Morgunblaðið - 16.09.1986, Síða 51

Morgunblaðið - 16.09.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 51 eitt mesta bridsmót sem haldið hef- ur verið. Yfir 50 pör (100 manns) eru þegar skráð til leiks. Tryggt hefur verið, að allt húsnæðið að Gerðubergi verður undirlagt spila- áhugafólki, þannig að enn er hægt að bæta við nokkrum pörum. Loka- frestur til að tilkynna þátttöku, rennur út fimmtudaginn 13. sept- ember nk. Hægt er að hafa samband við Ólaf Lárusson á skrif- stofu Bridssambandsins (13350) eða heima (16533). Mjög glæsileg verðlaun eru í boði, m.a. verða 1. verðlaun flug fyrir tvo til Kaupmannahafnar eða Salzborgar (að vali) með Samvinnu- ferðum/Landsýn. Keppnisgjaldi er mjög stillt í hófi, aðeins kr. 600 pr. spilara. Að auki verður spilað um silfurstig. Keppn- isstjóri verður Ólafur Lárusson en Vigfús Pálsson mun annast tölvu- vinnslu útreiknings. Sumarbrids 1986 Sumarbrids 1986 lauk í vikunni. Spiiað var tvisvar í viku alls 29 spilakvöld, á þriðjudögum og fimm- dögum. Keppni var tvískipt. Á þriðjudögum mættu um 400 pör til leiks á 11 spilakvöldum, sem gerir um 36 pör að meðaltali á kvöld. Á fimmtudögum mættu um 820 pör til leiks á 13 spilakvöldum, sem gerir um 46 pör að meðaltali á kvöld. Alls tóku því um 1.220 pör þátt í Sumarbrids 1986. Kvöldvinn- ingar voru veittir til 120 para á þessum 29 spilakvöldum, þannig að _ca. 1100 pör standa eftir. Á þriðjudaginn mættu 28 pör til leiks og var að venju spilað í tveim- ur riðlum. Úrslit urðu: A) Alfreð Kristjánsson - Gunnar Þorkelsson 187 Jónas Ólafsson - Ómar Ármannsson 179 Dúa Ólafsdóttir - Véný Viðarsdóttir 166 Halldór Magnússon - Valdimar Elísson 165 Esther Valdimarsdóttir - Lovísa Eyþórsdóttir 163 B) Guðrún Jörgensen - Sigrún Pétursdóttir 181 Kristján Ólafsson - Rögnvaldur Möller 177 Edda Thorlacius - Isak Öm Sigurðsson 174 Eyþór Hauksson - Lúðvík Wdowiak 171 Hrannar Erlingsson - Ragnar Hermannsson 163 44 pör mættu svo til leiks á fimmtudeginum og var spilað í þremur riðlum. Úrslit urðu þessi (efstu pör): A) . Baldur Amason - Sveinn Sigurgeirsson 277 Erlendur Sverrisson - Unnar A. Guðmundsson 266 Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Amórsson 220 Óskar Sigurðsson - Róbert Geirsson 220 Eyjólfur Magnússon - Gróa Guðnadóttir 219 B) Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 195 Ragnar Magnússon - Valgarð Blöndal 186 Hrannar Erlingsson - Ólafur Týr Guðjónsson 186 Birgir Sigurðsson - Hjörtur G. Gíslason 185 Ásgeir P. Ásbjömsson - Aðalsteirin Jörgensen 183 C) Anton R. Gunnarsson - Hjálmar S. Pálsson 187 Kristín Pálsdóttir - Vilhelm Lúðvíksson 183 Guðmundur Thorsteinsson - Sigurður Ámundason 178 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 176 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 169 Og þar með lauk síðasta spila- kvöldi í Sumarbrids 1986. Brids- samband Reykjavíkur þakkar spilaáhugafólki fýrir samstarfíð í sumar. \ EFÞÚÁTT SPARISKÍRTEINI RÍKISSJOÐS SEM ERINNLE YSANLEGT 15.SEPTEMBER Á SKALTU VERJAST aLLRIASOKN í ÞAÐ ÞVÍ RÍKISSJOÐUR BÝÐUR ÞER NÝ SKÍRTEINI MEÐ 6.5% ÁRSVÖXTUM UMFRAM VERÐTRYGGINGU OG AÐEINS TIL TVEGGJA ÁRA Þú skalt hugsa þig um tvisvar áður en þú fellur fyrir einhverjum þeirra tilboða sem nú rignir yfir þig. Það er þinn hagur að ríkissjóður ávaxti peningana þína áfram - í formi nýs skírteinis; ávöxtunin er góð og skírteinin eru laus eftir rétt rúmlega tvö ár (gjalddagi er 10. janúar 1989). En það segir ekki alla söguna. Þótt sumir bjóði álitlegri vexti en ríkissjóður eru spariskírteinin engu að síður um margt betri kostur. Þau eru innlent lánsfé og draga því úr erlendri skuldasöfnun, þau eru eign- arskattsfrjáls (eignarskattur er nú 1,2% á ári) og þau eru öruggasta fjárfesting sem völ er á; þeim fylgir engin áhætta. RIKISSJOÐUR ISLANDS G0TT FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.