Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 30
30 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 ' - A-.S': Kjamorkuvígbúnaður í Evrópu: * ’ ■/ s ♦ ^. r * <* -• ^s: r , Z:tí WfafcÍ-* m Zlh.W': V'’ V Sovétmenn fallast á megin- kröfu Bandaríkjamanna Genfar-viðræður taka ekki til kjarnorkuvopna Breta og Frakka Washington, AP. m ■■■ 4 "■ u Kjarnorkuveríð í Chernobyl eftir slysið. EDUARD Shevardnadze, ut- anrikisráðherra Sovétríkjanna, sagði á laugardag að Sovét- stjórnin væri reiðubúin til að undanskilja kjarnorkuflaugar Breta og Frakka í viðræðum um takmörkun vígbúnaðar í Evr- Kostnaður Sovétmanna á annað hundrað milljarða Moskvu, AP. Cr SOVÉZKIR ráðamenn hafa skýrt frá þvi að beinn kostnaður vegna slyssins í kjarnorkuverinu í Chernobyl í april sl. nemi jafn- virði a.m.k. 2,9 milijarða dollara, eða 120 milljarða ísl. króna. Að sögn Boris Gostev, flármála- ráðherra, hefur jafnvirði 885 millj- óna dollara, eða rúmlega 35 inilijarða króna, verið veitt til að kaupa nýtt húsnæði fyrir rúmlega eitthundrað þúsund menn, sem flýðu eða voru fluttir á brott frá landssvæðum, sem verst urðu úti vegna sprengingarinnar í kjam- orkuverinu í Chemobyl. Innifaldar í þeirri upphæð eru bætur fyrir eignatjón, sem fólkið varð fyrir. Þá kostar jafnvirði 590 milljóna dollara, eða jafnvirði um 24 millj- arða ísl. kr., að endurbyggja kjamakljúfinn, sem sprakk. Kostn- aður vegna tapaðrar raforkusölu er einnig tilfinnanlegur. í kostnað- ardæmið em einnig reiknaðar tvöfaldar tekjur, sem borgaðar voru mönnum, sem unnu að hreinsun á mesta hættusvæðinu, sem náði 30 km frá orkuverinu, og ennþá hærri laun til þeirra sem tóku þátt í hreinsun orkuversins sjálfs. Ráðherrann sagði að 1500 ferkílómetrar akurlendis í nágrenni verksmiðjunnar væm óræktanlegir vegna mengunar og geislavirkni í kjölfar Chemobyl-slyssins 26. apríl sl. Staðfest var að 31 maður hefði beðið bana af völdum geislunar. ópu.Þar með hafa Sovétmenn fallist á eina meginkröfu Banda- ríkjamanna varðandi afvopnun- arviðræðumar í Genf. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, telur ólíklegt að fyrirhugaður fundur leiðtoga stórveldanna komist á ef Sovét- stjórnin reynist ófáanleg til að hleypa bandaríska blaðamannin- um Daniloff frá Sovétrílgunum. Shultz og Eduard Shevardnadze áttu viðræður í Washington á laugardag um leiðtogafundinn. Að þeim loknum sögðu þeir að nokkuð hefði miðað i samkomu- lagsátt. Eduard Shevardnadze boðaði til fréttamannafundar í sovéska sendi- ráðinu í Washington á laugardag. Sagði hann Sovétstjómina hafa fall- ist á þá meginkröfu Bandaríkja- manna að afvopnunarviðræðurnar í Genf tækju ekki til kjarnorku- flauga Breta og Frakka. Shev- ardnadze sagði Sovétmenn vera reiðubúna til að semja við Banda- ríkjastjóm um jafnan fjölda kjam- Finnski herinn vill banna útgáfu endurminningabókar Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins í Helsinki. INNAN skamms munu finnskar bókabúðir hefja sölu á bók sem getur haft í för með sér að höfundur hennar lendi í fang- elsi. Höfundurinn, Pentti Syrja hershöfðingi, var með fyrstu Finnum sem fóru i nám í Frunze-herforíngjaháskólann i Moskvu i byrjun áttunda ára- tugarins. Nú hefur herforingja- ráð Finna lýst því yfir að SyrjS ljóstrí upp hernaðarlegum leyndarmálum í bók sinni, sem segir frá námsárí hans í Moskvu. Af þeim sökum getur hann hlotið fangelsisdóm fyrir landráð. Herforingjaráð hefur reynt að sannfæra bókaforlagið WSOY um að gefa ekki út bókina, en vegna gildandi laga um prentfrelsi er þetta aðeins beiðni en ekki skipun. Margir sem hafa lesið bókina í handriti, segja að herforingja- ráðið hafi verið platað til að taka þátt í auglýsingabrellu sem stefni að því að bókin „Gruppa Fin- landija" („Finnski hópurinn") verði metsölubók haustsins. Bókin er ekki talin vera neitt sérstaklega spennandi, enda segir höfundur- inn að mestu leyti frá hversdags- legu lífi sínu í höfuðborg Sovétríkjanna. Herinn er samt sem áður þess konar stofnun að hann getur lýst yfir hvaða upplýsingar skuli njóta leyndar. Þar sem forlagið ætlar að gefa út bókina þrátt fyrir beiðni hersins hafa hemaðaryfirvöld ákveðið að allar upplýsingar í henni séu leynilegar. En þá er öllum hermönnum og fyrrverandi hermönnum bannað að segja frá þeim. Syijá er kominn á eftirlaun eftir 40 ára starfsferil í finnska hemum. Hann hefur m.a. tekið þátt í tveimur stríðum þar sem óvinurinn kom úr austri. Honum finnst sjálfsagt að segja frá náms- ári sínu í bókarformi, þó að þar komi fyrir lýsingar á heræfingum þar sem óvinurinn kemur frá vestri. Hann telur bókina ekki lýsa neinum hemaðarleyndarmál- um, enda segi þar frá 15 ára gömlum atburðum. Og það sé varla leyndamiál að væntanlegur óvinur sovéthersins komi úr vestri. Bókaforlagið WSOY vildi ekki taka neina áhættu og lét hemað- arsérfræðinga og lögmenn fara yfir bókina. Allir virðast vera sam- mála: allar hernaðarlegar upplýs- ingar em úreltar og hafa verið birtar í vestrænum bókum og tímaritum fyrir löngu. Fréttaskýrendum finnst aug- ljóst að yfirmönnum finnska hersins hafi skjátlast. Finnskir liðsforingjar hafa alla tíð farið í nám í herforingjaskóla erlendis. Vegna hlutleysisstefnu Finnlands geta finnskir liðsforingjar sótt nám bæði til austurs og til vest- urs. Reyndar höfðu Finnar verið góðir nemendur í t.d. banda- rískum herforingjaskólum áður en nokkmm datt í hug að fara til Moskvu. Samstarfið við Fmnze- háskólann komst á 1971. Allar upplýsingar sem nemendur her- foringjaháskólanna fá jafnt í austri sem í vestri em „trúnaðar- mál“, en varla leyndarmál. Flestir herforingjaskólar heims taka nemendur 'frá öðmm löndum, en þeim er ekki kennt í sömu stofu og þeim innlendu. Kerfið er eins í West Point og í Fmnze. Svo virðist sem finnska herfor- ingjaráðið vilji ekki óvingast við forráðamenn Fmnze-háskólans, en Rússar em ekki vanir því að fyrrverandi herforingjar gefi út æviminningar. Okkur óbreyttum borgurum dettur þó í hug, að skólanefnd Fmnze-háskólans fínnist kannski ekki mjög snjallt af finnski herinn hafi hagað sér þannig að bókin „Gmppa Fin- landija" verður metsölubók í staðinn fyrir að gleymast í hillum bókabúðanna. Lesendur Morgunblaðsins geta nú sjálfir dæmt hvort Syijá hers- höfðingi skuli teljast njósnari og landráðamaður. Sýnishomið sem hér fylgir er þýtt eftir útdrætti úr bók hershöfðingjans sem birtist í finnska blaðinu Helsingin Sano- mat fyrir skömmu. Hér fylgir smá frásögn um hvemig kennslutíma í Fmnze-háskólanum var háttað: „Hafið þér borið saman skipu- lag sovéskrar herdeildar og samsvarandi bandarískrar NATO-herdeildar? Hveiju á að taka eftir? Með þessari spurningu reyndi Ivanov að meta víðsýni okkar og ef til vill einnig fá að vita hvort við vomm búnir að finna bókina Skipulag og bard- agatækni NATO í bókasafninu, en hún lýsir einmitt því sem um er getið í nafni bókarinnar. Hér höfum við aðeins yfirborðs- lega kynnst upplýsingum um NATO, en við vissum þegar að sérstaklega í Bandaríkjaher er hlutfall flutningasveita mjög stórt. Bandaríkjamenn þurfa að fá ís og bjór, einnig á vigvellinum. Sovéskir hermenn bjarga sér á brauði og súpu. En við Finnar björgum okkúr á því sama, og í neyðartilfelli nægir okkur að éta hrökkbrauð. Þér hittið aftur naglann á höf- uðið, fékk ég í hrós frá Ivanov." orkuflauga í vopnabúmm stórveld- anna í Evrópu. Bandaríkjamenn ráða nú yfír 140 kjarnorkuflaugum þar en Sovétmenn hafa komið fyrir 240 flaugum af gerðinni SS-20 á evrópsku landssvæði. Kjamorkuvígbúnaður Frakka samanstendur af eldflaugum á jörðu niðri, flugvélum, sem geta borið kjarnorkusprengjur, og flug- skeytum um borð í kafbátum. Bretar eiga hins vegar fjóra kaf- báta, sem búnir em kjamorkuvopn- um. Gennady Gerasimov, talsmaður utanríkisráðuneytis Sovétríkjanna sagði í sjónvarpsviðtali í Banda- ríkjunum á sunnudag að Daniloff- málið væri „alls ekkert stórmál". „Við viljum ekki að mál hans verði til þess að spilla fyrir sarnbúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Við munum finna einhveija lausn og leyfa honum að fara úr landi," sagði Gerasimov. George Shultz sagði að Gennadiy Zakharov, sem handtekinn var í Bandaríkjunum fyrir njósnir í þágu Sovétmanna, yrði dreginn fyrir dómstóla. Sagði Shultz að mál þeirra Zakharovs og Daniloffs væm á engan hátt sambærileg. Flæðir kókaín yfir Evrópu? London, AP. BRESKUR embættismaður sem nýkominn er heim úr ferðalagi til fjögurra Suður-Ameríkulanda varaði á mánudag Evrópubúa við því, að trúlega myndu framleið- endur fíkniefna bráðlega leita markaða fyrir varning sinn í Evrópu, þar sem horfur væru á offramboði á þessum efnum á Bandaríkjamarkaði. Embættismaðurinn, David Mell- ors, er stjómar baráttu bresku ríkisstjórnarinnar gegn fíkiniefna- neyslu, sagði eftir för sína til Perú, Bólivíu, Kólumbíu og Ekvador að hann teldi illmögulegt að koma í veg fyrir að fíkniefni bæmst til Evrópu frá þessum löndum. Þess vegna yrði að leggja aðaláherslu á að gera almenning afhuga fíkni- efnaneyslu. Nú fyndist meira magn af kókaíni en heróíni í Vestur- Þýskalandi og á Spáni og styddi það kenningar um að „kókaínbarón- arnir" svokölluðu, leituðu nú nýrra markaða í Evrópu. John Dellow, einn af yfirmönnum Scotland Yard, sagði á ráðstefnu leynilögreglumanna og aðila er fást við öryggismál, að hagnaður glæpa- manna af sölu á fíkniefnum væri að verða geigvænlegur í Bretlandi. Hluti hagnaðarins væri síðan notað- ur til vopnakaupa fyrir alþjóðleg samtök hryðjuverkamanna. Höfum flutt skrifstofurnar að FOSSHÁLSI27. - Nýtt símanusner: 672000 W \ y \ \ f \ y \ \ N / / / / HF. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.