Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 37 AKUREYRI Almannavarnaæfing á Pollinum Árni Gunnarsson: Fer í framboð í Norður landi eystra ÁRNI Gunnarsson, fyrrver- andi alþingismaður, til- kynnti á kjördæmisráðs- fundi Alþýflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra um helgina að hann ætlaði i framboð fyrir flokk- inn i þvi kjördæmi. Sögu- sagnir hafa verið á kreiki um að Arni hygðist fara i framboð i Reykjavik en svo verður ekki. Það var ákveðið á kjördæmis- þinginu, sem haldið var á Stóru Tjömum í Ljósavatnsskarði, að prófkjör Alþýðuflokksins í kjör- dæminu yrði haldið eigi siðar en í janúar á næsta ári. Um 30 manns sóttu kjördæm- isþingið um helgina. Ámi var lqörinn á þing í kjör- dæminu 1978 og 1979 en féll í kosningunum 1983. ALMANNAVARNANEFND Akureyrar gekkst um helgina fyrir æfingu á Pollinum fyrir norðan flugvöllinn. Þetta var æfing vegna almannavarna- áætlunar ef flugslys yrði á Akureyrarflugvelli. Hafnsögu- bátinn Mjölni, gúmmíbát og „uppáklædda" menn gat að líta úti á Polli. Fólk sem átti leið um gat sér þess til að leit stæði yfír af ein- hvetjum sem lent hefði í hrakning- um en sem betur fór reyndist svo ekki vera. Þama voru sem sé slökkviliðsmenn, félagar í Flug- björgunarsveitinni og Hjálparsveit skáta, hafnarverðir og félagar í Sjóbjörgunarsveitinni Súlum á æfíngu. 40-50 manns tóku þátt í henni. „Við settum upp æfíngu með það að bjarga fólki úr sjó og það kynnt fyrir björgunarsveita- mönnum og slökkviliðsmönnum," sagði Gísli Kristinn Lórenzson, varaslökkviliðsstjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta gekk ágæt- lega en það komu þó upp atriði sem verður að endurskoða. Það er unnið samkvæmt gömlu plani en almannavamanefnd ætlar að fara að endurskoða hana.“ Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra: Atta frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu ÁTTA manns ákváðu að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra vegna væntanlegra alþingiskosninga. Próflgörið fer fram 18. október næstkomandi. Frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjörinu rann út um helgina og það voru eftirtaldir sem taka þátt: Halldór Blöndal, alþingismað- ur, Bjöm Dagbjartsson, alþingis- maður, Vigfús Jónsson bóndi, Margrét Kristinsdóttir, kennari, Bima Sigurbjömsdóttir, hjúkruna- rfræðingur, Tryggvi Helgason, flugmaður, Stefán Sigtryggsson, viðskiptafræðingur og Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari. Flokksbundnir Sjálfstæðismenn geta greitt atvkæði í prófkjörinu. Þar skulu menn kjósa 3 menn fæst og 5 mest. Kjömefnd hefur heimild til að bæta fólki á listann sem verð- ur lagður fram í prófkjörinu en að sögn Sigurðar Hannessonar, form- anns kjördæmisráðs, verður það ekki gert. „Verið að hengja bakara fyrir smið“ -segir lögmaður skemmtistaðarins H-100 “ÞAÐ hefur ekkert komið fram sem hrekur það að Magnús Þórð- arson hafði umboð til að taka við greiðslunum til skjólstæðings sins á sinu nafni“ sagði Gunnar SÓlnes, lögfræðingur H-100, þeg- ar blaðamaður bað hann um að skýra sína hlið í máli Rúnars Þórs Bjömssónar. “Þama var verið að ganga frá skuld i fullu samræmi við dómsorðið i Bæjar- þingi Akureyrar með eðlilegiun vöxtum á þessu timabili. Magnús bauð þennan kost, og Rúnar hafði samband við mig til að knýja á um að þessi leið yrði farin.“ Gunnar sagði að umboð lög- manns til þess að taka á móti greiðslum á þennan hátt væri ótví- rætt. “Hér kemur fólk á skrifstof- una á hverjum degi og lýkur skuldum við skjólstæðinga okkar með ávísunum sem gefnar eru út á okkur." Benti hann á 4. grein laga nr. 61/1942 og 10. grein laga nr. 7/1936 máli sínu til stuðnings. Sagðist Gunnar ætla að fara þess á leit við fógeta að formaður og framkvæmdastjóri Lögmannafé- lags íslands yrðu látnir bera vitni í málinu þegar það verður tekið fyrir nú í haust. Spumingu blaðamanns um það afhveiju hann hefði ákveðið að semja við Magnús, þótt hann hefði áfrýjað málinu til Hæstaréttar svar- aði Gunnar: „Magnús bauð upp á þennan kost. Eg taldi það vænlegra að semja svona en að láta málið halda áfram fyrir Hæstarétti. Búið var að gera íjámám i fasteign dóm- þola (þ.e. H-100, innsk. blaða- manns) og biðja um uppboð. Hefði það farið fram var ekki um annað að ræða en að greiða skuldina út til forðast uppboð." Gunnar bætti þvi við að ef málið væri skoðað þá hefði alltaf verið ágreiningur um það hvort Rúnar væri ekki að hluta til ábyrgur fyrir slysinu. Raunar kæmi það glögglega fram i dóms- orði bæjarþingsins að Rúnar hafi borið verulega ábyrgð. Gunnar sagðist að lokum telja að krafan a hendur skjólstæðinga sinna væri algjörlega órökstudd. “Hér er verið að hengja bakara fyrir smið“ sagði Gunnar Sólnes. Morgunblaðið/Skapti. Fimmti Kanadatogarinn kominn á athafnasvæði Slippstöðvarinnar. Cape Hunter heitir hann og verður m.a. lengdur eins og hinir fjór- ir togaramir. Fimmti Kanada- togarinn kominn 1 Slippstöðina Akureyrí FIMMTI Kanadatogarinn er nú kominn til Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri - kom i fyrrakvöld - og verður i stöðinni fram að jól- um. Þessum togara, Cape Hunter, verður breytt eins og hinum fjórum sem á undan hafa komið. Hann verður lengdur talsvert og einnig gerðar á honum aðrar breytingar. Eins og áður hefur komið fram i Morgunblaðinu ætlar Kanadíska fyrirtækið sem á umrædda togara að láta breyta fleiri skipum; öðru- visi togurum, og er ekki loku fyrir það skotið að Slippstöðin nái í a.m. k. einhvem þeirra hluta verkefna. Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.