Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Bjónnn og fulltrú- ar gamla tímans eftír Árna Einarsson 20. ágúst sl. birti Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson nokkum. Þó e.t.v. sé ekki hægt að halda því fram að þar séu mikil sannindi á ferð er viðtalið á sína vísu merkilegt. Einfaldanir Helga (eða blaðamannsins) eru slíkar að varla verður betur að gert þó að slík málsmeðferð sé reyndar algeng þegar áfengismál íslendinga ber á góma. Bjór og réttlæti Helgi heldur því fram að það sé „almenn skoðun að bjórbannið sé ekki rökrétt vegna þess að við leyfum sterkara áfengi“. Aðferðafræðileg nægjusemi „þjóðfélagsfræðingsins" er mikil. A hverju byggir hann þessa fullyrð- ingu? Mér vitanlega heffur engin könnun verið gerð hér á landi þar sem þetta kemur fram. Hugsanlega leggur þjóðfélagsfræðingurinn „skrifelsi" fólks í blöðum og timarit- um til grundvallar þessari fullyrð- ingu. Sá mælikvarði er þó hæpinn og gefur ekki tilefni til alhæfínga. En lítum aðeins á þessi rök sem fylgjendur bjórs, utan þings og inn- an, réttlæta gjaman afstöðu sína með: Að rökleysa sé að leyfa ekki bjór en selja sterkara áfengi. í raun kemur þetta atriði málinu ekkert við hvort sem litið er á það sem réttlætismál eða heilbrigðismál. Nú er áfengi selt hér í formi léttvína og brenndra vína og fyrir liggur að neysla þess veldur verulegu tjóni. Mestu skiptir að draga úr því tjóni. Helsta leiðin til þess virðist vera að draga úr neyslunni eða a.m.k. láta hana ekki aukast. Enginn hef- ur getað sýnt fram á að áfengis- neysla hérlendis muni minnka við það að hér sé seldur bjór. Þvert á móti bendir reynsla annarra þjóða til að hún muni aukast og um leið tjónið af hennar völdum. Það er verið að leitast við að draga úr vandamálum vegna áfengisneyslu en ekki auka þau. Ef menn vildu skipta á bjór og t.d. brenndum vínum væm komin skynsamlegri rök en nú er beitt af hálfu bjórvina þar sem ný gerð áfengis hefur ætíð orðið til þess að auka áfengisneyslu Stjórnmálamenn margra þjóða eru á milli tveggja elda. Allar nefndir og sérfræðing- ar, sem vinna að fíkni- efnavarnarmálum, leggja til að dregið verði eftir föngum úr neyslu áfengis. Enginn slíkur aðili hefur gert þvi skóna að leyf i til bjórsölu leiddi til slíks.“ (s.s. milliölið í Svíþjóð 1965—1977 og lögleyfíng bjórsölu í Finnlandi 1969 og sterkt áfengi á íslandi 1935). Gamli tíminn Helgi kemst að þeirri niðurstöðu að það séu „fulltrúar gamla tímans sem komi í veg fyrir að bjórbanninu sé aflétt“. Hinir eru þá væntanlega fulltrúar nýja tímans eða framtíðarinnar. Það er vitanlega smekksatriði að flokka fyrirbæri f gömul og ný en þegar hugmyndir og mannleg breytni er annars vegar er þó stað- ið á sérlega hálum ís. Því er jafnvel stundum haldið fram að í þeim efn- um sé ekkert nýtt, aðeins tilbrigði við foma speki. Undanfarin ár hefur gætt mikill- ar undanlátssemi gagnvart áfengis- framleiðendum og áfengissölum hér á landi eins og víða annars staðar. Ýmsar tilslakanir hafa verið gerð- ar, s.s. §ölgun útsölustaða ÁTVR, Qölgun annarra dreifíngarstaða áfengis og heimild til einkafram- leiðslu áfengis. Samhliða þessu hefur heildameysla áfengis farið stöðugt vaxandi. Um það telur nefndur Helgi þó „rétt að efast". Til þess hefur hann vitanlega fullan rétt en ég bendi honum þó á að kynna sér sölutölur frá ÁTVR. Fyr- ir hefur komið að áfengisneysla hefur minnkað á milli ára, nú síðast milli áranna 1984 og 1985. En sé litið á lengra tímabil hefur stöðug aukning átt sér stað frá 1920 en hefur hægt á sér síðustu 10 árin eða þar um bil. Rétt er að ýmislegt fleira hefur áhrif á heildameyslu áfengis en aðgengi eins og getið er um í viðtalinu, þar á meðal kaup- máttur ráðstöfunartekna. Saman hefur farið aukin heildar- neysla áfengis, ijölgun fullorðinna neytenda, aukin og almennari áfengisneysla meðal bama og ungi- inga og aukin neysla annarra vfmuefna. En neysia þeirra efna er nátengd áfengisneyslunni og bar- átta gegn þeim er hjóm eitt ef áfengi er undanskilið. Framtíðin og vilji almennings Mörgum ofbýður þessi öfugþróun og hyggja þeir því eðliiega að fram- tíðarmarkmiðum í vímuefnamálum. Framsýnu fólki, sem leyfír sér í samkeppnis- og auðhyggjusamfé- lagi aið vinna að velferðar- og manngildismálum í stað þess að skara eld að eigin köku, þykir tíma- bært að spyma við fótum, að hyggja að framtíðinni. Sumt af þessu fólki situr á Alþingi. Framtíðarspá hlýtur að miðast við þróun og reynslu í fortíðinni. Eða aðhyllist sumt fólk enn véfréttar- og krystalskúlufyrir- komulagið? Stjómmálamenn margra þjóða eru á milli tveggja elda. Allar nefnd- ir og sérfræðingar, sem vinna að fíkniefnavamarmálum, leggja til að dregið verði eftir föngum úr neyslu áfengis. Enginn slíkur aðili hefur gert því skóna að leyfi til bjórsölu leiddi til slíks. Á hinn bóginn virð- ast margir ofurseldir því sem „virðist vera vi(ji almennings“ en gegn honum fínnst Helga að stjóm- máiamenn eigi aldrei að breyta. Þingmenn hafa því komist í nokk- um vanda vegna bjórsins og kjósa sumir að fara undan í flæmingi. Að hafa vit fyrir fólki Helgi er sannfærður um að þing- menn taki sönsum og fari að lokum að vilja almennings. Samkvæmt þvi sitja þar einungis auðmjúkir þjónar okkar, ætíð tilbúnir að festa í lög þrár okkar og óskir, aldeilis frábitn- ir því að hafa vit fyrir fólki. En Tilraunir til að draga úr vandamáium vegna neyslu áfengis hljóta m.a. að felast í þvi að draga úr drykkju. hver er nú reyndin? Var það sam- kvæmt vilja almennings í landinu að þingmenn stóðu að lækkun ráð- stöfunartekna í landinu? Var afnám verkfallsréttar á óskalista verka- lýðsins í landinu? Vilja allir fiski- menn og bændur búa við þau „boð og bönn“ sem „kvótaskiptingin" er? Og fleira mætti upp telja. Þingmenn em vissulega kjömir til að hafa „vit fyrir okkur“. Hvort það „vit“ fellur okkur í geð eða er okkur happadiýgst er reynslunnar að skera úr um. Þingmaður, sem aldrei hættir á það en kýs að sveifl- ast í blindri hlýðni eftir því „sem virðist vera viíji almennings", er einskis virði. Ef þingmenn em einungis til þjónkunar hagsmunum sundur- leitra kjósenda er eðlilegt að spyija hvort einkahagnaðarvon þeirra sem ætla sér að auðgast á bjórfram- leiðslu og sölu eigi sér umboðsmenn á þingi? Þann möguleika ræðir Helgi ekki í viðtalinu. Verkamenn og brennivín Að draga fram röksemdir í þá vem að aðgengi að veiku áfengi sér sérlega hættulegt fyrir verkamenn er harla broslegt. Sjálfstæðisbar- átta og áfengisdrykkja þykir fara illa saman og því varð bindindi hluti af verkalýðsbaráttu fyrri tíma og þjóðemisbiýningu ungmennafélag- anna. Þeim sem sætta sig við að vera leiksoppar alþjóða markaðs- afla kunna að þykja þær hugmyndir tormeitar og jafnvel hugtakið „sjálfstæði" gamaldags. Áróður og áfengisneysla Trú Helga á það að stöðugur áróður gegn áfengi hafí í för með sér að íslendingar drekki þjóða minnst í Evrópu og Ameríku er í stíl við önnur sjónarhom hans í við- taiinu. Ég efast um að hann geti lagt fram einhvem samanburð á áróðri gegn áfengisneyslu á milli ianda eða sýnt fram á hvert sé hlut- fallið í milli áróðurs gegn og fyrir neyslu áfengis. Aróður fyrir neyslu er hér mikill, ekki síst í þá vem að gera þá sem vinna gegn neyslu áfengis tortryggilega. Nærtækasta skýringin á lítilli áfengisneyslu hér á landi samanborið við önnur lönd er að hér er ekki seldur áfengur bjór. Ef bjómeysla er ekki tekin með í heildameyslu áfengis em margar þjóðir með minni neyslu en íslendingar (sjá grein mína í Mbl. 29. apríl 1986). Fleira mætti benda á f umræddu viðtali en hér skal látið staðar num- ið. Fuliyrðingar Helga í viðtalinu geta vafalaust gengið sem gaman- mál í „partýum" þegar ekki skiptir lengur hvað sagt er. En fræðilegar em þær ekki og vísindalegar enn síður. Höfundur er fuUtrúi hjá Áfengis- vamaráði. Torfi Ólafsson: Af gömlum blöðum Fjórar vasabrotsbækur frá FOUNT C.S. LEWIS: Present Concerns — Ethical Essays Walter Hooper vinnur baki brotnu að því að safna saman grein- um og ritgerðum eftir C.S. Lewis úr hinum og þessum tímaritum og blöðum og gefa þær út. Nokkur slík ritgerðarsöfn hafa þegar birst í vasabrotsformi á vegum FOUNT- útgáfunnar og nú nýskeð birtist enn eitt þessara ritgerðarsafna með 19 ritgerðum eftir hinn ágæta höfund. Eins og undirtitiliinn segir til um, fjalla þessar ritgerðir aðallega um siðræn viðhorf í daglegu lífí manna, svo sem nauðsyn riddaramennsku, jafnrétti, þrennskonar fólk, lýðræð- islegt uppeldi og menntun, kynferð- ismál í bókmenntum og þar fram eftir götunum. Engin von er til þess að allir verði Lewis sammála í öilu en þessar snjöllu ritgerðir vekja lesandann óhjákvæmilega til umhugsunar og afstöðu, ýmist með eða móti viðhorfum höfundar. TREVOR HUDDLESTONE: I Believe — Reflections on the Apostle’s Creed. Þessi bók fjallar eins og nafnið bendir til, um postul- legu trúaijátninguna. Þetta eru 25 stuttar hugleiðingar, hver um sitt atriði trúaijátningarinnar, sem höf- undurinn flutti í dagskrá BBC til útlanda og tók hver hugleiðing að- eins fímm mínútur. Huddlestone boðar undansláttarlausan kristin- dóm og efast t.d. ekki um meyjar- fæðinguna. Hann þjónaði lengi í Suður-Afríku og skrifaði eftir það bókina Naught For Your Comfort og fordæmdi í henni kynþáttaað- skilnaðinn og harðneskju þá sem hinir þeldökku voru og eru beittir. Hann hefur nú látið af störfum sem erkibiskup fyrir aldurs sakir en berst áfram ótrauður fyrir afhámi kynþáttamisréttis í heiminum. ADRIAN HASTINGS: In The Hurricane — Essays on Christían Living Today. Höfundur þessarar bókar er prófessor í guðfræði við háskólann í Leeds. Hann tilheyrir ensku biskupakirkjunni og starfaði lengi í Uganda og Zimbabwe, áður en hann fluttist til Englands. Hann kemur víða við í þessari bók, ræðir um kaþólska menn og mótmælend- ur, Pál postula og einingu kristinna manna, páfadæmið, lög og reglu, endurbætur á prestembættinu, von O g nýjum og bjartsýni, svo að nokkur af við- fangsefnum hans séu nefnd. Honum fínnst eins og kristnir menn séu staddir mitt í fellibyl sem eng- inn veit hvað brýtur niður og hvað kemst út úr honum óskaddað. Göm- ul form eru ekki lengur örugg, ef til vill ganga kaþólskir og mótmæ- lendur senn að sameiginlegri kvöldmáltíð, ef til vill fá prestar brátt að kvænast og ef til vill verð- ur farið að vígja konur til prests- þjónustu og þótt við vitum ekki enn, hveiju fellibylurinn byltir, finnst honum engu að síður ástæða til bjartsýni. MOTHER TERESA - Contem- platíve at the Heart of the World (In the Heart of the World, stend- ur nú reyndar á títilblaðinu). Bróðir Angelo Devananda hefur tekið saman þessa bók. Fyrri hluti hennar miðar að því að kynna fyrir lesandanum líf og andleg viðhorf Móður Theresu en síðari hluti henn- ar eru kaflar úr ritum hennar og ræðum, t.d. úr stofnskrá þeirri sem hún samdi reglu sinni, útskýringum á henni, ræðum hennar meðal systr- anna svo og úr bréfum hennar til þeirra. Óþarft er að taka það fram að mælikvarði Móður Teresu er kærleikurinn, trúmennska manns- ins við Guð markast af því hversu vel hann rækir þetta höfuðboðorð kristninnar sem fylgjendum Meist- arans hefur svo oft og rækilega tekist að gleyma. ________Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga Bridsdeild Skagfírðinga er nú að he§a vetrarstarfíð. Spilað verð- ur áfram á þriðjudagskvöldum með óbreyttu fyrirkomulagi frá sumarbridsi. Þriðjudaginn 23. sept. verður spilað í Sóknarsalnum, Skipholti 50A (sama stað og sumarbrids Bridssambands Reykjavíkur var nú seinni part sumarsins). Er þetta vegna viðgerða á fé- lagsheimili okkar, Drangey. Væntanlega mun barometer byija 7. okt. og verður byijað að skrá í þá keppni á þriðjudaginn. Sérstaklega mun verða vandað til verðlauna í vetur f tilefni af 50 ára afmæli Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík. Bridsfélag Kópavogs Sl. fímmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og urðu úr- slit eftirfarandi: Ragnar Bjömsson — Sævin Bjamason 250 Bemódus Kristinsson — Þórður Bjömsson 246 Gunnar Sigurbjömsson — Guðm. Gunnlaugsson 243 Ingvaldur Gústafsson — Þröstur Ingimarsson 239 Sigurður Siguijónsson — Júlíus Snorrason 226 Meðalskor 210. Fimmtudaginn 25. sept. hefst Barómeterkeppni hjá félaginu. Hægt er að skrá þátttakendur í síma 41794 (Gróa). Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11 og hefst spilamennska kl. 19.45. Spila- stjóri er Hermann Lámsson. Nýir spilarar ávallt velkomnir. Bridsdeild Húnvetn- ingafélagsins Vetrarstarfíð hefst 1. október nk. í Skeifunni 17. Spilaður verð- ur tvímenningur. Skráning fer fram í síma 75377 (Ólafur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.