Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 41

Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 41 Hvaða bækur eigum við að lesa á haustnóttum? JÓHANNA KRlSrJÓNSDÓTTIR Eva Ramm: Skynd deg, min elskede. Útg. Aschehoug 1986. Þessi saga var meðal þeirra sem norska forlagið Aschehoug keypti til útgáfu, eftir að hafa efnt til sam- keppni um beztu glæpa- og spennu- söguna. „Hafðu hraðan á, ástin mín“ er um margt óvenjuleg að gerð. Efnið er nokkuð snjallt: blaða- maðurinn Angelique Durant fær af fáránlegum orsökum áhuga á því hvemig gömul gleðikona, Cecile Jonsen, hefur látið lífið. Málið kem- ur henni í reynd ekkert við, en það er eitthvað þama sem vekur áhuga hennar. Hún kynnist Karli Weinstock, frægum og glæsilegum fræðimanni, og um hríð víkur áhug- inn á láti Ceeile fyrir ástinni á þessum bráðvæna manni. Eða er hann kannski ekki jafn vænn og hann lítur út fyrir? Getur verið að það sé eitthvað bogið við geðheilsu hans? Og að hann sé kannski morð- ingi Cecile þegar allt kemur til alls? Og þá hvers vegna í ósköpunum? Eva Ramm fléttar þessa þræði saman af kfmni og lipurð og þrátt fyrir fáránleg endalok er lesandi sáttur við þau einmitt vegna þess hvemig höfundur greiðir þetta sundur. Vel skrifuð bók, en umfram allt er ráðandi undirfurðulegur og skemmtilegur húmor. Efnistök og frásagnarmáti höfundar veita hon- um tök á að standa í dálftillí fjar- lægð frá persónunum, án þess þó að hann verði ópersónulegur. Eva Ramm fæddist í Björgvin árið 1925. Fyrsta bók hennar var „Med stöv pá hjemen" og kom hún út 1958. Hún vakti mikla athygli, var þýdd á fjölda tungumála og gerð eftir henni kvikmynd. Síðan hefur Eva Ramm sent frá sér fjölda bóka, næsta bók á undan „Hafðu hraðan á, ástin mín“ var „Elsk- huginn Jósúa" sem kom út í fyrra. Apartheid in Crisis — Voices in South Africa Today. Útg. Penguin 1986. Bók af þessu tagi er tímabær og vel það; hér er safnað saman í dá- litla bók greinum eftir bæði fylgis- menn og andstæðinga hinnar illræmdu apartheid-stefnu stjómar- Eva Ramm innar í Suður-Afríku. Þar á meðal er skáldkonan Nadine Gordimer og rithöfundurinn J.M. Coetzee, P.W. Botha, Desmond Tutu, Nelson Mandela og fleiri. Margar þessara gi'eina eru verðar allrar athygli, en ekki verður þó sagt að þar komi fram margt nýtt, hafi lesendur á annað borð fylgzt með þróun mála í landinu síðustu árin eða svo. Grein Tutu biskups er í hans stíl, aftur á móti er verulega mikið á því að græða að lesa grein Nadine Gord- imer. Það sem sagt er vera grein eftir Nelson Mandela er reyndar svar sem hann gaf þegar hann hafn- aði „boði“ Botha um að verða látinn laus úr fangelsi. Sett voru þau skil- yrði að hann gæfi yfirlýsingu um að hann hafnaði ofbeldi. Yfírlýsing- in ber vott um mikinn skaphita og trú á það sem okkur finnst svo sjálf- sagt og eðlilegt en vefst fyrir stjómendum Suður-Afríku: að svertingjar fái jöfn réttindi á við hvíta í landi sínu. Af því sem er í þessari bók fannst mér ítarleg formálsgrein Mark A. Uhlig, ritstjóra NYT magazine vera sú sem langsamlega mestur akkur er í. Þar em settar fram sögulegar staðreyndir og reynt að vega og meta fyrri tíð og þá ekki sízt at- burði síðustu áratuga. Uhlig fjallar um, hvað mæli með og hvað mæli gegn því að apartheid-stefnan verði látin lönd og leið. Hann gerir það á mjög yfírvegaðan og skilmerkileg- an hátt og helzti kosturinn er auðvitað hvað greinin er málefnaleg og laus við tilfinningaflóð, sem vill gera vart við sig í ýmsum grein- anna hinna. Samt fer ekkert framhjá lesanda hvomm megin málsins Uhlig stendur. Þessi bók er ekki líkleg til að valda neinum þáttaskilum í Suður-Afríku. En hún er gagnleg þeim sem hafa áhuga á að reyna að setja sig inn í það sem er að gerast. Og ætti að auka skiln- ing á því til stórra muna. Og það er ekki svo lítið. Jane Airken Hodge: Secret Is- land. Útg. Coronet Books, Hodder & Stoughton 1985. Höfundurinn hefur skrifað all- Þessar vinstúlkur eiga heima f Víðigerði. Þær efndu tíl hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Þar komu inn í peningum um 1760 kr. Þær heita Helga Zoega, Hrund Finnbogadótt- ir og Linda Jónsdóttir. margar bækur, sem eftir titlunum að dæma telja til skyldleika við þessa. í „Secret Island" er sögusvið- ið gríska eyjan Temi. Það er leyni- eyja, sem er svona allt að því ósýnileg og leiðin þangað er svo flókin að það er ekki nema á ör- fárra færi að fínna hana. Á þessum stað hefur Kyria Sophia, brezk gæða- og merkisdama hreiðrað um sig. Hún stundar líklega eins konar lækningar, annars er hin mesta dulúð yfír þessu. En Kyria Sophia boðar Daphne frænku sína á sinn fund og Daphne verður að sjálf- sögðu að sýna hina mestu varkámi, því að enginn má frétta hvert hún er að fara. Daphne hefur nýlega slitið samvistir við Mark eiginmann sinn; hann fór að halda við beztu vinkonu hennar. Þegar Daphne kemur til eyjarinnar Kos, en þar á hún að bíða nánari fyrirmæla, fara undarlegir atburðir að gerast og ýmsir aðilar, misjafnlega glæsilegir og grunsamlegir sýna henni áhuga. Og enn magnast spennan þegar hún er loks komin yfír á Temi og Kyria Sophia hefur hreinlega engan tíma til að sinna frænku sinni, því að nú rekur hvert dauðsfallið annað og Sophia hefur nóg að gera að reyna að upplýsa þennan hrylling. Inn á milli getur hún þó gefið Daphne leiðbeiningar sem virðast miða að því að hún „taki við“ af Sophiu og sýnist Daphne hafa ágæta hæfileika. Spumingin er bara hvort morðinginn fínnst áður en hann hefur náð að drepa Daphne líka, því að það eru fleiri en einn- og fleiri en tveir, sem vilja sölsa Temi undir sig. Skrítin bók og dálítil della, en skikkanleg afþreying þegar ekki kallar að neitt tiltakanlega áríðandi. Þær söfnuðu 1560 kr. til Rauða kross íslands er þær efndu til hluta- veltu. Þær heita Guðrún Helgadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Svava B. Þórðardóttir. FIMM FYRIR PIG VIÐ BJÓÐUM NÚ FIMM VANDAÐAR SKÓTEGUNDIR FRÁ HUMMEL. / Erobikk-skór. Stærðir: 36-41. Verð: 2.473. Litir: Svart/hvítt / Handboltaskórinn i ár. i Stærðir: 36-47. Verð: 2.390. Litur: Hvitt / Skokk- og gönguskór. Stærðir: 36-46. Verð: 2.499.- Litir: svart/dökkgrár/beige. / Alhliða iþróttaskór. ÍStærðir: 34-47. Verð: 1.330. Litur: Hvitt I Leikfimisskor. / Stærðir: 30-39. Verð: 845. Stærðir: 40-46. Verð: 945. Litur: Hvitt V BJARNIO.SiA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.