Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 ?, serv\ \jar pu> \/onaát eH'ir þv'i db evtáurföe&aák scm Jfj&rKiribir. " ást er... kyssilega TM Reg. U.S. Pat. Off — all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicafe Veit starfsfólkið hér að mamma þín túberar á þér hárið? Hættuleg gangstétt við Álftamýri B.V. skrifan Gangstétt vestan megin Álfta- mýrar er sannkölluð slysagildra. Stéttin er svo éjöfn að fólk hefur fallið á henni og orðið fyrir meiðsl- um. Fyrir tæpum tveimur mánuðum var brotið upp úr þessari gjörónýtu stétt á tveimur stöðum vegna ein- hverra viðgerða. Ekki er búið að lagfæra þær skemmdir og bætir það ekki úr skák. Vonandi verður ekki tjaslað neitt upp í gömlu sprungum- ar heldur stéttin endumýjuð enda ekki vanþörf á. Tvisvar hefur verið talað við yfír- menn gatnamála á þessu ári og í bæði skiptin bókuðu þeir eitthvað í glósubækur sínar um óskir okkar íbúanna. Við vitum að gatnagerða- menn hafa haft í mörg hom að líta í sumar og gert margt vel. En við sjáum líka dagsdaglega að þeir eru að gera við gangstéttir sem eru yngri og í betra ástandi en umrædd gangsteft við Álftamýri. íbúar göt- unnar eru búnir að ganga frá öllum bílastæðum svo að ekki má hlutur borgarinnar vera verri á sjálfu af- mælisárinu. Nokkm fyrir afmælis- daginn, 18. ágúst, var gatan rifín upp vegna viðgerða á vatnsæð. Á sjálfan afmælisdaginn urðum við að klífa yfír uppgröftin og sköpuð- ust af þessum sökum nokkur umferðarvandamál. Álftamýrin leit ver út á 200 ára afmælinu en nokk- um tíma áður frá því að hún var malbikuð. Ekki er við neinn að sak- ast af þessum sökum, vatnsæðar halda ekki eins hátíðlega upp á afmæli borga og við. Við viljum biðja gatnamálastjóra, eða aðra heiðursmenn sem ráða þessum málum að upplýsa önnur um það, hvort að endumýjun gagn- stéttarinnar sé ekki á næsta leiti. Annars verðum við líklega að fara í kröfugöngu eða eitthvað álíka. Einnig væri gaman að fá að vita hvenær lagt verður bann við því að vörubílar séu geymdir eftir vinnudag, eða langtímum saman, í íbúðarhverfum. Af þeim er mikill sóðaskapur, olíutaumar og annað óþrif. Fnyk leggur inn um glugga á íbúðarhúsum, sér í lagi um vetur þegar erfíðlega gengur að koma þessum bílum í gang. Slysahætta er líka af því þegar sumir ökumenn þessara bfla leggja þeim við inn- Þjár stelpur skrifa: Við, þijár stelpur úr Selásnum, viljum kvarta yfír sjónvarpsþáttn- um Poppkom. Mánudaginn 15. september sl. kom ógnvekjandi myndband á skjáinn. Við þijár vor- um einar heima og urðum skelfíngu keyrslur Qölbýlishúsa. Þessir stóra bílar,sem standa langtímum saman við gangstéttarbrúnir, oft með fullu hlassi, skemma líka umgjörðir gangstétta í borgarlandinu. Með baráttukveðju manna úr öllum stéttum í Álftamýri til gatnamála- stjóra öllum stéttum. Fyrir hönd Álftmýringa með óskum um nýja stett á þessu ári. lostnar. Auk þess vora bara karl- mannahljómsveitir spilaðar í þætt- inum. Með von um batnandi ástand, þtjár hræddar, hneykslaðar og móðgaðar úr Selásnum. Þetta eru mennimir sem „þrjár hræddar, hneykslaðar og móðgað- ar“ saka um að bregða ógnvekjandi myndböndum á skjáinn. Ognvekjandi myndband Yíkverji skrifar Hiti er nú að færast í samkeppn- ina á öldum ljósvakans. Viðbrögð Ríkísútvarpsins sýna, að það ætlar að gera sitt til að halda sínum hlut. Hvemig til tekst á eftir að koma í Ijós. Svo virðist sem helsta svarið sé að „létta" dag- skrána. Það er næsta óljóst, hvað felst í þessu lykilorði að „létta". Flestir setja það í samband við pop- músík af einu eða öðra tagi. Víkveiji er þeirrar skoðunar að það sé mikill misskilningur að líta á hana sem lausnarorðið í þessu máli. Allir geta fengið nóg af henni - jafnvel Bubba Morthens líka. Ríkisútvarpið á að sjálfsögðu traustan áheyrendahóp meðal landsmanna. Er líklegt, að innan hans eigi menn sér sína uppáhalds- þætti. Verði hróflað við þeim með því að „létta" dagskrána" kánn svo að fara að lokum, að þessir föstu áheyrendur heltist úr lestinni. í því efni er til dæmis ástæða til að minnast á sígilda tónlist, sem flutt hefur verið á sunnudagsmorgnum á rás 1. Eftir að Bylgjan kom til sögunnar hafa þess sést merki meðal annars hér í blaðinu, að mönnum er léttir af því að geta hlustað á „létta“ tónlist I útvarpi, þegar þeir vakna á sunnudögum. Verða skrif af þessu tagi til þess, að á rás 1 verði tekið til við að „létta“ tónlistina á þessum tíma sólarhringsins? Víkveiji er ekki í nokkrum vafa um, að það mundi mælast illa fyrir hjá mörgum. Víkveiji hefur áður vakið máls á því, að víða um lönd eru starfræktar útvarpsstöðvar, sem flytja tónlist, er flokkast líklega ekki undir að vera „létt“, en þar er um að ræða perlur tónbókmennt- anna. Hlustendakönnun sýndi, að eftir tilkomu Bylgjunnar fækkaði þeim mjög, sem sögðust hlusta á rás 2 hjá Ríkisútvarpinu. Síðan hafa komið fram hugmyndir um að skyn- samlegast væri fyrir rikið að selja rás 2 og láta einkaaðilum eftir að bera áhættuna af rekstri hennar í samkeppninni. Þessi hugmynd er góðra gjalda verð. Hún sýnist þó ekki hafa hlotið náð fyrir augum útvarpsráðs, þar sem ætlunin er að lengja dagskrár rásar 2. Hvemig væri fyrir stjómendur Ríkisútvarpsins að huga að því, hvort ekki mætti breyta rás 2 í klassíska stöð? Áheyrendaíjöldinn yrði svipaður því og hann varð eft- ir að Bylgjan kom til sögunnar. Með átaki af þessu tagi sýndi út- varpið í verki, að það vildi vera farvegur fyrir sígilda tónlist og þá gæti það kannski sent út eigin upp- tökur af slíkri tónlist fyrr en nú. Á sunnudagsmorguninn var til dæmis útvarpað tónleikum, sem efnt var til í tilefni af vígslu Langholtskirkju fyrir réttum tveimur árum. Skömmu eftir að þeim tónleikum lauk vakti Vilhelm Kristinsson máls á því í umræðuþætti á Bylgjunni, hvílík ósköp hefðu gengið á, ef 85 popparar hefðu á sunnudaginn komið saman og haldið tónleika. Nefndi hann þetta í tilefni af því að síðdegis á sunnudag voru tón- Ieikar Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar, þar sem 85 ungmenni fluttu verk meistaranna - um það framtak var aðeins getið í stuttum blaða- fréttum. Hvenær skyldi þeim svo verða útvarpað? XXX Víkveiji efast um, að stjómend- ur Bylgjunnar leggi nægilega áherslu á það við starfsmenn sína, að þeir vandi framsögn sína og málfar. Vonandi er hér aðeins um bytjendaskrekk að ræða. Einkum er hann áberandi hjá fréttamönnum Bylgjunnar. Á meðan þeir 'taka sig ekki á, efast hlustendur um gildi fréttanna, sem þeir lesa. Þá fínnst Víkverja það ámælis- vert hjá fréttamönnum útvarpanna og umsjónarmanna þátta þar, þegar þeir eru að vitna í dagblöð án þess að geta þess, hver þau eru. Setning- ar eins og þessi „í einu dagblaðanna sagði.. .“ era alltof algengar. Hvers vegna er nafn blaðsins ekki nefnt? Og þegar fréttir era beinlín- is byggðar á því sem áður hefur birst í dagblaði er ótækt að lesa þær upp í útvarp eins og þeirra hafí verið aflað af starfsmönnum þess. Hvernig ætli starfsmenn út- varpanna og sjónvarpanna tækju því, ef sífellt væri verið að tönnlast á því í blöðum, að í einu útvarp- anna eða einu sjónvarpanna segði hitt og þetta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.