Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Athugasemdir við hlustenda- könnun Hagvangs 5. september — eftir Þórólf Þórlindsson Nýlega birti Samband íslenskra auglýsingastofa niðurstöður könn- unar á útvarpshlustun á Akranesi, Selfossi og í Reykjavík. Könnun þessi var framkvæmd af Hagvangi 3ja september síðastliðinn. Ýmis- legt er athugavert við þessa könnun og vafasamar ályktanir af henni dregnar. í eftirfarandi athugíisemd- um er bent á nokkra stærstu vankanta hennar. Það eru einkum þrjú atriði sem hafa ber í huga þegar niðurstöður skoðanakannana eru metnar. í fyrsta lagi þarf að hyggja vel að úrtaki, bæði stærð þess og aðferðinni sem notuð er við að velja það. Einnig er nauðsynlegt að gæta vandlega að því á hvers konar gögnum úrtakið er byggt. I öðru lagi þarf að athuga vel upp- setningu og orðalag spuminga. Síðast en ekki síst skiptir höfuð- máli hvemig niðurstöður eru settar fram og hvort allar nauðsynlegar upplýsingar fylgja með í greinar- gerð. Lítum nánar á þessi atriði með tilliti til umræddrar könnunar. Úrtak Megingalli könnunarinnar er hve úrtakið er lítið. í reynd er um að ræða 5 sjálfstæðar kannanir sem hver um sig er byggð á 50 einstakl- ingum sem skiptast á þijá staði, 30 einstaklingar em frá Reykjavík, 10 frá Akranesi og 10 frá Selfossi. Þegar frá em taldir þeir sem ekki hafa kveikt á útvarpi kemur í ljós að allir prósentureikningar em byggðir á mjög fáum einstakling- um. Sem dæmi má nefna að út- reikningar sem sýna hvemig hlustendur skiptast á milli rásar 1 og Bylgjunnar um morguninn milli 7 og 9 em byggðar á 17 einstakling- um. Ef að líkum lætur hafa því 5 þeirra verið að hlusta á Bylgjuna en 12 á rás 1. Ennþá óáreiðanlegri verður útkoman þegar litið er á útreikninga sem sýna eiga á hvaða stöð fólk hlustaði milli klukkan 20 og 22. Rúmlega 83% svarenda höfðu ekki kveikt á útvarpinu. Þetta þýðir með öðmm orðum að skipt- ingin milli rásar 1 og Bylgjunnar er byggð á 8 einstaklingum. Tveir þeirra hafa samkvæmt könnuninni verið að hlusta á rás 1, en hinir 6 á Bylgjuna. Það ætti að vera hvetj- um manni ljóst að svör 8 einstakl- inga gefa ekki áreiðanlegar niðurstöður um hlustunarvenjur íbúa Reykjavíkur, Akraness og Sel- foss. Vegna þess hve úrtakið er lítið verður óvissa í niðurstöðum könn- unarinnar svo mikil að ekki verða dregnar af þeim neinar traustar ályktanir. í töflu 1 hef ég tekið saman tölur sem sýna öryggismörk fyrir niðurstöður könnunarinnar. Eg sýni þessar niðurstöður bæði miðað við 95% og 99% öryggis- mörk. Til skýringar má taka eftir- farandi dæmi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að miðað við 95% öryggismörk er fyöldi þeirra sem hlustar á rás 1 milli 7 og 9 að morgni 3ja september síðastlið- ins á bilinu 47,7 til 92,1% en fjöldi þeirra sem hlustuðu á Bylgjuna er á bilinu 8,9 til 53,3%. Sé miðað við 99% öryggismörk er fjöldi þeirra sem hlustuðu á rás 1 að morgni 3ja september á bilinu 40 til 99% en §öldi þeirra sem hlustuðu á Bylgjuna er á bilinu 2 til 60,2%. A sama hátt má segja að fjöldi þeirra sem hlustuðu á rás 1 milli klukkan 20-22 hafi verið á bilinu 0 til 60,4% en §öldi þeirra sem hlust- uðu á Bylgjuna á sama tíma hafi verið á bilinu 39,6 til 100%. Hér er rétt að geta þess að þess- ir útreikningar eru miðaðir við að hér sé um slembiúrtak að ræða. í sumum tilfellum getur úrtaksaðferð orðið til þess að skekkjur verði mjög miklar. Eykur slíkt að sjálfsögðu mjög á óáreiðanleika niðurstaðna. Lítil úrtök hafa oft verið réttlætt með þeirri staðhæfingu að það þurfi svo miklu minna úrtak á íslandi en í útlöndum til þess að ná sömu ör- yggismörkum. Þetta er í flestum tilfellum rangt. Yfirleitt eru úrtökin svo lítið hlutfall af heildarhópnum sem athuga á, að hlutfallsleg stærð úrtaks af heildinni hefur engin áhrif á marktækni útreikninga eða ör- yggismörk. Þá má nefna að það ræður oft úrslitum um hvemig úrtak er valið og hversu góðar kannanir eru hvemig menn nýta sér tiltæka þekkingu á viðfangsefnum. Það skortir mikið á að það sé gert í umræddri hlustendakönnun. Þetta sést meðal annars á því hvemig tímabilin sem lögð em til grundvall- ar könnuninni eru valin, t.d. eru þau of löng. Samanburður milli rás- anna tekur til mjög ólíkra dagskrár- liða á hverri stöð fyrir sig. Þetta er reyndar mest áberandi fyrir út- sendingartímann 12—2. Þar skiptir áreiðanlega miklu hvort hringt var meðan á hádegisfréttatíma rásar 1 stóð eða hvort hringt var fyrir eða eftir þann tíma. Eins má segja að það geti skipt mikiu máli hvort Tafla 1 — Dæmi um öryggismörk hringt er í fólk kl. 7 að morgni eða rétt fyrir klukkan 9 svo annað dæmi sé tekið. Sé hringt rétt fyrir klukkan 9 er líklegt að flestir þeirra sem vinna úti séu famir til vinnu. Hér er því um það að ræða að velja rétt eða eðlilegt úrtak úr hinum mörgu og oft ólíku dagskrárliðum sem boðið er upp á jafnframt því að ákveða hveija skal spyija. Spurningar Þá þarf einnig að huga vel að því í könnunum sem þessum hvemig spurt er. Spumingamar tvær sem lagðar vom fyrir hlustendur í um- ræddri könnun Hagvangs vom einfaldar og skýrar og í sjálfu sér ekkert við þær að athuga. Þó hefði að mínu mati fengist mun betri árangur í þessari könnun ef bætt hefði verið við þrem til fjórum spumingum um hlustunarvenjur svarenda, aldur þeirra og kyn. En meginforsenda fyrir slíku er stærra úrtak en hér var notað. Birting niðurstaðna Það skiptir mjög miklu máli hvemig niðurstöður em birtar. Við birtingu niðurstaðna verða að fylgja 99% öryggism. 95% öryggism. Niðurst. Hagvangs Neðri mörk Efri mörk Neðri mörk Efri mörk Útsendingart. 7—9 Rás 1 69,9% 40,8 99 47,7 92,1 Bylgjan 31,2% 2 60,2 8,9 53,3 Útsendingart. 12—14 Rásl 53,4% 30,65 76,15 36,1 70,7 Bylgjan 46,5% 23,85 68,35 29,3 63,9 Útsendingart. 15—17 Rás 1 2,0% 0 4,24 0 7,4 Rás 2 15,7% 0 34,1 1,7 29,7 Bylgjan 82,3% 62,99 100 67,7 96,9 Útsendingart. 20—22 Rás 1 22,4 0 60,4 0 51,3 Bylgjan 77,6% 39,6 100 48,7 100 Vanir menn Thermopane menn hafa staðíð. lengst allra í sölu eínangrunarglers á Islandí. Og hin frábæra reynsla af glerínu er orðín meíra en 30 ára Iöng. r:DrT Thermopane máttu treysta. Lhe/imop. Glerverksmiðjan Esja hf. * Völuteigi 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160. Þóróifur Þórlindsson ítarlegar upplýsingar um stærð úr- taks og úrtaksaðferð. Þá skiptir meginmáli að birta bæði prósentu- tölur og fjöldatölur fyrir hvem svarmöguleika. Þessa er ekki gætt í hlustendakönnun Hagvangs. Raunar má segja að túlkun og framsetning á niðurstöðum í þess- ari könnun sé með eindæmum slæm. Það er gmndvallarregla þeg- ar niðurstöður kannana sem þess- ara em birtar að gefnar séu tölur um ijölda einstaklinga þannig að hver sá sem les niðurstöður sjái um leið flölda þeirra einstaklinga sem hlutfallstölumar byggja á, en þær skipta öllu máli fyrir mat á niður- stöðum eins og komið hefur fram hér að framan. Þessi gullna regla er þverbrotin í birtingu niðurstaðna úr þessari könnun. Upplýsingar um úrtaksstærð em auk þess svo óljós- ar að erfítt er að átta sig á því hvort hver könnun nær til 50 eða 250 einstaklinga. Þá má nefna að í niðurstöðunum er vægi þeirra svarenda sem búsett- ir em á Reykjavíkursvæðinu aukið með því að láta hvem Reykvíking sem svarar vega um 9,3 sinnum meira en einstaklinga frá Akranesi og Selfossi. Þetta er að sjálfsögðu gert í þeim tilgangi að fá rétta mynd af hlustun íbúa á þessum svæðum. Venjulega er ekkert við þetta að athuga, en í þessu tilfeli eins og áður hefur vérið bent á em einstaklingamir svo fáir að hæpið er að margfalda hluta úrtaksins á þann hátt sem hér er gert. Auk þess er engan veginn auðvelt að ráða í hvaða tölur em uppmnalegar og hvaða tölur em vegnar, en þess- ar upplýsingar em nauðsynlegar til þess að hægt sé að meta niðurstöð- ur svo vit sé í. I þessu sambandi er rétt að nefna að samanburður á því hve mikið sé hlustað á einstakar stöðvar er vill- andi vegna þess að rás 2 er reiknuð inn í heildamiðurstöður þó hún sendi ekki út á þremur tímabilum af þeim fimm sem valin em til at- hugunar. Þá er við hæfi að benda á að nauðsynlegt er að styðjast við tölfræðileg próf sé það tilgangur könnunarinnar að draga ályktanir um það hvort fólk hlusti meira á eina stöð en aðra. Til þess að ganga úr skugga um hvort marktækur munur sé á hlustun fólks á þessar þijár stöðvar notaði ég kí-kvaðrat- próf. Er skemmst frá því að segja að ekki var marktækur munur á hlustendafjölda stöðvanna á fjómm hinna fimm útsendingartíma sem könnunin náði til. Um fimmta tíma- bilið hafði ég ekki nægar upplýsing- ar til þess að framkvæma slíka útreikninga. Nú má ekki skilja orð mín hér að ofan þannig að ég sé að halda því fram að niðurstöður þessarar könnunar séu endilega rangar í þeim skilningi að þær gefi skekkta mynd af flölda þeirra sem hlusta á þessar stöðvar. Reyndar koma þær heim og saman við þá reynslu mfna og kunningja minna að mikið sé hlustað á Bylgjuna þessa dagana. Kjami málsins er sá að niðurstöð- umar eru einfaldlega marklausar til þess að álykta um hve almennt var hlustað á umræddar stöðvar. Um það segja þær mér ekki neitt umfram þá vitneskju sem ég hef frá vinum og kunningjum. Höfundur er prófessor viðfé- lagsvísindndeild háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.