Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 13

Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 13 Þroskahjálp frá ýmsum hliðum Rætt við Ásgeir Sigurgestsson framkvæmdastjóra Landssamtökin Þroskahjálp hafa starfað í tíu ár þann 16. október nk. A þessum tíma hafa eðlilega orðið miklar breytingar bæði á viðhorfum og aðstöðu í þessum málum. Formaður samtakanna er í dag Eggert Jóhannesson en fram- kvæmdastjóri er Ásgeir Sigur- gestsson. f samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Asgeir að Landssamtökin Þroskahjálp væru samsett úr 26 aðildarfélögum sem fyrst og fremst eru foreldra- og styrktar- félög vangefínna og annarra þeirra sem búa við fötlun. Auk þess eru í samtökunum nokkur fagfélög fólks sem vinnur að þessum málum, svo sem Félag íslenskra sérkennara og Félag þroskaþjálfa. Tilgangur samtakanna er að sameina í eina heild þau félög sem vinna að málefnum fatlaðra, einkum fatlaðra bama og van- gefínna, með það að markmiði að tryggja þeim fulla jafnréttis- stöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Samtökin eru fijáls félagasamtök óháð stjómmálaflokkum og ríkis- valdinu. Að sögn Ásgeirs vom samtök- in stofnuð í þeim megintilgangi að koma á bættri löggjöf, en 1976 vom í gildi lög um fávita- stofnanir sem vom afskaplega takmörkuð. Vom þau að mestu leyti um starfsemi stofnana sem þá hétu fávitastofnanir, en það vantaði lög um aðstoð og þjón- ustu við andlega og líkamlega fatlað fólk sem dvaldi í heimahús- um. Þessi barátta um nýja lagasetningu var hafín ekki síst til að tryggja hagsmuni bama og ungmenna. Sú barátta bar þann ávöxt að 1979 vom sett á Alþingi lög um aðstoð við þroskahefta. Ásgeir gat þess að hugmynda- fræðin að baki þessarar lagasetn- ingar hafí verið að fá sem flesta fatlaða út í samfélagið. Þessi hugmyndafræði hefur að leiðar- ljósi að allir eigi sama rétt til lífsins og þess að njóta sem best samfélags við annað fólk, að hin- um fötluðu sé gefíð tækifæri til að umgangast sem mest, bæði við nám og störf, þá sem ófatlað- ir em. Þessum lögum var líka, að sögn Ásgeirs ætlað að tryggja fjármagn fyrir þessa þjónustu sem var raunar lítil allt fram undir 1980. Sem dæmi um mikla framför á þessu sviði má nefna að frá 1980 hefur verið komið á fót nærri tuttugu sambýlum þar sem fatlað fólk býr nú saman í smáum hópum í venjulegum íbúðum, hér og þar um landið. Margt af því stundar vinnu á vemduðum vinnustöðum og nokkrir vinna út á hinum al- mennu vinnustöðum. Árið 1983 voru þessi umræddu lög felld niður og önnur voru sett sem tóku til allra fatlaðra. Þau lög byggja á sömu hug- myndafræði og lögin frá 1979. Ásgeir sagði þessi lög hafa ótví- rætt komið að miklu gagni en þess bæri að geta að þau hefðu ekki skilað til fatlaðra því fjár- magni sem skýrt sé kveðið á um að þau eigi að gera. Það hefur valdið fötluðum og öllum þeim sem vinna að máleftium þeirra miklum vonbrigðum. Ásgeir kvað starfsemi Þroska- hjálpar í stuttu máli á þann veg háttað að reynt sé að að fylgjast með hagsmunamálum fatlaðra og þoka þeim áfram eins og kost- ur sé. „Við höfum samvinnu við stjómvöid í þessu starfi," sagði Ásgeir „T.d. þegar verið er að setja reglugerðir í þessum mála- flokki, við reynum að fylgjast með því sem er að gerast á þessu sviði erlendis og flytja inn góðar hugmyndir. Við erum í þessu sambandi aðilar í NFPU, sem eru norræn foreldrasamtök vangef- inna og gefum út tímaritið Gistiheimili Þroskaþjálpar að Melgerði 7 I Kópavogi. Mynd af nokkrum smáritom sem ÞroskaJþjálp gefur út. Þroskahjálp, sem kemur út fjór- um sinnum á ári. Við reynum einnig að miðla upplýsingum til aðstandenda fatlaðra með smá- ritum, t.d. gáfum við út nýlega bæklinginn „í hnotskum" sem fjallar um réttindi og þjónustu við fatlaða. Slík upplýsingarit eru fáanleg á skrifstofu Þroskahjálp- ar í Nóatúni 17. Ásgeir gat þess einnig að Sam- tökin Þroskahjálp rækju gisti- heimili í Melgerði 7 í Kópavogi þar sem fólk utan af landi gæti fengið inni t.d. meðan það væri hér á höfuðborgarsvæðinu með böm sín til rannsóknar eða með- ferðar. Ásgeir sagði einnig að sl. tvö ár hefðu 50 til 60 manns unnið að því að semja stefnuskrá fyrir samtökin. Hefði það verið mikið verk sem lauk með því að stefnuskráin kom út í vor. Nú lægi því í fyrsta skipti fyrir heild- arstefnuskrá í málefnum fatlaðra og yrði það vafalaust ómetanleg aðstoð við starfíð. Að lokum sagði Ásgein „Pen- inga fáum við fyrst og fremst með þvi að gefa út listaverka- almanak, í góðri samvinnu við félagið „íslensk grafik". Auk þess fáum við aðildargjöld og ofurlítinn styrk frá ríkinu." GSG 691140 691141 Með emu simtali er hægt að breyta mnheimtuaðferdinni. Eftir þad verda askriftargjoldin skuldfærd a viðkom- andi greidslukortareikning manadar- lega. VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI. QkutHcm frá LANCIA ----/------------/--------------/—/ TISKUBILLINNIAR! Það er bjart framundan hjá kaupendum smábíla, því nú er kominn á markaðinn stórskemmtilegur lítill bíll, sem á ekkert sameiginlegt með öðrum smábílum nema stærðina. SKUTLAN er framleidd af hinum þekktu LANCIA verksmiðjum, sem hingað til hafa einbeitt sér að framleiðslu stórra og vandaðra luxusbíla og sportbíla. Hún er 5 manna „lítil að utan — en stór að innan“ og býður upp á áður óþekkt þægindi og íburð í bílum af þessari stærð. SKUTLAN er flutt inn af Bílaborg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. SKUTLAN kostar frá aðeins 288.000 krónum. gengisskr. 2.9.86 BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23sími 6812 99 .itoriafiíiLuTJ .j\ TSfli Alm. auglst./SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.