Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Skákþing íslands: Margeir efstur eftir 7 umferðir MARGEIR Pétursson vann Hann- es Hlífar Stefánsson í 7. umferð, sem tefld var á Skákþingi íslands í gærkvöldi og er í efsta sæti með 5 og hálfan vinning. Fjórar umferðir eru eftir á mótinu. Aðrar skákir í 7._ umferð fóru þannig að Þröstur Amason vann Karl Þorsteins. Jafntefli gerðu Dan Hanson og Davíð Ólafsson og Jon L. Ámason og Johann Hjartarson. Tvær skákir fóm í bið, skák Sæv- ars Bjamasonar og Guðmundar Siguijónssonar og skák Þrastar Þórhallssonar og Björgvins Jons- sonar. Þeir Guðmundur og Björgvin em taldir hafa betri stöðu. Fimm efstu menn á Skákþingi íslands em nú Margeir Pétursson með 5 og hálfan vinning, Guðmund- ur Siguijónsson með 4 vinninga og biðskák og i 3. til 5. sæti em Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson og Dan Hansen með 4 vinninga. Síldarverksmiðjur ríkisins: Lækka loðnuverð um 50 kr. á tonn SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins hafa lækkað loðnuverð um 50 krónur á tonn og var loðnunefnd tilkynnt um þessa ákvörðun i Léstí bflslysi PILTURINN sem lést eftir um- ferðarslys aðfararnótt laugar- dags hét Þráinn Amgrímsson. Þráinn heitinn var átján ára gam- all, fæddur 22. mars 1968. Hann var til heimilis að Prestbakka 1 í Reykjavík. gærdag. SR greiðir því 1.700 krónur fyrir tonnið í verksmiðj- unum á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði en 1.800 krónur í verksmiðjunni á Reyðarfirði. Ekki var vitað um verðbreyting- ar hjá öðrum verksmiðjum er Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar að iútandi í gærdag. Tólf loðnuskip tilkynntu um afla á laugardag og sunnudag með samtals 10.790 tonn. Á laugardag tilkynntu þijú skip um afla, samtals 2.750 tonn. Það vom Hrafn GK með 660 tonn, Beit- ir NK með 1380 tonn og Kap 2 VE með 710 tonn. Níu loðnuskip tilkynntu um afla á sunnudag, samtals 8.040 tonn. Það vom Fífill HF með 650 tonn, Eldborg GK 1.470 tonn, Rauðsey AK 620 tonn, Júpiter RE 1.320 tonn, Bergur VE 530 tonn, Pétur Jónasson RE 860 tonn, Svanur RE 740 tonn, ísleifur VE 730 tonn og Jón Kjartansson SU 1.120 tonn. Finnur á tali NEFND fulltrúa stjómar- flokkanna, sem falið var að komast að samkomulagi um stéfnumótun í málefnum Lánasjóðs íslenskra náms- manna, kom saman til fundar í gær í Skjaldbreið. Fundurinn var sérstakur að því leyti, að einn nefndarmanna, Finnur Ingólfsson, var staddur í Bandaríkjunum. Hann tók hins vegar þátt í umræðum á fundinum í gegnum síma. Fundarmenn bjuggust við þvi, að eitthvað myndi ganga sam- an með nefndamönnum á fundinum, en endanleg niður- staða væri þó ekki væntanleg fyrr en síðar í vikunni og yrði hún send menntamálaráð- herra. 4,8% hækkun á fjallalambinu Hefur hækkað um 6,9% á einu ári Þráinn Arngrímsson Á slysadeild eftir árekstur HARÐUR árekstur varð á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjar- bakka um kvöldmatarleytið í gær. Þar lentu saman tvær fólks- bifreiðar með þeim afleiðingum að ökumaður annarrar þeirra var fluttur á slysadeild. Ekki var talið að meiðsli hans væru alvar- leg en báðir bílarnir skemmdust mikið og voru fluttir burtu með kranabíl. NÝTT kjötverð tók gildi í gær. Kindakjöt hækkar um 4,8% en nautgripakjöt um 3,5%. Kíló af nautgripakjöti í 1. verð- flokki, í heilum og hálfum skrokk- um, hækkaði úr 276,20 í 285,70 krónur, eða um 3,43%. 2. verðflokk- urinn kostar 254 krónur. Kíló af 1. flokks dilkakjöti í heilum skrokk- um, skipt að ósk kaupenda, hækkaði úr 224,20 í 235 krónur, eða um 4,83%. Úrvalsflokkurinn kostar 242,80 kr., svo annað dæmi sé tekið. I tilefni sláturtíðarinnar er sjálfsagt að gefa upp verð á slátri. Heilslátur með sviðnum haus og 1 kg. af mör kostar 183,20 krón- ur. Sé slátur sett í vandaðar umbúðir, til dæmis 3-5 slátur í kassa, má hækka verðið um 12 krónur á hvert slátur. Ef hausinn er sagaður má bæta 1,60 krónum við söluverð hvers hauss. Verðlagsgrundvöllur landbúnað- arafurða hækkaði um 2,86% um síðustu mánaðarmót, en heildsölu- og smásöluverð hækkaði meira vegna meiri hækkunar á vinnslu- kostnaði. Vinnslukostnaður sauð- fjárafurða hækkaði um 7% en 6% í nautgripaafurðum. Að sögn Ge- orgs Ólafssonar verðlagsstjóra sem er oddamaður í fímmmannanefnd komu verðlagshækkanir síðustu 6 mánaða nú inn í verðið, auk hækk- ana sem koma aðeins einu sinni á ári. Hann sagði að þrátt fyrir þessa hækkun nú hefði vinnslukostnaður- inn ekki hækkað um nema rúm 16% á sama tíma og verðlag hefði al- mennt hækkað um 18%. Smásöluverð á kindakjöti í heil- um og hálfum skrokkum skipt að ósk kaupenda hefur hækkað úr 219,80 krónum í 235 krónur hvert kfló á einu ári, á sama tíma og al- mennt verðlag hefur hækkað um 18%. Verð kjötsins til bænda, sjóða- gjöld og slátur- og heildsölukostn- aður hefur hækkað um rúm 16%. Niðurgreiðslur hafa aukist um 112%. Smásöluálagning hefur hækkað um 6,8% og niðursögunar- kostnaður um 20%. Samkomulagíð er gagnlegt skref - segir Benedikt Gröndal sendi- herra um Stokkhólmsskjalið „ÉG TEL að vel hafi tekist til og sá árangur hafi náðst sem hægt var að ætlast til. En við verðum að líta á þetta sem gagn- legt skref í ferð sem halda verður áfram,“ sagði Benedikt Gröndal sendiherra íslands í Stokkhólmi og formaður sendinefndar Is- lanHs á Stokkhólmsráðstefnunni þegar leitað var álits hans á niðurstöðum ráðstefnunnar. Benedikt sagði einnig: „Með þessu Stokkhólmsskjali er ísland orðið aðili að samtökum 35 þjóða um gagnkvæm upplýsingaskipti um heræfíngar og aðrar hemað- araðgerðir í þeim tilgangi að þjóðimar viti meira hveijar um aðra og draga úr tortryggni og þar með ófriðarhættu. Það er meginatriðið fyrir okkur að vera aðilar að þessari heild sem nær yfír svæðið frá Úralfjöllum og út á Atlantshaf. Þama eru nákvæm ákvæði um tilkynningaskyldu her- æfínga og ríkin skuldbinda sig til að bjóða öllum hinum þjóðunum að fylgjast með. Þá mega allar þjóðimar gera rannsóknir á landi annarra ef grunur leikur á brotum á ákvæðum samningsins. Þetta samkomulag er talið draga úr ófriðarhættu í Evrópu og snertir okkur auðvitað þannig. Þar sem við höfum ekki her og litlar heræfíngar eru á okkar landi er ólíktlegt að til okkar kasta komi varðandi tilkynningaskyldu heræfínga, en við þurfum þó að gefa árlegar skýrslur. Þá höfum við rétt til að rannsaka hemaðar- umsvif á landi annarra þjóða, eins og aðrir hjá okkur." Sjá frétt um Stokkhólmsráð- stefnuna á bls. 28. Sláturkostnaður 794 milljónir kr. 926 krónur á meðallamb FIMMMANNANEFND hefur ákveðið slátur- og heildsölu- kostnað fyrir yfirstandandi sauðfjárslátrun. Kostnaðurinn er 65 krónur á hvert kfló kjöts, en var 56 krónur í slátur- tíðinni fyrir ári. Samkvæmt þessu kostar 926 krónur að slátra einu meðallambi, sem í fyrra var 14,25 kg., og 1.430 krónur að slátra fullorðinni kind. Bóndinnn fær 2.584 krónur fyrir kjötið af meðallambinu ef það fer í 1. verðflokk, og er slátur- og heild- sölukostnaðurinn sem leggst ofan á það því 36% af grundvallarverð- inu. Á síðasta hausti var slátrað 816.929 Qár og er búist við svipuð- um fjölda í ár. Verði það og meðalþyngd fjárins hin sama mun slátur- og heildsölukostnaður vegna slátrunarinnar í haust verða 794 milljónir kr. Því hefur verið haldið fram að mögulegt væri að lækka þennan kostnað um allt að 30%, að minnsta kosti í sumum héruðum, en það eru 238 milljónir kr. miðað við áður gefnar forsendur. INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.