Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 58

Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 fólk f fréttum Syípmyndir frá tískusýningu Paiásartískunnar. Ljóam.: Emilía „Hæstánægð“ — segir Rúna Guðmundsdóttir um verslun sína, Parísartískuna, sem flutt er í nýtt húsnæði Ein af okkar elstu og glæsileg- ustu verslunum, Parísartískan, opnaði í nýju húsnæði á Laugavegi 71, þann 22. ágúst síðastliðinn. Hafði verslunin verið til húsa í Hafnarstræti 8_ eða í 24 ár. En Búnaðarbanki íslands keypti hús- næðið og ætlar það undir starfsemi sína og þurfti því að rýma hús- næðið. „Mér fannst mikið mál að þurfa að flytja verslunina eftir þennan langa tíma á sama stað,“ sagði Rúna Guðmundsdóttir eigandi verslunarinnar, er við ræddum við hana í tilefni af flutningunum. „En nú er ég hæstánægð. Þetta nýja húsnæði, sem ég keypti, er 140 ftn á annarri hæð, en verslunin sjálf er um 100 fm. Ég fékk þýskan arkitekt, mr. Siugul, til að innrétta verslunina, en hann hefur hlotið viðurkenningu fyrir verslunarinn- réttingar sínar. Innréttingar hinnar nýju verslun- ar eru allar í ljósum litum. Aðallitur- inn er ljósgrátt. í tilefni af opnuninni bauð eig- andinn nokkrum viðskiptavinum sínum til tískusýningar, þar sem hún kynnti vörur sínar en París- artískan hefur umboð meðal annars fyrir fatnað frá Escada, Fink, Frank Usher og Alexander. Það voru tískusýningarstúlkur frá Model 79, sem sýndu fatnaðinn. Rúna Guðmundsdóttir (t.v.) virðir fyrir sér glæsilegan kvöldkjól.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.