Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Fundur framkvæmdanefndar Alkirkjuráðsins Kynþáttamisrétti er siðferðilegt vandamál Rætt við Ninan Koshy, yfirmann alþjóðlegu deildar Alkirkjuráðsins KYNÞATTAMISRETTI, flótta- mannavandamál, afvopnunarmál og manréttindamál hverskonar eru þau mál sem Alkirkjuráðið lætur til sin taka á alþjóðavett- vangi og er þá fátt eitt upptalið. Helsta markmið ráðsins er að ryðja á brott þeim tálmum sem finnast í samskiptum manna vegna mismunandi kynþátta, landamæra og menningar og að vinna að friði og einingu manna hér í heimi. Alkirkjuráðið var formlega stofnað í Amsterdam árið 1948, en uppruna þess er reyndar að finna allnokkuð fyrr. í síðustu viku hélt framkvæmda- nefnd ráðsins fund sinn í Bú- staðakirkju í Reykjavík. Alls skipa 25 fulltrúar nefndina og eru þeir hvaðanæva að úr heim- inum. Höfuðstöðvar ráðsins eru í Genf í Sviss og er starfsfólk framkvæmdanefndarinnar einn- ig statt hér meðan á fundar- höldunum stendur. Synd að mismuna fólki eftir litarhætti irfsemi Alkirkjuráðsins fer fvam í allnokkrum deildum sem vinna að mismunandi málefnum. Alþjóðlega deildin hefur látið alln- okkuð til sín taka allt frá stofnun ráðsins og vinnur hún meðal annars að friðarmálum. Mannréttindamál eru einnig fyrirferðamikill þáttur í starfseminni, enda víða sem þau eru þverbrotin. Þátttaka Alkirkjuráðs- ins í alþjóðlegum málefnum hefur frá upphafi þótt mjög mikilvæg og margir hafa orðið til þess að líta einungis á ráðið sem mikilvæga alþjóðlega stofnun. Alkirkjuráðið er hins vegar ekki einungis alþjóð- leg stofnun því það er sameiningar- tákn rúmlega 300 kirkjudeilda í meira en 100 löndum og skoða verð- ur hlutverk þess í því Ijósi. Ninan Koshy, yfirmaður alþjóð- legu deildarinnar, var hér á landi vegna fundarins. Hann var reiðubú- inn að svara fáeinum spumingum varðandi starfsemina, sem nær til fjölda landa víða um heim. Hann var fyrst að því spurður hvaða mál það væru sem Alkirkjuráðið hefði aðallega látið til sín taka að undanf- ömu? „Suður-Afrika og kynþáttmisrét- tið þar er það mál sem að undanf- ömu hefur hæst borið. Þar er stórt siðferðilegt vand^mál á ferðinni og mjög brýnt að úr því verði leyst,“ sagði Ninan Koshy í upphafi sam- talsins. „Kynþáttamisréttið þar er vandamál sem Alkirkjuráð’ið hefur lengi látið til sín taka því það er Guðs vilji að slíkt misrétti eigi sér ekki stað í heiminum og ráðið hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að mismunun á fólki eftir litarhætti sé synd. Yfírvöld í S-Aftíku hafa ekki látið það á sig fá og segjast vera kristin. Alkirkjuráðið hefur því látið misréttið þar til sín taka með margvíslegum hætti og kirkjan þar tekur mjög mikinn þátt í þessari baráttu. Þá hafa frelsishreyfíngar þar í landi fengið okkar stuðning til að vinna að framgangi réttlætis- mála og hefur það mikið haft að segja í þessari baráttu," sagði Kos- hy. Hann gat þess að undanfarin 15 ár hefði fjársöfnun átt sér stað á vegum Alkirkjuráðsins og hefði það haft sitt að segja varðandi stuðning við málstað svartra í landinu. Mikilvægt að til- raunasprengingnm með kjarnorkuvopn verði hætt. Samskipti stórveldanna hafa ve- rið í brennidepli svo að segja frá stofnun Alkirkjuráðsins og eins og alkunna er eru það kjamorku og afvopnunarmál sem hæst hefur borið að undanfömu. Koshy sagði að afvopnunarmálin væru einnig eitt stærsta málið sem alþjóðlega deildin hefði á sinni könnu. „A þessum fundi hafa þessi mál verið til umræðu og þá með sérs- takri hliðsjón af tilraunasprenging- um kjamorkuvopna," sagði Koshy. Sagði hann það trú manna að þess- ar tilraunasprengingar væru eitt aðalvandamálið vegna þess að með- an þær ættu sér stað yrðu til fleiri og ný vopn, betri að gæðum. „Það er því mikilvægt að þessar tilrauna- sprengingar verði stöðvaðar og í okkar starfí höfum við höfðað til stórveldanna um að láta af þessum sprengingum, og til þeirra sem á annað borð ráða yfír vopnum af þessu tagi. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að af- vopnunarmál snúast ekki einungis um stjómmál heldur er um sið- ferðilega spumingu að ræða því þetta er spuming um líf og dauða," sagði hann. Höfum samráð við kirkjurnar á hverjum stað varðandi aðgerðir. Alkirkjuráðið hefur mætt alls- kyns ásökunum, meðal annars þeim að láta málefni seint til sín taka, auk þess sem ekki eru allir ætíð á eitt sáttir með ákvarðanatökur í einstökum málum. „Það er rétt að við höfum orðið fyrir ásökunum fyrir að hafa til dæmis ekki brugðist nógu skjótt við í nokkrum málum. Oft hafa þær ásakanir stafað af vanþekkingu. Alkirkjuráðið hefur haft upplýsing- ar um málefnin en ekki viljað aðhafast neitt af margvíslegum ástæðum. Það hefur þurft að taka tillit til ýmissa þátta, til dæmis stöðu kirkjunnar í því landi sem vandamál hefur komið upp. Alkirkj- uráðið hefur auðvitað lagt áherslu á samvinnu við kirkjumar á hveij- um stað og ekki viljað aðhafast í óþökk þeirra. Stundum hefur ástandið þó verið með þeim hætti að ekki hefur verið hægt að fá upplýsingar frá kirkjunni, en einnig hefur sú staða komið upp að ekki hefur verið aðhafst neitt í málinu vegna þess að það hefði getað skað- að kirkjuna í viðkomandi landi og haft slæm áhrif. Það hefur því ekki alltaf verið um sofandahátt hjá Al- kirlq'uráðinu að ræða, heldur hitt að ekki hefur verið talið ráðlegt að aðhafast neitt. Oft fáum við upplýs- ingar um vanda sem við með réttu ættum að láta til okkar taka, en Morgunblaðið/Einar Falur Ninan Koshy, yfirmaður alþjóð- legu deildar Alkirkjuráðsins. sjáum okkur ekki fært að reyna að leysa hann. Fyrir þetta og ýmislegt annað hefur okkur verið legið á hálsi og eru dæmi þess að kirkja hafí dregið sig út úr ráðinu vegna andstöðu við ákvarðanatöku." Alkirkjuráðið hefur veitt fjárhagslegan stuðning í Niqaragua Annað aðalmálið sem um var rætt á þessum fundi er málefni Niqaragua. „Niqaragua er eitt stærsta vandamálið sem alþjóðlega deildin hefur haft afskipti af. Það er lítið land og dæmigert fyrir þjóð sem er að byggja upp eigin grundvöll efnahagsmála en mætir utanað- komandi þrýstingi og átökum í landinu," sagði Koshy og sagði að því væri miklu fé innanlands varið til hemaðarmála. „Alkirkjuráðið hefur veitt fíárhagslega aðstoð og gert það í gegnum kirkjumar, og hefur það verið gert til uppbygging- ar heilbrigðis og fræðslumála. Það er hins vegar ljóst að oft á tíðum er um stjómmálalega viðkvæm mál að ræða sem við komum nálægt og menn kannski undrast það að ekki skuli alltaf verið brugðist við á samskonar hátt, því við höfum alltaf hina kristnu kenningu til að fara eftir. En eins og ég sagði áðan þá em aðstæður misjafnar og það gerir okkur erfítt fyrir. Stundum er best að vinna að lausn mála í kyrrþey á bak við tjöldin og í mörg- um tilfellum höfum við rætt á trúnaðargrundvelli við yfírvöld í löndum þar sem við ákveðinn vanda er að glíma, og eins og ég áður sagði veltur þetta mjög á möguleik- um kirkjunnar á hveijum stað hvemig brugðist er við. Málefni kristinna manna í sumum Evrópul- öndum austan jámtjalds eru oft erfíð viðureignar. Ástandið þar hef- ur þó batnað mjög þó ekki sé alls staðar frelsi í trúmálum, kirkju- deildimar hafa vaxið og kristnum mönnum fjölgað, en vandamálin eru þó víða fyrir hendi," sagði Koshy og lét um leið þá von sína í ljós að hin kristna framtíðarsýn um rétt- læti öllum til handa næði fram að ganga. „Hún er ekki bara ein af þeim möguleikum sem kristinn maður hefur heldur er um að ræða brýnasta skylduboð okkar tíma,“ sagði Koshy að lokum. Erfiðast að íklæða trúna búningi sem hæfir menningnnni FULLTRÚAR framkvæmdaráðs- mannavandamál en vegna stærðar yfír trú manna, en flestir í Bots- ins voru margir langt að komnir og má nærri geta að þar voru fulltrúar kristni I löndum sem eru í einu og öllu ólík því sem íslendingar best þekkja. Mak- hulu, erkibskup frá Botswana, er einn forseta Alkirkjuráðsins og þekkir hann mjög vel til mála flóttamanna í Afríku en þar er um helmingur allra flóttamanna í heiminum i dag, auk þess sem óhætt er að segja að aðstæður i hans landi séu annars konar en í hinum vestræna heimi. Makhulu var kosinn erkibiskup i heima- landi sínu árið 1980 og hafði hann þá verið starfandi í Genf hjá Alkirkjuráðinu og þremur árum síðar var hann kosinn einn forseta ráðsins. „Flóttamannavandamálið er það mál sem ég hef látið mest til mín taka, en það er náttúrulega nátengt mannréttindamálum," sagði Mak- hulu. „Flóttamannavandamálið er mjög mikið í ýmsum löndum Afr- iku, Súdan, Tansaníu, Kenýa, Zambíu, Úganda, Chad og Eþíópíu. Flóttamennimir koma frá ýmsum löndum og til dæmis eru flóttamenn í Eþóópíu frá Súdan og í Súdan frá Eþíópíu, og þannig er flóttamanna- straumnum varið í fleiri tilfellum," sagði hann. Margar kirkjur sem ekki eiga sér gnðfræði. Botswana glímir ekki við flótta- landsins og samgönguerfiðleika vegna Kalahari eyðimerkurinnar er við önnur mál að glíma og meðal þess sem kirkjan fæst við er út- breiðsla trúarinnar. „Um 30% allra landsmanna eru kristinnar trúar en svolítið erfítt er að henda reiður á því vegna þess hversu tvístruð kirkjan er,“ sagði Makhulu. Sagði hann einnig að ekki væru allir undir sama hatti í trúfræðilegum efnum þó þeir teld- ust kristnir vegna þess að víða væri að fínna litla trúarhópa sem ekki styddust við neina viðurkennda kristna kenningu og kannski best að orða það svo að þeir hefðu enga ákveðna trúfræði. „Þetta eru litlar afrískar kirkjur sem ekki hafa hugmynd um heilag- an Ágústínus eða Lúter til dæmis. Þeir sem stjóma þessum kirkjum eru þó miklir predikarar og tala eins og hjartað býður þeim hveiju sinni því þá vantar alla guðfræði til að fara eftir,“ sagði Makhulu og bætti því við að til þessarra litlu hópa þyrfti að ná til að fræða þá. „Sumir þeir sem predika hjá þessum litlu kirkjum, ef við getum kallað þær það, eru jafnvel betri í sinni predikun en þeir sem hafa alla trú- fræði á hreinu og þeir hafa mjög mikil áhrif. Kristni fer vaxandi í landinu og fyrir atbeina þessarra litlu hópa einnig. Við búum við það ftjálsræði að yfírvöld amast ekki wana eru andatrúar." “Guð skapaði okkur með þennan litarhátt.“ Makhulu svaraði því til, er hann var spurður um helsta vandamál við útbreiðslu kristni í Afriku, að erfíðleikamir væm hvað mestir við að klæða trúna og guðfræðina í búning sem hæfði menningunni. „Við beijumst við að gera fólki grein fyrir því sem felst í kristinni trú og það er alls ekki auðvelt. Við verðum að gera okkur grein fyrir raunvemleikanum, sem er sá að Guð skapaði okkur með þennan lit- arhátt og við verðum að gera okkur grein fyrir því hvað það merkir. Hvað þýðir það að vera svartur á hömnd? Við hljótum að skilja það þannig að Guð hafí verið ánægður með sköpunarverk sitt, að hann hafí séð að það var gott sem hann gerði. Einnig þurfum við að læra að fara með trúna og láta hana í ljós. Það má því segja að aðalvanda- málið sé tilkomið vegna mismun- andi ménningar," sagði Makhulu. En hvað hafa kirkjur frá mis- munandi menningarsvæðum að sækja til hvorrar annarrar, til dæm- is kirkna á Norðurlöndum sem búa við gjörólíkar aðstæður? „Það er auðvelt að hugsa einung- is um kirkjuna í sínu heimalandi og líta fram hjá þeirri staðrejmd að alla jörðina byggir fólk með Makhalu, erkibiskup, en hann er einn af forsetum Alkirkjuráðs- mismunandi bakgrunn og menn- ingu,“ segir erkibiskupinn og bendir á mikilvægi Alkirkjuráðsins til að sameina og koma á framfæri vilja og boðskap kirkjunnar. „Öll lönd og kirkjur þeirra hafa mikilvægu hlutverki að gegna í Alkirkjuráðinu vegna þess að það er vettvangur þar sem hægt er að vinna að sam- eiginlegu markmiði og kynnast mismunandi viðhorfum og vanda- málum sem við er að glíma á hvetjum stað,“ sagði erkibskiup Makhulu að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.