Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 45 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Vog (23. sept.—22. okt.) í dag ætla ég að fjalla um hið dæmigerða Vogarmerki. Ein- ungis er Qallað um sólarmerk- ið og lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Opin og jákvœð Vogin er jákvætt, frumkvætt loftsmerki. Hið jákvæða tákn- ar að hún er opinn persónu- leiki, hið frumkvæða að hún tekur frumkvæði á sínu sviði og að ný byijun og nýr árstími, eða haustið, lýsir eðli hennar. Loft táknar að Vogin er fé- lags- og hugmyndamerki. Venus, pláneta samskipta, ástar, fegurðar og lista, er síðan stjómandi hennar. Félagslynd Vogin er merki samvinnu. Hin dæmigerða Vog er því ákaf- lega félagslynd. Segja má að hún verði að hafa fólk í kring- um sig. Af öllum merkjum á hún sennilegast erfiðast með einveru, enda finnur Vog sjálfa sig í gegnum samvinnu við aðra. Hjá sumum Vogum verður samvinnuhæfileikinn að listgrein og þá höfum við sáttasemjarann og stjóm- málamanninn, þann persónu- leika sem getur sett sig í spor allra og miðlað málum. Ljúf og þœgileg Skapferli hinnar dæmigerðu Vogar er best lýst með orðum eins og ljúf, þægileg, fáguð og mild. Vogin er hugarorku- merki. Hún reynir að láta hugsun sína og skynsemi stjóma gerðum sínum, er illa við að missa stjóm á skapi sínu eða láta lægri mannlegar hvatir stjóma sér. Þörf hennar fyrir samvinnu gerir að verk- um að hún reynir að vera þægileg við alla. Réttlát Einkennandi fyrir Vog er sterk réttlætiskennd. Ef Vogir sjá aðra beitta órétti eða sjá að hallað er á einhvem geta þær fyllst reiði. Vogin á því til, þrátt fyrir friðelskandi eðli, að beijast fyrir rétti annarra. Óákveðin Samvinnuþörf Vogarinnar og þörf til að vega og meta öll möguleg og ómöguleg mál hefur sína skuggahlið. Hún er óákveðni og óhófleg tillits- semi. Vogin á því stundum erfitt með að ákveða hvað hún eigi að gera. Hún getur t.d. lent í töluverðum vandræðum í matvömverslun. „Ef ég kaupi kjöt verður Jón óánægð- ur, en ef ég kaupi fisk hvað ætli Gunna segi? Kannski er best að hafa bæði kjöt og fisk ... og þá pylsur fyrir Kalla litla?“ o.s.frv. Þörf henn- ar fyrir samvinnu og frið gerir einnig að hún kaupir oft frið og bakkar með sínar eigin þarfir til að særa ekki aðra. Ósjálfstæði er því stundum akkilesarhæll Vogarinnar. X-9 GRETTIR LJOSKA Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hermann Lárusson og Ísak Ólafsson unnu Opna Þjóðvilja- mótið sem fram fór sl. laugardag í Gerðubergi í Breiðholti. Sigur þeirra gat þó ekki naumari ver- ið, því þeir vom jafnir Jörundi Þórðarsyni og Hjálmari S. Páls- syni með 973 stig, en þar sem þeir voru hærri eftir fyrstu um- ferð töldust þeir í fyrsta sæti. í þriðja sæti voru Gissur Ingólfs- son og Helgi Ingvarsson með 962 stig. Meðalskor var 840 stig. Það þarf töluverðan meðbyr til að vinna sutt tvímenningsmót eins og þetta, en það er þó ekki hægt að segja að þeir Hermann og Isak hafí haft heppnina með sér í þessu spili úr mótinu: Norður gefur; N/S á hættu. Vestur ♦ DG102 ¥ DG954 ♦ 42 + 32 Norður + 7 VÁ10 ♦ ÁD97 + ÁDG765 Austur + 93 ¥8732 ♦ KG65 + 984 Suður ♦ ÁK8654 ¥ K8 ♦ 1083 + K10 Hermann og ísak náðu ágæt- um tvímenningssamningi á spil N/S, eða sex gröndum. Sá samn- ingur vinnst í 75% tilfella, því það er nóg að annað hvort kóng- ur eða gosi í tígli liggi fyrir svíningu. En í þessu tilfelli átti austur bæði lykilspilin og því tapaðist slemman. Það voru ekki mörg pör sem náðu slemmu á þessi spil, hvað þá að menn næðu þeirri bestu, sem er 7 lauf. Sú slemma vinnst með því að fría spaðann. Botninn í spilinu fengu Guðm. Páll Amarson og Símon Símon- arson. Þeir spiluðu sex grönd eins og sigurvegaramir, en fengu dobl í hausinn frá Þórði Sigfússyni. Þórður og félagi hans Bragi Bjömsson nældu þrnrnig í 200 og það dugði í topp- vr* Umsjón Margeir Pétursson Á íslandsmótinu í Grundar- fírði, sem nú stendur yfír, kom þessi staða upp í þriðju umferð í viðureign alþjóðlegu meistar- anna Sævars Bjamasonar, sem hafði hvítt og átti leik, og Karls Þorsteins. Karl hafði rétt lokið við að leika illa af sér, 37. Kg7 - f6?? ForystumaÖur Framantalið er einungis möguleg skuggahlið og sem betur fer ná margar Vogir að yfirvinna þessa þætti. Enda er Vogin frumkvætt merki og getur tekið og tekur iðulega foiystu á félagssviðum. ListamaÖur Öðrum merkjum fremur má segja að Vogin sé listræn. Hún hefur gott auga fyrir litum, formi, hlutfollum og fegurð. Vog líður illa í Ijótu og grófu umhverfi. Margar Vogir fást því við listir eða svið tengd fegurð. Þær eru fagurkerar og kunna vel að njóta þess góða og jákvæða sem lífíð býður upp á. SMÁFÓLK Og ég óska þér líka til hamingju með „Dag einkaritarans"! 'ANP A "NAPPV SECRETARIES PAV " TO VOU, T00 í Sævar hugsaði sig um í tvær mínútur en sá samt ekki vinn- inginn: 38. Hf7+ — Ke5 (eða 38. — Kg5), 39. Hxf5+ ogsvarta drottningin fellur. í stað þess lék hvítur: 38. DxeST? — Rxe3, 39. ttxb7 — Hd2+ og í þessari von- lausu stöðu féll hvítur á tíma. »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.