Morgunblaðið - 23.09.1986, Page 4

Morgunblaðið - 23.09.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Samkomulagið í Rainbow-málinu kynnt ríkisstjórnum landanna í dag: 65% flutninganna til þess félags sem á lægsta tilboð ÞORSTEINN Pálsson, fjármálaráðherra, mun í dag kynna ríkis- stjórninni og utanríkismálanefnd, innihald samkomulagsins, sem náðist í Rainbow-málinu eftir viðræður íslenskra og bandarískra ráðamanna um helgina. Samkvaemt heimildum Morgunblaðsins, felur samkomulagið í sér að flutningamir verði boðnir út og verði 65% þeirra í höndum þess skipafélags, sem á lægsta tilboð- ið. Það skipafélag, sem lægsta tilboðið á í hinu landinu, fær 35% flutninganna, samkvæmt samningi. Þorsteinn vildi ekki tíunda ein- stök efnisatriði samkomulagsins, og sagði að þau yrðu kynnt fyrir fjölmiðlum að afloknum rikis- stjómarfundi í dag. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagðist hann þó ekki eiga von á öðru en að þessari niðurstöðu yrði fagnað hérlendis. Forráðamenn þriggja skipafélaga voru inntir álits á samkomulaginu, eins og það kom þeim fyrir sjónir í gær. „Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekki séð samninginn, en ég tel að með þessum samn- ingi hafi náðst markverður árangur og þar hafi náðst mark- mið Islendinga að þeir ættu jafnan rétt á við bandarísk skipafélög til þessara flutninga fyrir vamarlið- ið,“ sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands. „Eg lít þannig á, að þessi niður- staða sé ef til vill í beinu framhaldi af niðurstöðu, sem fékkst fyrir rúmu ári síðan, þegar ákveðið var að bjóða flutningana út. Þá buðum við í þessa flutninga og við erum áfram reiðubúnir til að gera tilboð í þá,“ sagði Hörður. Aðspurður, sagði hann, að skipafélagið myndi athuga alla möguleika á losun á varningi fyrir vamarliðið í Njarvíkum, ef Eimskipafélagið fengi hluta flutninganna. Ómar Jóhannsson, fram- kvæmdarstjóri Skipadeildar Sambandsins, sagðist einnig ókunnugur skilmálum þeim, er samkomulagið fæli í sér, en sagði að þetta væri skref í rétta átt, þótt Oldungadeild Bandaríkjaings ætti eftir að taka afstöðu til máls- ins. „Það sem við höfum óskað eft- ir frá upphafí er að sjálfsögðu að sitja við sama borð og aðrir og hafa sömu möguleika til tilboðs- gerða á jafnréttisgrundvelli. Ef samkomulagið er byggt fyllilega á þeim gmnni, þá hefur því marki verið náð. Við vonum bara að hér sé ekki um að ræða samkomulag, sem eigi eftir að teyma okkur enn lengra á asnaeyrunum, en gert hefur verið hingað til,“ sagði Ómar. Hann sagði að Skipadeild Sam- bandsins myndi vissulega gera tilboð í flutningana, svo fremi sem samkomuiagið fæli í sér að skipa- félög á Islandi hefðu jafna möguleika til að gera tilboð á við aðra. „Fyrr en Öldungadeild Banda- ríkjaþings hefur tekið samkomu- lagið fyrir, er ekki hægt að skoða þetta mál ofan í kjölinn," sagði Ómar. Guðmundur Ásgeirsson, for- stjóri Nesskipa, sagði að ekki væri afráðið enn hvort félagið myndi gera tilboð í flutningana, ef samkomulagið, sem náðist um helgina, næði fram að ganga. „Það verður að minnsta kosti skoðað hvaða möguleikar eru fyr- ir hendi, þegar endanlega liggur fyrir hvað úr verður," sagði Guð- mundur. „Ætli þetta verði ekki að telj- ast sæmileg lausn, miðað við hvað er búið að fara með þetta mál mikið fram og aftur. En það er of snemmt að segja um málið fyrr en allt er frágengið og það tekur allt sinn tíma,“ sagði Guð- mundur að lokum. Mark Young forstjóri Rainbow Navigation í Bandaríkjunum, vildi ekkert um málið segja, þar sem honum hafði ekki borist afrit af samkomulaginu. Bjóst hann við að fá það í hendumar í dag, eða á morgun og þar til hann hefði kynnt sér alla málavöxtu, vildi hann ekki tjá sig um samkomu- lagið. VEÐUR í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Á milli íslands og Skotlands er 1008 millibara lægð á leið austur, en nærri kyrrstæö 1004 millibara lægð er vestur af Snæfellsnesi SPÁ: Hæg vestlæg átt verður um land allt. Skúrir á vestanverðu landinu en þurrt á austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Suðlæg átt verður ríkjandi um allt land og fremur hlýtt. Dálítil rigning á sunnanverðu landinu en að mestu þurrt og sum staðar lóttskýjað fyrir norðan. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað •á Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir — Þoka = Þokumóða 5, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl voður Akureyri 4 skýjað Reykjavík 6 rignlng Bergen 9 skýjaö Helsinki 8 rigning Kaupmannah. 14 hálfskýjað Narssarssuaq 4 rigning Nuuk 2 rigning Osló 14 skýjað Stokkhólmur 13 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 30 skýjað Amsterdam 15 alskýjað Aþena vantar Barcelona 26 léttskýjað Berifn 16 skýjað Chicago 21 akýjað Glasgow 14 súld Feneyjar 23 heiðskfrt Frankfurt 17 léttskýjað Hamborg 14 súld Jan Mayen 3 hétfskýjaö Las Palmas vantar London 17 skýjað LosAngeles 14 þokumóða Lúxemborg 15 léttskýjað Madrfd vantar Malaga 28 skýjað Mallorca 28 léttskýjað Miami 25 skýjað Montreal 8 léttskýjað Nice 25 léttskýjað NewYork 13 skýjað Parfs 16 þokumóða Róm 25 helðskírt Vfn 21 skýjað Washington 19 þokumóða Winnipeg 7 léttskýjað Hörður Hjálmarsson við vélfluguna áður en hann hélt i flugferðina sem endaði svo illa. „Skelfilegt að sjá vélina skella niður“ - segir Arnar B. Vignisson, sem sá félaga sinn skella til jarðar í vélflugu „Það voru ægileg augnablik sem liðu þegar ég sá að Hörður átti i erfiðleikum og vélflugan steyptist til jarðar,“ sagði Amar B. Vignis- son. Amar var staddur á Sandskeiði ásamt félaga sínum, Herði Hjálm- arssyni, og ætlaði Hörður að fljúga á lítilli vélflugu, sem hann hefur sjálfur smíðað. Vélfluguna notaði hann í fyrsta skipti í sumar og hef- ur flogið henni nokkuð. Amar sagði að allt hefði gengið vel í flugtaki og hefði Hörður síðan snúið við þegar í loftið var komið og flogið yfír flugbrautina. Þá hefði lúga yfír flugmannssæti skyndilega opn- ast. „Lúgan hefur sennilega verið kviklæst, en þegar hún opnaðist í um 60 metra hæð féll vélin niður til hægri," sagði Amar. „Hörður rétti vélina af, en hún féll hratt, skall niður á vinstri væng og sner- ist 180 gráður. Ég var þá staddur 3-400 metra frá vélinni, hljóp að bílnum og ók í loftköstum þangað. Hörður var við fulla meðvitund og einu meiðsli hans reyndust vera brotinn ökkli á hægra fæti.“ Amar var með myndavélina með- ferðis og tók þær myndir sem birtast hér og á baksíðu með leyfí flugmannsins, Harðar Hjálmars- sonar. Bókaþing 1986: Bókaþjóð á krossgötum BÓKAÞING 1986 verður haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavik i dag, þriðjudaginn 23. september. Einkunnarorð þingsins eru: „Bóka- þjóð á krossgötum“, og verður þar einkum fjallað um þá samkeppni sem bækur, sem menningarmiðill, standa nú frammi fyrir. í fréttatilkynningu frá Bókasam- annarra miðla og hafi aldrei borið bandi íslands. sem stendur að skaða af, fremur hið gagnstæða, þinginu, segir meðal annars að framþróun hugvits og tækni, er getið hafí af sér nýja miðla, hafí einnig fært þeim sem að bókum standa öflugri og fullkomnari tæki og aðstöðu en áður eru dæmi um. Það sé því ekki ástæða til að óttast um bókmenningu eða bóklestur íslensku þjóðarinnar. Bækur hafí áður staðið frammi fyrir samkcppni eins og segir í tilkynningunni. Á Bókaþingi 1986, sem hefst klukkan 9.00 árdegis verða flutt ávörp og fyrirlestrar er lúta að stöðu bókarinnar og bókmenningu hér á landi. Þingið stendur til klukk- an 18.00, en þá verður lokahóf í boði menntamálaráðherra fyrir þinggesti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.