Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 15

Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 15 af tannlæknum að halda því fram að samninganefnd TR hafi ekki gefið skýringar á ákvörðun sinni. Er þar meðal annars tekið fram, að nýjar upplýsingar um uppbygg- ingu tannlæknagjaldskrár Svía bendi til þess að virkur starfstími tannlækna sé mun lengri en tann- læknar hafa haldið fram á samn- ingafundum. Þó að undirritaður hefði kosið að draga að gera opinberlega sam- anburð á upplýsingum tannlækna og nýgerðrar skýrslu sem borist hefur frá Svíþjóð, þar til endanleg athugun á henni hefur farið fram, tel ég ekki hjá því komist að nefna dæmi til að skýra af hveiju samn- inganefnd TR óskar eftir nánari skoðun á málinu. Samkvæmt einhliða gjaldskrá tannlækna er gert ráð fyrir að tíma- vinnugjald tannlæknis sé kr. 2.880, en sérfræðings kr. 4.032. Sé miðað við sömu virkar vinnustundir og Svíar virðast gera ráð fyrir, þ.e. 1.725 klst. á ári, yrðu brúttótekjur almenns tannlæknis kr. 4.918 þús., en sérfræðings kr. 6.955 þús., en sé miðað við 1236 klukkustundir eins og gert var ráð fyrir í samn- ingaumræðum að fengnum upplýs- ingum tannlækna, væru brúttótekj- ur almenns tannlæknis kr. 3.560 þús., en sérfræðings kr. 4.984 þús. Tekið skal fram að tannlæknar munu telja rekstrarkostnað tann- læknastofu á núgildandi verðlagi nema um kr. 3 millj. á ári. Það skiptir því miklu máli hvað reynist rétt varðandi virkar vinnustundir tannlækna. Það skal viðurkennt að í raun er óveijandi að ekki skuli hafa ver- ið betur könnuð slík grundvallarat- riði, sem að ofan greinir, en samninganefnd TR telur sér það til afsökunar að slíkar athuganir hafa heldur ekki farið fram hjá nágrönn- um okkar Dönum. Vill samninga- nefndin að úr þessu verði bætt og því lagði hún það til á samninga- fundi 20. ágúst sl. að samkomulag yrði gert um að greiðslur færu fram í samræmi við gjaldskrá heilbrigðis- ráðherra og samkvæmt eyðublöðum Tryggingastofnunarinnar fram til loka nóvember og að fulltrúar samninganefndanna kynntu sér grundvöll gjaldskráa á öðrum Norð- urlöndum og annars staðar, þar sem grundvöllur væri fáanlegur. Þessu var alfarið hafnað af samninga- nefnd TFÍ. Um hvað er deilt? Tannlæknar vilja að greitt sé samkvæmt þeirra eigin gjaldskrá, sem ég áætla að eigi að færa þeim brúttó árstekjur að Qárhæð kr. 3.560 þús. til kr. 6.955 þús. eftir því hversu margar vinnustundir þeirra eru virkar og hvort þeir eru sérfræðingar eða ekki. Gjaldskrá heilbriðisráðherra, sem lög fyrir- skipa að farið sé eftir, gerir hins- vegar ráð fyrir að tímagjald sé kr. 2.700, en sérfræðings kr. 3.780. Yrðu brúttó árstekjur tannlækna samkvæmt sömu forsendum á bil- inu kr. 3.337 þús. til kr. 6.520 þús. Mismunur á gjaldskrám þessum nemur samkvæmt þessu frá kr. 223 þús. til kr. 435 þús. á ári. Það liggur hins vegar fyrir að tannlæknar krefja sjúklinga utan sjúkratryggingakerfisins um fulla greiðslu og sé sú fullyrðing tann- lækna rétt, að aðeins 15% tann- læknaverka sé unnin fyrir sjúklinga, sem njóta endur- greiðslna, nemur tap þeirra aðeins frá kr. 33 þús. til kr. 65 þús. eða 0,92% af árstekjum þeirra. Tannlæknar, er ekki ástæða til að staldra við? Höfundur er hæstnréttarlögmað- ur, löggiltur endurskoðandi og formaður samninganefndar Tryggingastotnunar ríkisins. Hlaut styrk frá Kanadísku raunvísindastofnuninni ÞURÍÐI Jónsdóttur sálfræðingj var fyrir skömmu veittur styrkur frá Kanadísku raunvísindastofn- uninni (NSERG) til þess að vinna að doktorsritgerð. Hún hefur þegar lokið tveggja ára kandid- atsnáni i sálarfræði við Acadia University í Wolfville i Nova Scotia og fjallar hún um þann hóp alkóhólista, sem eiga auk alkóhólisma við ákveðinn geð- sjúkdóm að stríða. Var ritgerðin valin til flutnings á ársþingi kanadiskra sálfræðinga í Tor- onto, þar sem Þuriður flutti hana i júní. Þuríði Jónsdóttur hefur verið boðin innganga í doktorsnám í taugasálfræði og taugalífeðlisfræði við Dalhousie University í Halifax í Nova Scotia. Hún er gift Gylfa Baldurssyni heymarfræðingi og eiga þau fímm böm. Þuríður Jónsdóttir r ASEA rafmótorar ^önnng^. Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. .JÍ'RÖNNING Sundaborg, Simi 84000 FRAM Leiðbeinendur: — — ' ' ZZ TOLVUS KOLI Eiríkur Porbjörnsson, tæknifræöingur Krístján Gunnarsson, verkfræöingur Björn Viggósson, tæknifræöingur Tölvuvæðing fyrirtækja Hefur þú hugleitt hvað það kostar fyrirtæki þitt að tölvuvæðast? Hve mikið greiðir þú fyrir færslu bókhalds? Hvað eru niðurstöðurnar gamlar þegar þú færð þær í hendurnar? Veistu að það er ódýrara að hafa hlutina í lagi? Námskeiðið Tölvuvæðing fyrirtækja er ætlað öllum þeim sem hugleiða tölvu- kaup. Kynntur verður vél- og hugbúnaður fyrir einkatölvur en á því sviði hafa átt sér stað byltingakenndar framfarir. Farið er vandlega yfir þau fjölmörgu atriði sem þarf að taka með í reikninginn við tölvuvæðingu. Efni: Hvaða hugbúnað þarf? Kynntur verður samhæfði hugbúnaðurinn STÓLPI sem hentar flestum gerðum fyrirtækja s.s. iðnaðarfyrirtækjum, verktökum, þjónustufyrirtækj- um, prentsmiðjum, bókaútgáfum, heildverslunum, verslunar-, fjölmiðla- og ráðgjafafyrirtækjum. Helstu þættir hans eru: * Fjárhagsbókhald * Skuldunautabókhald * Lánadrottnabókhald * Launakerfi * Birgðakerfi * Verkbókhald * Sölunótukerfi * Tilboöskerfi Kynntur verður annar hliðstæður búnaður, algeng ritvinnslukerfi, gagna- safnskerfi og töflureiknar. Hvaða vélbúnað þarf? Hér er gefið yfirlit yfir allar þær fjölmörgu tölvur sem eru á boðstólnum og eru farið í þau atriði sem máli skipta við val á vélbúnaði. Hvað kostar tölvuvæðingin? Farið er í alla helstu þætti stofnkostnaðar, rekstrarkostnaðar og byrjunar- kostnaðar en mjög algengt er að slíkir hlutir gleymast þegar fyrirtæki tölvuvæðast. Með góðum undirbúningi og róttu vali á tækjum og búnaði geta fyrirtæki sparað bæði fé og fyrírhöfn. Þetta námskeið er þvf peningana virði auk þess sem þátttakendur öðlast rétt á ókeypis kaupendaráðgjöf Tölvuskólans FRAMSÝN. Staður: Tölvuskólinn FRAMSÝN, Síðumúla 26, símar 91-39566 og 919-687434 Tími: 1. námskeið 25.september kl. 18:00—22:00 2. námskeiö 27.september kl. 13:00—17:00 3. námskeiö 2. október kl. 8:30—12:30 "vartu & föstu Thorsmans vörur til festingar fást í sérverslunum ásamt leiðbeiningarbæklingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.