Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Lífeyrisreglur og staða aldraðra í ýmsum löndum Þýska sambands- lýðveldið Almenn eftirlaun eru ekki tryggð úr opinberum sjóðum í Þýska sam- bandslýðveldinu. Allir sem hafa atvinnu eiga þó rétt á lífeyri vegna lögbundinnar lífeyristryggingar. Eftirlaunaaldurinn fer eftir því hve lengi menn hafa greitt iðgjald. Sá sem greitt hefur iðgjald lífeyris- tryggingar í 35 ár getur farið á eftirlaun 63ja ára, en þeir sem hafa greitt iðgjald skemur, þó minnst í 15 ár, geta farið á eftirlaun 65 ára. Hægt er að fresta starfslokum allt til 67 ára aldurs og hækkar lífeyrisgreiðslan við það. Atvinnu- lausar konur og öryrícjar geta farið á eftirlaun við 60 ára aldur. Venju- lega fara konur á eftirlaun sextugar og karlar 63 ára. Upphæð eftir- launa ræðst af því hve lengi fólk hcfur greitt iðgjöld lífeyristrygging- eftir Willy Sehlberg Hér verður gerð grein fyrir fyrir- komulagi eftirlauna og lífeyris í ýmsum löndum. Uppíýsingarnar eru m.a. fengnar úr skýrslu, sem birt var árið 1982 í Vín á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Iífskjör aldraðra. Á Norðurlöndum er greiddur ^grunnlífeyrir án tillits til framlags á vinnumarkaðnum. Auk þess fær allt eftirlaunafólk viðbótarlífeyri. Lífeyrisgreiðslan er þess vegna háð því hve lengi fólk hefur stundað launavinnu og tekjum á starfsæv- inni. í löndum utan Norðurlandanna sem fjallað er um í yfirlitinu er rétt- ur til lífeyrisgreiðslna tengdur fyrri atvinnu, greiðslum tryggingarið- gjalds í áraraðir eða öðrum svipuð- um skilyrðum. Staða aldraðra á vinnumarkaðn- um er alis staðar háð aðstæðum á vinnumarkaðnum eins og búast má við. I löndum þar sem atvinnuleysi er lítið, eins og í Japan og á Is- Aiandi, vinna margir aldraðir, en í löndum þar sem atvinnuleysi er mikið, eins og t.d. í Danmörku, Frakklandi og Englandi, dregur stöðugt úr atvinnuþátttöku og raunverulegur eftirlaunaaldur lækkar að sama skapi. Eftirlaunakerfíð getur á ýmsan hátt haft áhrif á kjör aldraðra, sem annars kynnu að vilja stunda at- vinnu. Ef menn halda lífeyri sínum eða hluta hans, þótt þeir vinni fyrir kaupi, eykst áhugi á vinnu. Slíkt 7fyrirkomulag er t.d. við lýði í Sov- étríkjunum og Japan. Áhugi á vinnu minnkar aftur á móti þegar íjár- hagslegur ávinningur er af þvi að fara snemma á eftirlaun, eins og t.d. í Bandaríkjunum eða Frakk- landi. Almenningsálitið í þjóðfélaginu hefur líka áhrif. í Frakklandi fínna þeir að þeim ber að gefa hinum yngri tækifæri. í Japan þykir aftur á móti ósköp eðlilegt að gamalt fólk vinni eins lengi og það treystir sér til. Finnland Venjulegur ellilífeyrisaldur er 65 ár og þá hefst útborgun ellilífeyris- ^bóta. Opinberir starfsmenn fara yfirleitt á eftirlaun 63 ára gamlir og flestir eiga að fara á eftirlaun er þeir verða 67 ára. Ellistyrkur sem einstæðar konur fá frá 60 ára aldri og fyrrverandi hermenn frá 55 ára aldri, er í Finnlandi talinn ellilífeyr- ir. Samkvæmt lögum fá allir sem búsettir eru í landinu ellilífeyri. Inn- flytjendur öðlast rétt til ellilífeyris að loknum biðtíma. Lífeyrisgreiðsl- umar hækka þegar menn verða áttræðir og aftur við 85 ára aldur. Ef menn fresta því að taka ellilíf- eyri, hækkar hann. Vinnutekjur eða aðrar lífeyrisgreiðslur skerða //ífeyri. Frá árinu 1985 verður ellilíf- eyririnn þó greiddur öllum óskertur án tillits til annarra tekna. í lífeyrislöggjöfínni eru ýmis ákvæði um uppbætur misjafnar eft- ir hinum ýmsu sviðum atvinnulífs- ins. Viðbótarlífeyririnn miðast við fyrri vinnutekjur. Rúmlega helm- ingur ellilífeyrisþega nýtur einhvers konar viðbótarlífeyris. Aðalreglan varðandi viðbótarlífeyri er sú, að hann er aðeins greiddur þeim ellilíf- eyrisþegum, sem hætt hafa störf- um. Þó eru gerðar undantekningar frá þessu, t.d. um sjálfstæða at- v>innurekendur. Þeir sem eru lengi atvinnulausir og eru 55 ára eða eldri (aldursmörk- in eru breytileg eftir efnahags- ástandinu hvetju sinni), eiga rétt á venjulegum atvinnuleysisbótum sem metnar eru og leiðréttar á 6 mánaða fresti. Flestir eða um 90% fara þó á endanum á eftirlaun. ■t Rúmlega þriðjungur karlmanna og um fjórðungur kvenna á aldrin- um 60 til 64 ára er ennþá á vinnumarkaðnum. Meðal 65 til 69 ára fólks lækkar hlutfallið niður í fimm af hundraði. Margir aldraðir vinna við jarðrækt og skógrækt. Ekki hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir aldraða á vinnu- markaðnum. í fullorðinsfræðslu og endurhæfíngu er áhersla lögð á að styrkja ungt atvinnulaust fólk, en eldra fólk látið sitja á hakanum. Þó má meta háan aldur sem fötlun og eiga við reglur um fatlaða. Samtök ellilífeyrisþega stunda hjálparstarf meðal aldraðra, stund- um í samvinnu við sveitarfélögin. Hvorki ríkið né samtök einstaklinga gera neitt til að útvega ellilífeyris- þegum atvinnu. Hjálparstarfið er unnið endurgjaidslaust af ellilífeyr- isþegum. Nú er rætt um að lækka efírlaunaaldurinn, til þess að gefa ungum atvinnuleysingum meiri möguleika á að fá vinnu. Noregnr Venjulegur eftirlaunaaldur er 67 ár. Sjómenn og skógarhöggsmenn fara á eftirlaun 60 til 63 ára. Ríkis- starfsmenn geta hætt störfum um sjötugt en geta farið á eftirlaun 67 ára. Samkvæmt lögum eiga allir sem búsettir hafa verið í Noregi tiltekinn tíma rétt á ellilífeyri. Skilyrðið er að viðkomandi hafi verið búsettur í landinu a.m.k. 40 ár. Kjósi menn að fresta töku ellilífeyris (sem er þó einungis heimilt í 3 ár) eða ákveða að fá aðeins hluta hans greiddan fyrst í stað, fá þeir í stað- inn hærri lífeyri. Hlutagreiðslan getur verið Qórðungur, helmingur eða þrír fjórðu hlutar af fullum lífeyri. Það eru þó aðeins u.þ.b. 2% af ellilífeyrisþegum sem velja hluta- greiðslu af þessu tagi. Eftir sjötugt fá allir greiddan ellilífeyri, þótt þeir séu enn starfandi. Auk ellilífeyris er einnig lög- bundin viðbótartrygging til þeirra, sem hafa verið starfandi á vinnu- markaðnum i a.m.k. 3 ár frá árinu 1966. Upphæð viðbótarlífeyrisins er háð vinnutekjum og starfsaldri. Fullur viðbótarlífeyrir eða uppbót greiðist þeim, sem eiga 40 ára starfsferil á vinnumarkaðnum að baki. Þrír fjórðu hlutar karlmanna á aldrinum 60 til 66 ára og u.þ.b. 40% kvenna á þessum aldri vinna úti. U.þ.b. fímmtungur karlmanna 70 til 75 ára og eldri eru enn á vinnu- markaðnum. Stuðningur við aldraða á vinnu- markaðnum er fyrst og fremst með lögum um vinnuumhverfí og í upp- lýsingastarfsemi „Ellimálanefndar Vinnumálaskrifstofunnar". Allir sem eru undir sjötugu geta farið fram á aðstoð við að finna störf sem þeim hæfa. Laga skal vinnustað að þörfum starfsmanna eins og mögulegt er. Allir starfsmenn yfir sextugu eiga rétt á einnar viku orlofí aukalega, sem greitt er úr ríkissjóði. Ef ekki hefur verið samið um lægri eftir- launaaldur má segja starfsmanni upp atvinnu þegar hann hefur náð 70 ára aldri. Vinnumiðlunin getur veitt styrk til endurhæfingar og menntunar aldraðra. Atvinnuleys- ingjar sem náð hafa 64 ára aldri fá atvinnuleysisstyrk lengur en þeir sem yngri eru. Atvinnurekandi sem ræður tii sín fímmtugan mann eða sem verið hefur atvinnulaus í a.m.k. 3 mánuði á rétt á styrk sem nemur helmingi kostnaðar við laun og launatengd gjöld í sex mánuði. Á árinu 1981 voru greidd framlög vegna 50 starfsmanna af þessu tagi. Af starfsmönnum á vernduðum vinnu- stað eru 20% yfir 50 ára. Töluverður Qöldi fyrirtækja hefur stytt vinnutíma þeirra starfsmanna sem nálgast eftirlaunaaldur með eða án launauppbóta. í Noregi er ekkert rætt um at- vinnu handa ellilífeyrisþegum. ísland Ellilífeyrir er samkvæmt lögum greiddur öllum sem náð hafa 67 ára aldri og verið búsettir í landinu í a.m.k. 3 ár eftir 67 ára aldur. Fullur ellilífeyrir greiðist þeim sem átt hafa lögheimili hér í 40 ár eða Iengur. Þeir sem fresta töku lífeyr- is frá 1 upp í 5 ár, fá nokkru hærri ellilífeyri. Upphæð viðbótarlífeyris ræðst af fýrri vinnutekjum og er hann greiddur öllum launamönnum og sjálfstæðum atvinnurekendum í samræmi við reglugerðir fjölda sjálfstæðra lífeyrissjóða. Að jafnaði hefur sjóðfélagi, samkvæmt reglum sjóðanna, rétt til að fresta því að taka ellilífeyrinn þangað til hann verður 70 ára, en getur ef þess er óskað farið fram á eftirlaun 65 eða 67 ára. Ríkisstarfsmönnum er skylt að hætta störfum sjötugum. Það sama á við um starfsmenn í mörgum stór- um einkafyrirtækjum. Margir úr þessum þjóðfélagshópum fá sér aðra vinnu, oft hlutastarf. Það þyk- ir nefnilega eðlilegt á íslandi, að aldraðir haidi áfram að vinna svo lengi sem heilsan leyfir. Jafnframt þessu er atvinnuleysi nánast ekkert. 72% karla og 25% kvenna á aldr- inum 65 til 69 ára eru enn í fullu starfí. Hliðstæð tala um karla eldri en 75 ára er 14%. Samfélagið hefur ekki gripið til sérstakra ráðstafana til að styðja við bakið á öldruðum á vinnumark- aðnum. Almenningssamtök (Sam- tök aldraðra) taka að sér, í litlum mæli þó, að miðia vinnu til ellilífeyr- isþega. Danmörk Almennur lögbundinn ellilífeyrir er greiddur frá og með 67. aldurs- ári. Fullur ellilífeyrir er í reyndinni greiddur þeim, sem búsettir hafa verið í Danmörku í a.m.k. 40 ár eftir 15 ára aldur, én til eru ýmsar undantekningar frá þeirri reglu. Þegar allt kemur til alls þiggja flest- ir ellilífeyri áður en þeir verða 67 ára. Einhleypar konur fá ellilífeyri þegar þær eru orðnar 62 ára. Flýta má útborgun ellilífeyris. Þetta ger- ist oftast eftir sextugt og í einstaka undantekningartilfellum frá 55 ára aldri, þá að undangenginni sér- stakri athugun. Seinka má útborg- un ellilífeyrs, þó lengst til 70 ára aldurs og hækkar þá lífeyririnn. Ellilífeyrir sem greiddur er fyrir 67. aldursár lækkar, ef ellilífeyris- þeginn hefur aðrar tekjur. Eftir að menn eru orðnir 67 ára er lífeyrir- inn óskertur og á það einnig við um ellilífeyrisþega sem enn stunda vinnu. Auk lífeyrisins fá allir við- bótarlífeyri, sem skerðist ef menn hafa aðrar tekjur. Lögbundinn viðbótarlífeyrir (ATP) er greiddur öllum launa- mönnum og fáeinum sjálfstæðum atvinnurekendum. Lífeyrisgreiðslan miðast við starfsaldur á vinnumark- aðnum. Venjulega er þessi viðbót- arlífeyrir greiddur frá 67 ára aldri. Opinberir starfsmenn og margir aðrir hópar hafa eigin lífeyriskerfi, sem eru mismunandi. Sérstök tegund lífeyris, sem kall- aður er eftirlaun, er greiddur einstaklingum sem orðnir eru 60 ára og draga sig í hlé frá vinnu- markaðnuin. Þess er þó krafist að viðkomandi hafi í a.m.k. 10 ár af síðustu 15 árum verið félagi í lífeyr- issjóði. Fyrirkomulagið tekur bæði til atvinnuleysingja og fólks í starfi, sem æskir þess að draga sig í hlé yngra en 67 ára. Eftirlaunin eru í upphafi jafnhá og atvinnuleysis- bætumar, en hækka smátt og smátt. Sá sem tekur eftirlaun getur haft vinnu, þó að hámarki 200 vinnustundir á ári. Fyrirkomulagið var innleitt árið 1979 og á miðju ári 1981 tóku u.þ.b. 62.000 ein- staklingar þessi eftirlaun. (47% af þeim sem atvinnuleysistryggðir em á aldrinum 60 til 66 ára.) Tveir þriðju hlutar sögðu upp stöðum sínum á vinnumarkaðnum, til þess að komast á eftirlaun. Fyrirkomu- lag þetta hefur í för með sér að ellilífeyrisaldurinn færist í reynd- inni nær 60 ára aldri. 53% af karlmönnum og 29% af konum á aldrinum 60 til 64 ára vinna úti. í aldurshópunum 65 til 69 ára em tilsvarandi tölur 28% og 9%. í upphafí áttunda áratugarins var í Danmörku vart áhuga á að styrkja stöðu aldraðra á vinnumark- aðnum með t.d. launauppbótum til atvinnurekenda sem buðu sveigjan- lega atvinnutilhögun fyrir aldraða. Þessi tilraunastarfsemi var reynd í þremur sveitarfélögum, en þróun seinni ára hefur haft í för með sér að athyglin hefur fremur beinst að atvinnuleysi ungs fólks. Skoðanakannanir sýna að 25% af þeim sem nýlega hafa hætt störf- um, æskja þess að hefja vinnu aftur í einhverri mynd, og að margir viija sameina hlutastarf og hlutalffeyri. Samfélagið hefur ekki gert neitt til þess að fjölga ellilífeyrisþegum á vinnumarkaðnum. Ýmis félagasam- tök standa fyrir starfsemi aldraðra utan vinnumarkaðarins. Samtök þessi hafa að markmiði að virkja og hafa ofan af fyrir þeim öldruðu. Stundum er slík starfsemi styrkt af svcitarfélögunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.