Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 - segir Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. „MENN eru almennt sammála um að þessi kaupstefna hafi te- kist framar öllum vonum“, sagði Kjartan Lárusson, forsU'óri Ferðaskrifstofu ríkisins, er hann var spurður hvernig til hefði te- kist með fyrstu Norð-Vestur- ferðakaupstefnuna, sem lauk í Laugardalshöll á sunnudag. Kjartan sagði, að þótt ekki lægju fyrir nákvæmar tölur um afr- asktur ráðstefnunnar væri það sín skoðun, að þar hefði verið lagður grunnur ferðaviðskiptum sem næmi þremur til fimm mill- jörðum íslenskra króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem þess- ar þrjár litlu þjóðir, íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar standa saman að svona ferðakaup- stefnu og miðað við allar aðstæður er óhætt að segja að myndarlega hafi verið að þessu staðið", sagði Kjartan ennfremur. „Það var ánægjulegt að sjá hversu ferða- málasamtök, víðs vegar um landið, stóðu sig vel í að kynna sína lands- hluta í ljósi þess að þetta er i fyrsta skipti sem margir þessara aðila koma nálægt slíkum hlutum." Kjartan sagði, að um 70 aðilar í ferðaviðskiptum frá Ameríku og Evrópu hefðu sótt kaupstefnuna sem væri mjög góður árangur. „Það er auðvitað aldrei hægt að gefa upp einhverja ákveðna tölu um árangur- inn af slíkum kaupstefnum. En þar sem að þama voru svo að segja allir stærstu seljendur íslands er- lendis, það er allir helstu þjónustu- þættir ferðamálanna og helstu kaupendur erlendis að íslenskri ferðaþjonustu, kæmi það mér ekki á óvart þótt þama hefði verið lagð- ur grunur að viðskiptum, sem að á næsta ári gætu skilað íslenska þjóð- arbúinu eitthvað á milli 3 til 5 milljörðum íslenskra króna í erlend- um gjaldeyri", sagði Kjartan. Hér má sjá likan af íslenskum torfbæ, sem sýndur var á vegum Ferðaþjónustu bænda. Kjartan kvaðst byggja þessa á íslenskum ferðamálum fyrir skoðun sína á tölum frá Þjóðhags- síðasta ár, en þar er meðal annars stofnun þar sem miðað er við úttekt gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur Ferðakaupstefnan í Laugardalshöll: Grunnur lagður að viðskiptum upp á 3 til 5 milljarða króna af erlendum ferðamönnum hafi ve- rið 3 milljarðar, þar með innifalin fargjöld og eyðsla innanlands. Kjartan sagði að þegar þetta væri skoðað frekar kæmi í ljós að gjald- eyristekjur af ferðaúvegi í heild, þar með innifaldar gjaldeyristekjur íslenksra flugfélaga, hefðu verið um, 3.6 milljarðar til viðbótar. „Ég reikna með að á þessari kaupstefnu hafí verið gengið frá um 85% viðskiptanna hvað varðar sölu á Islandi erlendis þannig að ljóst er að þama voru gerð stór viðskipti þótt það hafi ef til vill ekki borið mikið á því og yfirvöld ekki sýnt þessu mikinn áhuga“, sagði Kjartan. „Það er ekki mjög oft sem svona hlutir eru gerðir yfir eina helgi hér á landi þótt yfirvöld hefi ekki séð ástæðu til að vera með neina stórkokteila eða taka þátt í þessu frekar en fyrri daginn þegar ferðamál eiga í hlut. Það við- horf á kannski eftir að breytast þegar þessir peningar fara að skila sér inn á næsta ári. Ríkið fær hlut- fallslega langstærsta hlutann af tekjunum af erlendum ferðamönn- um, en skutlar aðeins litlum 18 milljónum í alla uppbyggingu ferða- mála og þykist svo ætla að gera mikil viðskipti. En þetta er önnur saga og aðalatriðið er að þessi ferðakaupstefna gekk framar von- um okkar allra, sem að þessu stóðu", sagði Kjartan Lárusson. Heimsmeistaraeinvígið verður spennandi: Karpov vann biðskákina SKÁK Bragi Kristjánsson KARPOV vann biðskák 18. skákarinnar auðveldlega sl. laugardag, og við það er heims- meistaraeinvígið orðið mjög spennandi. Kasparov hefu ráð- ið ferðinni í einvíginu, og náði þriggja vinninga forskoti eftir 16 skákir. Flestir töldu stöðu Karpovs þá vonlausa, en hann var ekki á sama máli. Hann vann bæði sautjándu og átjándu skákina, þannig að staðan er nú sú, að Kasparov hefur 9 'h v., en Karpov 8V2 v., og sex skákum er ólokið. Kasparov nægja 12 vinningar til að halda titlinum, þannig að Karpov þarf 4 vinninga til að ná heimsmeist- aratitlinum aftur. Næsta skák verður tefld á morgun og hefur Karpov hvitt. Margir telja þá skák ráða úrslitum uin mögu- leika hans til að vinna einvígið. Atjánda skákin fór í bið í eftir- farandi stöðu: Biðleikur Kasparovs var 41. Hh4 Sennilega besti biðleikurinn, þótt athuga mætti, hvort 41. Hxg7+ gefi meiri möguleika til að veita viðnám. 41. - Hgd8, 42. c4 - Hdl+, 43. Ke2 - Hcl, 44. a6 — Næstu leikir eru þvingaðir, því svartur hótar einfaldlega — Hc2+, - Hd3 — b3 — bl mát. 44. - Hc2+, 45. Kel - Ha2, 46. Hb6 - Hb3, 47. c5 - Hal+, 48. Ke2 - Ha2+, 49. Kel - g3! Þessi leikur tryggir Karpov ör- uggan sigur. 50. fxg3 - Hxg3, 51. Kfl - Hgxg2, 52. Bel - Hgc2, 53. c6 - Hal, 54. Hh3 - Svartur hótaði 54. — Hccl ásamt 55. — Hxel+ o.s.frv. 54. - f4, 55. Hb4 - Kf5, 56. Hb5+ - e5, 57. Ha5 - Hdl! Nú kemst hvíta a-peðið upp í borð og verður að drottningu, en á meðan verður hvítur mát. 58. a7 — e3 og Kasparov gafst upp, því hann verður mát eftir 59. Hf3 (svartur hótaði 59. — Hf2+ ásamt 60. — Hxel mát) 59. - Rh5, 60. a8D - Rg3+, 61. Hxg3 (61. Kgl - Hxel+, 62. Hfl - Hxfl mát) 61. - Hf2+, 62. Kgl - Hxel mát. Nlætum frosti með ESSO þjónustu og ESSO f rostlegi! Jafnvel þótt þú gerir ekkert annað fyrir bílínn þinn skaltu ganga úr skugga um frostþol vélarinnar. Það er öryggisatriði sem gæti reynst dýrt að gleyma. Renndu við á næstu bensín- eða smurstöð ESSO og fáðu málið á hreint. Okkar menn mæla frostþoliö fyrir þig og bæta ESSO frostlegi á kælikerfið ef með þarf. Rétt blandaður ESSO frostlögur veitir fullkomna vernd gegn frosti. Einnig ryði og tæringu allra málma sem notaðir eru ( kælikerfum bensín- og dísilvéla. ESSO FROSTLÚGUR - MARGFÚLD VERND! Olíufélagið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.