Morgunblaðið - 23.09.1986, Page 51

Morgunblaðið - 23.09.1986, Page 51
sem sendikennari UFMI, Guðmund- ur Kr. Guðmundsson, annaðist. Hjá honum kynntist Jörgen fyrst glímu- belti og sunnlensku glímulagi. Vetuma 1917—1918 var starfrækt- ur unglingaskóli að Breiðumýri. Bjöm Jakobsson frá Narfastöðum í Reykjadal var þar kennari í íþrótt- um. Jörgen sótti þennan skóla og naut kennslu Bjöms í leikfimi og skautaíþróttum. Listhlaup á skaut- um var ein íþróttagreinin, en skautar nemenda vom heimasmíð- aðir, uppsveigðir að framan og því illa fallnir til þeirra nota, enda meir í þá tíð samgöngutæki. Jörgen var vel fær til hlaupa á skautum og tók eitt sinn þátt í skautahlaupi á Mý- vatni frá Skútustöðum til Grímsstaða innan við Slútnes. Ár- lega fór fram keppni í knattspymu milli Mývetninga, Aðaldæla og Húsvíkinga. Jafnvel var lagt til við Magnamenn í Höfðahverfi, en þeir vom stórveldi í greininni og skák- uðu sjálfum Akureyringum. Jörgen var vel liðtækur knattspyrnumaður ogtók þátt í þessum íþróttaviðskipt- um. Bændaglíma var háð 1920 milli Eflingar og íþróttafél. Þórs á Akureyri sem Þór vann. Vom þeir bræður Ásvaldur og Jörgen meðal keppenda. Árið eftir kepptu þeir bræður í hópi 12 glímumanna á Akureyri. Jörgen varð sigurvegari en Ásvaldur í öðm sæti. Til Reykjavíkur hélt Jörgen 1922. Vann hann þar um skeið, sem nú væri kallað sjúkraliði eða vörslu- maður en réðist síðan tollvörður en í þeirri stöðu var hann meðan aldur leyfði. Hin síðari ár í þessu starfi annaðist hann tollskoðun flugfrakt- ar. Störf tollgæslunnar em vanda- söm og oft vanþakklát, t.d. skipaskoðanir. Kom sér oftlega vel lagni Jörgens í samskiptum við menn og hans sérlega skapstilling. Við komu sína til Reykjavíkur tók Jörgen að æfa með knattspymufél. Val og glímu hjá Umf. Reykjavík- ur. Hvattir vom þeir bræður Ásvaldur og Jörgen að taka þátt í Íslandsglímu 1923 fyrir Umf. Efl- ingu. Jörgen hlaut 3 vinninga af 7 mögulegum, en Ásvaldur 2. Eftir þetta mót hafði Jörgen við orð að ætti hann að fást við slíka menn frekar, yrði hann að jæra glímu að nýju í þriðja sinn. Átti hann þar við, að sunnlenskir glímumenn þyngdu viðfangsmanninn niður, er þeir tækju bragð í stað þess, að með þingeysku glímulagi væri leit- ast við að hafa létta og hraða stígandi og létta andstæðinginn af fæti og leggja bragðið á með bol- fettu, svo að hann væri meira uppi í fangi sækjanda og þannig á valdi hans. Hann lagði knattspymuskóna á hilluna, gekk í glímufél. Ármann og hugsaði sér að leggja glímuna fyrir sig. í júní 1925 hélt hann utan með glímuflokki UFMÍ til Noregs undir stjóm Jóns Þorsteinssonar. Undir lok ferðarinnar veiktist Jörg- en af taugaveiki og varð eftir í Bergen. Kom eigi heim fyrr en í ágúst. í september 1925 kvæntist Jörg- en Laufeyju Jónsdóttur (1902—1980) trésmíðameistara Ásmundssonar á Akranesi og konu hans Apiesar Eiríksdóttur. Eftir lát konu sinnar 1909 fluttist Jón með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Laufey og Jörgen bjuggu um skeið að Sogabletti II en síðast að Stang- arholti 12 Reykjavík. Böm þeirra hjóna em: Agnar (1925), verslunarmaður, kvæntur Jenseyju Stefánsdóttur, eiga sex böm; Sigurður (1931), viðskipta- fræðingur, kvæntur Sigrúnu Gissurardottur, eiga þau 2 böm; Svana (1934) launafulltrúi, gift Gunnari verkfræðingi Torfasyni, eiga 2 böm; Ása (1937), sölustjóri, gift Gissuri rafvirkjameistara Þ. Guðmundssyni, eiga þau 3 böm. Eftir Noregsferðina lagði Jörgen meiri alúð við glímuæfingar og varð í Skjaldarglímu Ármanns 1926 í þriðja sæti, en vom dæmd fyrstu verðlaun fyrir fagra glímu. Sumarið 1926 var hann í glímuflokki Ár- manns, sem undir stjóm Jóns Þorsteinssonar ferðaðist um Dan- mörku. Er flokkurinn kom heim var háð Íslandsglíma. Jörgen gekk af hólmi næstur Sigurði Greipssyni, sem varð glímukappi íslands en hlaut Stefnuhomið og titilinn MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Minning: Sigurður Jónsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn glímusnillingur íslands. í skjald- arglímu Ármanns 1927 vann hann skjöldinn og fyretu verðlaun fyrir fagra glímu. í Íslandsglímunni sama ár varð hann í öðm sæti, en hélt Stefnuhominu og titli þeim sem því fylgdi. í Skjaldarglímunni 1928 varð Jörgen í Qórða sæti en hlaut fyrstu verðlaun fyrir fagra glímu. I Islandsglímu það ár gekk honum illa og missti af Stefnuhominu. Skjaldarglímu Ármanns 1929 vann Jörgen, varð í þriðja sæti í íslands- glímu ársins en vann Stefnuhomið ásamt glímusnillingsheitinu. í öðm sæti varð hann í Skjalarglímu Ár- manns 1930. í Íslandsglímunni, sem háð var í sambandi við Al- þingishátíðina gekk Jörgen næstur Sigurði Thorarensen glímukappa Islands að vinningum. Skjald- arglíma Ármanns 1931 var síðasta kappglíman, sem Jörgen tók þátt í og varð í öðm sæti. í rúman mánuð 1929 ferðaðist undir stjóm Jóns Þorsteinssonar flokkur glímu: og leikfimimanna úr Glímufél. Ármanni um Þýska- land í samvinnu við Germaníu, félag íslandsvina þar í landi. Sýnt var í 29 borgum. Jörgen var einn glímu- manna. í Stokkhólmi 1932 var efnt til íslenskrar menningarviku. Komu þar fram skáld, leikarar, söngvarar og hljómlistarmenn. Ýmsir fomstu- menn ísl. þjóðmála vom þama staddir. Meðal glímu: og leikfimi- manna frá Glímufél. Ármanns, sem komu fram á Iokahátíð vikunnar á Skansinum undir stjóm Jóns Þor- steinssonar, var Jörgen Þorbergs- son. Flokkurinn sýndi einnig í fímm borgum. Glíman vakti athygli sem fom menningararfúr og átti Jörgen ekki svo lítinn þátt að góðum sýn- ingum. Sumarið 1931 æfðum við tveir glímu tvisvar til þrisvar í viku. Þær æfingar veittu mér góða þjálfun og vom bestu lærdómsstundir mínar í glímu. Oft fengum við að sýna glímu. Við Jörgen var unnt að glíma af fullri alvöru, þó leikur væri. Af þessu yfirliti um glímuferil Jörgens Þorbergssonar sést hve snjall glímumaður hann var. Glímu- fæmi sem hann náði með iðkun glímu í tómstundum varð sönn list. Hann gæddi hana léttleika og snilli, svo að íþróttin varð honum unaðs- legur leikur, sem við er þreyttum fang við hann nutum engu síður en þeir sem horfðu á hrifust af. Ávallt var lund hans létt og í fari hans þekktust ekki illska né þjösna- skapur. Risi með félögum hans missætti, hafði hann manna best tök á að jafna þau. Hann var sann- ur vinur og drengskaparmaður. Glíma var ekki eina hugfang Jörgens. Söngelskur var hann og unni kórsöng. Við spilaborð var hann sókndjarfur og snjall. Ár og vötn heilluðu hann til sín að renna fyrir silung eða lax. Oft leitaði hann til átthaganna, til að njóta niðs ár- innar og anganar af gróðri. Síðustu sjö árin var Jörgen blind- ur. Hann hafði haft yndi af bóka- lestri, en er sjónarinnar rriissti við, naut hann upplestra af snældum frá bókasafni Blindravinafélagsins. í dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu, í Hafnarfirði var Jörgen vistmaður síðustu árin. Hann var starfsfólkinu þar mjög þakklátur fyrir umönnun þess. Hann andaðist í Landakots- spítala. Séð er á bak mannkostamanni, sem lét lítið yfir sér, líkt og Reykja- dalurinn, þar sem vagga hans stóð og æskuspor hans lágu. Um leið og honum eru þökkuð ævistörfin og íþróttamennskan, er rétt að minnast fjölskyldu hans, sem við sem áttum hann að glímufélaga rændum svo oft frá. Laufey var manni sínum frábær eiginkona, sem bjó yfír léttu og umburðarríku lund- emi, svo að henni virtist auðvelt að taka með sér ljúfmennsku og hlýju hveiju sem að höndum bar. Henni er að þakka, að maður henn- ar fékk sinnt hugðarefnum sínum. Bömum og bamabömum er tjáð samúð og fullvissa um að sú mæta minning, sem við eigum fjölmörg sameiginlega með þeim um Jörgen Þorbergsson er okkur kær — og að hann á sér iþróttasögu, sem eigi fölnar. Þorsteinn Einarsson Fæddur 18. mars 1929 Dáinn 8. september 1986 Þegar hringt var til mín að kvöldi mánudagsins 8. þ.m. og mér til- kynnt að Sigurður Jónsson, vinur minn og samstarfsmaður, væri lát- inn, setti mig hljóðan. Ég átti engin orð og gat varla áttað mig á að þetta væri satt. Sigurður, aðeins 57 ára gamall með fulla starfsorku. Ég vissi að vísu að Sigurður var ekki heilsuhraustur, en er við hitt- umst að morgni þessa dags var hann hress og kátur að vanda. Við Sigurður vorum sveitungar, báðir fæddir og uppaldir í Fljótum í Skagafirði, og þekkti ég hann frá því ég var barn að aldri, en Sigurð- ur var nokkrum árum eldri en ég. Hann fór að heiman ungur að árum, fyrst til náms í gagnfræðaskólanum á Siglufirði, síðan til Danmérkur, þar sem hann starfaði við land- búnað í eitt ár. Árið 1949, 20 ára að aldri, réðst Sigurður til starfa í lögreglunni í Reykjavík og starfaði þar óslitið til ársins 1969, að hann réðst til starfa í lögreglunni í Ámessýslu, fyrst sem varðstjóri og síðustu árin sem að- stoðaryfirlögregluþjónn. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Þorgríms- dóttur frá Klöpp í Garði, 1. ágúst 1950 og eignuðust þau 5 mann- vænlega syni, sem allir eru búsettir hér austan íjalls. Árið 1953 starf- Minning: Fædd 4. apríl 1896 Dáin 12. september 1986 Við fráfall nákominna ástvina leitar hugurinn ósjálfrátt aftur í tímann og upp riQast fyrir sam- verustundir. Þrátt fyrri ánægjuleg- ar endurminningar situr ávallt eftir söknuður, einhvers sem er liðið og verður ekki endurtekið. Þannig er mér nú farið er ég kveð með nokkr- um orðum elskulega ömmu mína, Guðnýju Jónsdóttur. Guðný fæddist í Kálfadal í Gufu- dalssveit, Barðastrandarsýslu fyrir réttum níutíu árum. Foreldrar hennar vora Jón Arnfínnsson bóndi á Eyri í Gufudalssveit og kona hans Elín Guðmundsdóttir. Foreldrar Jóns vora Arnfinnur Bjömsson bóndi og hreppstjóri á Eyri og kona hans, Anna Finnsdóttir. Foreldrar Elínar vora Guðmundur Jónsson bóndi og hreppstjóri í Hvammi á Barðaströnd og fyrri kona hans, Guðbjörg Jóhannesdóttir. Guðný var elst sjö systkina og er nú aðeins eitt þeirra eftirlifandi, Kristín Guðbjörg fædd aldamótaár- ið, gift Sigurði Jónssyni bifreiða- stjóra á Akranesi. Hin systkinin vora: Anna f. 1897, saumakona í Reykjavík og lengi búsett í Kaup- mannahöfn, dáin 1975. Amfinnur f. 1899, drukknaði árið 1918. Ingi- björg f. 1903, dáin 1980. Hún var gift Bertel Andréssyni skipstjóra. Næst var Guðmunda f. 1905, dáin 1922 og yngstur þeirra var Guð- mundur fæddur 1906 en hann lést á fimmta aldursári. Fermingarárið fór Guðný að Rauðsdal á Barðaströnd til móður- bróður síns, Kristmundar Guð- mundssonar. Hjá honum átti hún að dveljast stuttan tíma til að læra undir fermingu, en örlögin höguðu því svo að hún fór ekki aftur sem bam til foreldrahúsa heldur vann öll sín unglingsár hjá frænda sínum og konu hans, Kristjönu Þorgrims- dóttur. Þar eignaðist hún sína kæru vinkonu, Björgu Jónsdóttur, en með im hélst einlæg vinátta alla tíð. kringum 1920 fer Guðný að Bijánslæk á Barðaströnd til vinnu- mennsku hjá séra Bjarna Símonar- syni og konu hans, Kristínu aði ég í nágrenni Reykjavíkur, fór ég þá í heimsókn til Sigurðar og kynntist Ingibjörgu konu hans. Þar var gott að koma og má segja að ég hafi átt þar athvarf. Þegar ég réðst í lögregluna í Reykjavík árið 1957 urðum við Sigurður vaktarfé- lagar í samfellt 9 ár. Síðan lágu leiðir okkar saman aftur árið 1973, er ég kom til starfa í lögreglunni í Ámessýslu og höfum við þvi unnið saman í yfir 20 ár. Segja má að við Sigurður höfum verið nánir vinir, við unnum ekki einungis saman í lögreglunni heldur einnig í byggingarvinnu í frítíma okkar, enda þurfti þess til ef sjá átti fyrir sér og sínum sómasamlega á þessum áram. Sigurður var að mínu mati slíkur mannkostamaður að erfitt yrði þar allt upp að telja. Hann var ákaflega raungóður maður og vinfastur og vil ég nota tækifærið til að votta honum og Ingibjörgu konu hans þakklæti mitt fyrir hvemig þau reyndust mér á erfiðleikatímabili er ég átti í. Fyrir það fæ ég aldrei nógsamlega þakkað. Það var ákaflega gott að vinna með Sigurði í lögreglunni. Hann hafði þá eiginleika til að bera að koma mönnum í gott skap með fyndni sinni og léttleika. Vakta- vinna er erfið og þegar mikið var að gera hafði Sigurður sérstakt lag á að slá á glens svo starfið varð léttara fyrir vikið. Að mínu mati Jónsdóttur. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Þórami J. Einars- syni kennara. Þórarinn, sem lifir konu sína, fæddist á Haukabergi á Barðaströnd þann 3. september 1897. Foreldrar hans vora Einar Guðmundsson og kona hans, Jar- þrúður Guðmundsdóttir. Árin 1923 til 1930 var Þórarinn farkennari í Barðastrandarsýslu og bjuggu þau hjón þá m.a. í Sauðeyj- um og á Eyri í Gufudalssveit. Árið 1930 fékk Þórarinn kennarastöðu við nýbyggðan Austurbæjarskólann í Reykjavík. Þá fluttu þau til Reykjavíkur og vora lengst af bú- sett á Egilsgötu 26, eða í 48 ár. Þau eignuðust fjögur böm sem öll era á lífi. Þau era: Gyða Sigurveig faxld 11.5. 1923, var gift Guð- mundi Þorsteinssyni (dáinn 1972). Þeirra böm era fimm. Elín Helga fædd 2.4. 1925, gift Gísla Guð- mundssyni. Þeirra böm era fjögur. Jón Amfinnur fæddur 28.12. 1926, kvæntur Guðlaugu Ólafsdóttur. Þeirra böm era þijú. Jarþrúður Ragnhildur fædd 15.10. 1923, var gift Siguijóni Siguijónssyni (dáinn 1979). Bamabamabörn Guðnýjar og Þórarins eru orðin 18. Hér hefur í fáum orðum verið rakin ætt Guðnýjar, ömmu minnar, og stiklað á stóra í lífí hennar, eink- um þó þeim tíma sem við barnabörn hennar þekkjum ekki nema af af- spum. Én sú nærgætni og um- Guðný Jónsdóttir var Sigurður afburða lögreglumað- ur. Hann var samviskusamur, úrræðagóður, fastur fyrir og ákveð- inn, en alltaf sanngjarn. Hann þoldi enga hálfvelgju og vann að hveiju máli af atorku, þar til fullunnið var. Að öllum öðram ólöstuðum tel ég Sigurð duglegasta lögreglumann sem ég hef kynnst. Hann vann af sömu eljusemi til hinstu stundar. Ég þakka honum fyrir öll árin sem við áttum saman og veit að hann tekur á móti mér þegar ég kem yfir móðuna miklu. Ingibjörg, synir, móðir, tengda- dætur, barnaböm og aðrir nánir ættingjar og vinir. Ég og kona mín vottum ykkur dýpstu samúð, megi guð geyma ykkur öll. Guðmundur Hartmannsson hyggja sem hún og afi hafa sýnt okkur bamabömunum frá upphafi vitnar um það hvers foreldrar okkar hafa notið í uppvextinum. Húsmóð- urstarf var lífsstarf ömmu og því sinnti hún af þeim myndarskap sem slíku starfi hæfír. Ævinlega var gott að koma í heimsókn á Egilsgötuna, sem var reyndar mitt heimili fyrstu þijú æviárin. Minnist ég sérstaklega þeirra mörgu heimsókna sem tengdust skólagöngunni. Afi var alltaf tilbúinn að hjálpa til við nám- ið, og reyndar hvatti okkur bama- bömin óspart að koma og þiggja hjálp sína. I þessu tók amma virkan þátt, fylgdist með af áhuga því sem aðhafst var hveiju sinni, svo ekki sé minnst á velgjöming í mat og drykk. Það má með nokkram sanni segja að það hafí verið óskrifúð Iög að enginn færi án þess að þiggja veitingar, og veit ég að seinustu. árin þótti henni það miður að geta ekki sjálf séð um kaffi og meðlæti fyrir gesti sína. Eftir að heilsu ömmu og afa fór að hraka hafa böm og tengdaböm sýnt þeim mikla umhyggju og natni. Vart hefur liðið sá dagur síðastliðin tíu ár að ekki hafi einhver systr- anna, sonur eða tengdadóttir komið til þeirra, þeim til aðstoðar og ekki síður til að veita þann félagsskap sem var þeim svo mikils virði. Ekki er hér hægt að skilja við án þess að nefna vera þeirra á Droplaugar- stöðum við Snorrabraut, en þar hafa þau dvalið á sjúkradeild við hina bestu umönnun starfsfólks síðustu fjögur ár. Þar er aðbúnaðui: allur til fyrirmyndar og væri óskandi að allir gætu notið sem á þyrftu að halda. Afi og amma vora sérstaklega samrýnd og er missir afa, sem orð- inn er aldurhniginn, mikill þegar hans ástkæri ævifélagi hverfur á braut, en megi góður guð gefa hon- um þann styrk og þá þó sem veitir honum huggun á ævikvöldi. Ég minnist ömmu sem kærleiks- ríkrar, greindrar konu sem ætíð lét sér mjög annt um velferð sinna nánustu. Blessuð sé minning hennar. Ferðin var hljóðlega farin fellur á sorgarþögn. Hógværa milda móðir mannkosta þinna sjóðir tengjast við niðjanna nófn. (Ók. hðf.) Ólafur H. Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.