Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 33

Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 fMtaspniMafeitfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Lausn á Rainbow-deilu Samskipti íslands o g Bandaríkjanna hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Hafa sést greinileg merki þess, að íslendingum er misboðið vegna þess að þeir telja, að stjómvöld í Washington sýni ekki nægilegan skilning á brýnum hagsmunamálum þeirra. Þar ber hæst deiiuna um sjóflutninga fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli, Rainbow-málið, hvaladeiluna og umræður um kjötsölu til vamarliðsins. Af þessum málum hefur Rainbow-deilan verið lengst á dagskrá, sem sameiginlegt úr- lausnarefni ríkisstjóma land- anna. Vegna hennar greip Albert Guðmundsson, þáver- andi fjármálaráðherra, til þess ráðs að ætla að banna banda- ríska vamarliðinu að flytja hrátt kjötmeti til landsins. í stuttu máli snýst þessi deila vegna sjóflutninganna um það, að á fyrri hluta árs 1984 gerði bandaríska skipafélagið Rain- bow Navigation kröfu til þess að fá alla farma vamarliðsins; ætti félagið óskoraðan rétt í þessu efni í skjóli bandarískra laga frá 1904, sem hér á landi hafa verið nefnd einokunarlög. Geir Hallgrímsson, þáver- andi utanríkisráðherra, mótmælti þessari skipan mála strax og meðan hann gegndi ráðherraembætti átti hann nokkra fundi um málið með George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Setti Geir þar fram þá kröfu, að jafnræði ríkti með íslenskum og bandarískum skipafélögum. Bandaríkjastjóm reyndi að fá einokun Rainbow hnekkt fyrir dómstólunum. Hún varpaði fram hugmynd um skaðabæt- ur til íslensku skipafélaganna, þar sem tekið væri mið af því, að um flutning fyrir 10 milljón- ir dollara (rúmar 400 milljónir króna) væri að ræða á ári. Rætt var um það, að íslensku skipafélögin semdu um málið á „viðskiptalegum" grundvelli. í sumar lagði bandaríska flota- málaráðunejdið fram tillögur um nýjar reglur um flutninga fyrir sjóherinn. Þannig mætti áfram telja; málið leystist ekki annað hvort vegna andstöðu í Bandaríkjunum eða hér. Matthías Á. Mathiesen ítrekaði kröfur Geirs Hall- grímssonar eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra. Með því að neita í apríl sl. að taka á móti sendinefnd undir forystu Edwards Derwinski, háttsetts embættismanns í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu, sýndi Matthías í verki, að þolinmæði íslendinga væri á þrotum. Fyrir fáeinum vikum lýsti Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, síðan yfír, að úr því sem kom- ið væri, ættu stjómvöld ekki annarra kosta völ en að leggja fram frumvarp til laga á Al- þingi, sem miðaði að því að útiloka hina bandarísku einok- un. Þá kom í ljós að Alþýðu- flokksmenn voru með svipuð áform á pijónunum og stjóm- málamenn annarra flokka, þar á meðal Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, hafa talað almennum orðum um endurskoðun vamarsamn- ingsins. Samkomulagið, sem greint var frá á laugardag, sýnir, að Bandaríkjastjóm telur sér ekki fært að verða við óskum ís- lendinga um jafnræði nema með því að fá til þess sam- þykki öldungadeildar Banda- ríkjaþings; löggjafínn sjálfur þarf að ákveða það, hvort lög- in frá 1904 eigi við um sjó- flutninga til vamarliðsins á íslandi eða ekki. Bandaríkja- stjóm hefur með hinu nýgerða samkomulagi skuldbundið sig til að fá sérstöðu okkar viður- kennda í öldungadeildinni; meira verður ekki krafíst af handhöfum framkvæmda- valdsins þar í borg. Morgunblaðið fagnar þess- ari lausn á Rainbow-deilunni. Hún sýnir í senn, að íslensk stjómvöld með utanríkisráð- herra í broddi fylkingar hafa haldið skynsamlega á málinu og bandarísk stjómvöld viður- kenna enn þá sérstöðu, sem íslendingar hafa gert kröfu til að njóta allt frá því náið sam- starf þjóðanna hófst með stofnaðild þeirra að Atlants- hafsbandalaginu. Lækka vextir? eftir Jóhann J. Ólafsson Pyrir nokkru ákvað fjármála- ráðuneytið að takmarka sölu nýrra spariskírteina um leið og vextir af þeim voru lækkaðir í 6,5%. Vegna þeirrar aðgerðar einnar virðast margir halda að vextir almennt í þjóðfélaginu muni lækka. Það er hins vegar með breytingar á vöxt- um eins og flóð og fjöru, hvort tveggja er aðeins einkenni á hreyf- ingu heildarinnar, sem það er hluti af, efnahagslífsins eða úthafsins. Vextir eru afleidd stærð, sem ræðst af framboði og eftirspurn eftir láns- fé, sem aftur ræðst af arðsemi framkvæmda og spamaði í þjóð- félaginu. Til þess að hafa áhrif á vexti þarf að hafa áhrif á allt efna- hagslífið. Þótt ríkissjóður sem stærsti lántakandinn lækki þá vexti, sem hann býður, þarf það ekki að þýða vaxtalækkun almennt heldur einungis að ríkissjóður fær ekki jafnmikið fé að láni og áður. Valdboð ríkisins Ríkissjóður hefur lengi skapað sér forréttindi á lánamarkaði. I fyrstu með því að einoka þann rétt að bjóða verðtryggð lánsform og síðar með því að yfirbjóða aðra á lánamarkaðinum, hvoru tveggja á kostnað skattgreiðenda. Lánsfjár- hungur ríkisins hefur verið slíkt, að í ársbyijun voru seld spariskír- teini, sem báru 9% fasta vexti umfram verðbólgu til aldamóta, eða í næstu 14 ár. Þannig hefur ríkis- sjóður spennt upp aðra vexti og haldið vöxtum háum. Og sífellt virð- ast finnast ný verkefni, sem ríkis- sjóði liggur svo mjög á að ráðast í, að þau eru kostuð með lánsfé á hæstu vöxtum. Eitt slysið, sem un tefja fyrir lækkun vaxta, voru lög um hús- næðismál sl. vor. Eins og sagt var fyrir samþykkt laganna verður kostnaður ríkissjóðs af niður- greiðslu vaxta mikill baggi. Ríkis- valdinu virtist lausn á þeim vanda vera að lækka vexti af þeim skulda- bréfum, sem lífeyrissjóðirnir eru skikkaðir til að kaupa til þess að fjármagna húsnæðislánakerfið. Sumir eru þó alls ekki þeirrar skoð- unar, að vextir hafi lækkað, heldur hafi ríkissjóður verið að bjóða óvenju háa vexti sé til langs tíma litið. Og vissulega eru 6,5% fastir raunvextir til næstu 25 ára háir vextir, þegar 1—2% raunvextir yfir lengra tímabil eru þeir vextir, sem við sjáum til jafnaðar, þegar litið er til reynslu sögunnar. Engu að síður heyrðust skömmu seinna þær raddir, að þessi ráðstöfun myndi verða til þess að lækka vexti í landinu og jafnframt var skorað á lánveitendur, banka og sparisjóði, að fylgja góðu fordæmi og lækka útlánsvexti sína. En vextir hafa síður en svo lækk- að. Að vísu hefur ávöxtun spariskír- teina á Verðbréfaþingi íslands lækkað í um 7,5%—8% frá um 9% fyrir mánuði, en viðmiðunin er alls ekki nægilega áreiðanleg, þar sem hún byggir á kaup- og sölutilboðum Seðiabanka íslands, sem er fulltrúi ríkissjóðs. Ávöxtun annarra verð- bréfa á þinginu er hins vegar óbreytt. í þessu efni eru heldur ekki öll kurl komin til grafar vegna yfirstandandi innlausnar á spari- skírteinum. Nú eru útistandandi um 1,5 millj- arðar króna í innleysanlegum spariskírteinum. Þar af er um hálf- ur milljarður í bréfum frá 1972, sem bera ekki lengur vexti og svipuð fjárhæð er útistandandi í bréfum frá öðrum árum, sem borgar sig að leysa inn vegna lægri vaxta. Miðað við kjör á Verðbréfaþinginu gætu eigendur þeirra því innleyst bréfin og keypt eldri bréf á þinginu og fengið þannig 1%—1,5% hærri vexti en boðnir eru á „skiptibréfum" ríkissjóðs. Ríkissjóður er vafalaust ekki reiðubúinn að missa þannig einn milljarð króna út úr veltunni, og kann því að þurfa að bjóða á ný hærri vexti í samkeppninni um sparifé landsmanna. Þetta sýnir okkur, að sparifé landsmanna er enn alltof takmark- að. Hvað veldur? Hallinn á ríkissjóði og forgangsafgreiðsla á lánsfé til tilekinna verkefna eru veigamestu skýringamar. Orsakir hárra vaxta í kjarasamningunum í febrúar sl. féllst ríkisstjómin á að þvinga lífeyrissjóðina til að ráðstafa 55% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum ríkissjóðs og láta andvirðið renna til húsnæðislána. Á næsta ári, 1987, má gera ráð fyrir að 3,5 milljarðar króna af fé lífeyris- sjóðanna, sem áður gat mnnið til lána til atvinnulífs og einstaklinga, óháð húsbyggingum, fari í þennan Jóhann J. Ólafsson „Þann 1. nóvember nk. verða vextir gefnir fijálsir. Það frelsi eins og ailt annað frelsi í verðlagsmálum mun leiða til jafnvægis á peningamarkaðinum og samræmdari vaxta- töku. Vextir þurfa hins vegar einnig að lækka, en til þess að sá árang- ur náist, verður ríkis- valdið að vinna með lánsfjármarkaðinum en ekki á móti.“ farveg. Miðað við núverandi for- sendur verður féð tekið að láni á 6,5% vöxtum en lánað út á 3,5% vöxtum til alit að 40 ára. Hér er gífurlegur vaxtamunur á ferðinni, sem nemur 105 milljónum króna bara af hluta lífeyrissjóðanna fyrsta árið og sé litið á málið frá sjónar- hóli einstaklingsins nemur niður- greiðsla á vöxtum 775.000 krónum að núvirði miðað við hámarkslán til einstaklings. Hvatningin er því Sauðfjárslátrun hafín á Blönduósi Blönduósi: Sauðfjárslátrun hófst hjá Sölufé- lagi A-Hún. á Blönduósi 16. september sl. Áætlað er að slátra 47.487 dilkum, sem er um 2.44% fleira en á sl. ári og 4.061 full- orðnum kindum, sem er 2.87% fækkun frá fyrra ári. Alls er þvi áætlað að slátra 51.548 fjár, sem er 1.231 kindum fleira en sl. ár. Sláturtíð hófst með því að lömbum úr beitartilraun á Auðkúluheiði var slátrað. Reyndist meðalþungi lam- banna vera 13.33 kg sem er mun betra en var sl. haust. Ur léttbeitta tilraunahólfinu reyndist meðalfall- þungi vera 14.20 kg úr meðalbeitta hófinu var meðalvigtin 13.25 kg og þar sem beitin var þyngst reyndist meðalfallþungi dilkanna vera minnstur eða 12.95 kg. Það hefur í gegnum árin verið samhengi á milli fallþunga tilraunalambanna og fallþunga lambanna á sláturhúsinu almennt. Svo virðist ekki vera að þessu sinni, að sögn Gísla Garðars- sonar, sláturhússtjóra á Blönduósi. Dilkar virðast vera lakari í ár en í Einar Guðlaugsson og Gísli Garð- arsson með fituþykktarmæli. fyrra. Til gamans má geta þess að meðalvigtin á sláturhúsinu fyrsta daginn í fyrra var 14.58 kg en hún er ekki nema 13.32 kg núna. í lok síðastliðinnar viku var búið að slátra, 5125 dilkum og var meðal- vigtin 13,92 kíló. Gísli sagði að aldrei hefði gengið eins illa að ráða fólk til starfa sem nú. Við slátrun- ina starfa nú um 100 manns en það vantar enn um 15 til 20 manns svo fullráðið sé. Auk þessa er mikið af nýju fólki, sem er óvant þessum störfum. Gísli sagði ennfremur að skólafólk, sem núna starfaði í slát- urhúsinu færi í vikunni og skapaðist þá vandræðaástand. Það er fyrirsjá- anlegt að sú áætlun, sem gerð hefur verið um slátrunina stenst ekki, rætist ekki úr vinnuaflsskortinum fljótlega. Gert var ráð fyrir því að slátra 2.000 íjár á dag og ljúka sauðfjárslátrun 22. eða 23. október en þetta dregst eitthvað ef ekki rætist úr bráðlega, sagði Gísli Garð- arsson að lokum. Jón Sig. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 33 óvefengjanlega að menn skuli leggja fé í íbúðarhúsnæði fyrst og fremst. Með þessu er verið að hvetja okkur til að veija meira fé til eigin húsnæðis en við annars gerðum. Afleiðingar þessa láta ekki á sér standa. Verðhækkun hefur orðið á húsnæði í stað aðhalds áður til lækkunar byggingarkostnaðar. Eft- irspum eftir lóðum hefur skyndi- lega vaxið. Spenna hefur myndast á vinnumarkaði og biðraðir eftir húsnæðislánum virðast í uppsigl- ingu. Þegar ríkisvaldið hólfar lánamarkaðinn þannig niður og rek- ur ríkissjóð með miklum halla, eykst þrýstingur á þann hlusta lánamark- aðarins, sem er til ráðstöfunar fyrir aðra, almenning og atvinnufyrir- tækin. Aukið fijálsræði í vaxtaákvörð- unum og virkari fjármagnsmarkað- ur hefur þó tvímælalaust haft hér mótverkandi jákvæð áhrif. Sparifé í bönkum hefur stóraukist, meira jafnrétti er nú milli lántakenda og nýting lánsfjár hefur orðið hag- kvæmari. Samt vantar enn mikið á, að lánskjör á lánamarkaðnum séu í innbyrðis samræmi við áhættu hvar sem er á markaðnum. Kjör og ráðstöfun fjár ræðst því miður ekki enn fyrst og fremst af fram- boði og eftirspum. Enn eru lánskjör mismunandi eftir því hvort lánið er tekið í banka, hjá fjárfestingarlána- sjóði eða í lífeyrissjóði, á verðbréfa- markaði eða í almennum lánsvið- skiptum einkaaðila í verlsunarkaup- um. Skýringin er misvíðtækt frelsi þessara lánveitenda til að ákveða vexti og kjör eigin lána. Sem dæmi gilda ekki sömu heimildir til vaxta- töku á sambærilegum lánum og hefur Seðlabankinn jafnvel gengið svo langt að reyna að þvinga fram mismunandi kjör á sama lánsskjal- inu. Með því að halda niðri vöxtum á einum hluta markaðarins, t.d. íbúð- arlánum, eykst eftirspumin eftir þeim lánum og minna verður til skiptanna fyrir aðra, sem jafnframt þurfa að greiða hærri vexti af því takmarkaða fé, sem eftir situr, þeg- ar forgangshóparnir hafa fengið sitt. Lágir vextir á einum hluta markaðarins eiga sér þannig and- svar í óþarflega háum vöxtum annars staðar 'markaðinum. Leiö til lægri vaxta Vænlegasta leiðin til að lækka þá raunvexti, sem nú em hæstir á markaðnum, er að hætta þeirri óeðlilegu mismunun í vaxtakjörum, sem ríkisvaldið hefur stundað, þannig að samræmi skapist í vaxta- kjömm hvar sem er á markaðnum. Fijáls ákvörðun vaxta er eina rétta leiðin í þessu efni og löngu tíma- bær. Atvinnulífið býr nú við mjög háa vexti til að fjármagna rekstur sinn og fjárfestingar. Fyrirtækin hafa bmgðist við þessum breyttu aðstæðum með vandaðri fjárfest- ingum, hagræðingu, sameiningu og aukningu eigin fjái'. Önnur hafa hins vegar þurft að hætta starfsemi eða jafnvel orðið gjaldþrota. End- umýjun sem þessi er að vissu marki eðlileg og er að nokkm leyti heil- brigðismerki í atvinnulífínu. Hinu er þó ekki að leyna, að vextir til atvinnurekstrar verða að fara lækk- andi, ef ekki á að leiða til vandræða. En það verður að gerast með því að ríkið verði ekki áfram eins þurftafrekt á peningamarkaðinum og það hefur verið hin síðari ár. Þann 1. nóvember nk. verða vextir gefnir fijálsir. Það frelsi eins og allt frelsi í verðlagsmálum mun leiða til jafnvægis á peningamark- aðinum og samræmdari vaxtatöku. Vextir þurfa hins vegar einnig að lækka, en til þess að sá árangur náist, verður ríkisvaldið að vinna með lánsfjármarkaðinum en ekki á móti. Það verður að leita allra ráða til að minnka halla á ríkissjóði og minnka þannig hinn gífurlega þrýsting á lánsljármarkaðinum. Það verður einnig að hætta að hólfa lánsfjármarkaðinn niður og hætta að taka fé til hliðar, sem lánað er til gæluverkefna á afbrigðilegum kjömm. Til em brýnni verkefni, sem snerta alla landsmenn og framtíð þjóðarinnar, en þau em stöðugt verðlag og uppbygging atvinnulífs- ins. Lokaorð Nú ríður svo á að efla sparnað enn frekar, ná jöfnuði á lánsfjár- markaði, styrkja gjaldmiðilinn og istöðugt verðlag. Til þess að svo megi verða þarf að ná jöfnuði í fjár- málum ríkissjóðs með niðurskurði útgjalda. Lækkun óbeinna skatta sló á hraða verðbólgunnar. Halla- rekstur ríkissjóðs og afskipti hans af vaxtamálum spennir hins vegar upp vextina og getur magnað öldur efnahagslífsins, svo að þær verða að stórbrimi, sem dregur efna- hagsávinninginn burt með útsog- inu. Það má ekki verða að við náum niður verðbólgunni og nokkmm stöðugleika í efnahagslífinu aðeins til að sjá á eftir þessum árangri út í hafsauga. Höfundur er formadur Verzlunar- ráðs Islands og formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Morgunblaðið/Jón Sig. Sauðfjárslátrun er hafin á Blönduósi og virðast dilkar vera rýrari en í fyrra. Erfiðlega gengur að ráða fólk til starfa, en það fólk sem nú starfar við slátrunina lætur sitt ekki eftir liggja svo vel megi ganga. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HALLDÓRU RAFNAR Við krossinn í Medjugoije í Júgóslavíu, þar sem María mey á að hafa birst fólki. Trúarvakning' í Austur-Evrópu - áhyggjuefni þarlendra ríkisstjórna UM ALLA AUSTUR-EVRÓPU hefur kristnum trúarhreyfingum vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum, þrátt fyrir 40 ára baráttu hinna kommúnísku stjórnvalda fyrir trúlausu þjóðfélagi. í Tékkóslóvakíu þar sem kenningu Karls Marx, um að „trúar- brögð séu ópíum fólksins", er haldið hátt á lofti, hefur meðlimum kristinna safnaða fjölgað mjög. í Júgóslavíu segist rúmur helming- ur ungs fólks vera trúaður og í Ungveijalandi hefur kaþólska kirkjan fengið leyfi til að koma aftur á fót nunnureglu. Baptistar í Rúmeníu eru taldir vera um 200.000 talsins, þó þeir hafi mátt sæta ýmiskonar ofsóknum af hálfu yfirvalda, eins og reyndar trúað fólk í öllum austantjaldslöndunum. í Albaníu hafa ofsóknirn- ar verið hvað mestar, en þrátt fyrir það hefur yfirvöldum ekki tekist að koma í veg fyrir að prestar störfuðu þar. Astæður þessarar trúarvakn- ingar eru ýmsar, en ein af þeim er án efa sú staðreynd, að kirkjan er eina sjálfstæða stofn- unin í Austur-Evrópulöndunum. Þar getur fólk rætt fijálslega um málefni, sem yfirvöld ætlast ekki til að séu á dagskrá hjá almenn- ingi. Unga fólkið hefur flykkst til fylgis við kristna trú og veldur það stjórnvöldun þessara ríkja verulegum áhyggjum, því æskan mun jú erfa landið og til þess að tryggja sig í sessi vilja stjórnvöld njóta óskoraðs stuðnings hennar. Er Karl Wojtyla, pólskur erki- biskup, var kjörinn páfí árið 1978, hafði það mikil áhrif á viðgang kaþólsku kirkjunnar í Austur- Evrópu. Hann tók sér nafnið Jóhannes Páll II og hefur verið óþreytandi við að styrkja trúbræð- ur sína í þessum löndum. í umburðarbréfí sínu í maímánuði sl. skilgreindi hann vandamálið er blasir við kommúnistastjómun- um, er hann lýsti hugmyndafræði marxismans og trúleysinu er af henni sprytti sem „andlegu skip- broti“. Fólkið fær ekki þá andlegu fullnægingu sem því er nauðsyn- leg og bíður því andlegt skipbrot. Páfí hefur fengið að heimsækja heimaland sitt tvívegis, en stjóm- völd í Tékkóslóvakíu hafa ekki viljað samþykkja að hann kæmi þangað . Tékknesk yfírvöld líta með vel- vilja á þá meðlimi kaþólsku klerkastéttarinnar, sem ekki deila á hið kommúníska þjóðskipulag. Með þeim sem gagnrýna er hins vegar fylgst og reynt að stemma stigu við aðgerðum þeirra. Franti- sek Tomasek, kardináli og erki- biskup í Prag, er einn fárra klerka sem þorir að láta í ljós sínar skoð- anir. Er hann gengur frá dóm- kirkjunni eftir messu á sunnudögum, hópast fólk saman meðfram leiðinni til þess að sýna samstöðu og mótmæla á þennan hljóðláta hátt kennisetningum veraldlegra yfírvalda. Vegna þessarar skiptingar kjósa margir Tékkar að starfa í leynilegum samtökum kristinna manna, er starfrækja biblíuskóla og halda messur á einkaheimilum. Séra Stanislav Maly, sem sat um skeið í fangelsi vegna þátttöku sinnar í þessu leynilega starfi, segir það nánast ógjörlegt fyrir ríkisvaldið að beija niður starfsemi hinna leynilegu kirkjudeilda, þar sem hún sé ekki miðstýrð, og þó einn hópur sé upprættur haldi aðrir áfram að starfa. I Albaníu eru öll trúarbrögð bönnuð og aðeins örfáar kirkjur og moskur fá að standa, sem eru merkilegar vegna byggingarstíls eða sögulegrar frægðar. Útvarps- stöðin „Frjáls Evrópa" hefur sagt frá því, að prestar hafí verið tekn- ir af lífí í Albaníu fyrir að predika Guðs orð, en þrátt fyrir það ber- ast fregnir um kirkjulegt starf þar í landi. Trúað fólk í Austur-Evrópu hefur á undanfömum 40 árum mátt þola margs konar þrenging- ar. í Rúmeníu hafa stjómvöld verið sérstaklega hörð í aðgerðum og m.a. beitt handtökum og nauð- ungarflutningum til þess að hræða fólk frá starfi í trúfélögum, en án mikils árangurs. í fyrra reyndi Ceausescu, forseti, að draga úr gagnrýni á stjóm sína fyrir hörku á þessu sviði með því að leyfa bandaríska predikaranum Billy Graham að ferðast um landið. Tugþúsundir Rúmena komu til að hlusta á Graham, þrátt fyrir að yfirvöld bönnuðu að samkomur hans væm auglýst- ar og einnig að hann kæmi til stórborga. Stjómvöld í Júgóslavíu hafa verið tiltölulega umburðarlynd í afstöðu sinni gagnvart trúfélög- um, en hafa verulegar áhyggjur af því, að í nýlegri skoðanakönn- um kom fram að 52% ungra Júgóslava telja sig trúaða, sem er 33% aukning frá árinu 1965. Landsmenn hópast tugþúsundum saman til þorpsins Medjugoije, þar sem María mey á að hafa birst ungu fólki á hveiju kvöldi si'ðan í maí 1981. í Ungverjalandi hefur ríkisvald- ið náð sterkum tökum á klerka- stéttinni og kemur því ekki oft til árekstra. Hreyfíng friðarsinna, er starfað hefur innan kaþólsku kirkjunnar, hefúr lent í andstöðu við yfirmenn í kirkjunni og ríkis- stjóm landsins og verður því að hafa hægt um sig. Austur-þýskum yfirvöldum og lúthersku kirkjunni þar í landi hefur gengið bærilega að lynda saman undanfarin ár og kirkjunn- ar menn hafa fengið takmarkað frelsi til þess að tjá sig um ýmis málefni. Þeir hafa barist fyrir því að í stað þess að sinna herskyldu, fengju menn að þjóna landi sínu á annan hátt. Kaþólska kirkjan í Póllandi hef- ur um aldaraðir verið sterkt afl í pólsku þjóðlífi og er það enn. Hún er án efa áhrifamesta kirkjudeild- in í Austur-Evrópu og innan hennar vébanda hafa andstæðing- ar hins kommúníska stjómkerfís fundið griðarstað. í nýlegri skoð- anakönnun kom fram, að um 75% ungra Pólveija sögðust taka þátt í kirkjulegu starfí. Stöðugt fjölgar þeim er vilja gerast prestar og ráðgerð er bygging fjölmargra nýrra kirkna. Morðið á prestinum Jerzy Popieluszko árið 1984, sem nokkrir lögreglumenn viður- kenndu að hafa framið, var þjóðinni mikið áfall, en styrkti jafnframt stuðning hennar við kaþólsku kirkjuna. Ríkisstjómir allra kommúnista- landanna í Austur-Evrópu hafa áhyggjur af trúarvakningunni er gengið hefur yfír löndin, eins og eðlilegt er, þar sem þær predika trúleysi. Þær reyna því að fínna jafnvægi er tryggir þeirra hags- muni, leyfa yfírleitt starfsemi kirkjudeilda, en beita ýmsum brögðum til að hafa áhrif á þá starfsemi. Heimild: U.S.News & Worid Report.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.