Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 bryggjur fúna og drabbast niður. Viðhald skólamannvirkja dregst úr hömlu og „nýbyggingar" verða sums staðar gömul hús áður en þær komast í gagnið. Meira að segja í vegaframkvæmdum sem að miklu leyti byggja á sköttum af umferð- inni er samdrátturinn um 500 milljónir á þessu ári. „Hækkandi fasteignaverð" segir höfiindur Reykjavíkurbréfs í Morg- unblaðinu. Það má til sanns vegar færa á því landshomi sem hirðir nú aila ibúa^ölgun á íslandi og dijúgan hóp utan af landi í ofaná- lag. En úti í byggðarlögunum er skiptaverð íbúðanna víða aðeins um helmingur þess sem er á sams kon- ar húsnæði í höfuðstaðnum og litlar líkur til að breyting verði á þrátt fyrir aukið ijármagn í húsnæðis- kerfíð. Það góðæri sem fjölmiðlamir í Reykjavík keppast við að básúna um þessar mundir og vitna í tölur frá Þjóðhagsstofnun máli sínu til stuðnings er ekki í hveijum ranni á íslandi. Það hefur að mestu farið fram hjá landsbyggðinni sem þó leggur til undirstöðumar. Stjórnarflokkarnir og eyðing’ byggðanna I krafti stefnu ríkisstjómarinnar dafnar nú meiri misskipting en áður hefur þekkst á íslandi, milli ríkra og fátækra og milli landsbyggðar og höfuðborgar. Góðærið kemur utan að með auknum sjávarafla og lækkuðu olíu- verði, en misskiptingin er af mannavöldum. Fólkið á landsbyggðinni hlýtur að spyija, hver sé hlutur þeirra stjómmálamanna og flokka sem bera ábyrgð á sívaxandi tilfærslu fjármuna burt af landsbyggðinni og á síminnkandi opinbemm fram: lögum til sameiginlegra þarfa. í kjölfarið íylgir straumur fólksins burt úr byggðarlögunum, einkum unga fólksins sem ekki finnur þar verkefni og félagslegan aðbúnað. Landsbyggðarfólkið verður að rísa upp til vamar hagsmunum sínum og kreíjast lágmarksréttlætis í lýðveldi sem við héldum að stofn- að hefði verið fyrir alla íslendinga. Það þarf að breyta stjómskipan í landinu til að koma í veg fyrir arð- ránið á byggðarlögunum og tryggja jafnari skiptingu þjóðarteknanna. Myndun héraða sem stjómsýslu- stigs er þýðingarmikið skref að því marki. Jafnframt verða að koma til ný pólitísk valdahlutföll í landinu, og í því efni þarf landsbyggðarfólk- ið að hugsa vel ráð sitt. Góðæri á íslandi ætti að endur- speglast öðm fremur í góðri afkomu fólks og fýrirtækja í byggðarlögum, þar sem undirstöðuframleiðsla fer fram. Því er ekki að heilsa og það em fleiri en ritstjórar Morgunblaðs- ins sem taka ekki eftir því. Aðeins landsbyggðarfólkið sjálft getur breytt þessum aðstæðum með stuðningi þeirra, sem ljá vilja jafn- rétti lið og ekki trúa á óheft markaðslögmál og frelsi fjármagns- ins. Höfundur er þingmaður Alþýðu■ bandalagains fyrir A ustfjarða- kjördæmi. í Hraunbæ { Árbæjarhverfi efndu þessir krakkar til hlutaveltu til stuðnings „Brauði handa hungruðum heimi“ og söfnuðu 550 krón- um. Krakkarnir heita: Elísabet Ó. Sigurðard&ttir, Bjarki Sigurðarson og Ingi Blöndal Jónasdóttir. Góðæri — hjá hveijum? — eftir Hjörleif Guttormsson Laugardaginn 30. ágúst sl. skrif- aði ritstjóri Morgunblaðsins hefð- bundið Reykjavíkurbréf og fjallaði síðari hluti þess um „góðæri" og „áhrifin á stjómmálin". Þar er dregin upp bjartsýn mynd af þeirri uþpsveiflu í efnahagslífi, sem verið hefur umræðuefni fjöl- miðla að undanfömu og sú ályktun dregin að sennilega standi góðærið til vors og því sé ástæðulaust að flýta kosningum, stjómarflokkamir muni njóta uppskemnnar. Höfund- ur bréfsins dregur fram vitni: „Einn af forystumönnum í fjármálalífi landsins sagði fyrir nokkmm dög- um, að það væri engin spuming um það, að mikið góðæri einkenndi nú allt viðskiptalíf þjóðarinnar. Þær áhyggjur sem ástæða væri til að hafa byggðust á því, að spennan gæti orðið of mikil.“ Ástæður umskiptanna em að mati bréfritara: „Mikil lækkun olíu- verðs, lækkandi vaxtakostnaður á alþjóðlegum Qármagnsmörkuðum, minnkandi verðbólga í helstu við- skiptalöndum áttu ríkan þátt í þessari breytingu. Til viðbótar "i komu aðstæður heima fyrir, svo sem góð aflabrögð og hagstætt verð á sjávarafurðum okkar m.a. vegna sölu á ferskfíski í Evrópu.“ Morgunblaðið er ekki eitt um að fagna þessu góðæri. Frásagnir af því fylla dálka blaða og fréttatíma ríkisQölmiðlanna og menn ættu að geta verið bjartsýnir og hamingju- samir: Allir em að gera það gott! Styrkur sjávar- 0. útvegsins Islenskur sjávarútvegur hefur enn sýnt það hvers hann er megn- ugur og það fólk sem við hann vinnur. A fyrri helmingi ársins 1986 var verðmæti heildarútflutnings sjávarvöm um 16,8 milljarðar króna en var um 12 milljarðar fyrri hluta árs 1985. Verðmætaaukningin nemur um 40% milli ára, en á sama tíma hækkaði meðalgengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenskri krónu samkvæmt útflutningsvog um 16,7%. Sjávarvara nam á fyrri hluta ársins 1986 79,2% af heildarverð- mæti vömútflutnings landsmanna og var í fyrra 77,4%. Slíkur er styrk- ur þessa atvinnuvegar, sem ekki hefur alltaf verið hátt skrifaður af valdamönnum og af mörgum verið talinn kominn að ystu vaxtarmörk- um. Þetta gerist þrátt fyrir stjómar- stefnu sem er afar óhagstæð rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, einkum frystiiðnaðarins. Framlag lands- byggðarinnar Morgunblaðið rekur með réttu upptök góðæris m.a. til sjávarvöm- framleiðslunnar. Sú framleiðsla verður að yfirgnæfandi meirihluta til i sjávarplássum allt í kringum landið. Það er hins vegar einkenn- andi í öllu upplýsingastreyminu að ekki liggja tölur á lausu um hlut einstakra byggðarlaga eða lands- hluta í útflutningsframleiðslunni. í svari viðskiptaráðherra við fyr- irspum Þórðar Skúlasonar vara- þingmanns Alþýðubandalagsins í fyrra um skiptingu útflutningsverð- mætis eftir kjördæmum kom þó fram eftirfarandi „vísbending" um uppmna útflutningsverðmætis sjáv- arafurða: Hlutfallsleg skipting aflaverð- mætis eftir kjördæmum: (Heimild „Útvegur" rit Fiskifélags Islands, skv. svari viðskiptaráð- herra á þingskjali 616/1986.) 1982 1983 1984 Suðurland 12,1 11,9 11,6 Reykjavík og Reykjanes 25,2 22,0 20,3 Vesturland 10,1 10,1 9,6 Vestfírðir 12,3 12,9 12,9 Norðurland vestra 4,8 6,1 7,5 Norðuriand eystra 12,5 13,0 12,6 Austfirðir 12,1 13,7 14,9 Erlendis 11,0 10,4 10,6 Eins og hér kemur fram hefur hlutur Reykjavíkur og Reykjaness í aflaverðmæti farið lækkandi á þessum ámm, en landsbyggðin lagði til um 80% af verðmæti sjávar- afla á árinu 1984. Gróft arðrán og misskipting En skyldu sjávarplássin og lands- byggðin fá að njóta afraksturs af framleiðslustarfseminni og vaxandi útflutningi sjávarvöm? Þeirri Hjörleifur Guttormsson „Það góðæri sem fjöl- miðlarnir í Reykjavík keppast við að básúna um þessar mundir og vitna í tölur frá Þjóð- hagsstofnun máli sínu til stuðnings er ekki í hveijum ranni á Is- landi. Það hefur að mestu farið fram hjá landsbyggðinni sem þó leggur til undirstöðurn- ar.“ spumingu er því miður ekki hægt að svara játandi. Ávextir góðæris- ins til iands og sjávar falla ekki þeim í hlut sem mestan þátt áttu í að afla þeirra í þjóðarbúið. Þar hefur lengi hallað á, en aldrei eins og í tíð núverandi ríkisstjómar. Þessi stjóm undir forystu Fram- sóknarflokksins hefur gerbreytt ýmsum farvegum fjármagnsins í íslensku þjóðfélagi. Með vaxtafrelsi og óheftri sam- keppni bankastofnana um fjár- magnið hafa gífurlegir fjármunir verið fluttir til í þjóðfélaginu, ekki síst frá fyrirtækjum í sjávarútvegi til verslunar- og þjónustustarfsemi. Góðærið sem ritstjórar Nýjung frá Leggs. Tiskuhtirmr í haust og vetur. 6 frabœrir litir CootrolK I Top flþ Reykjavíkurblaðanna hafa fyrir augum þessi misseri byggist á gróf- ara arðráni og misskiptingu en áður hefur þekkst í samskiptum höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar. Það er vissulega gullöld og gleði- tíð hjá verslunareigendum og þjónustufyrirtælqum syðra. Góðærið er ekki jafn auðsætt hjá þeim sem starfa við sjávarútvegs- fyrirtækin úti um land, þar sem forráðamenn hafa vart undan að vísa frá skuldunautunum og við að halda rekstrinum gangandi frá viku til viku. Vissulega getur einnig talist góð- æri hjá þeim sem njóta umtals- verðra yfírborgana hjá einkarekstri viðskiptalífsins, ekki síst fólki í svo- kölluðum ábyrgðarstöðum. Sama er ekki uppi á teningnum hjá fólki í fiskvinnslunni sem þrælar fyrir 120 króna grunnkaup á tímann og getur kannski tvöfaldað þá upphæð með óheyrilegu bónus- álagi. Milljarðarnir streyma suður Þetta er í reynd tilfærsla á flár- magni svo milljörðum króna skiptir frá landsbyggðinni til Reykjavíkur- svæðisins. Á sama tíma er þrengt að rekstr- arfjármagni til sjávarútvegsins með þeim afleiðingum, að hjá fyrirtækj- unum safnast upp skammtíma- skuldir sem hlaða á sig okurvöxtum. Þeir sem eru að byggja verslunar- húsnæði í Reykjavík, skemmtistaði og veitingahús eiga hins vegar greiðan aðgang að sparifé lands- manna. Gjaldeyrinum sem fólkið í sjávar- útveginum á landsbyggðinni aflar er eytt í innflutning og flárfestingar sem beint og óbeint skila sér í vasa heildsalanna og í uppbyggingu fyr- irtækja, bankahalla og verslana á höfuðborgarsvæðinu. Og góðærið í veðráttunni í sumar endist skammt hjá þeim hluta bændastéttarinnar sem hefur lítil bú fyrir og er nú gert að draga saman framleiðslu sína stig af stigi eða standa slyppir upp af jörðum sínum eftir áratuga puð. Landsbyggðin og opin- berar framkvæmdir Til viðbótar þessu kemur hið opinbera réttlæti þingliðs ríkis- stjómarinnar, sem skorið hefur niður framlög til sameiginlegra framkvæmda ríkis og sveitarfélaga um helming eða meira á valdatíma ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar og Þorsteins Pálssonar. Ránsfengnum er ekki skilað til baka út á land í gegnum ríkissjóð, enda greiða fæstir af gullkálfum ríkisstjómarflokkanna skatta og skyldur, gott ef þeir komast á blað í skattskránni. Ástand mannvirkja sem ríkis- sjóður á að leggja fjármagn til á landsbyggðinni er eftir þessu. Hafn- argerð er vart lengur á blaði og VENJULEGAR SOKKABUXUR (REGULAR) OG EINNIG STÍFAR AÐ OFAN (CONTROL TOP). Heitdsölubirgðir ísJemÆ^/M TUNGUHÁLS U, SÍMI 82700
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.