Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Stokkhólmsráðstefnunni lokið: Samkomulag sem getur orð- ið undanfari bættra samskipta Merkustu atriðin eru tilkynningarskylda og gagnkvæmt eftirlit með heræfingum Stokkhólmsráðstefnunni átti að ljúka fyrir miðnætti sl. föstudag en þegar klukkuna vantaði eina stund og fjórar minútur í þann tíma þótti ljóst að enn væri nokkurt starf óunnið. Þá var gripið til þess ráðs að taka klukkurnar úr sambandi. Hér eru sjónvarps- menn að taka mynd af einum tímrnnælinnm Stokkhólmi, AP. FYRSTA samkomulagið, sem stórveldin og bandalagsríki þeirra í austri og vestri ná á þessum áratug, var undirritað í gærmorgun. Kvöldið áður höfðu samningamenn Sovétmanna og Bandarikjamanna fallist á það en meginatriði þess eru, að skýrt verði frá heræfingum með góð- um fyrirvara og að leyft verði gagnkvæmt eftirlit. Hefur sam- komulaginu verið fagnað viða um heim og er það talið geta orðið undanfari bættra sam- skipta stórveldanna. Fulltrúar NATO-ríkjanna með Bandaríkjamanninn Robert Barry í broddi fylkingar og Oleg Grinevsky, sem var talsmaður Varsjárbanda- lagsríkjanna, kváðust mjög ánægðir með samkomulagið, sem væri „gott vegamesti" í væntanlegum afvopn- unarviðræðum. Þeir tóku þó fram, að þeir væru ekki alveg sáttir við samninginn um eftirlitið en samt væri hann líklega betri en búast hefði mátt við. Afvopnunarráð- stefnunni, sem öll Evrópuríki nema Albanía tóku þátt í auk Banda- ríkjanna og Kanada, átti að ljúka á föstudagskvöld en þegar það tókst ekki voru klukkumar stöðvaðar skömmu fyrir miðnætti. Var síðan unnið af kappi allan laugardaginn og sunnudaginn þar til málið var í höfn. Stokkhólmsráðstefnan um ör- yggis- og afvopnunarmál á rætur sínar að rekja til Helsinki-sáttmál- ans árið 1975 og öryggisráðstefn- unnar í Madrid fyrir sex árum. Samkomulagið, sem gert var á 128. fundi hennar, er það fyrsta, sem næst milli stórveldanna síðan Cart- er, Bandaríkjaforseti, og Brezhnev, forseti Sovétríkjanna, undirrituðu SALT Il-samninginn árið 1979. Sá samningur var raunar aldrei stað- festur formlega en eftir honum var þó farið. Gert er ráð fyrir, að þátt- tökuþjóðimar 35 verði búnar að staðfesta Stokkhólmssamkomulag- ið fyrir árslok. í Stokkhólmssamkomulaginu eru meginatriðin sex: Itrekað er, að þátttökuþjóðunum ber að forðast að hafa í hótunum hver við aðra og beita valdi. Tilkynna ber með 42 daga fyrir- vara vissar heræfingar, sem 13.000 hermenn hið fæsta taka þátt í eða 300 skriðdrekar. Knattspyrnuólæti í Hollandi: • • Oflugar sprengjur gerðar óvirkar rétt fyrir leik Den Bosch, Hollandi, AP. LÖGREGLA og sprengjusér- fræðingar hersins eyðilögðu tvær eldsprengjur á knatt- spymuvelli borgarinnar Den Bosch í suðurhluta Hollands skömmu fyrir kappleik á sunnu- dag og handtóku 64 menn vegna óláta í sambandi við knattspymu- leikinn. Sprengjumar voru í plasttunn- um, sem innihéldu að mestu rautt fosfór, sem er mjög eldfimt efni. Fundust þær við öryggiseftirlit rúmum tveimur stundum áður en kappleikurinn milli FC Den Bosch og FC Haag skyldi hefjast. Lögregl- an sprengdi aðra sprengjuna og reyndist hún það öflug að sprengju- sérfræðingar hersins vom kallaðir Leyft verði að fylgjast með her- æfíngum 17.000 hermanna eða fleiri þegar landgönguliðar eða fall- hlífahermenn í þeim hópi eru fleiri en 5.000. 15. nóvember ár hvert greini hver þátttökuþjóðanna frá fyrir- huguðum umsvifum á hemaðar- sviðinu, þeim, sem skylt er að skýra frá, og taki sú skýrsla til tveggja næstu ára. Ef efnt er til heræfinga fleiri en 40.000 hermanna er skylt að halda vistum og birgðum heraflans í lág- marki. Þátttökuþjóðimar fallast á reglur um eftirlit og þau tæknilegu atriði, sem það varða, bæði úr lofti og á landi. Hver þjóðanna um sig verður að fallast á þrjár slíkar eftirlits- ferðir árlega ef fram á það er farið. Þessu samkomulagi hefur verið fagnað víða um heim og telja marg- ir, að það kunni að verða upphafið að betri samskiptum stórþjóðanna og geti greitt götuna fyrir fundi þeirra Reagans og Gorbachevs. „Fyrsta skrefið í átt til slökunar" sagðijapanskablaðið TokyoShimb- un og á Norðurlöndum hefur samkomulaginu verið fagnað mjög. Tass-fréttastofan sovéska sagði um það, að það ætti að geta orðið und- anfari aukins skilnings þjóða í milli og stjóm og stjómarandstaða í flestum vestrænum löndum hafa hrósað því. AP/Símamynd á vettvang til að gera hina óvirka. Sprengjumar fundust á svæði, sem ætlað var stuðningsmönnum FC Haag. Hefðu þær getað valdið alvarlegu tjóni og stór hópur manna að líkindum brennst mjög illa ef þær hefðu spmngið. Skömmu fyrir kappleikinn hand- tók lögreglan íjóra stuðningsmenn FC Den Bosch eftir að þeir höfðu ógnað stuðningsmönnum FC Haag með hlaðinni 22 kalibera skamm- byssu. Eftir leikinn voru 60 stuðn- ingsmenn FC Haag handteknir skömmu áður en lest þeirra skyldi halda af stað frá Den Bosch. Þeir gengu berserksgang um lestina og eyðilögðu allt sem fyrir varð í nokkrum lestarvagnanna. Liðssafnaður ísraela við Suður-Líbanon Metulla, ísrael, AP. HUNDRUÐ ísraelskra hermanna tóku sér stöðu í gær meðfram líbönsku landamærunum og var haft eftir embættismanni i ísra- el, að þeir myndu halda inn i Suður-Líbanon, ef nauðsyn krefði, til stuðnings vopnuðum sveitum kristinna manna, sem ættu undir högg að sækja gagn- vart skæruliðum shíta, er héldu uppi mikilli skothríð á þá. Haft var eftir sjónarvottum í gær, að þeir hefðu ekki séð jafn mikinn liðssafnað meðfram landa- mærunum, síðan ísraelar kölluðu til baka mestan hluta hers síns frá Libanon í júní 1985. Menn úr röðum svonefndra bylt- ingarvarða í íran hafa slegizt í lið með skærulipum shíta. Er talið, að liðssafnaði ísraela kunni að vera ætlað að skerast í leikinn og koma í veg fyrir, að íranska liðið haldi lengra inn í Líbanon. íranskir byltingarverðir hafa átt þátt í því að þjálfa skæruliða shíta í Líbanon frá árinu 1983. í síðasta mánuði fluttu sumir íranimir sig frá stöðvum sínum í svonefndum Beka-dal í austurhluta Líbanons nær landamærunum við ísrael. Leiðari The New York Times í gær: Að slátra hvölum í „vísindaskyni“ -Alþjóða hvalveiðiráðið hvatt til að herða reglumar um hvalveiðar í vísindaskyni New York, frá fréttaritara Morgunblaðsins, HÉR Á eftir fer þýðing á leið- ara The New York Times, sem birtist í gær, 22. september: „Vemdun hvalastofna hefur tekið stórstígum framförum, en betur má ef duga skal. ísland og Suður-Kórea halda áfram að slátra nokkrum hvalategundum og þykjast framkvæma vísinda- Jóni Ásgeiri Sigurðssyni. rannsóknir. Ef þetta verður ekki stöðvað, fylgja önnur ríki dæmi þeirra. Alþjóðahvalveiðiráðið lækkaði kvóta þeirra tegunda, sem mest hætta er búin, og lýsti síðan árið 1982 yfir tímabundnu hvalveiði- banni. Tilgangur bannsins var að greiða fyrir endumýjun hvala- stofna og að veita vísindamönnum ráðrúm til að meta framtíðar- horfur stofnana. Sumar þjóðir misnota þegar heimildir til hval- veiða í vísindaskyni. Upplýsingar sem svokallaðar vísindaveiðar veita, eru ekki gagnslausar, en þær eru samt sem áður óþarfar. Undanfama hálfa öld hefur rúmlega hálf milljón hvalahræa staðið vísindamönnum til boða til Slaughtering Whales for ‘Science’ Greai progress has been made In protectlng whales, but more needs to be done. Iceland and South Korcn continue to slaughter several spccies by pretending to do research. Others wlll lollow thelr example tf not 6topped. Thc Internatlonal Whaling Commlssion grad- ually reduced Lhe quotas for hunting the most en- dangered whales until, ln 1982, li declared u mora- torlum. Its alm was to let the whale stucks recovcr and glve scientists tlme to asscss their prospccts. Some natlons alroady abuse the regulation that pcr- mits some whaling in the cause of science. Thc data that these allegedly scientific expedltions produce, whiJe not worthless, are unnecessary. More than half a mlllion whalc carcasses have been available for sclcntific scrutiny over the last 50 years. The need for more records oí sightlngs and breeding pattcrns does not justify killlng morc whales. The motlvatlon oí those still huntlng h> tran8parently commcrcial. Iceland, vigorously proclalming its "soientific" servlce, Is looking lo sell whalc meat tu Japan and Norway, In violation of a new internntlonal resolu- tion earmarking byproducts ,,primarily,, íor local cunsumption. When threutencd wlth sanctioni under the Unlted States’ Pelly Amendmcnt, Jceland grudgingly agreed to consume 51 perccnt at home and launched an "cat whale nicat" campaign. Souih Korca alrcady has u large cnough domcs- tic market to use the same ploy. Its cruel techniques of slaughter and Its vague scientlfic goals, the U.S. Commcrcc Department has wamed. could lead to sanctions. Korea has for the moment stopped kllling rarc minke whales but has made no flnal declslon. Norway, one of the lnst whaling natlons, has bccn pressed todismantle its commerclal fleet and, after the Unitcd States moved toward sanctions, promised to ccase comme\cial whaling by the end of nexi ycar. But lt, too, aims to subsiltute a lethal "scientific” program. Amcrica’s coinmlssloncr, Anthony Callo. and Commerce Secrctary Malcolm Buldrlge have worked to dlscourage abuse of the sampling pro- gram. But they are hampered by the lack of regula- tion oí whallng íor scicnce. The commisslon ncedi to tighten thc rules and c^prefully monltor all pro posuls. An>nhing Jessvd^rpages not only the whalc population btit also tlic í eputation of sclcnce. rannsókna. Þörf á skráningu á ferðum hvala og viðkomu stofn- anna, réttlætir ekki hvaladráp. Þéir sem enn stunda hvalveiðar gera það augljóslega í viðskipta- skyni. ísland státar sig af þjónustu við „vísindinen reynir jafnframt að selja hvalkjöt til Japans og Noregs, í trássi við nýlega al- þjóðasamþykkt, þar sem gert er ráð fyrir að afurðimar fari „aðal- lega“ til neyslu innanlands. Þegar þvingunum var hótað í samræmi við Pelly-ákvæðið í bandarískum lögum, féllst ísland með semingi á að nýta 51% heima fyrir og hóf áróðursherferð fyrir hvalkjötsáti. í Suður-Kóreu er innanlands- markaðurinn þegar nógu stór til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.