Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Veiðiþáttur Þórarinn Sveinsson læknir með þann stærsta úr Laxá i Aðaldal í suraar, 27 punda grútleginn hæng. Hausinn á þessu ferlíki var tæp 7 pund og mun Þórarinn ætla að Láta stoppa hann upp. Laxinn veiddi hann á Foxfly nr. 8 á Óseyri. Á myndinni er aðstoðarmaður sem heitir Kristín Pétursdóttir og er hún 6 ára. Jón Foraason I Haga lýsir þeim stóra . — var eins og að horfa á litla og stóra, svo miklu stærri var fylgi- laxinn sem 19-pundarinn.“ Eru ekki klakveiðarnar á haustin stundum ævintýralegar? „Jú, stundum, stóru hængamir eru þá oft orðnir svo skapillir að við komumst í kast við þá, jafnvel fiska sem við erum búnir að þrá- kasta á um sumarið. Nú í haust gerðist margt skemmtilegt, Þórar- inn fékk sinn stóra og bæði hann og Orri misstu mikla bolta, bróðir minn fékk einn 22 punda og þann- ig gæti ég sjálfsagt haldið áfram. Þá riflast upp atvik sem gerðist í klakveiði fyrir svona 10 árum, þá var einn að veiða á Óseyrinni, ein- mitt þar sem þeir stærstu voru nú, og hann setti þar í 32 punda hæng. Það var nú talsverður kuldi þegar þetta var og veiðimaðurinn loppinn á höndum. Við honum blasti að fara upp í kjaftinn á stórlaxinum, losa úr honum spóninn og tjóðra hann síðan. Þegar fiskurinn var kominn upp að bakkanum, leist veiðimanni ekki meira en svo á tanngarðinn í skepnunni, að hann afréð að fara ekki með finguma upp í ginið nema að hafa gert ráð- stafanir. Frumleikinn sveik hann ekki, hann átti í fórum sínum vodkapela sem hann smeygði upp á laxinn og skorðaði þannig ginið. Þannig gat hann losað spóninn úr laxinum og sloppið óhraflaður frá öllu saman." Heldur þú að næsta sumar verði jafn gott eða betra en nú? „Ég á von á því að veiðin í heild verði að minnsta kosti jafn góð, sennilega svipuð. Um stórlaxa- göngur er ailtaf erfiðara _að spá um og raunar ógemingur. I sumar var mikið um þessa bolta, en það þýðir ekki að næsta sumar verði slíkt hið sama uppi á teningnum. Um slíkt verður ekki spáð, maður bara vonar það besta," sagði Jón í Haga að lokum. Öðra hvora velta veiðimenn því fyrir sér af hveiju laxinn er svona æstur í að ráðast á maðk og jafn- vel gleypa hann þó svo að maga- og magasýrar hafi hann ekki til að taka við bitanum. Kenningamar era margar og oft er rifist. Sumir halda því jafnvel fram að laxinn éti í án- um, það séu bara bjánar sem haldi öðra fram, því hvemig ætti svo stór og kröftug skepna sem laxinn að geta lifað mánuðum saman án þess að éta? Spumingin er auðvitað rétt- lætanleg en þeir sem halda þessu fram velta á móti ekki fyrir sér hvemig á því standi að laxinn éti ekki allt kvikt í ánni. Þessi mikla skepna sem plægir af ægikrafti inn í sfldar- og loðnutorfur, kýlir sig út af góðgætinu í hafinu, hún yrði að nærast á laxaseiðum á öllum uppvaxtarstigum, öllum þeim sil- ungi sem til næðist og líklega hrykki það ekki til. Hvað um það. Það sem hér verður sagt er ekki selt dýrara en það er keypt. Það er haft eftir ónefndum veiðimanni sem mikið hafði fengist við raf- veiðar í ræktunarskyni, að á vissum árbotni kæmi mikið af ánamaðki upp er rafmagnsstuðið væri sett á. Skyldi aldrei vera að maðkurinn kæmi laxinum kunnuglega fyrir sjónir og e.t.v. er einhvers staðar í þessum leyndardómi að finna skýr- inguna á því að laxinn tekur maðk þótt ekki geri hann það til þess að seðja hungur sitt . . . Hvað hækka Ásarnir? Nú er sannarlega von að spurt sé hve mikið verð á veiðileyfum hækki næsta sumar eftir aflahrot- una í sumar, sérstaklega þegar það trúir því ekki nokkur maður eða því sem næst að þriðja þurrkasuma- rið ríði yfír land og þjóð og þar af leiðandi verði til muna betri skilyrði til að moka upp öilum laxinum sem mun ganga í ámar næsta sumar. Besta árin, Laxá í Ásum, var dýr- ust í krónutölu, dýrastu dagamir kostuðu 35.000 krónur á stöng og óstaðfestar fregnir hermdu að stöku dagur hafi selst fyrirvaralítið í sum- ar á 40.000 kall. Nú era tungumar famar að tifa og einn viðmælandi þessa þáttar taldi sig hafa fyrir því vissu að verðið myndi hækka um 11%. Annar taldi sig hafa það eftir góðum heimildum að dýrastu dag- mir myndu fara á 50.000 krónur. Svo er enn þrálátur orðrómurinn um að setja eigi kvótann á næsta sumar. Hvað verður um veiðimanninn? Hvemig ætli Marteini Geirssyni, fyrram knattspymukappa, hafi orð- ið við í sumar þegar hann veiddi sinn Maríulax á silungasvæðinu í Vatnsdalsá? Hann vildi auðvitað bíta veiðiuggann af laxinum og renna honum niður til þess að tryggja sér veiðimannssess í fram- tíðinni, en slíkt hefur löngum þótt happadijúgt athæfi. En Marteini brá í brún og það er ekki laust við að hann hafi verið svikinn: Laxinn var merktur og til þess að auð- kenna það hafði hann verið veiði- uggaklipptur í æsku. Þeir stóru víða... 20—30 punda laxar hafa verið margir í sumar og í sumum ám hreint út sagt allt fullt af slíkum fískum. Morgunblaðið hefur greint frá slíkum löxum í alls 24 laxveiði- ám og það má heita öraggt að fleiri ár era í hópnum, en víða um land fer ekki hátt um aflabrögð eða að það er erfitt að afla fregna. En þær ár sem era á stórlaxalistanum í sumar eru þessar: Laxá í Kjós, Hvítá f Borgarfirði, Norðurá, Langá, Álftá, Hafíjarðará, Laxá í Dölum, Laugardalsá, Hrútafjarð- ará, Miðfjarðará, Víðidalsá, Vatns- dalsá, Laxá í Ásum, Blanda, Svartá, Skjálfandafljót, Laxá í Aðaldal, Reykjadalsá/Eyvindarlækur, Mýr- arkvísl, Selá, Hofsá, Breiðdalsá, Sogið og Hvítá í Ámessýslu. Skrítið að þrátt fyrir stórlaxa- fansinn vantar ár á listann sem nær aldrei vantar, Grímsá og Þverá má nefna. Strá maðki í árnar? Stórveiði fyrstu dagana eftir að útlendingar ljúka veiðum í íslensk- um Iaxveiðiám fer fyrir bijóstið á ýmsum, en kvótar í flestum ám valda því þó að veiðin fer varla fram úr hömlum lengur og bijóstsviðinn læknast fljótt. Mörgum finnst samt óeðlilegt að sveiflur í veiði séu mikl- ar yfír sumarið og það megi koma í veg fyrir þær með ýmsum leiðum. Það er alkunna að eftir að útlend- ingamir hafa lúskrað á ánum með flugu í 6—8 vikur þá ærist laxinn gersamlega þegar maðkurinn er reyndur á ný. Margir sækjast eftir að komast í mokveiðina, en öðram finnst hún forkastanlegur blóðvöll- ur. Þeir hinir sömu velta fyrir sér hvað megi meira gera en að setja kvóta til að bremsa af moksturinn. Þeir stinga nú upp á því að veiðirétt- areigendur strái ánamöðkum í hundraðatali á helstu veiðistaði nokkram sinnum á sumri. Þannig gleymi laxinn ekki maðkinum og taki út reiði sína á honum þegar öngull fylgir ekki í kaupbæti . . .“ Ósinn lélegnr? Léleg veiði í Stóru-Laxá í sumar hefur valdið leigutökum árinnar sáram vonbrigðum og er óútséð um .hvernig leigu á ánni verði hagað næstu sumur. Einn kunnugur leit inn á þáttinn og sagðist hafa litið á ósinn á Stóra-Laxá í sumar og eftir það væri hann ekki í vafa um hvemig stæði á aflatregðunni í ánni. Osinn væri hreinlega ónýtur, svo grannur væri hann að það flyti varla yfír laxinn. Sá hinn sami sagði talsvert vera af laxi á Iðunni. Það má því búast við að það komi góð- ar göngur í Stóra-Laxá eftir að veiðitíma lýkur. Eins og svo oft áður. — Rætt við Jón Fornason veiðikló við Laxá í Aðaldal Það hefur verið sannkallaður landburður af „stórhvelum“ úr íslensku laxveiðiánum í sumar, þær eru á þriðja tug laxveiðiárnar sem skilað hafa 20—30 punda löxum á land í sumar og sums staðar hefur hreinlega verið mikið um slíka stórlaxa og aðra enn stærri sem ekki hafa náðst enn. Við sem ekki höfum fengið þann stóra í sumar erum heldur kvekktir, það er engu likara en að allir „séu að gera það gott...“ o.s.frv. og nú sé að hverfa e.t.v. besta tækifær- íð til þess að næla sér í stórlax. Svona tal er annars vart sam- boðið sportveiðimönnum sem eiga að vera bjartsýnir til hinstu stund- ar. En hvað um það, Laxá í Aðaldal, Vatnsdalsá og Víðidalsá vora stórlaxadrottningarnar í sum- ar og sú fyrst nefnda átti nú vinninginn sem hinar tvær hafa stundum hirt af henni síðustu árin. Það eru ekki öll kurl komin til grafar, en 20—27 punda laxar úr Laxá eru einhvers staðar á milli 60 og 70 talsins. Tölu verður varla kastað (ýkjur) á 15—19 punda lax- ana, svo margir vora þeir. Það þótti við hæfí að heyra hljóðið í einhveijum laxármanni og fyrir valinu varð Jón Fomason frá Haga, en Orri Vigfússon í Glit segir Jón einn fímasta fluguveiði- mann Laxár og er þá mikið sagt, því þeir era margir feyknasnjallir, þ. á m. Orri sjálfur. „Jú, þetta var býsna gott í sum- ar, ég fékk að vísu ekki nema tvo yfír 20 punda sjálfur, en það var geysilega mikið um slíka laxa í sumar og það mesta í að minnsta kosti 20 ár, ég hef glöggvað mig á því með því að skoða veiðiskýrsl- ur. Og það sem meira er, margir af 20—22 punda löxunum sem veiddust, komu á land er farið var að hausta eins og oft gerist, þá hafa þeir alltaf lagt talsvert af, enginn vafí að flestir hafa þeir verið 23—26 punda nýrannir. Sá stærsti í sumar var 27 punda lax sem Þórarinn Sveinsson veiddi í septemberbyijun á Óseyrinni. Hann beitti Foxfly nr. 8 og viður- eignin var stutt en rosalega hörð, ég held að hjólið hans Þórarins hafí farið illa í átökunum," sagði Jón um stórlaxasumarið. En þessi stóri sem Þórarinn missti? „Hann var gríðarlega stór, mun stærri en sá sem hann náði, en ég vil ekki nefna neinar tölur (Orri Vigfússon hefur hins vegar eftir Þórði Péturssyni, veiðiverði, að hann hafí aldrei séð aðra eins skepnu í Laxá og er Doddi þó róm- aður fyrir snilli sína í að tippa á þyngd laxa. Innsk. gg.). Og það vora reyndar fleiri stórir, þeir vora víða, t.d. á Hólmavaðsstíflunni. Undir lokin var ég að glíma við einn 19 punda sem lét illa. Eitt sinn rauk fiskurinn út undir bakk- ann hinu megin og stökk þar hátt upp úr. Um leið stökk annar sem fylgdi laxinum mínum eftir. Þeir stukku næstum samsíða og það STUBBAR „Renndi bara vodkapela upp í ginið á laxinum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.