Morgunblaðið - 23.09.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 23.09.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 63 Viðeyjarstofa og kirkjan verða nú flóðlýst á sama tíma og kveikt er á götuljósum í höfuðborginni. Rafmagn í Viðey: Viðeyjarstofa flóðlýst Innan dyra í Viðeyjarstofu. Eftir að kveikt hafði verið að rafmagnsljósuin í byggmgtmm gengu gestir um hana og kynntu sér ástand hennar. DAVÍÐ ODDSSON, borgar- stjóri, embættismenn Reykjavíkur og starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur ásamt Þór Magnússyni og fá- einum fleiri gestum fóru út í Viðey í ljósaskiptum á sunnu- dagskvöld. TUefnið var, að lagður hefur verið rafstrengur í sjó út í eyjuna. Hefur eyjan ekki áður verið tengd landi með þessum hætti og við Viðeyjar- stofu tendraði borgarstjóri á flóðljósum og minntist þessara tímaóta með ávarpi. í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar afhenti Sverr- ir Hermannsson, menntamálaráð- herra, fyrir hönd ríkis og kirkju Reykvíkingum Viðeyjarstofu og kirlq'una í Viðey til eignar með því skilyrði, að húsunum yrði kom- ið f viðunandi horf og vel við haldið. Um nokkurt árabil hafa menn á vegum Þjóðminjasafns unnið að endurbótum á húsunum í eyjunni. Þeir hafa ekki haft raf- magn til að létta sér störfím. Það er ætlun borgarstjóra, að mark- visst verði gengið til verks við að endursmíða húsin og hefur hann sagt, að það ætti ekki að taka lengur að gera það en Skúla Magnússon, landfógeta, að reisa stofuna fyrir 200 árum; þá tók smíði hennar tvö ár. Til að unnt sé að vinna að við- gerðum í Viðey með skipulegum hætti er nú verið að búa þannig um hnúta af hálfu Reykjavíkur- borgar, að öll aðstaða til verksins sé sem best. Þess vegna var lagð- ur rafstrengur í sjó út í eyjuna. Á tímum Milljónafélagsins var raf- magn í eyjunni frá mótórum þess, þannig að nú hefur eyjan í fyrsta sinn fengið þessa orku úr landi. Samhliða því sem rafmagnið var lagt var ákveðið að flóðlýsa Við- eyjarstofu og kirkjuna, að minnsta kosti nú á afmælisári borgarinnar. Eftir að kveikt hafði verið á ljósunum var boðið til kaffi- drykkju við kertaljós í skála Hafsteins Sveinssonar, sem ann- ast bátsferðir milli lands og eyja. Þar kvaddi Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, sér hljóðs og fagnaði því, að framtíðarljós hefðu verið kveikt í Viðey. Hann sagðist hafa verið andvígur því, að ríkið gæfi eignir sínar í eyjunni en á hinn bóginn væri hann þess fullviss, að vel yrði staðið að endurreisn húsanna undir forystu borgaryfir- valda Leifur Blumsenstein stjómar framkvæmdum á vegum borgar- innar í Viðey. Verður hafist handa við að múra Viðeyjarstofu að inn- an þegar aðstseður leyfa. Með rafmagninu verður unnt að hafa hita í húsinu og þurrka við í því, sem er forsenda þess, að unnt sé að ráðast í viðgerðir á honum. Davíð Oddsson, borgarstjón, kveikir á flóðljósunum við Viðeyjar- stofu. (Morgunblaðið/Ami Sæberg) Byggingariðjan h.f.: Útflutning urástein steyþtum byggingar einingum til Færeyja BYGGINGARIÐJAN h.f. hefir hafið útflutning á byggingarein- ingum úr steinsteypu tii Færeyja. Samkvæmt upplýsingum frá Byggingarþjónustunni, er lokið af- skipun á fyrstu pöntuninni, sem er 218 tonn og er hluti hennar þegar settur upp í Færeyjum, en næsta pöntun, sem er 524 tonn, verður framleidd á næstu tveimur mánuð- um. Utflutningsverðmæti þessara pantana er um 4 milljónir króna. Einingar þær, sem hér um ræðir, eru holplötur úr strengjasteypu, en þær eru notaðar í loft og þök húsa af öllum gerðum. Byggingariðjan hóf framleiðslu á þessum holplötum fyrir rösku ári og hefur eftirspumin verið mikil að sögn forráðamanna fyrirtækis- ins. Vegagerð á Vest- fjörðum: Lægstu til- boð 63-70% - af áætliin VEGAGERÐ ríkisins fékk hag- stæð tilboð í lagningu tveggja vegarkafla á Vestfjörðum sem boðnir voru út fyrír skömmu. Lægstu tilboð voru á bilinu 63-70% af kostnaðaráætlun V egagerðarínnar. Sjö verktakar buðu f lagningu 2,9 km kafla á Tálknafjarðarvegi sem ljúka á fyrir 15. júní næsta sumar. Lægsta tilboðið var frá Am- arfelli hf. í Skagafírði, 3.093 þúsund krónur, sem er 63,6% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upþ á 4.863 þúsund kr. Þijú önnur tilboð vom undir áætluninni, en þijú yfír henni, það hæsta 8,4 millj- ónir kr. Sandfell sf á Blönduósi átti lægsta tilboðið í stjrrkingu 7,6 km kafla á Hólmavfkurvegi, 1.942 þús- und krónur, eða 69,4% af kostnað- aráætlun. Áætlunin var 2.797 þúsund krónur og vora þijú tilboð af þeim sjö sem bárast yfir áæltun, það hæsta 3.991 þúsund krónur. Aðalluktir, aukaluktir, vinnuljós, aftur- Ijós, samlokur og kastarar Allar bflaperur — þokuljós i úrvali Allt í bílinn - I®! (TifQMSt Síðumúla 7-9, ® 82722

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.