Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 12
12 jsswjjy^ ■ .» '-v. •*•- *. —•*• * ■• >,v' - fr \ >■ 'r-f T* MORGUM0LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Sinfóníuhljómsveit æskunnar DÆLUR úr ryðfríu stáli • 1 og 3ja fasa. • Til stýringar á vatnsrennsli. • Einstök gæði, góð ending og fágað útlit. = HÉÐINN = Tónlist Jón Ásgeirsson Nú er það orðinn árviss við- burður að Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð og að þessu sinni var stjómandinn Mark Reedman. Einleikari var Gerður Gunnarsdóttir en við- fangsefnin voru eftir Wagner, Haydn og Shostakovich. Fyrsta verkið var Rínar-ferð Siegfrieds úr Ragnarökum eftir Wagner. Þar sem nomimar spilla gæfuvef heimsins og er vefur þeirra slitn- ar, vita þær að Ragnarök eru stutt undan. Er Brynhildur og Sigurður kveðjast fær hún hringinn sem tryggðarpant en Sigurður hestinn Grana að láni. Þar hefst Rínar- ferð hans. Þessi hljómsveitarþátt- ur er marg samansettur. Fyrst má heyra „ástaijátninguna" í strengjum og klarinetti, þá þema Sigurðar í horaunum. Síðan koma fleiri þemu, eins og þau sem tákna vafurlogann, er heyrist í strengja- sveitinni Rínar-Rían-þemað í lúðmnum og þema hringsins. Allt er þetta útfært með glæsibrag og var leikur hljómsveitarinnar á köflum mjög góður. Annað verkefnið á tónleikunum var fiðlukonsert eftir J. Haydn. Nokkur vafí leikur á því að mörg þeirra verka sem gefin eru út undir katalógmerkingum von Ho- boken, séu rétt „feðruð“ og eru t.d. margir af svonefndum fíðlu- konsertum Haydns til í útgáfum þar sem tilteknir em höfundar eins og Stamitz, Michael Haydn og Cannabich. Það var t.d. mun meira af Stamitz í þessu verki en vant er að fínnast hjá Haydn. Hvað sem því líður, þá var flutn- ingur verksins ágætur og tókst Gerði Gunnarsdóttur mjög vel upp í fyrsta og öðmm þætti, þrátt fyrir að túlkun hennar væri ef til vill einum of þmngin fyrir tónlist, sem allt að því er í barokk-stíl. Síðasta verkið var sú fimmta eft- ir Shostakovich en það verk er eitt af vinsælustu sinfóníum rúss- neska meistarans. Hljóðfæraleikaramir ungu fluttu verkið mjög glæsilega og er ljóst af leik þeirra, að stjóm- andinn, Mark Reedman, hefur sérlegt lag á því að laða fram sterka leikræna túlkun, sem ekki er lítilvægt mál, þegar um unga og ekki mjög reynda hljóðfæra- leikara að ræða. Þessir ánægju- legu tónleikar vitna um að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi og að framtíð tónlistar hér á landi verður í góðum höndum, þar sem þetta unga fólk er. Béla Bartók sagði eitt sinn, að er hann tók til við að semja, hafi honum orðið Ijóst að sköpun tónlistar yrði að vera helgaður manbætandi mark- miðum, annars er hætta á að hið uppvakta afl fjöldans geti eitrast og umsnúist í afskræmingu. Tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar er lýsandi dæmi um það hversu stórbrotin sú mannfylking getur orðið, þegar vel tekst til í vefnaði örlaganornanna. Þarna gat að heyra hetjuóð eftir Wagn- er, byggðan á stórbrotinni örlaga- sögu Niflunga, tónfagran leik í fíðlukonsert eftir Haydn og stór- brotið og persónulegt tónaljóð eftir Schostakovich, flutt af íslenskum ungmennum undir stjóm bandaríska fíðluleikarans og stjómandans, Mark E. Reed- man. Þetta var því mikil og stórkostleg veisla. VÉLAVERSUUN, SfMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Danmörk: FÆRIBANDA- MÓTORAR • Lokaðir,olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER iHróöleikur og X. skemmtun fyrirháa semlága! Ráðstefna nor- rænu húsmæðra- samtakanna í Köge Jónshúsi. DAGANA 13. og 14. september var ráðstefna Norrænu hús- mæðrasamtakanna haldin í Köge skammt fyrir sunnan Kaup- mannahöfn. Ráðstefna sem þessi er haldin á Norðurlöndunum til skiptis fjórða hvert ár, en árlega er samnorrænt húsmæðraorlof haldið. Ingiríður drottning, sem er vemd- ari danska kvenfélagasambandsins, var viðstödd setningu þingsins, en þar bauð danski formaðurinn, Anita Juncker-Jörgensen, gesti velkomna og formenn hinna norrænu sam- bandanna fluttu ávörp, þ.á.m. fráfarandi formaður Norrænu hús- mæðrasamtakanna, Birgitta Bröckl frá Finnlandi. Einnig ávörpuðu gestir frá kvenfélögum í Færeyjum, Grænlandi, frá Suður-Slésvík, formaður þýska kvenfélagasam- bandsin og fulltrúi ACWW, Alþjóða- sambands sveitakvenna, Hilde Stewart frá írlandi, sem er forseti Evrópudeildar ACWW ráðstefnuna. Þá lék unglingalúðrasveit frá Köge þjóðsöngva Norðurlandanna. Alls voru ráðstefnugestir 170 talsins, þar af átta fulltrúar frá Islandi og bjuggu þeir allir á Hotel Hvide Hus í Köge. Umræðuefni fundarins var: „Húsmóðir á síðasta áratug aldarinnar, hver verður það og hvernig“. Fjögur erindi voru flutt er tengjast efninu. Það fyrsta nefndist „Lífsstíll árið 2.000", sem Rolf Jensen, forstjóri skrifstofu fyr- ir framtíðarrannsóknir flutti. Næst talaði hinn þekkti Sten Hegeler cand. psyk. um sambúðarvandamál og vakti mál hans miklar umræður lengi kvölds. Næsta dag ræddi Kamma Langberg cand. polit ljár- hagslega hlið heimilisstarfanna, sem næsti ræðumaður, Inger Koc- h-Nielsen cand. jur., vildi kalla íjölskylduvinnuna. Erindi hennar bar heitið Kvenhlutverk. Var síðan unnið í hópum og niðurstöður flutt- ar í fundarlok. Borgarstjórinn í Köge, Jörgen Jörgensen, tók á móti norrænu full- trúunum í ráðhúsinu í Köge og sagði sögu staðar og menningar. Síðara kvöldið var mikil veisla með skemmtiatriðum og kveðjuávörpum formanna og annarra gesta. Þá fóm fram formannaskipti í NHF Kynningarnámskeið í PSYKOPRAMA (Leikræn þerapía) Girit Hagman geðlæknir og „psykoprama" þera- pisti ásamt Helga Felixsyni, leiðbeinandi í leik- rænni tjáningu og „Psykoprama" þerapisti, verða með helgarnámskeið 27.-28. sept. í Mið- bæjarskólanum. Námskeiðið er ætlað t.d. kennurum, starfsfólki á sjúkrahúsum ásamt þeim sem hafa dagleg sam- skipti við fólk og vilja kynna sér „psykoprama" sem vinnuaðferð. Einnig höfðum við til þeirra sem vilja kynnast nýjum leiðum til persónuleikaþroska og andlegrar veílíðunar. Upplýsingar og innritun f síma 91-18325 fyrir kl. 12.00 og eftir kl. 18.00. Ath.: Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Gódan daginn! i Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir Frá vinstri: Hilde Stewart, Evrópuforseti ACWW, Svandís Péturs- dóttir, Akranesi, og María Pétursd+ottir, formaður Kvenfélagasam- bands Islands. og tók nú formaður sænsk-finnska landa sínum frá finnska samband- sambandsins, Birgitta Vikström, inu, Marttaliitto. erkibiskupsfrú, við embættinu af G.L.Ásg. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum: Utankj ör staða- atkvæðagreiðsla hefstí dag Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi hefst í dag kl. 17 og verður ko- sið á þrettán stöðum í kjördæm- inu. Auk þess er hægt að kjósa á skrifstofum Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík og á Akureyri. Sjálft prófkjörið vegna alþingis- kosninganna fer fram 11. og 12. október n.k. Rétt til þátttöku hafa allir flokksbundnir sjálfstæðismenn sem búsettir eru í kjördæminu, svo og þeir sem undirritað hafa stuðn- ingsyfírlýsingu við flokkinn, samhliða prófkjörinu og náð hafa 18 ára aldri prófkjörsdagana. Níu manns hafa gefíð kost á sér í prófkjörinu. Það em Hildigunnur Lóa Högnadóttir, verslunarstjóri, Matthías Bjamason, ráðherra, Olaf- ur Kristjánsson, skólastjóri, Oli M. Lúðvíksson, skrifstofustjóri, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, alþing- ismaður, Einar K. Guðfínsson, útgerðarstjóri, Guðjón A. Kristjáns- son, skipstjóri, Guðmundur H. Ingólfsson, skrifstofustjóri, og Hallgrímur Sveinsson, bóndi. Að sögn Engilberts Ingvarsson- ar, formanns kjömefndar, liggja kjörskrár frammi hjá formönnum lq’örstjóma, sem jafnframt veita allar nánari upplýsingar um próf- kjörið. Kjörstjómir og formenn þeirra eru á eftirtöldum stöðum: Isafjörður: Jens Kristmannsson; Bolungarvík: Sólberg Jónsson; Súðavík: Sigurður B. Þórðarson; Isafjarðardjúp: Benedikt Eggerts- son; Ámeshreppur Arinbjöm Bernharðsson; Hólmavík: Ríkharð- ur Másson; Austur-Barðastranda- sýsla: Ingi Garðar Sigurðsson; Patrekshreppur: Hafliði Ottóson; Tálknafjörðun Jón Bjamason; Bíldudalur: Hannes Friðriksson; Þingeyri: Þórir Öm Guðmundsson; Flateyri: Eiríkur G. Guðmundsson og Suðureyri: Guðjón Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.