Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 27 Kirkjan má ekki tala neitt rósamál Rætt við David Gosling, starfsmann Alkirkjuráðsins DAVID GOSLING frá Englandi er einn starfsmanna ráðsins og hefur hann starfað á sviði sem kallast Kirkja og samfélag þar sem meðal annars er fjallað um afvopnunarmál og siðferðilegar spumingar, til dæmis þær er snerta glasaböm, fóstureyðingar og fleira. Upphaflega lærði Gosl- ing eðlisfræði í heimalandi sínu og starfaði meðal annars í Indl- andi um 6 ára skeið en síðan nam hann guðfræði í Cambridge, og lauk doktorsprófi þaðan. Kristnin leggoir áherslu á frið í heil- brigðu þjóðfélagi. Það er ekki oft sem fyrirfínnast menn með slíka menntun að baki og því var ekki úr vegi að spyrja hann fyrst að því hvað hefði fengið hann til að snúa baki við eðlis- fræðinni og læra guðfræði? „Ég hafði verið starfandi í Ind- landi um nokkurra ára skeið á áttunda áratugnum og um miðbik hans voru Indveijar að gera sínar fyrstu tilraunir með kjarnorkuvopn. Þetta varð til þess að ég fór að velta þessum málum fyrir á sið- ferðilegan hátt. Þama var ég, eðlisfræðingurinn, og mér leið sið- ferðilega mjög illa yfir þessu og það varð til þess að ég fór að gefa guð- fræðinni gaum,“ sagði David Gosling. Hann skýrði síðan út hvert hið kristna viðhorf til þessarra mála væri: „Kristnin leggur áherslu á frið,“ sagði hann fyrst. „Þó má ekki einungis skilja þetta friðar- hugtak sem einungis svo að ófriður sé ekki til staðar, heldur er um að ræða frið í þeim skilningi að þjóð- félagið sé heilbrigt. Og hugtakið þjóðfélag má líta á sem eitt land, nú eða sem allan heiminn, og kristna viðhorfið vill koma á sam- bandi allra kristinna manna í öllum löndum,“ sagði hann. Afvopnunarmál eru meðal þeirra mála sem David Gosling hefur á sinni könnu og aðspurður um þau sagði hann að afvopnun ein og sér væri ekki aðalatriðið, það sem væri mest um vert væri að þjóðir störf- uðu saman. „Alkirkjuráðið getur komið góðu til leiðar á margan hátt til dæmis með því að hvetja kirkjumar til að taka höndum sam- an og hafa áhrif í sínum iöndum. Ráðið er til dæmis andvígt því að kjamorkuvopn séu í eigu einhverrar þjóðar, til dæmis er Alkirkjuráðið í andstöðu við stefnu Bretlands í þessum málum og ég lít á það sem hinn eina raunhæfa möguleika til að koma í veg fyrir hörmungar vegna kj amorkustyrj aldar, að slik vopn verði ekki eign þjóða.“ Gosling ræddi síðan um mikii- vægi þess að komið yrði í veg fyrir tilraunasprengingar með . kjam- orkuvopnum. „Sem eðlisfræðingur geri ég mér mjög ljósa hættuna sem stafar af notkun þessarra vopna, hvort held- ur sem er í tilraunaskyni eða öðru. Chemobyl slysið hefur verið mikið í fréttum að undanfömu og mikið verið gert úr þeirri geislun sem það olli í heiminum. Það hefur hins veg- ar minna verið rætt um það að á 6. áratugnum, þegar tilrauna- sprengingar á Kyrrahafi stóðu sem hæst, þá var meðalgeislun í heimin- um svipuð og eftir Chemobyl slysið. Þá kvartaði enginn því þá gerð’i fólk sér ekki grein fyrir því hvaða alvarlegu afleiðingar þetta gat haft í for með sér. Auðvitað hefur margt breyst síðan þá og hætt er að gera tilraunir í andrúmsloftinu, en þess- um tilraunum er samt haldið áfram og það óttumst við,“ sagði Gosling. Framkvæmdanefndin íjallaði á fundi sínum hér í Reykjavík tal- svert um alnæmi, en sá sjúkdómur David Gosling, eðlisfræðingur og guðfræðingur. hefur valdið áhyggjum viða um lönd og þeim fer stöðugt fjölgandi sem bera veimna. Kirkjan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa brugðist seint og illa við. Margir hafa orðið til þess að fordæma þá sem ganga með sjúkdóminn. Í yfírlýsingu sem nefndin sendi frá sér að afloknum fundarhöldum á föstudag segir að mikilvægt sé að beina athygli kirkjunnar að þessu brýna máli: „Við biðjum kirkj- ur um að bregðast við á viðeigandi hátt vegna brýnnar nauðsynjar á sálusorgun, fræðslu til að fyrir- byggja frekari útbreiðslu og ráðgjöf í samræmi við þá þörf sem ríkjandi er.“ „Alnæmi er sjúkdómur sem vírus orsakar og það verður fólk að skilja. Alnæmi er ekki refsing Guðs, og það hljóta allir að sjá sem lesið hafa guðspjöllin. Við trúum ekki á Guð sem sendir plágur yfír fólk,“ sagði Gosling. Hann bætti því við að kirkjan yrði að bregðast við á heiðarlegan hátt og horfast í augu við raunveruleikann. „Það má til dæmis ekki gefa fólki vonir um að einhverskonar kraftaverk muni ger- ast, kirkjan verður að bregðast við á allt annan hátt. Til dæmis með sálusorgun. Það verður að kenna fólki að lifa með þennan sjúkdóm og einnig verða aðstandendur al- næmissjúklinga að fá umönnun því það getur lagst þungt á þá að vita að ættingi eða vinur sé að hverfa frá þeim. Einnig er mikilvægt að alnæmissjúklingar verði vemdaðir gagnvart ofbeldisverkum og tryggja rétt þeirra á flesta vegu,“ sagði hann og benti á margvíslegar hættur í þeim efnum. Þá benti hann einnig á að fræðsla væri mjög mikilvæg því þannig mætti koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Alnæmi dreifíst mjög auðveld- lega við samræði fólks og kirkjan verður að horfast í augu við það. Sumir innan kirkjunnar verða mjög stressaðir þegar þeir heyra á þetta minnst. Fólk verður að geta sagt „smokkur" og einnig hlustað á orð- ið, fræðslan má ekki fara fram á neinu rósamáli. Kirkjan verður að taka þátt í þessari fræðslu því það er eitt af hlutverkum hennar að græða sár og veita fræðslu. Prest- arnir verða að taka þátt í að sinna þessu hlutverki kirkjunnar, þeir meiga alls ekki skorast undan því,“ sagði David Gosling að lokum. Höfum opnað ífyrsta sinn á íslandi sérverslun með biUiardborð Öll þjónusta við eldri billiardborð s.s. viðgerðir á borðum og dúkasetning. Billiardborð fyrir heimili, félagasamtök, skóla og hótel Smidjuvegi 8 Sími 77960 SEUUM EINNIG KÚLUR, KJUÐA, BÆKUR UM BILLIARD OG YFIRLEITT ALLT VARÐANDI BILLIARD. BILLIARDBÚÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.