Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Enn um gjald- skrá tannlækna eftir Helga V. Jónsson Að undanfömu hafa tannlæknar ítrekað gert grein fyrir sjónarmið- um sínum varðandi samninga við Tryggingastofnun ríkisins og gjald- skrá þá, er heilbrigðisráðherra setti eins og boðið er í 44. grein almanna- tryggingalaga. Undirritaður telur að yfirleitt hljóti það að teljast óheppilegt að samninganefndir skiptist á skoðunum í fjölmiðlum meðan samningar hafa ekki tekist og geti slíkt aðeins torveldað endan- lega samninga. Þar sem nú síðast formaður gjaldskrámefndar Tann- læknafélags íslands (TFÍ), Ólafur G. Karlsson, hefur tvívegis kosið þá leið og sent frá sér greinargerð- ir í Morgunblaðið, þykir mér rétt að fram komi sjónarmið samninga- nefndar Tryggingastofnunar ríkis- ins (TR), enda tel ég að almenning- ur eigi rétt á að sjá þau, eins og málum er háttað. Hlutverk samninga- nefndar TR Hlutverk samninganefndar TR að því er varðar tannlækna er að leitast við að ná samningum við þá um gjaldskrá fyrir þjónustu þeirra við sjúklinga sem tryggðir eru sam- kvæmt almannatryggingalögum. Samkvæmt því sem tannlæknar hafa upplýst á samningafundum nær slík gjaldskrá til 10—15% starfa þeirra. Samninganefnd TR fjallar ekki um aðra gjaldtöku tann- lækna, þ.e. gjaldskrá þeirra vegna þjónustu við sjúklinga, sem ekki njóta endurgreiðslna frá sjúkra- tryggingum. Seinagangur samninga Tannlæknar hafa gjaman kastað allri ábyrgð á seinagangi í samn- ingamálum á samninganefnd TR, en stjóm TFÍ á hér ekki minni sök þegar eftirfarandi er virt: Hinn 19. apríl 1975 var gerður samningur milli TFÍ og TR um greiðslur fyrir tannlæknaþjónustu. Var samningur þessi ótímabundinn, en uppsegjanlegur. Á árinu 1979 í framhaldi af breytingum á lögum um almanna- tryggingar kom í ljós að ákvæði samningsins um uppgjör, þar með taldar kvittanir tannlækna, sem TFl átti að semja samkvæmt samningn- um, var ófullnægjandi. Lagði tryggingatannlæknir fram tillögu að kvittun í janúar 1979, en tillaga hans fékk dræmar undirtektir hjá tannlæknum sem og umræður um breytingar á samningnum yfirleitt. Hinn 30. september 1980 sagði TR upp samningnum, þar sem allar tilraunir til að fá ákvæðum samn- ingsins um uppgjör breytt höfðu reynst árangurslausar. Samkomu- lag varð þó um að samningurinn skyldi gilda meðan viðræður færu fram um nýjan samning. í október 1981 sendi trygginga- tannlæknir frá sér drög að endur- bættri gjaldskrá þar sem aðgerðarliðir voru skilgreindir. Drög þessi voru síðan rædd í starfs- hópum tannlæknafélagsins og athugasemdir og breytingartillögur sendar tryggingatannlækni. Gerð gjaldskrárinnar var komin vel áleið- is er stjóm TFÍ tilkynnti Trygginga- stofnuninni, hinn 12. ágúst 1983, að fé'agið hefði stöðvað samninga- viðræður vegna þess að stofnunin hefði greitt reikninga frá erlendum tannlækni, sem starfsleyfi hafði á íslandi. Viðræður samninganefnda TR og TFÍ hófust ekki aftur fyrr en 23. júlí 1985 í framhaldi af einhliða hækkun TFÍ á gjaldskrá tannlækna 1. mars 1985. Var gerður bráða- birgðasamningur, er gilda skyldi til 1. desember 1985, en þá var gert ráð fyrir að samkomulag hefði náðst um nýja gjaldskrá. Gangnr samninga- viðræðna Fljótlega kom í ljós að tannlækn- ar gerðu sér vonir um verulegar hækkanir á greiðslum úr hendi sjúkratrygginga. Það stóð samn- inganefnd TR hinsvegar mjög fyrir þrifum, að nefndin átti og á enn í miklum erfiðleikum með að gera sér grein fyrir hvort kröfur tann- lækna séu sanngjamar af eftir- greindum ástæðum: Engar upplýsingar liggja fyrir um tekjur tannlækna. Ófullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um fjölda þeirra vinnustunda tannlækna, sem með sanngimi má gera ráð fyrir að þeir geti selt út. Engar upplýsingar liggja fyrir um hversu langan tíma einstök læknisverk taka. Rekstrarkostnaður tannlækna- stofa virðist mjög mismunandi. Af ofangreindum ástæðum var í samningaviðræðum byggt á ein- hliða upplýsingum frá TFÍ, en af hálfu samninganefndar TR var ákveðið að leitast við að hafa gjald- skrár tannlækna í nágrannlöndun- um til samanburðar, ef það yrði mögulegt. Júlíus K. Valdimarsson „Það er þess vegna ekk- ert óeðlilegl þótt manngildissinnaðir menn viða um heim velti fyrir sér nýjum leiðum — nýrri hug- myndafræði sem hæfa mundi hinu nýja og spennandi tækniþjóð- félagi...“ hans til greina og tryggði réttlæti fyrir alla. Einn sá möguleiki sem helst virðist laga sig að þörfum hins nýja þjóðfélags eru samvinnufélög Helgp V. Jónsson „Þar sem nú síðast formaður gjaldskrár- nefndar Tannlæknafé- lags íslands (TFÍ), Olafur G. Karlsson, hefur tvívegis kosið þá leið og sent frá sér greinargerðir í Morg- unblaðið, þykir mér rétt að fram komi sjón- armið samninganefnd- ar T ryggingastofnunar ríkisins (TR), enda tel ég að almenningur eigi rétt á að sjá þau, eins og málum er háttað.“ Tilboð samninga- nefndar TR Eftir nokkrar samningaviðræður komust samningar í algjöra sjálf- heldu og reyndi samninganefnd TR launþega (Industrial cooperatives). Þessi atvinnufyrirtæki eru í eigu allra starfsmanna jafnt og fyrirtæk- inu er stjómað á lýðræðislegan hátt — einn maður eitt atkvæði. — Ágóða og tapi er dreift jafnt niður eftir ákvörðun starfsmannanna sjálfra og þeir kjósa sjálfir stjóm fyrirtækisins. Þetta rekstrarform hefur verið tekið upp í vaxandi mæli víða um heim á síðustu árum. Mondragon Langbesta dæmið um árangur á þessu sviði er að finna í Baskahér- uðum Spánar. Þetta em hin svokölluðu Mondragon-fyrirtæki sem framleiða allt frá fóðurvörum til tölvustýrðra vélmenna og hafa gert Baskahéraðið að einu þróað- asta iðnaðarsvæði á Spáni. Þessi framleiðslusamvinnufélög telja m.a. yfír 80 verksmiðjur sem byggst hafa upp á síðustu 25 áram og ráða til sín rúmlega 1.700 starfs- menn. í fréttamynd sem sjónvarps- stöðin BBC lét gera af þessari sérstæðu þróun koma margar mjög athyglisverðar staðreyndir fram. Samkvæmt athugunum utanað- komandi hagfræðinga reyndist framleiðni verkafólksins í Mondrag- on-verksmiðjunum meiri en í best reknu einkafyrirtækjum Spánar. Einnig kom fram hjá doktor Keith Bradley við London School of Eco- nomics að nýting vinnuafls, flár- magns og tæknibúnaðar var betri svo og helmingi meiri hagnaður af seldri framleiðslu Mondragon-fyrir- tækjanna, en gerðist hjá sambæri- legum einkafyrirtækjum. Ástæður þessa framúrskarandi árangurs og samkeppnishæfni fyrirtækjanna kvað doktor Bradley mega rekja til rekstrarformsins og þeirrar óvenju- legu samstöðu sem myndaðist með stjómendum og starfsmönnum verksmiðjanna. rekstrarformið tryggði réttláta skiptingu og skap- aði ábyrgð og áhuga hjá starfs- fólkinu. þá, eða hinn 8. júlí 1986, að leysa málið með því að bjóða 23,49% hækkun á eldri gjaldskrá, gegn því að sérfræðiálag yrði lækkað úr 40% í 20%. Skyldi eldri gjaldskrá þannig breytt standa til loka nóvember, en þá skyldi lokið gerð nýrrar gjald- skrár. Jafnframt gerði tilboðið ráð fyrir að tekið yrði upp nýtt reikn- ingsform samkvæmt samkomulagi aðila, þar sem gert væri ráð fyrir að verkliðir væra númeraðir í sam- ræmi við gjaldskrá og fram kæmi fjöldi tímaeininga. Samninganefnd TFÍ svaraði ekki sjálf frmangreindu tilboði, heldur lagði það fyrir félags- fund í TFÍ, þar sem því var hafnað, en lagði fram gagntilboð, sem hljóð- aði upp á sömu hækkun gjaldskrár- innar en lækkun sérfræðiálags úr 40% í 32%. Ekki var minnst á nýtt reikningsform í gagntilboði TFÍ. Gagntilboði þessu hafnaði samn- inganefnd TR. Hinn 15. júlí 1986 sendi samninganefnd TFI nýtt til- boð þar sem sérfræðiálag sérfræð- inga í tannréttingum var lækkað úr 40% í 26%, en annarra sérfræð- inga úr 40% í 32%, en auk þess féllst TFÍ á að taxtaliðir gjaldskrár- innar yrðu númerðir svo unnt væri að vísa til þeirra við gerð nýrra reikninga. Ekki var nefnd sú ósk samninganefndar TR að á reikning- um yrði jafnframt tilgreindur tímafjöldi. Þessu tilboði var einnig hafnað. Hinn 23. júlí 1986 var þess óskað af hálfu formanns TFÍ, að samninganefnd TR endurnýjaði til- boð sitt frá 8. júlí, sem áður er vitnað til. Mun það hafa verið ætlun samninganefndar TFÍ að leggja það að nýju fyrir félagsfund. Þessu hafnaði samninganefnd TR með bréfi dags. 24. júlí. Helst er að skilja skrif tannlækna svo að með neitun á endumýjun tilboðsins hafi samninganefnd TR gerst sek um að draga tilboð sitt til baka. Á það er ekki unnt að fallast. Tilboði þessu var hafnað af hálfu TFÍ og er samninganefnd TR því ekki við það bundin. Ástæður fyrir þeirri ákvörðun samninganefndar TR að endumýja ekki tilboð sitt vora raktar í bréfi til TFÍ dags. 24. júlí og bréfi dags. 1. ágúst 1986. Á því að vera óþarft Millistjórn- endur óþarfir Þetta hefur m.a. þýtt að verk- stjórar, gæðaeftirlitsmenn og fjölmargir aðrir millistjómendur sem einkareksturinn þarf að burð- ast með eru nær óþarfír og þannig sparast ómældur kostnaður og sam- keppnishæfni hefur aukist. Þetta er mögulegt vegna þess að starfs- fólkið sér sjálft um eftirlit og góð afköst því það er í vinnu hjá sjálfu sér. Jafnhliða framleiðslusamvinnu- félögunum hafa síðan þróast nýjar lausnir á öðram sviðum sem einnig byggjast á samvinnuforminu. Má þar nefna heilbrigðisþjónustu, rann- sóknarstofur og skólastarf allt frá dagheimilum til háskóla. Burt með úrelta kerf ið Hugmyndir sem þessar ættu að eiga sérstakt erindi inn í íslenskt atvinnulíf sem einkennist af heimis- legri samsuðu af einkarekstri fyrir almenningsfé og ríkisforsjá. Um eiginlegan samvinnurekstur er varla að ræða því forystumenn sam- vinnuhreyfingarinnar sem nú dreymir helst um að gera hana að stóru hlutafélagi hafa gert hana að forstjóraveldi sem lítið á skylt við samvinnuhugsjónina. Afleiðingu þessarar samsuðu má sjá á þjóð- félagsástandinu. Við höfum erft það versta úr báðum kerfum — slapp- leika ríkisforsjárinnar og ójöfnuð kapítalismans. Við íslendingar viljum gjaman hugsa stórt og lítum á okkur sem greinda og dugandi þjóð. Sýnum það nú í verki með því að afneita gömlum og úreltum hugmyndakerf- um og geram eitthvað af viti — fordæmin höfum við. Höfundur er markaðastjóri ogfé- lagi i Flokki mannsins. Ný tækni — ný rekstrarform — eftir Júlíus K. Valdimarsson Margt hefur verið ritað og rætt um þá byltingu sem hefur orðið á sviði tækni og vísinda á síðustu áram og áratugum. Upplýsinga- og þjónustusamfélag nútímans, með örtölvum sínum og nýrri tækni, býður upp á óþijótandi möguleika til þess að leysa þarfir mannsins og koma á réttlátu þjóðfélagi fyrir alla. Þjóðfélagsgerðin og sú hug- myndafræði, sem hún byggir á, hefur hins vegar, víðast hvar í heim- inum, litlum sem engum breyting- um tekið á síðustu hundrað árum, eða frá dögum iðnbyltingarinnar. Þetta er hugmyndafræði þeirra Adams Smith og Karls Marx, sem settu fram grundvallarkenningar sínar um kapítalismann og kom- múnismann á síðustu öld, eða um þær mundir sem tækniundrið — gufuvélin — var að líta dagsins ljós. Stöðnuð hug- myndamunstur Þau þjóðfélagskerfí sem við bú- um við í dag eiga ættir að rekja til þessara langalangafa okkar og þau byggja á stöðnuðu hagsmuna- munstri sem hindrar það að tæknibyltingin komi fólki til góða eins og ella væri mögulegt. Innreið örtölvunnar í þessi gömlu samfélög er því einna líkust því að reynt væri að koma flóknum hátæknibún- aði fyrir í árabát. Það er því broslegt að fylgjast með metingi milli hinna gömlu kerfa. Jafnvel virt tímarit eins og „Time Magazine" í júlímánuði sl. eyðir mörgum blaðsíðum í að sýna fram á að líklega sé nú kapítalism- inn bara betri en kommúnisminn. í blaðinu era því gerð greinargóð skil hvemig þróunin í heiminum hefur á undanfömum áram verið frá sósíalisma yfir til kapítalisma og nefnir til fjölmörg lönd í Suður- Ameríku, Afríku, Asíu og Evrópu þar sem ríkisstjómir sem áður studdust við sósíalískar fyrirmyndir eru nú óðum að selja hlut sinn í þjóðnýttum fyrirtækjum og minnka ríkisafskipti. „Privatisation" og kapítalismi era nú lausnarorðin. Gallinn er bara sá að þótt æ fleiri geri sér grein fyrir að ríkis- forsjá og kommúnismi hefur reynst máttlaust og óhæft kerfi fyrir fólk- ið, þá gera flestir hugsandi menn sér grein fyrir að kapítalisminn með gróðahyggjuna að leiðarljósi hefur heldur ekki reynst fólkinu vel. At- vinnuleysi — fátækt og ójöfnuður hefur alls staðar fylgt í slóð íjöl- þjóðafyrirtælq'anna sem eru kóróna sköpunarverksins i heimi kapítal- ismans og ráða þar ríkjum. Samvinnufé- lög launþega Það er þess vegna ekkert óeðli- legt þótt manngildissinnaðir menn víða um heim velti nú fyrir sér nýjum leiðum — nýrri hugmynda- fræði, sem hæfa mundi hinu nýja og spennandi tækniþjóðfélagi en tæki jaftiframt manninn og þarfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.