Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Eldvarnavika í Reykjavík 21. til 28. september Eldvamir Eftir Hrólf Jónsson Vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur ákvað slökkvilið Reykjavíkur að halda eldvamarviku í borginni. Tilgangurinn er að vekja athygli borgar — búa á eldvömum í heimahúsum. í tileftii þessa er greinin skrifuð. Því miður er það svo að allt of margir hugsa sem svo, „það kvikn- ar bara í hjá náunganum, ekki mér. Þess vegna meðal annars eru margir illa undir það búnir að ta- kast á við eldinn, þegar kviknar í. Það er hægt að líta á eldsvoða sem eitt af náttúrulögmálunum. Það verður aldrei hægt að útrýma eldsvoðum, einfaldlega vegna þess að í umhverfi mannsins og daglegu lífi, er allt sem til þarf, svo að kvikni í. Til að eldur kvikni þarf að sjálfsögðu brennanleg efni. Af slíku er nóg í umhverfi okkar. Þá þarf eldurinn súrefni til að nærast á. Þriðji þátturinn sem þarf að vera fyrir hendi er hiti. Það er því hiti sem kemur eldsvoða af stað. Nán- ast alls staðar þar sem hiti myndast getur því kviknað í. Ef að er gáð er um ótrúlega marga staði að ræða. Það er að sjálfsögðu hlutverk slökkviliðsins að slökkva eld. En það er mikilvægt að sem flestir viti hvemig þeir eiga að bregðast við ef þeir uppgötva eld. Tíminn, frá því að slökkviliði berst tilkynning um eld og þar til það kemur á stað- inn, þarf að notast rétt af þeim sem á staðnum em. Eins skulum við gera okkur grein fyrir því að flestir eldsvoðar byija smátt og em því viðráðanlegir í upphafi, þeim sem vita hvemig bregðast skal við. Dagana 21,—28. september býð- ur slökkviliðið almenningi að koma í heimsókn á Slökkvistöðina á milli kl. 16.00 og 19.30. Bæði til að fræð- ast um starfsemi liðsins og eins að afla sér þekkingar og upplýsinga um rétt viðbrögð. Það er ekki auð- velt að gefa almenningi tæmandi upplýsingar um rétt viðbrögð í blaðagrein. Þó verða nokkrar leið- beiningar gefnar hér. Rétt viðbrögð em í þessari röð: 1. Aðvarið og bjargið fólki. 2. Hringið á slökkvilið- ið. 3. Reynið að slökkva eða hindra frekari útbreiðslu eldsins. í að aðvara og bjarga fólki felst: Að vekja sofandi fólk, hjálpa böm- um út og þeim sem ekki komast það af sjálfsdáðum. Eins að aðvara þá sem hætta getur stafað af eldin- um og aðra íbúa hússins. I sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að beijast strax við eldinn. Það felst í einföldum, skjótum aðgerðum eins og að loka hurðum og hindra út- breiðslu eldsins. Böm verða oft svo hrædd í eldsvoða að þau fela sig í stað þess að forða sér. Þegar hringt er í slökkviliðið er nauðsjmlegt að gefa eftirfarandi upplýsingar: Að það sé eldur og síðan nákvæmt heimilisfang. Munið að taka fram sveitarfélag. Gefið síðan upp nákvæmari upplýsingar um hvort einhver sé inni og hvað margir, eins og hvað sé að brenna. Gefið að lokum upp símanúmer sem hringt er úr. Leggið ekki á fyrr en Hrólfur Jónsson „Því miður er það svo að allt of margir hugsa sem svo, „það kviknar bara í hjá náunganum, ekki mér. Þess vegna meðal annars eru margir illa undir það búnir að takast á við eldinn, þegar kviknar í “ spumingum slökkviliðsins hefur verið svarað. Við að slökkva eldinn má beita margs konar aðferðum. Mikilvæg- ast er að halda stillingu sinni og heilbrigðri skynsemi. Vatn er eitt besta slökkviefni sem til er og nán- ast alltaf nærtækt. Þá er mikilvæg- ast að koma því á sjálft efnið sem er að brenna, ekki á loga eða reyk. Hafíð hugfast að vatn má ekki nota á brennandi vökva t.d. feiti o.fl. Þar verður að kæfa eldinn, t.d. með pottloki, teppi eða einhveiju nær- tæku. Oft má hindra útbreiðslu og jafnvel slökkva eldinn með snögg- um viðbrögðum í upphafi með því að færa til ótendmð efni, kippa niður gardínum og fleiru. Ef eldur hefur komist í föt einhvers þá skal nota vatn ef það er við hendina. Slökkvið eldinn, fjarlægið föt og kælið áfram. Ef ekki er vatn við hendina fellið þá viðkomandi og kæfið eldinn með teppi eða ykkur sjálfum. Kælið eins fljótt og auðið er. Að lokum skora ég á borgarbúa að nota næstu daga til að huga að eldvömum heima, bömum ykkar til heilla og öðrum ástvinum. Vemm minnug þess að eldurinn skilar aldr- ei neinu til baka sem hann hefur einu sinni náð að hrifsa til sín. Höfundur er varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík. Þjónustan er persónuleg Eftir Tryggva. Olafsson Borgin okkar á 200 ára afmæli á þessu ári eins og flestum er kunn- ugt. Hún veitir borgumm sínum margskonar þjónustu eins og aðrar borgir vítt um heim, svo sem raf- magn, vatn, strætisvagna, sorp- hreinsun, hitaveitu, sundlaugar o.fl. o.fl. Þessa þjónustu notfæmm við okkur hvem dag án þess að leiða hugann að því. Hún þykir svo sjálf- sögð að hún verður ópersónuleg í hugum okkar líkt og loftið sem við öndum að okkur eða grasið sem við göngum á. „Sú þjónusta borgarinnar sem fæstir vilja þurfa að nýta sér, en allir vilja þó geta gengið að þegar á þarf að halda er slökkviliðið. Slökkviliðið mun vera sú þjónusta sem borgin okkar hefur lengst boð- ið upp á eða alit frá árinu 1791 þegar fyrsti bmnavörðurinn var ráðinn. í augum flestra er slökkviliðið jafn ópersónulegt og rafmagnið, vatnið eða sundlaugamar. í hugum fólks er það hvítir sjúkrabílar eða rauðir slökkvibflar sem þjóta hjá með blikkandi ljós og hvimleiðu væli á leið eitthvað annað en heim til ^þín eða þinna". I raun er slökkviliðið afar per- sónulegt. Slökkviliðið er menn — við emm af holdi og blóði, gæddir tilfinningum gleði og sorgar, ástar og reiði á sama hátt og þú lesandi góður. Hefur þú gert þér grein fyr- ir því hve störf okkar em í raun snar þáttur í borgarlífínu? Einhver, úr meir en flórðu hverri fjölskyldu á Stór-Reykjavíkursvæðinu þarf á þjónustu okkar að halda ár hvert og öll líkindi benda til þess að þú sjálfur þurfir oftar en einu sinni á ævi þinni, á okkur að halda. Fýrr en varir getur þú átt eigur þínar eða líf þitt og þinna undir okkur. Þáttur okkar í lífi þínu er einmitt sá að verða þér til aðstoðar eða bjargar, ef og þegar þú þarft á því að halda. Til þess emm við skólað- ir, þjálfaðir og mótaðir. Ef svo ber undir leggjum við líf okkar að veði til að forða þér og þínum frá fjör- tjóni. Við emm snar þáttur í lífi þínu lesandi góður hvort sem þú ert þess meðvitandi eða ekki. Þjáning þín eða sorg vegna slyss eða eldsvoða kann aðeins að vera frétt í íjölmiðlum fyrir flestum, en svo er ekki fyrir okkur sem komum á staðinn. Við emm þátttakendur sem finnum fyrir jafn sámm sting í hjarta þegar við stöndum frammi fyrir vanmætti okkar, sem innilegri gleði þegar þjálfun okkar, kunnátta og vilji hefur orðið þér og þínum til bjargar. Lesandi góður, við emm sannarlega ekki ópersónulegir. Tryggvi Ólafsson „Sú þjónusta borgar- innar sem fæstir vilja þurfa að nýta sér, en allir vilja þó geta geng- ið að þegar á þarf að halda er slökkviliðið. Slökkviliðið mun vera sú þjónusta sem borgin okkar hefur lengst boð- ið upp á eða allt frá árinu 1791 þegar fyrsti brunavörðurinn var ráðinn. Störf okkar em þó ekki einskorð- uð við eldsvoða, slys eða sjúkra- flutninga. Við búum yfir reynslu í að bjarga samborgurum okkar úr sundurtættum bílflökum, hangandi í rennum eða gluggakistum á efstu hæð húsa, jafnvel að bijóta fólki leið sem setið hefur fast í skor- steini eftir að hafa fallið niður um þijár hæðir. Otalin em þau fjöl- mörgu böm sem við höfum hjálpað í þennan heim í heimahúsum eða í sjúkrabfl á leið á fæðingardeild og skilað heilu og höldnu í hendur ljós- mæðra. Kannski ert þú eitt af þeim. Ef flæðir í íbúð þinni eða kjallara eða ef báturinn þinn er að sökkva í höfninni emm við reiðubúnir til aðstoðar. Jafnvel ef kötturinn þinn kemst ekki hjálparlaust niður af húsþaki emm við til staðar. Nei, Iesandi góður, slökkviliðið er ekki ópersónulegt. Við emm þvert á móti persónuleiki hjálpar og velvilja í hverskonar neyð er þú kannt að lenda í. I Ijósi þess að við gemm allt sem í okkar valdi stendur í starfi okkar, en emm þó aðeins mannlegir eins og þú, lesandi góður, vonum við að þú berir hlýhug til okkar og sért þér þess meðvitandi hve ríkan og mikilvægan þátt við eigum í lífi þínu — í lífi allra borgarbúa. Höfundur er skrifstofustjóri lyá SlökkvistöðinniíReykjavík, en var áður bruna vörður og aðal- varðstjóri. Flugmódel af öllum stærðum og gerðum fyrir fjarsíýringar. Fjarstýrð bátamódel af öllum gerðum. Fjarstýrðír bílar bæði fyrir rafmótora og bullumótora. Fjarstýringar ásamt fylgihlutum: 2, 4, 5, 6, 7 og 8 rása. Bullumótorar og rafmótorar af öllum gerðum. Ennfremur allt éfni og áhöld til módelsmíða Póstsendum um land allt — Góð aðkeyrsla, næg bílastæði. ÍPll ' ! Laugavegi 164- Reykjavík-S: 21901 Alm. auglstÆÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.