Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 213. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Prentsmíðja Morgnnblaðsins Hústökumenn yfirgefa vígin Kaupmannahöfn, AP. HÚ STÖKUMENNIRNIR, sem fyrir rúmri viku reistu götuvígi umhverfis byggingu í Ryesgade á Austurbrú í Kaupmannahöfn, gáfust upp í gærkvöldi og yfir- gáfu vigi sitt, að sögn lögreglu. Hústökumennimir ákváðu greinilega að leggja upp laupana eftir að ágreiningur kom upp meðal þeirra um hvort taka ætti boði borg- aryfírvalda, að því er fram kom í danska útvarpinu. Lagt var til að borgin yfirtæki húsið, sem hústöku- mennimir lögðu undir sig. Lögreglan hóf eftirlit með húsinu þegar eftir uppgjöfína til að koma í veg fyrir að reynt yrði að setjast að þar á nýjan leik. Götuvígin átti að rífa niður í dagrenningu. Hvalveiðar í þágu vísinda yfirskin — segir í leiöara The New York Times New York, frá fréttaritara Morgunblaðs ins, „ÞEIR, sem stunda hvalveiðar, gera það augljóslega í viðskipta- skyni,“ segir í leiðara bandaríska stórblaðsins The New York Tim- es í gær. „Islendingar státa sig af þjónustu við visindin, en reyna jafnframt að selja Japönum og Norðmönnum hvalkjöt í trássi við nýlega alþjóðasamþykkt, þar sem gert er ráð fyrir að afurðirn- ar fari „aðallega" til neyslu innanlands.“ í leiðaranum er hvatt til þess að Alþjóðahvalveiðiráðið herði reglur um vísindaveiðar, bæði til að vemda hvalastofna og einnig orðspor vísindanna. „Upplýsingar, sem svokallaðar vísindaveiðar veita, em ekki gagns- lausar, en þær em samt sem áður óþarfar. Undanfama hálfa öld hefur rúmlega hálf milljón hvalaskrokka staðið vísindamönnum til boða til Jóni Ásgneiri Sigurðssyni. rannsókna," segir í leiðaranum. Þýðing á leiðara The New York Times birtist I heild á bls. 28-29. Stokkhólmsráð- stefnu lokið: Bjartsýni einkennir viðbrögð Stokkhólmi, AP. RÁÐSTEFNU 35 ríkja um ör- yggis- og afvopnunarmál lauk í Stokkhólmi í gær með fyrsta samkomulagi, sem gert hefur verið milli austurs og vesturs síðan SALT II samkomulagið um takmörkum langdrægra kjarnorkuflauga var gert 1979. Fréttaskýrendur og stjórnvöld víða um heim lýstu yfir ánægju með samkomulagið og kváðu það vera skref í átt til aukins samlyndis í sambúð stórveld- anna. í samkomulaginu, sem sendi- fulltrúar á ráðstefnunni skáluðu fyrir í kampavíni að loknu 32 mánaða samningaþófi, er í megin- dráttum kveðið á um að greint verði frá heræfingum með góðum fyrirvara og leyft verði gagn- kvæmt eftirlit. Robert L. Barry, aðalsamn- ingamaður Bandaríkjamanna, sagði að með samkomulaginu hefði náðst mikilsverður áfangi í átt að því markmiði að koma í veg fyrir hemaðarátök. Sjá einnig frétt á bls. 28. Lögreglu storkað París og Beírút, AP. HÆGRI öfgaflokkurinn Front National efndi tO mótmæla í mið- borg Parísar í gær vegna sprenginga hryðjuverkamanna undanfarið þrátt fyrir að lög- reglan hefði lagt bann við samkomunni. Tæplega þúsund menn sóttu fundinn. Einkennisklæddir lögreglumenn voru viðstaddir, en höfðust ekki að. Jean-Marie le Pen, leiðtogi Front National, hélt ræðu á fundinum og mótmælti „aðgerðarleysi stjóm- valda í baráttunni við hryðjuverka- Framtíðarljós í Viðey Morgunblaðið/Ámi Sæberg menn Rétt fyrir klukkan níu á sunnudagskvöldið kveikti Davíð Oddsson, borgarstjóri, á flóðljósum við Viðeyjarstofu. Þessi mynd var tekin af ströndinni vestan við Sundahöfn, þegar flutn- ingaskipið Sandey sigldi milli lands og Viðeyjar. Sjá nánar á bls. 63 V onast til að í sinn verði brotinn í Genf — sagði Reagan um afvopnunarmál Sameinuðu þjóðunum og Moskvu, AP. RONALD REAGAN Bandaríkja- forseti ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær og kvað líklegt að „ísinn [yrðij brot- inn“ í samningaþrátefli stórveld- anna í afvopnunarviðræðunum i Genf. Hann vísaði í ræðunni til árangursins af afvopnunarráð- stefnunni í Stokkhólmi. Reagan sagði að Daniloff-málið hefði varpað skugga á samskipti Sovétmanna og Bandaríkjamanna, en hann gaf þó ekki í skyn að mál bandaríska blaðamannsins hefði áhrif á samninga um að fækka bæði lang- og meðaldrægum kjam- orkueldflaugum. Reagan sakaði Sovétmenn um tvískinnung og sagði: „Það er mik- ill bjamargreiði Sameinuðu þjóðun- um að nota samtökin sem skálkaskjól fyrir njósnara. Heims- byggðin á betra skilið." Reagan var harðorður í garð Sovétmanna í ræðu sinni. Hann gagnrýndi þá ekki eingöngu fyrir meðferðina á Daniloff, heldur einn- ig fyrir það hvemig farið væri með almenna borgara í Afganistan og þrálátan stuðning þeirra við marx- lenínískar byltingarhreyfingar um heim allan. Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hlýddi svipbrigðalaus á ræðuna og tók ekki undir þegar aðrir áheyrendur fögnuðu ræðunni. Reagan sagði að handtaka Danil- offs væri „alvarlegt dæmi um síendurtekin brot Sovétmanna gegn mannréttindum. Sovétmenn bera ábyrgð á afleiðingum gerða sinna." Forsetinn sagði aftur á móti við blaðamenn áður en hann gekk á fund með utanríkisráðherrum aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins að nú væri ekki rétti tíminn til að greina frá því hverjar þessar afleið- - ingar kynnu að verða: „Til þess eru málin á of viðkvæmu stigi “ En Reagan virtist óvenju sáttfús þegar hann ræddi afvopnunarmál. Hann sagði að Sovétmenn hefðu nú tekið vel hugmyndum Banda- ríkjamanna um að draga verulega úr vopnakerfum þótt þeir hefðu hafnað tillögum um að fækka lang- drægum kjarnrokuvopnum bæði á landi og um borð í flugvélum og kafbátum um helming. Vladimir Petrovksy, aðstoðar- maður Shevardnadze, sagði að ræða Reagans hefði valdið von- brigðum og Shevardnadze ætlaði að svara honum í ræðu sinni í dag. í fréttaskeyti frá sovésku frétta- stofunni TASS sagði að hugmyndir Bandaríkjaforseta væru úreltar og hann sýndi ekki næga sáttfysi : afvopnunarmálum. Reagan sagði einnig í ræðu sinn að hann væri reiðubúinn til að semj£ við Sovétmenn um reglur um að- ferðir við að koma á geimvömun og samvinnu í rannsóknum á þv sviði. Reagan gat þess að hanr væri fús til að raeða um geim- vamaáætlunina í bréfí, sem hanr sendi Gorbachev í sumar. í tillögurr hans er kveðið á um að báðir aðilai stundi einungis rannsóknir og til- raunir á sviði geimvama til ársins 1991. Jóhann Karl Spánarkonungui fjallaði aðallega um hryðjuverk raeðu sinni á allsherjarþinginu gær. Matthías Á. Mathiesen ut- anríkisráðherra flutti einnig ræði á þinginu í gærkvöldi en fregnit höfðu ekki borist af henni þegai Morgunblaðið fór í prentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.