Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 kr. sem var ágóði af hlutaveltu sem þau héldu til styrktar samtökun- um. Krakkarnir heita: Sigurlaug Björg, Kjartan G., Sverrir Órn og Sandra A. Þessar teipur sem heita Bryndís, Berglind og Jóhanna héldu í Bakkaseli hér í Breiðholtshverfi hlutaveltu til ágóða fyrir Krabba- meinsfélagið. Þær söfnuðu rúmlega 600 krónum. Lífskönnun Alans Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ekkert mál (Comfort and Joy). Sýnd í Regnboganum. Stjörnugjöf: ★ ★ '/2 Bresk. Leikstjóri og handrita- höfundur: Bill Forsyth. Framleiðendur: Davina Belling og Clive Parsons. Kvikmyndataka: Chris Menges. Tónlist: Mark Knopfler. Helstu hlutverk: Bill Paterson, Eleanor David, C.P. Grogan, Alex Norton, Patrick Malahide. Það eru jól í Glasgow og frakkaklæddi maðurinn, sem er að elta konuna í stórmarkaðinum sem er að stela, er ekki eftirlits- maður heldur eiginmaður hennar. Hann sættir sig við þetta háttar- leg hennar vegna þess að hann elskar hana mjög mikið. Um kvöldið, innan um jólagjafír og jólatré, segir hún bless svona upp úr þurru og flytur í burtu með hjálp vina sinna. Eftir situr hann í galtómri íbúðinni einn og aum- legur. „Hversu margir vildu ekki vera í þínum sporum," segir vinur hans til að hressa hann við. En maðurinn hressist ekki. Hann tel- ur að tímabært sé fyrir hann að byija nýtt líf á þessum tímamót- um, gera eitthvað af viti. Þessi maður er Alan Bird og hann er aðalpersónan í gaman- myndinni (Ekkert mál (Comfort and Joy) eftir Bill Forsyth (Local Hero) og þótt maður hlæi ekki mikið á henni er hún stöðugt þekkileg, indæl og skemmtileg eins og Alan sjálfur. Hann er með asnalegan morgunþátt á útvarps- stöð í Glasgow undir heitinu Furðufugiinn svo það er kannski ekki nema von að hann langi til að gera eitthvað nýtt og af viti eins og t.d. heimildaþætti. Út- varpsstjórinn spyr hvort honum líði ekki rétt vel í toppstykkinu. En myndin verður fyrst veru- lega skemmtileg þegar Alan tekur að sér að koma á friði í ijómaís- stríði í borginni á milli tveggja ítalskra fjölskyldna. Hann verður vitni að árás á ísbíl frá Kanínu-ís- framleiðandanum en einn árásar- mannanna (þeir eru frá keppinautinuum McCool) gefur sér tíma til að panta sér lag í þátt Alans, sem átt hafði erindi í ísbílinn. Alan tekur að sér að ger- ast sáttasemjari á milli keppinaut- anna og hefur varla tíma til að velta því fyrir sér hversu auvirði- legt lífið getur verið að snúast aðeins um ijómaís. Forsyth leikur sér á mörkum fáránleikans í þessari lífskönnun- arferð Alans um ijómaíslendur Glasgowborgar og persónurnar sem hann dregur upp eru margar hveijar kostulegar eins og McCool og útvarpsstjórinn Hilary. Bill Paterson er feikngóður í hlutverki Alans, sem leitar að sjálfum sér og finnur fyrir rest, og aðrir leik- arar falla vel inní myndina. Tónlist Mark Knopfler gerir það líka. Alan lendir i klenunu þegar hann verður vitni að árás á issölubíl. SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/Ólafur Ormsson Morgunstund í strætisvagnabiðskýli Sólríkt og einstaklega hlýtt sum- ar er nú senn að baki. Sumar sem lengi verður minnisstætt fyrir ein- muna veðurblíðu, en nú er allra veðra von. Þegar ég festi þessar línur á blað, miðvikudaginn 17. september, blása haustvindar um höfuðborgarsvæðið og laufin tekin að falla af tijánum. Þá er ekki ólíklegt að borgarbúar þurfí meira á strætisvögnunum að halda en yfír hásumartímann, þrátt fyrir vaxandi notkun einkabíla. Nýlega var dreift í hús á höfuð- borgarsvæðinu upplýsingabæklingi frá Strætisvögnum Reykjavíkur og á fremstu síðu bæklingsins er áber- andi fyrirsögn fyrir ofan glæsilegar litmyndir sem hljóðar þannig: „Allir með strætó." I bæklingnum eru ítarlegar upplýsingar fyrir Reyk- víkinga um leiðakerfi vagnanna, tímaáætlanir og annað sem kcmur að góðum notum þegar ákveðið er að ferðast með þeim. Sveinn Bjöms- son, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, ritar orðsendingu til Reykvíkinga og minnir borgarbúa á þá staðreynd að vagnarnir eru t ‘ auðvitað eign okkar borgarbúa og eftir því sem fleiri notfæra sér þjón- ustu þeirra því hagkvæmari og betri verður hún, bæði fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir borgina okkar. Það hefur ekki farið fram hjá fólki að Strætisvagnar Reykjavíkur hafa verið að endurnýja vagnana síðustu mánuðina. Nýir vagnar eru komnir á götur borgarinnar og það vil ég segja að ég kann vel við þá gulu, bæði útlit þeirra og ekki síður sæt- in í vögnunum, þau eru varla nokkuð frábrugðin sætum í sófa inní í þægilegri stofu. Þjónustan við borgarbúa er einnig að batna veru- lega. Ný strætisvagnabiðskýli hafa verið sett upp við fjölfamar um- ferðargötur og einu slíku var einmitt komið fyrir nú í sumar við Rauðarárstíginn, ekki langt frá Apóteki Austurbæjar, á homi Rauð- arárstígs og Háteigsvegar. Báru- jámsklætt og rauðmálað og þar er þægilegur bekkur og gott skjól fyr- ir veðrum og vindum. Mánudags- morgun snemma í septembermán- uði beið þar nokkur hópur manna eftir strætisvögnum. Nokkrar áætl- unarleiðir aka þama um reglulega frá morgni til kvölds. Klukkan var um níu að morgni, skýjað, úrkomu- laust og sæmilega hlýtt í veðri. Þama voru bæði karlar og konur á ýmsum aldri á leið í vinnu eða þá í margs konar erindrekstur í mið- borgina. Bekkurinn í biðskýlinu var þéttsetinn og í kringum bekkinn og biðskýlið stóð nokkur hópur manna. Úti í homi við glugga í biðskýlinu sat fullorðinn maður, eitthvað á áttræðisaldri, í ljósgrárri kuldaúlpu og svörtum terelínbuxum og reykti hveija sígarettuna af annarri. Hann var boginn í baki og heldur framlár og þegar hann kveikti í fjórðu sígar- ettunni þarna um morguninn, á meðan hann beið eftir vagni, spurði maður sem stóð þama álengdar við hlið mér og hafði fylgst með. — Hvað skildi hann vera búinn að reykja mörg karton af sígarett- um um ævina þessi maður? Hann ætlaðist víst til þess að ég gæti svarað spurningunni. Eg hafði því miður engin svör. Taldi þó líklegt að sá gamli væri búinn að reykja margar sígarettur um ævina, hann hóstaði hvað eftir annað og var að sjá heldur veikburða. — Ætli hann sé ekki búinn að reykja sem svarar upphæð sem dugar til að kaupa tveggja her- bergja íbúð, sagði þá maðurinn sem hóf umræðumar. Þær féllu síðan niður þegar að biðskýlinu gekk hávaxinn, kraftalegur maður, í svörtum leðuijakka og bláum galla- buxum og kom auga á kunningja sinn á bekknum í biðskýlinu. Sá sat næstur reykingamanninum, mið- aldra maður, dökkhærður með svart alskegg og hárprúður, í nýlegum sparifötum, skyrtu og með bindi. Það fór töluvert fyrir manninum í leðuijakkanum. Þegar hann kom auga á kunningja sinn í biðskýlinu sagði hann allt í einu: — Nei. Blessaður. Langt síðan við höfum sést. Hvar hefur þú hald- ið þig? Ekki þó úti á landi? Manstu ekki eftir mér? Jóa? Maðurinn á bekknum þekkti strax manninn og þeir tókust í hendur. Spjölluðu um góða veðrið og sitthvað annað. Eitthvað fannst manninum í leðuijakkanum, kunn- ingi sinn fámáll og eins og dapur og spurði því: — Hvað? Er það haustið sem veldur þessum sorgarsvip? — Sorgarsvip? Hvað áttu við? spurði maðurinn á bekknum. — Þú ert eins og bær í eyði, sagði maðurinn í leðuijakkanum. — Hvað áttu við, maður? spurði maðurinn á bekknum, hálfmiður sín þar sem nokkrir viðstaddir hlógu hressilega. — Já, bær í eyði. Kominn með alskegg og hár niður á bak. Hvað ertu annars að gera þessa dagana? spurði maðurinn í leðuijakkanum. — Ég er enn í sumarleyfí. Hef verið frá vinnu í rúma viku. Hef þó alls ekki efni á því. Ég er að byggja einbýlishús í Breiðholtinu. Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.