Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Nag'lasúpan Mikilsverð umskipti á dagskrár- sviðinu eru boðuð af forstöðu- mönnum Ríkisútvarpsins og er ekki seinna vænna. Það er annars ansi hart að verða að horfast í augu við þá staðreynd að sennilega hefðu forstöðumenn ríkisfjölmiðlanna ekki hreyft við dagskránni ef þeir hefðu lifað áfram í skjóli einokunar- laganna. Ég ræði ekki nánar dagskrárbreytingamar að sinni, því reynslan er nú einu sinni ólygnust. Aðeins örfá orð um breyttan út- sendingartíma bamaefnis í sjón- varpinu. Samkvæmt auglýstum drögum að sjónvarpsdagskrá er ætlunin að dagskráin hefjist laust fyrir klukkan 18.00 með frétta- ágripi á táknmáli, síðan verður bamaefni á dagskrá til klukkan 19.00, en þá tekur við létt efni við hæfi allrar fjölskyldunnar. Fagnaðarefni Fyrirhuguð lenging bamadag- skrár sjónvarpsins er sérstakt fagnaðarefni. En ekki er sopið kál- ið, þó í ausuna sé komið. Þannig er ekki nóg að gert að lengja bama- dagskrána ef hún þynnist að sama skapi. Ég hef hvað eftir annað hér í þáttarkomi bent á ýmsar leiðir sem færar væm að því marki að bæta bamadagskrá sjónvarps og nenni ekki að endurtaka þann söng einu sinni enn. Þó vil ég minna á bamaefni sjónvarps síðastliðinn sunnudag, ekki vegna þess að þar hafi að venju verið á dagskrá Andr- és og Mikki heldur vegna þess að svo tók við Stundarkom-Endursýn- ing s/h. Bangsímon fer í heimsókn- myndasaga. Þýðandi: Hulda Vaitýsdóttir. Sögumaður Helga Valtýsdóttir. Naglaspúpan-leik- þáttur. Nemendur úr Kennaraskóla Islands flytja. Aður sýnt í Stund- inni okkar 1967. Ég get frætt lesendur á því að þetta tuttugu ára gamla sjónvarps- efni vakti fögnuð í sjónvarpsstofu undirritaðs. Bangsímon er miklu hlægilegri en Andrés pabbi. Svona eru bömin, þau kunna að meta góða sögu og ekki spillti hinn frá- bæri upplestur Helgu Valtýsdóttur. Ekki virtist skipta þau minnsta máli þótt myndimar væm svart/ hvítar og hvað leikþáttinn varðar þá vakti hann líka kátínu. Hvemig væri nú að fá áhugaleikhópa jafnt og atvinnuleikhúsfólk til að setja á svið upp í sjónvarpssal alþekktar sögur og ævintýri og svo má alltaf leita til rithöfunda um ný verk. Sviðsmyndin þarf ekki að vera svo margbrotin því blessuð bömin em gædd guðdómlegu ímyndunarafli og þá treysti ég sviðsmyndahönnuð- um sjónvarps prýðilega til að smíða töfrahallir nánast úr ljósi og skugg- um eða tókuð eftir því hversu snilldarlega flygillinn hans Magnús- ar Kjartanssonar hljómlistarmanns nánast sveif í ljósahafi í þættinum Kvöldstund með listamanni? Enskáhrif Popp á sunnudagskvöldi nefnist athyglisverður tónlistarþáttur Bylgjunnar. f þætti þessum er rætt við popptónlistarmenn og er fyrir- hugað að flytja þar í framtíðinni tónleika popphljómsveita. En í síðasta þætti var meðal annars rætt við söngvara hljómsveitarinnar Eurythmics. Reyndar annaðist David nokkur Jensen viðtalið og síðan snömðu starfsmenn Bylgj- unnar textanum. Þegar ég hlýddi á viðtal þetta sótti að mér sú hugsun að þar væri í raun enskan jafngild íslenskunni og að þýðingin fylgdi með svona meira fyrir siðasakir rétt einsog þegar ónefndur skalla- poppari blandar saman íslenskum og enskum texta í einum söngva sinna vitandi vits að klámið á enska textaafstyrminu skilst. Hvar endar þetta? Ólafur M. Jóhannesson ÚTYARP/SJÓNVARP íslenskir fjölmiðl- ar á tímamótum ■i f kvöld verður í 35 beinni útsend- ingu umræðu- þáttur um framtíð íslenskrar íjölmiðlunar. Umsjónarmenn em þeir Björn Vignir Sigurpálsson pg Magnús Bjarnfreðsson. í þættinum munu menn úr öllum áttum í fjölmiðla- heiminum leiða saman hesta sína og ræða framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Ekki bara þau viðhorf sem blasa við í dag heldur líka þá stöðu sem líklega mun blasa við eftir nokkur ár þegar mönnum gefst kost- ur á að sjá tugi erlendra sjónvarpsstöðva með lítilli fyrirhöfn. Einnig verður rætt um áætlanir þeirra sem em að fara af stað með nýjar íslenskar stöðv- ar. Þeir sem munu taka þátt í umræðunum em þeir Markús Om Antonsson, útvarpstjóri, Jón Óttar Ragnarsson, stöð 2, Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar Ólafur Tómas- son, póst og símamála- stjóri, Gústav Amar yfirverkfræðingur Pósti og síma, Stefán Ólafsson.lekt- or Háskóla íslands, Ólafur Vitni deyr ■I í kvöld hefur 40 göngu sína í sjónvarpinu breskur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum sem ber heitið Vitni deyr gerðir eftir samnefndri sakamála- sögu eftir P.D. James, sem komið hefur út í íslenskri ÞRIÐJUDAGUR 23. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feðra" eftir Meindert Dejong. Guðrún Jónsdóttir lýkur lestri þýð- ingar sinnar (19). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesiö úr forystugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson. 14.00 Miödegissagan: „Ma- hatma Gandhi og lærisvein- ar hans" eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýð- ingu sína (19). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar — Gunnar Ormslev. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn — Á Vestfjarðahringnum — I Önundarfiröi. Umsjón: Finn- bogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Divertimenti a. Divertimento í D-dúr eftir Joseph Haydn. Kammer- sveit Sinfóniuhljómsveitar- innar í Vancouver leikur. b. Divertimento i h-moll eft- ir Jean Baptiste Leillet. Poul de Winter og Maurice van Gijsel leika á flautu og óbó með Belgísku kammersveit- inni; Georges Maes stjórn- ar. c. Divertimento nr. 1 í Des- þýðingu. Sjúkdómafræðingur Iög- reglunnar er skyndilega vakinn snemma morguns og kallaður á morðstað. Fómarlambið, 19 ára lífsglöð og gift stúlka, fannst kyrkt í aftursæti dúr K. 136 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Kammer- sveitin i Stuttgart leikur; Karl Múnchinger stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. Aöstoöarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 Torgiö — Þáttur um samfélagsbreytingar, at- vinnu-, umhverfis- og neytendamál. Bjarni Sig- tryggsson og Adolf H.E. Petersen. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Guð- mundur Heiðar Frímanns- son talar. (Frá Akureyri.) 20.00 Ekkert mál. Siguröur Blöndal og Bryndís Jóns- dóttir sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Nornin I Ijósi sögunnar. Fyrsta erindi af þremur eftir Lisu Schmalensee. Þýðandi og lesari: Auður Leifsdóttir. 21.00 Perlur. Ella Fitzgerald syngur. 19.00 Hetjan hennar (Drömmehelten) Norsk unglingamynd um 14 ára stúlku og dagdrauma hennar. Þýöandi Steinar V. Árnason. (Nordvision — Norska sjónvarpið.) 19.20 Baddi tígrisdýr (Tiger Badiger) Dönsk barnamynd um litla telpu og lukkudýrið hennar. Þýðandi Vilborg Sigurðar- dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Svitnar sól og tárast tungl. (Sweat of the Sun, Tears of the Moon) 8. Falin framtíö Ástralskur heimildamynda- flokkur í átta þáttum um Suöur-Ameriku og þjóðirnar Nornin í ljósi sögunnar Stephensen, formaður SÍA, Bjöm Friðfinnson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kolbrún Halldórsdóttir dagskrár- gerðarmaður rás 2. Roy Marsden í hlutverki Dalgliesh lögreglufor- ingja. yfirgefins bíls á skuggaleg- um stað. Lögregla staðar- ins fagnar því þegar unnusti stúlkunnar viður- kennir morðið en Dalgliesh, lögregluforingi, er ekki jafn viss um að málið sé svo einfalt. ■B Getur djöfullinn 40 leitt nomir sínar um himininn, eins og Tómas Aquinas hélt fram? Geta djöflar get- ið böm með konum eins og Ágústínus kirkjufaðir staðhæfði? Kysstu nomim- ar fjandann sjálfan á rassinn þegar þær gerðu sáttmála við hin illu öfl eins og Sprenger og Krámer fullyrtu? Em nomir yfir- leitt til og hafa þær þá nokkum tíma gert eitthvað af því sem menn halda að nomir geri? Em nomimar einungis holdteknar ímyndir ótta manna við hið ókunna? Hvers vegna halda svo margar konur í Banda- ríkjunum því fram nú á tímum að þær séu nomir, einkum í Kalifomíu. Og hvers vegna lætur bandarískt samfélag sér fátt um finnast þegar þær gera allt það sem nomir vom brenndar á báli fyrir á öldum áður? Er hinn eiginlegi noma- galdur fólginn í því að sitja á tómri púðurtunnu með kyndil í hendi teljandi öllum trú um að tunnan sé full af púðri? Og hvort em það konur eða karlar sem magna best þann galdur nú á tímum? Lisa von Schmalensee lektor í dönsku við Háskóla íslands tekur þessar spum- ingar og margar aðrar til athugunar í þremur þáttum sem nefnast „Nornin í ljósi sögunnar" og verða á dag- skrá næstu þijú þriðju- dagskvöld kl. 20.40. Auður Leifsdóttir þýðir og les. Fyrsti þátturinn íjallar um tíma galdraofsóknanna í Evrópu og því lýst hvem- ig þær fylgdu í kjölfar ofsókna á hendur trúvill- ingum og útkomu hinnar frægu handbókar í noma- ofsóknum „Nornahamars- ins“. í næsta þætti að viku liðinni er megináhersla lögð á þær aðferðir sem vom notaðar í Skandinavíu á 16. og 17. öld við að greina á milli hættulegra og meinlausra kvenna. í lokaþættinum er heim- sótt nomasamfélag í Kalifomíu en þar kemur Karen Blixen við sögu og skýrir hvað eiginlegur nomagaldur er. Þetta er fyrsta erindið af þremur eftir Lisu von Schmalensee. Auður Leifs- dóttir þýðir og les. ÚTVARP 21.30 Útvarpssagan: „Frásög- ur af Þögla” eflir Cecil Bödker. Nína Björk Árna- dóttir les þýðingu sina (8). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Kvöldtónleikar. Sinfónía nr. 7 i E-dúr eftir Anton Bruckner í raddsetningu fyr- ir kammersveit eftir Anton Schönberg og Hanns Eisler. Kammersveit Reykjavíkur leikur; Paul Zukofsky stjórn- ar. 23.15 Á tónskáldaþingi. Þor- kell Sigurbjörnsson kynnir. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 23. september 9.00 Morgunþáttur i umsjá Gunnlaugs Helgason- sem álfuna byggja. I þess- um lokaþætti ferðast Jack Pizzey um Kólumbíu og ræðir við Belisario Betanc- ur, forseta landsins. Drepið verður á helstu vandamál þjóða Suður-Ameríku og vonir um bjartari framtíð. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 21.40 Vitni deyr (Death of an Expert Wit- ness) Nýr flokkur — Fyrsti þáttur Breskur framhaldsmynda- flokkur i sex þáttum, gerður eftir samnefndri sakamála- sögu eftir P.D. James sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Leikendur: Roy ar, Kolþrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarsson- ar. Elísabet Brekkan sér um barnaefni kl. 10.05. 12.00 Hlé 14.00 Skammtaö úr hnefa Stjórnandi: Jónatan Garðars- son. 16.00 Hringiðan Þáttur i umsjá Ólafs Más Björnssonar. 17.00 I’ gegnum tlðina Ragnheiður Daviðsdóttir stjórnar þætti um islenska dægurtónlist. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR FRÁ MÁNU- DEGI TIL FÖSTUDAGS. 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyr- ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. gAKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Marsden, Barry Foster, Geoffrey Palmer, Ray Bro- oks, Meg Davies, Brenda Blethyn og John Vine. Adam Dalgliesh rannsónarlög- regluforingi er áhorfendum að góðu kunnur úr sögum P.D. James sem áður hafa veriö kvikmyndaðar og sýndar hér í sjónvarpi. I „Vitni deyr" grefst hann fyrir um morð sem framið er á stofnun þar sem læknar og liffræðingar stunda rann- sóknir í þágu lögreglunnar. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 22.35 islensk fjölmiðlun á timamótum Umræðuþáttur í beinni út- sendingu. Umsjón: Magnús Bjarnfreösson og Björn Vignir Sigurpálsson. 23.50 Fréttir í dagskrárlok. 23. september 6.00—7.00 Tónlist i morg- unsárið Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur með Sig- urði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neyt- endamál og stýrir flóamark- aði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavik síðdegis. Hallgrimur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lögin. 21.00-22.00 Vilborg Hall- dórsdóttir spilar og spjallar. Vilborg sníður dagskrána við hæfi unglinga á öllum aldri. Tónlistin er í góðu lagi og gestirnir lika. 23.00-24.00 Vökulok. Frétta- menn Bylgjunnar Ijúka dagskránni með frétta- tengdu efni og Ijúfri tónlist. SJÓWVABP ÞRIÐJUDAGUR 23. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.