Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 31 KONUNGLEG SKÍRN „Þú skalt heita Vestur-Gautland og megi hamingjan vera þér hliðholl í hafdjúpunum,“ sagði Karl Gústaf XVI., Svíakonungur, þegar hann gaf þessum kafbáti nafn í Kockums-skipasmíðastöðinni í Málmhaugum. Kafbáturinn er af gerðinni A17 og er sá fyrsti af fjórum, sem smíðaðir verða í stöð- inni fram til 1989. Bengt Schuback, yfirmaður sænska sjóhersins, sagði, að A17-bátamir myndu gegna miklu hlutverki í vörnum landsins. Þeir eru búnir níu tundurskeytarörum og afar fullkomn- um tölvubúnaði. Luxemborg: Refir gerðir ónæm- ir fyrir hundaæði Luxemborg, AP. UM HELGINA hófst í fyrsta skipti í Evrópu tilraun tU þess að gera refi ónæma fyrir hunda- æði. Luxemborg og nágrannarík- in Vestur—Þýskaland, Frakk- land og Belgía eiga aðild að tilrauninni. Ónæmisaðgerðin fer þannig fram að dreift er fóðri sem mótefni gegn hundaæði hefur verið sett í. Fóðrinu verður dreift um alla Luxemborg, auk aðliggjandi svæða í hinum lönd- unum þremur. Refir eru helstu smitberar sjúkdómsins og hingað til hefur einkum verið beitt þeirri aðferð gegn sjúkdómnum að svæla út tófugreni. Umhverfisvemdar- menn hafa verið mjög andvígir þeirri aðgerð, þar sem hún sé grimmdarleg og verði jafnframt greifingjum að fjörtjóni, þar sem þeir deili grenjum með refiim. Luxemborg er fyrsta ríkið í Evr- ópu, sem hefur sett það í lög að gera beri refi ónæma fyrir hunda- æði. Svíþjóð: Bann við sölu hreindýrakj öts Stokkhólmi, AP. SÆNSK yfirvöld bönnuðu í gær „Þetta mál allt er bein ógnuii við sölu óskoðaðs hreindýrakjöts veg^na ótta við, að í því kunni að vera geislavirk efni frá Chem- obyl. „Frá og með deginum í dag verð- ur að skoða hvert einasta hreindýr áður en leyft verður að selja af því kjötið,“ sagði í tilkynningu stjóm- valda en við athuganir í sænskum sláturhúsum hefur komið í ljós, að allt að 70% af þeim 70.000 dýmm, sem á að fella á þessu hausti, hafa of mikið af geislavirkum efnum. tilveru okkar Lappanna," sagði Lars Pittsa, einn af frammámönn- um Lappa í Norðurbotni. Lappar hafa frá fomu fari lifað á hreindýra- búskap oggera enn að miklu leyti. Við sumar athuganir hefur cesí- ummagnið í hreindýrum mælst tífalt það, sem fólki er talið hættu- legast, og þetta geislavirka efni eyðist mjög hægt. Talið er, að það hverfi ekki úr hreindýramosa og öðrum gróðri fyrr en eftir fimm til tíu ár. Leeds aðdáendur láta ekki af ólátum Bradford, Englandi, AP. SVÍI, sem ásakaður er fyrir grjótkast á knattspyrnuleik milli Bradford og Leeds, var dæmdur í 28 daga fangelsi í gær, eftir að hafa játað sig sekan af ákær- unni. Mikil ólæti brutust út á knatt- spymuleiknum. Kveikt var í sölu- tumi og lögreglan grýtt. 60 manns vom handteknir og færa þurfti tvo lögreglumenn og níu knattspymu- áhugamenn í sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Ólætin áttu sér stað á Odsal leik- vanginum, sem Bradford City notar sem sinn heimavöll á meðan gert var við leikvang félagsins, en hann brann á síðasta ári. Þá létust 56 manns. Þá er þetta í fyrsta skipti í 15 mánuði sem hinum alræmdu stuðningsmönnum Leeds liðsins er ieyft að fylgja liði sínu til annarra borga. Þeim var bannað það eftir að 15 ára gamall unglingur tróðst undir á leik við Birmingham á síðasta ári. Svfinn er kunnur stuðningsmaður Leeds. Hann sá 26 leiki liðsins á síðasta keppnistímabili og 22 leiki á tímabilinu þar á undan. Ráð gegn nauðgurum: Hrópið „eldur“ frek- ar en „nauðgun“ Banisley, Englandi, AP. KONUR, sem verda fyrir árás nauðgara, er ráðlagft að hrópa frekar „eldur“ en „nauðgun", þar sem miklu meiri líkur eru á því að fólk bregðist við brunakalli, að sögn tveggja brezkra sérfræðinga í sjálfs- vörn. ¥ „Staðreyndin er sú að fólk leiðir hjá sér nauðgunarhróp, eða telur það gabb eða brandara. Brunakall er árangursríkara því fólk kemur alltaf út úr húsi til að horfa á eld og slökkvilið að starfi, auk þess sem það vill ganga úr skugga um að það séu ekki eigur þess sem kvikn- að hefur í,“ segir John Lang, annar sérfræðinganna, en hann er fyrrum hermaður og herlögregluþjónn. Lang segir að það sé einnig góð aðferð til að vekja athygli fólks að brjóta rúður í verzlunarglugga. ^1946111986^1 STÓRKOSTLEG HELGI FRAMUNDAN! ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ FÖSTUDAGS-OG LAUGARDAGSKVÖLD matargestum Heíðar. Þeír Um næstu helgi ^ ? verður að vanda míkíð um að vera í ÞÓRSCAFÉ. H S Dans- og s dægurlagasveítín SANTOS og SONJA Ieíka fyrír dansí. \ \ Jón Möller leíkur .' \ \ * Vi Ijúfa dinnertónlist p \' . * \ fyrír matargestí. ÓMAR RAGNARSSON skemmtír ásamt undírleíkara sínum Haukí félagar flytja glænýja og bráðfyndna skemmtí- dagskrá sem kítlar hláturstaugamar svo um munar. Munið að panta borð í tíma hjá veitinga hmmoj jm stjóra í síma 23335. Ragnar !3p0k A matseðlínum er Bjamason H ^ fjórréttuð glæsímáltíð: syngur R * / IM Yonémr: nokkrar w ||M rjómasveppasópa ^ívínwlAr J w MíUiréttur. MV!ftft5ot:iai ^ INNBÖKUÐ LAXASNEIÐ dægurflugur. \ Aðairéttur: f LÉTTSTEUCT LAMBAFILLÉ Jón og Ólí sjá um að spíla hnetutrifre öll nýjustu Iögín í diskótekinu. Snyrtilegur klæðnaður - aldurstakmark 20 ára. ÞÓRSCAFÉ; STÖÐUGT FJÖR ( 40 Ómar Ragnarsson Húsíð opnað kl: 20.00 Dískótekíð opnar kl: 20.00 opið tíl kl. 03.00 ÁRin ☆ ☆ ☆ ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.