreglustöðinni er eins og málverk í framan og hún veit allt um Travolta og aðstoðar- lögreglustjórinn er sífellt að Ieika sér í talstöðinni. „Þetta er dýra- garður," stynur stjórinn. En undarlegastar af öllum eru persónumar sem koma utan úr geimnum til að eyða Lubbunum. Það eru tveir geimleigumorðingj- ar með litlar fallbyssur sér við hlið og þeir geta breytt andliti sínu í hvað sem er. Annar þeirra er eins og fræg rokkstjama og hinn getur ekki ákveðið hvemig hann vill vera svo hann er alltaf að breyta sér, fólki til mikillar undrunar. Með þessum liðsöfnuði og Lubbunum að auki getur leikstjór- anum og handritshöfundinum, Stephen Herek, ekki mistekist. Handritið er oft bráðskemmtilegt; aulalegar tilraunir geimleigu- morðingjanna til að aka bifreið eru jafnfyndnar og Lubbamir eru hræðilegir. En meira að segja Lubbamir geta verið fyndnir með stuttum athugasemdum um lífíð á jörðinni. Leikaramir eru allir vel stilltir inn á þessa blöndu af gamni og alvöru og blandan er vel hrærð og skaðlaus og gerir Lubbana að fyrirtaksskemmtun. Poltergeist II: Hin hliðin Poltergeist II. Hin hliðin (Polt- ergeist II: The Other Side). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: ★ ★ Bandarísk. Leikstjóri: Brian Gibson. Handritshöfundar og framleiðendur: Michael GraJs og Mark Victor. Tónlist: Jerry Goldsmith. Kvikmyndataka: Andrew Laszlo. Helstu hlut- verk: Jobeth Williams, Craig T. Nelson, Heather O’Rourke, Oliver Robins og Julian Beck. Þá er okkur enn boðið á heim- ili hinnar hijáðu Freelingfjöl- skyldu nokkrum árum eftir að Steven Spielberg bauð okkur að líta inn til þeirra í myndinni Polt- ergeist. Fjölskyldan hefur lítið breyst síðan við sáum hana síðast nema hvað hún er hætt að horfa á sjónvarp. Þið munið. Það var í gegnum sjónvarpið sem hinir illu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.