Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 lega að nemandinn er seinn til að tileinka sér tæknina. Hérna kemur vel í ljós hugarfarsleg uppbygging karate: Ytri fæmi skiptir ekki öllu máli, heldur einnig ástundun, áhugi, framkoma, þolinmæði og viðhorf. A hinn bóginn getur nemandi verið afskaplega fljótur að tileinka sér tæknina. Þeir geta verið það góðir að til greina kemur að láta þá „stökkva" yfir belti. í slíkum tilfellum kemur einnig til mats dóm- ara: 1. Hefur nemandinn gott af því að „stökkva yfir belti? 2. Ofmetnast hann? 3. Missir hann jafnvel áhugann? 4. Eða eykst áhuginn frekar? Ef prófdómari kemst að þeirri niðurstöðu að nemandinn sé þannig innstilltur að honum sé ekki hollt að „stökkva", þá er oft betra að kjósa fyrir hann eðlilega framvindu mála. Það „kælir hann“ og kemur honum niður á jörðina. Þannig er mönnum kennd þolinmæði og hóg- værð. Vitaskuld veldur þetta kerfi mis- ræmi innan beltakerfisins, þ.e. tveir menn sem bera sama belti, geta verið mjög misjafnlega góðir tækni- lega séð. Prófdómari verður því að sigla milli skers og báru, og meta það í hveiju tilfelli hversu þungt hver þáttur vegur, sá ytri og sá sem snýr að hveijum og einum. Lokaorð Niðurstaðan er sú að karate er vegur fyrir hvern og einn, hans eig- in framabraut. Beltakerfið er aðeins vegvísir á þessari leið og hvatning fyrir karateiðkandann til að ná meiri árangri, og um leið þroska ýmsa jákvæða eiginleika. Próf- dómari gegnir þá kannski meira hlutverki lögreglumanns við um- ferðarstjóm, stöðvar eða gefur merki um að halda áfram förinni á þessum vegi karateiðkandans. Karateæfingarnar eru oft einlit- ar, sömu hlutimir gerðir aftur og aftur, það þjónar ákveðnum tilgangi í sjálfsvarnaríþróttum, sem ekki er tími til að Qalla um hér. En einnig kennir það mönnum þolinmæði og þrautseigju. Og að halda samt sem áður brennandi áhuga á sífelldri einbeitni, bendir til ýmissa mjög svo verðmætra hæfileika, sem unnt er að þroska í gegnum ástundum kar- ate. Oft koma byijendur í karate full- ir af áhuga og spyija opineygðir um þennan hugarfarslega þátt, sem allir séu að tala um að fínnist í karate. Svar við þeirri spumingu getur ekki orðið nema á einn veg: Æfðu, og þú munt sjálfur upplifa það fyrr eða síðar. Ég vona að með þessari grein hafí ég einnig varpað örlitlu ljósi á þennan mikilvæga þátt karate, og sjálfsagt margra annarra íþróttagreina. Höfundur er formaður Karate■ sambands íslands. — þroska- og framfarabraut hvers karateiðkanda einnig hugarfarslegir þættir til staðar, sem geta valdið því að menn öðlast hærra belti en fæmi þeirra segir til um eða jafnvel lægri. Innan hvers stíls er einnig munur á þessu eftir prófdómumm. Hugsunin á bak við þetta er að örva iðkendur til meiri þroska, og þá ekki aðeins þá sem ná fæmi á skömmum tíma. Beltakerfið sjálft Ytra borð þorskakerfisins er beltakerfið. Það skiptist í svört belti og önnur belti. Svarta beltið er meistaragráða og er frá 1. dan til 10. dan. Tímabilið milli dan-gráða getur verið mörg ár. Oft em menn sæmdir dan-gráðum í virðingar- skyni fyrir störf í þágu íþróttarinn- ar. Nemendabeltin em hvít, gul, appelsínugul, græn, blá, fjólublá og brún í réttri röð. Þessar gráður nefnast „kyu“ sem þýðir drengur á japönsku en „dan“ þýðir fullorðinn maður, og er sú samlíking ágæt með tilliti til þroskakerfisins að baki. Kyu-gráðunum má skipta í þijá flokka sem em meginþrep í framfömm hvers og eins. Nýbyijendur 10 kyu gult 9 kjrn appelsínugult 8 kyu rautt 7 kyu grænt 6 kyu blátt 5 kyu fjólublátt 4 kyu brúnt 3 kyu brúnt m/striki 2 kyu brúnt m/2 strikum 1 kyu svart 1—lOdan Sagt hefur verið að bilið milli hverrar dan-gráðu sé sama og á milli nýbyijenda og 1. dan, og hér er átt við kunnáttu, tækni og þroska. Tímabilið milli prófa í kyu- gráðum em 3 mánuðir og tekur þá um 3 ár að ná 1. dan ef vel er æft. A milli 1. kyu og 1. dan em síðan 6 mánuðir. Iðkendur geta með því að stunda æfíngar af miklum krafti fengið að taka próf á 2ja mánaða fresti, og einstakir nemendur geta sýnt það miklar framfarir að próf- dómari lætur viðkomandi „stökkva" yfir eina gráðu, þetta á þó aðeins við um gráður lægri en brúnt belti. Slík „stökk“ em þó sjaldgæf, kannski 5% af nemendum í hvetju prófi. Prófdómarar Strangar reglur gilda um hveijir megi veita gráður í karate. í Shot- okan hérlendis verða prófdómarar að bera svarta belti 1. dan og mega þá veita brúnt belti 3. kyu. 2. dan má gráða í 1. kyu. En til þess að veita 1. dan verður að hafa minnsta 3. dan, og að auki að hafa leyfi til Magnús Blöndal Þórshamri og Ævar Þorsteinsson Breiðabliki keppa á síðasta íslandsmeistaramóti. „Niðurstaðan er sú, að karate er vegur fyrir hvern og einn, hans eig- in framabraut.“ þess í sínu heimalandi, en flestar þjóðir veita aðeins örfáum meistur- um leyfi til þess. í Þýskalandi t.d. em aðeins tveir menn í Shotokan sem mega veita svart belti, þó fjöl- margir hafi 3. dan eða meira. Allar þessar afdráttarlausu reglur em til vemdar því, að kerfið sé brotið nið- ur af mönnum sem gætu misnotað sér réttindi sín. Þroskakerfið Að baki beltakerfísins leynist þroskakerfið og meginhugsunin að því er að hver og einn sé staddur á sinni sérstöku framfarabraut, bæði andlega og líkamlega. Próf- dómari sem stendur frammi fyrir nemanda í prófi, verður því að setja sig í spor nemandans, því ekki nægir bara að Iíta á ytri getu hans. Prófdómari verður að meta árangur með tilliti til líkamlegrar og and- legrar getu iðkandans. Ef árangur reynist í samræmi við þá getu þá kemur sterklega til álita að veita næstu gráðu. Eftirfarandi þættir em einnig mikilvægir í þessu mati: 1. Hversu vel hefur nemandinn æft að undanfömu? 2. Sýnir hann áhuga á æfíngum? 3. Með hvaða hugarfari æfír hann? 4. Reynir hann hvað hann getur? Og að sjálfsögðu er færni nem- andans einnig metin með tilliti til þess hvað venjulega gerist í hverri gráðu. Ef sú fæmi er ekki fullnægj- andi þá kemur til kasta ofan- greindra þátta í viðhorfí nemandans. T.d. ef nemandi er afar slakur, en reynir samt alltaf hvað hann getur, þá kann það eitt sér að nægja til að hljóta nýja gráðu. Þegar þannig stendur á, setur próf- dómari oft sérstök fyrirmæli um að fara næst í próf eftir t.d. 6 mánuði en ekki 3. Hér getur margt spilað inní, s.s. ungur aldur, hár aldur, líkamsbygging eða einfald- eftir Karl Gauta Hjaltason Ein algengasta spuming sem karateiðkandi er spurður um, er með hvaða belti hann sé í íþrótt- inni. Og því dekkra sem beltið er, því færari á maðurinn að vera í karate. Þessi skoðun er að nokkm leyti rétt, en þó er í mörg önnur hom að líta. Karatenemendur þreyta próf til þess að öðlast ný belti, og í því prófi metur prófdómarinn ekki að- eins fæmi hvers og eins, eins og margir halda, heldur tekur hann mið af miklu fleiri þáttum og þá líka af hugarfarslegum viðhorfum Karl Gauti Hjaltason nemandans til íþróttarinnar og sjálfs sín. Þetta kemur til af því að karate- iðkun er hugsuð sem farvegur þroska hvers og eins, og kemur þá fljótlega í ljós að einstaklingarnir hafa mismunandi hæfíleika til að tileinka sér það sem læra á. Hér skiptir því áhugi og öll framkoma miklu máli. í þessum greinarstúfi mun ég leitast við að gera grein fyrir upp- byggingu þessa kerfið sem liggur til grundvallar beltakerfinu. Karatestíll Hér mun ég aðeins skrifa út frá því sem ég þekki í Shotokan-kar- ate, en til er margskonar stíll, og t.d. er tvennskonar stíll iðkaður hér á landi. Hver stíll hefur sitt eigið beltakerfi og byggir það upp eftir mismunandi áherslum. Einn stfll byggir meir á því að fæmi nemand- ans eigi að ráða hvaða belti hann ber, en annar, og þar á meðal Shot- okan, byggir á því að ekki aðeins skipti fæmin sjálf máli, heldur séu Beltakerfið í karate Konur vítt um veröld Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Kvinner í Verden — útg. Asche- houg-forlag 1986. Formála skrifar: Ase Kleve- land. Höfundar: Toril Brekke, Ang- ela Davis, Anita Desai, Bauchi Emecheta, Germaine Greer, Elena Poniatowska, Nawal E1 Saadawi, Manny Shirazi og Jill Tweedie. Maryljm FYench er á ferð á Indlandi, norska skáldkonan Toril Brekke í Kenýa, ástralski kvenna- baráttufrömuðurinn Germaine Greer fer til Kúbu, Elena Poni- atwska frá Mexíkó er í Astralíu og svo framvegis. Allar eru að skrifa um konur á framandi stöð- um. Meiningin með þessum heimsóknum að skrifa er að skrifa um stöðu kvenna og um afstöðu þeirra til fjölskyldunnar, starfs, menntunar, stjómmála og kynlífs. Eiga konur, hvar í heiminum sem þær búa, eitthvað sameiginlegt, eða leiða ólíkir lífshættir og lífsviðhorf til þess að þær geta aldrei fundið grundvöll til að hefla raunhæft samstarf á? Þessi bók, Kvinner i verden, leiðir einkum og sér í lagi tvennt fram fyrir lesanda: í langflestum löndum virðist konan bera skarð- an hlut frá borði — hvort sem er í velferðarríkinu Noregi ellegar Afríkulandinu Kenya. Þrátt fyrir kvennaáratug og kvennabaráttu og ég veit ekki hvað. En samtím- is birtist vel í þessari bók sú makalausa orka sem heimurinn á í konum, ef ég mætti leyfa mér að orða það svo, af fullri hógværð. Kaflamir eru allir læsilegir, en misáhugaverðir eins og eðlilegt er. Efnistök höfunda eru ólík og fullmikið um þurrar upptalningar og sjálfsagða hluti í sumum þeirra. Aðrir eru fysilegri. Sumir hreinustu listaverk. Þá kemur fyrst í hugann kafli Toril Brekke TORILBREKKE ANCjF.I A DAViS ANimDESAl BUCHIEMECIIETA MARILYN FRENCl I GERMAINE GKEER ELENA PON ÍAKAX'SKA NAVi'AL EL SAMIAWI MANNY S1IIRAZI JILLTWEEDIE um Kenýa, Manny Shiarzi um Sovétríkin og síðast en ekki sízt frábær þáttur Anitu Desai um konur í Noregi. Vonandi að þessi bók verði fá- anleg hér innan tíðar. Það er vemlegur ávinningur í því að kynnast henni. Ferðasjóður íbúa Hátúni 12 fengu 440 krónur frá þcssum telpum en þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir sjóðinn. Þær heita Edda, Guðrún Þorbjörg og Maria Kristjana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.