Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBfeR 1986 25 Drengskapur í gapastokk eftir Gunnlaug Þórðarson Það var kennt í lagadeild Hí að í þjóðfélaginu væri valdið þrískipt, þ.e. milli framkvæmdarvalds, lög- gjafar- og dómstóla. Á seinni árum hefur orðið raunveruleg breyting á þessu, þannig að fleiri öfl eru kom- in til sögunnar svo sem eins og vald Qölmiðla og þá ekki síður rann- sóknarvaldið, sem bæði getur verið opinbers eðlis og á einkasviðinu. Raunar er opinbera rannsóknar- valdið angi af framkvæmdavaldinu. Dæmi um þetta er Rannsóknarlög- regla rikisins, sem tekið hefur sér vald þannig að ástæða er til að óttast að við stefnum að því að hér verði lögregluríki, ef við erum ekki þeim mun betur á verði. í því sam- bandi er að minnast hins óvenjulega morgunverks Rannsóknarlögreglu ríkisins í mest umtalaða gjaldþrota- máli seinni tíma. Ljósmjmdanir hinna gæsluvarðhaldsúrskurðuðu í tfma og ótíma gáfu til kynna að upplýsingar um flutning á þeim barst til fjölmiðla og gat ekki verið nema úr einni átt. Þannig þykja mér óviðeigandi allar þessar myndatökur í dómssölum og fráleitt að leyfa þær í málum, sem eru á dómsrannsóknarstigi. Þá þykir mér vitavert hvemig mál á rannsóknar- stigi spyrjast út meðal almennings, en ættu að vera trúnaðarmál. Ljóst er að leyniþræðir liggja milli Rann- sóknarlögreglu ríkisins og tiltek- inna íjölmiöla. Furðuleg var sú uppákoma, er Landssamband lögreglumanna að frumkvæði Félags rannsóknarlög- reglumanna að undirlagi 17 rann- sóknarlögreglumanna lét hafa sig til að mótmæla m.a. við Lögmanna- félag íslands og gagnrýna skipun Boga Nilssonar í embætti rann- sóknarlögreglustjóra í ljósi þess ákvæðis í lögum nr. 108/1976 um RLR að sá sem skipti starf rann- sóknarlögregiustjóra „skuli hafa aflað sér þekkingar ( þeim efn- um, er vaða eftirgrennslan brota", eins og segir í lagagrein- inni. Umræddir lögreglumenn héldu að hér væri átt við „sérþekkingu" á þessu sviði. Auðvitað hefur hinn nýskipaði rannsóknarlögreglustjóri aflað sér þekkingar í þessum málum með farsælu starfí sem fulltrúi við bæjarfógetaembættið á Akureyri og sýslumaður og bæjarfógeti á Eskifírði í rúma tvo áratugi. Mér fínnst þessir rannsóknarlög- reglumenn naumast vera verki sínu vaxnir og þeir ættu a.m.k. að biðj- ast afsökunar opinberlega því ekki eru nærri allir rannsóknarlögreglu- menn undir þessa sök seldir. Embættisveiting þessi hjá Jóni Helgasyni dómsmálaráðherra er hafin yfír gagmýni eins og aðrar embættisveitingar hans. Það er vissulega kostur við okkar lýðræðis- skipulag að pólitískur ráðherra skuli veita embætti á eigin ábyrgð og ekki öðruvísi. Hörmulegt væri til þess að hugsa, ef t.d. heimaríkir starfsmenn ættu að hafa eitthvað um slíkt að segja. Það hefur sýnt sig í skólakerfinu að stundum vegur þyngst á metum hjá umsagnaraðil- um að vilja fá milt yfírvald. Því eru RLR og fjölmiðlar nefnd- ir hér í sömu andrá að svo hefur virst að um tilhneigingu sé að ræða til samstarfs hjá þessum aðilum í því að stilla mönnum upp sem sak- felldum löngu áður en dómur er genginn í málum, og er slíkt brot Dr. Gunnlaugur Þórðarson „í fáum orðum sagft dreg ég fullkomlega í efa að forsvarsmenn Sambandsins hafi gerst brotlegir við refsilög. Því er hins vegar ekki að neita að framkoma þeirra eins og hún birt- ist i fjölmiðlum hefur átt sinn þátt í þvi að þeir verða tortryggi- legir.“ á öllu velsæmi í þessu efni. Þá eru mál sett svo ruglingslega fram, að illt er fyrir almenning að átta sig á því hvað er um að vera og er þá varðhald þungt á metum til þess að mál verði enn tortryggilegri — og mönnum haldið inni án þess að vera yfirheyrðir vikum saman til þess helst að bijóta þá niður. Nýjasta dæmið um svona rugl- ingslega framsetningu er hið svokallaða kaffibaunamál Sam- bandsins. Máli því er nú svo komið að almenningur er orðinn sannfærð- ur um að æðstu forustumenn sambandsins séu örgustu glæpa- menn og er það án efa sársaukafullt fyrir þessa menn og til tjóns fyrir Sambandið, sem er óneitaniega á margan hátt þjóðþrifafyrirtæki, enda þótt deila megi um starfsað- ferðir þess. Svo rammt kveður að þessu sem í ýmsum öðrum málum að jafnvel þótt ekki hefði verið ákært og hvað þá heldur að um sýknudóm verði að ræða, þá verða þessir menn áfram glæpamenn í augum alþjóðar. I sjálfu sér er það gagnstætt siða- reglum lögmanna að skrifa um mál, sem er á dómstigi, hvað þá heldur ef þeir hafa alls ekki kynnt sér gögn málsins, enda ekki kostur á því. I þessu tilviki sem svo mörg- um öðrum skipta þær siðareglur litlu máli, heldur hitt hvað mér finnst skylt að segja um svona málsmeðferð. í fáum orðum sagt dreg ég fullkomlega í efa að for- svarsmenn Sambandsins hafí gerst brotlegir við refsilög. Því er hins vegar ekki að neita að framkoma þeirra eins og hún birtist í Qölmiðl- um hefur átt sinn þátt í því að þeir verða tortryggilegir. Skýringin má vera sú að menn, sem eru vandir að virðingu sinni og standa skyndi- lega sem sakaðir, tapi stillingu sinni og ró og grípi til þess óyndisúrræð- is að reyna að koma sök, ef um hana er að ræða, yfír á undirmenn sína. Undirmennimir virðast aftur á móti vilja forðast að blanda yfir- mönnum sínum í málið og því verður það tortryggilegra en ella. Hveijum dettur líka í hug að þessir forsvarsmenn, Erlendur Einarsson, Hjalti Pálsson og Valur Amþórsson, hafi ekki vitað um 200 milljóna til- færslur innan fyrirtækis síns og meðferð Ijárins að öðm leyti? Til hvers væm þessir menn í sínum sætum ef þeir létu slíkt afskipta- laust? Hvemig væri slíkt fyrirtæki rekið? Svarið er einfalt, þessir menn hafa einfaldlega verið að hugsa um hag fyrirtækis síns og það ætti að vera helgasta skylda hvers for- stjóra, en þeir hafa hugsanlega farið offari í starfí og er það nema mannlegt? Aftur á móti má öllum vera óskiljanlegt ef Sambandið telur sig þurfa vera með einhveijar hundakúnstir í bókhaldi sinu. Það sem án efa veldur vonbrigð- um hjá þeim, sem vilja veg þessarar félagsmálastofnunar, sem Sam- bandið er, er að þessir forstjorar skyldu ekki hafa þrek til þess að játa að þeir stjómi Sambandinu og að tilgangurinn helgi meðalið. Auð- vitað sjást menn ekki alltaf fyrir og allt orkar tvímælis, þá gert er. Svo illa hefur tekist til í þessu máli, að þessir fullorðnu menn hafa sett undirmenn sína í gapastokk og var ömurlegt að sjá mál horfa þann- ig við. Þegar ég innritaðist í lagadeild HÍ varð föður mínum að orði, að það væri oft hlutskipti lögmanna að reyna að axla byrðar annarra og í því gæti falist viss andleg umbun, en það væri hörmuleg ógæfa í lífinu að vilja ekki axla byrðar sjálfs sín, það er ein lífsskyldan. Ljóst má það verða að dreng- skapur þessara öldnu fomstumanna sambandsins situr í gapastokknum í augum almennings og þeir einir geta losað hann úr prísundinni. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur í Reykjavík. DAVÍÐ&cJÖNSSON. HETLD.V. ÞAB BESTA. NÆST ÞER GÓÐ NÆRFÖT, GÓÐ LÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.