Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Þór Sigfússon endurkjör- inn formaður Heimdallar -Erindi um Báknið burt, aukinn hlutur kvennar í stjórn ADALFUNDUR Heimdallar, f< Reykjavik, var haldinn í Valhöll um var m.a. kosin ný stjórn og Þór Sigfússon var á fundinum endurkjörinn formaður. I ræðu sem hann hélt á fundinum sagði hann stór verkefni vera framund- an í starfi felagsins á næstu mánuðum. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í október, alþingiskosn- ingar og sextíu ára afmæli félagsins á næsta ári. í hinni nýju stjórn eiga sæti Qórar stúlkur og er það hæsta hlutfall kvenna í stjórn í tæplega sextíu ára sögu félagsins. Það eru þær Eva Georgsdóttir, Laufey Jóhannessen, Jensína H. Finn- bjamardóttir og Halldóra Vífils- ilags ungra sjálfstæðismanna í síðastliðinn laugardag. A fundin- samþykkt stjóramálaályktun. dóttir sem sæti eiga í nýju stjóminni. Auk stúlknanna eiga sæti í stjóminni þeir Sveinn Andri Sveinsson, Andres Magnússon, Steingrímur Sigurgeirsson, Olaf- ur Þ. Stephensen, Stefán Jón Friðriksson, Ingimar F. Jóhann- son og Benedikt Bogason. Á fundinum hélt Friðrik Soph- usson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, erindi um tillögur ungra sjálfstæðismanna um „Báknið burt“ sem em tíu ára um þetta leyti. Þór Sigfússon. 70% aukning á félögum á framhaldsskólaaldri í fyrra - segir Halldóra Vífilsdóttir, for- maður skólanefndar Heimdallar HALLDÓRA VÍFILSDÓTTIR , átján ára nemi i Menntaskólanum við Sund, var nýverið kosin formaður skólanefndar Heimdallar. Morgunblaðið átti stutt spjall við Halldóru um hvað væri framund- an hjá skólanefndinni í vetur. „Skólanefndin mun í vetur sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Námskeiðahaldi, ferðum, fundum og útgáfu“, sagði Halldóra. „Afram verður að sjálfsögðu hald- ið útgáfu blaðsins Nýs skóla, sem nú er á sínu sjöunda útgáfuári og verður dreift í alla framhalds- skóla á landinu. Einnig er ætlunin að gefa í vetur út kynningarit um félagið starf þess og stefnumið. Við verðum með námskeið fyrir nýja félaga þar sem reifuð verða grundvallaratriði stjómmála og vonandi einnig nokkur fyrir þá sem aðeins lengra eru komnir í þessum efnum. Eins og gefur að skilja byggir starf sem þetta mikið á samheldni og því mikilvægt að félagslífíð sé í góðu lagi. Skólanefndin heldur reglulega s. k. kölluð „Opin hús“ og einnig verður farið í skíðaferð og ekki sýnd nein miskun í þeim efnum, af minni hálfu. Að sjálfsögðu verður svo aftur kosinn þingmaður ársins í vetur. Eyjólfur Konráð Jónsson hlaut þann titil á síðasta ári og verður spennandi að sjá hvemig þetta fer nú. Stigagjöfin er í fullum gangi. Annars verður spennandi að takast á við þetta verkefni. Sjálf- stæðisstefnan á tvímælalaust miklu fylgi að fagna meðal ungs Halldóra Vífilsdóttir. fólks og sést það kannski best á því að 70% aukning varð á félags- mönnum á framhaldsskólaaldri í félaginu á síðasta vetri. Stjórnmálaályktun Heimdallar: Draga verður úr ríkisum- svifum og lækka skatta Stjórnmálaályktun Heimdall- ar, samþykkt á aðalfundi félagsins 20. september, síðast- liðinn er á þessa leið: Aðalfundur Heimdallar fagnar þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna á þessu ári. Lágt verðbólgustig er ein af helstu forsendunum fyrir styrku atvinnulífí sem getur boðið ungu fólki tækifæri til þess að komast áfram. A næsta ári verður að staðfesta þennann árangur og ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágrannalöndum okkar. I góðærinu opnast ennfremur möguleikar fyrir því að bæta hag þeirra sem lægst hafa launin. A undanfömum árum hafa skuldir þjóðarinnar erlendis stór- aukist og nema nú 1100 þúsund krónum á hverja ijögurra manna íjölskyldu í landinu. Vaxtagreiðsl- umar af þessum lánum em tollur á lífskjörin og gera unga fólkinu erfiðara fyrir að halda Islandi í hópi velferðarríkja í framtíðinni. Höfuðkapp verður að leggja á að stöðva skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis. Skattgreiðslur til íslenska ríkis- ins samsvara nú því að hver kona, karl og bam í landinu láti af hendi um 12.000 krónur á mánuði. Fyr- ir fjögurra manna Qölskyldu þýðir þessi upphæð um 48.000 kíonur á mánuði eða 275-300 krónur á hvem dagvinnutíma þegar ein fyrirvinna er fyrir slíkri meðalfjöl- skyldu. Skattheimtan á almenning hef- ur aukist á undanfömum ámm. Nokkur viðspyma hefur þó verið hjá núverandi ríkisstjóm og ekki síst í kjölfar febrúarsamningana. En þrátt fyrir skattalækkanir í febrúar em horfur á því að skatt- tekjur ríkissjóðs verði hærri að raungildi í ár en í fyrra. Aðalfundur Heimdallar ítrekar það stefnumál Sjálfstæðisflokks- ins að draga úr umsvifum ríkisins og lækka skatta. Hvetur fundur- inn ráðherra og þingmenn flokks- ins til þess að hvika ekki frá sjálfstæðisstefnunni að þessu leyti og minnir á tillögur Sambands ungra sjálfstæðismanna um ráð- deild í ríkisrekstri. Varanlegum skattalækkunum verður ekki náð nema að útgjöld ríkisins lækki á móti. Eitt af mikilvægustu verk- efnum þingmanna á næstu mánuðum er að minnka umsvif ríkisins til að tryggja að skatta- lækkanimar frá því í febrúar verði ekki teknar til baka. Ennfremur verður að búa í haginn fyrir frek- ari skattalækkanir. Þar ber án efa hæst afnám tekjuskatts af al- mennum launatekjum. Heimdallur fagnar því að nýjar útvarpsstöðvar hafa nú verið sett- ar á laggimar. Ungir sjálfstæðis- menn hófu fyrstir umræðuna um frjálsan útvarpsrekstur fyrir tæp- um tveimur áratugum. Nú loksins hafa fijálslyndisöflin fengið sínu framgengt í þessum efnum og fáir munu í dag andmæla svo sjálfsögðum hlut sem fijálsum útvarpsrekstur er. Ungir brunaverðir við nám ELDVARNARVIKA stendur nú yfir og hefur slökkviliðið í Reykjavík nóg að gera við að kenna skólaböraum rétt tök á slökkvitækjum og allt það sem að gagni kemur þegar koma á í veg fyrir eld. Skólabömin, sem hér um ræðir em níu ára nemendur í gmnnskól- um Reykjavíkur. Þau koma við í slökkvistöðinni í Öskjuhlíð og þar em þau frædd um eldvamir á heim- ilum og kennt að nota slökkvitæki. Þegar Ámi Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, leit þar við í gær leyndi sér ekki að bömin tóku vel eftir og þegar þau kvöddu vom þau staðráðin i að athuga hvort reyk- skynjari væri heima hjá þeim og hvort rafmagnssnúmr væm í lagi svo fátt eitt sé nefnt. Islandskynning í Grimsby: Lýkur með 300 manna veislu ÍSLANDSKYNNING stendur nú yfir í Grimsby í Bretlandi. Þrettán íslensk fyrirtæki taka þátt í þessarri kynningu sem hófst á sunnudag- inn, en henni lýkur í kvöld með því að haldin verður veisla fyrir 300 manns í Grimsby. íslandskynningin hófst á sunnu- daginn með því að fulltrúar þeirra fyrirtækja sem þátt taka í henni sóttu messu og síðan var boð hjá íslenska konsúlnum í Grimsby, Jóni Olgeirssyni. í gær vom íslensku fulltrúamir í hádegisverðarboði hjá borgarstjóraembættinu í Grimsby, þar sem David Casswell tók á móti þeim í Qarvem borgarstjórans. Þar vom meðal annarra viðstaddir Matthías Bjamason, viðskiptaráð- herra, og Einar Benediktsson, sendiherra í Bretlandi. Úr hádegisverðarboðinu var síðan haldið til Hull þar sem borgar- stjorinn, Alfred Bowd tók á móti hópnum. Því næst var haldinn fund- ur með Þráni Þorvaldssyni, hjá Útflutningsráði, þar sem stasrfsemi ráðsins var kynnt. Á dagskránni í dag var áætluð ferð á fiskmarkað klukkan 7 um morguninn og að þaðan yrði haldið til að skoða verksmiðju Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Grims- by, Icelandic Freesingplant ldt. í kvöld verður svo haldin veisla fyrir um 300 manns, þar sem íslenskur matur verður á boðstólnum. Kynnir á skemmtuninni verður Magnús Magússon. Hraðfrystihús Keflavíkur: Bæjarráð vill leggja fram 15 til 20 millj. með skilyrðum Tillaga bæjarráðs mikil vonbrigði, segir framkvæmdastjórinn BÆJARRÁÐ Keflavíkur hefur fjallað um málefni Hraðfrystihúss Keflavíkur og samþykkti bæjarstjórn tillögu um að bæjarsjóður legði fram hlutafé að fjárhæð 15 til 20 mUljónir til fyrirtækisins að því tilskyldu að „tryggt verði að tilkomi nýtt hlutafé í fyrirtækið sem nemi 130 milljónum króna,“ eins og segir í bókun bæjarráðs. „Þetta er okkar svar til forsvars- manna fyrirtækisins við bréfi frá þeim í sumar en í því er farið fram á að við leggjum fram nýtt hlut- afé,“ sagði Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri. „En í tillögum bæjar- ráðs er það skilyrt að þeir leggi 110 til 115 milljónir á rnóti." Vilhjálmur sagði að í tillögum frá Byggðastofn- un og Landsbanka Islands, en til þeirra var leitað eftir upplýsingum, sé gert ráð fyirr að 116 til 130 milljónir þurfi til að endurskipu- leggja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. í bréfi til bæjarráðs kemur fram að núverandi eigendur teldu ekki framkvæmanlegt að auka hlutafé samkvæmt tillögum Byggðastofn- unar og Landsbankans og sagði Vilhjálmur að ljóst væri að bæjar- sjóður gæti alls ekki lagt fram meira én 15 til 20 milljónir. Því væri í tillögum bæjarráðs gert ráð fyrir að leita eftir nýjum hluthöfum. „Þessi tillaga bæjarráðs eru mér mikil vonbrigði. Þetta gengur ekki,“ sagði Helgi Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur. Hann sagði að þegar upphaflega var farið fram á að Keflavíkurbær legði fram hlutafé, var talið að 100 til 110 milljónir nægðu til að rétta við fjárhag fyrir- tækisins. „Nú samþykkja þeir að leggja fram 15 til 20 milljónir af 130 milljónum með því skilyrði að eigendur leggi fram 110 til 115 milljónir, en það var leitað til þeirra vegna þess að eigendurnir treystu sér ekki til að leggja fram þessar 110 til 110 mil'.ljónir sem á vant- aði,“ sagði Helgi. „Það sem þama er boðið er hrein viðbót við það sem búið var að tala um. Þetta eru þeirra tölur, við teljum okkur geta sloppið með 100 til 110 milljónir." I tillögu bæjarráðs er einnig ákvæði um að bæjarstjóm beiti sér fyrir stofnun hlutafélags um kaup á togurum Hraðfrystihússins, þar sem bæjarsjóður legði fram 10 til 15% af hlutafé, Samband ísl. sam- vinnufélaga og dótturfyrirtæki allt að 45% hlutafjár og önnur fisk- vinnslufyrirtæki í Keflavík og nágrenni 40 til 45%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.