Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
70 ára afmælisþing Alþýðuflokksins
Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar
Gylfi Þ. Gíslason fékk rauða rós í barminn er hann kom á flokksþingið.
EINN af heiðursgestum á þingi
Alþýðuflokksins á Hótel Örk um
síðustu helgi var Gylfi Þ. Gísla-
son, fyrrum formaður flokksins
og ráðherra. Ræða, sem hann
flutti á þinginu, fer hér á eftir:
Mér er það mikil ánægja að sitja
þetta flokksþing, ekki aðeins sem
kjörinn fulltrúi míns félags, heldur
einnig sem heiðursgestur. Af síðari
ástæðunni hef ég verið beðinn að
ávarpa þetta afmælisþing.
Hvað á maður, sem setið hefur
í miðstjóm Alþýðuflokksins í 46 ár
og var þingmaður flokksins í 32
ár, að segja við slíkt tækifæri?
I.
Er ekki rétt að láta það verða
fyrst orða að segja frá því, hvers
vegna ég varð jafnaðarmaður á
unga aldri og hvers vegna ég er
það enn?
Þegar ég var unglingur, yar fá-
tækt og atvinnuleysi á íslandi,
heimskreppan lagði þungan hramm
sinn á efnahagslíf Islendinga. Ég
taldi, að á fátækt og atvinnuleysi
mætti ráða bót með áætlunarbú-
skap og þjóðnýtingu stærstu at-
vinnugreina. Jafnframt vaknaði í
bijósti mér eldheit andstaða gegn
því ranglæti, sem fælist í fátækt
og atvinnuleysi, og sterk samúð
með þeimt sem yrðu undir í lífsbar-
áttunni. Ég aðhylltist hins vegar
aldrei þær kenningar, sem raktar
voru til Karls Marx og margir félag-
ar mínir trúðu á að valdbylting og
svo nefnt „alræði öreiganna" væri
nauðsynlegt tíl þess að koma á þjóð-
félagi jafnaðarstefnunnar. Snar
þáttur í skoðunum mínum sem ungs
jafnaðarmanns var bjargföst trú a
nauðsyn frelsis og lýðræðis í þjóð-
félagi, sem ætti að geta kallast
gott og réttlátt.
Ég er nú þeirrar skoðunar og hef
verið lengi, að þjóðarframleiðsla
verði þá mest og hagur almennings
beztur, þegar efnahagslíf mótast í
aðalatriðum af markaðsviðskiptum
einkafyrirtækja, samvinnufyrir-
tækja og opinberra fyrirtækja,
mótuðum af heilbrigðri samkeppni,
en ekki einkasöluaðstöðu, jafnframt
því sem ríkisvaldi og sveitarstjóm-
um sé fengið tvenns konar hlutverk.
Annars vegar eigi þessir opinbem
aðilar að setja efnahagsstarfsem-
inni almennan ramma, sem hafi það
að markmiði að tryggja fulla at-
vinnu og sem mest afköst atvinnu-
vega, jafnframt því sem ríkisvaldið
komi í veg fyrir misbeitingu efiia-
hagsvalds og vemdi hag neytenda
gegn misferli í markaðsviðskiptum.
Hins vegar eigi ríkisvald og sveitar-
stjómir að jafna telq'ur og eignir
að vissu marki frá því, sem siglt
gæti í kjölfar markaðsviðskipta,
tryggja öllum lágmarkstekjur, ekki
sízt öldruðum og þeim, sem verða
atvinnulausir um stundarsakir, ann-
ast heilsugæzlu, skólahald og þær
rannsóknir, sem einstaklingar, fyr-
irtæki eða samtök reynast ekki efna
til.
Ég tel, að í þessum atriðum sé
fólginn kjami nútímajafnaðar-
stefnu. Séu stigin spor í þessa átt,
samhliða hiklausri gæzlu fullkom-
ins frelsis og varðveizlu óspillts
lýðræðis, tel ég, að þjóðfélagið geti
boðið öllum betri hag og orðið rétt-
látara.
En jafnframt sé ég fyllstu ástæðu
til þess að vara við of miklum af-
skiptum ríkisvalds og hagsmuna-
samtaka af atvinnulffi og of þungri
skattheimtu, sem getur dregið úr
afköstum og lamað heilbrigða
starfslöngun. Slíkt getur orðið var-
hugavert, engu síður en taumlaus
frjálshyggja.
II.
En stjómmál fjalla um fleira en
skipulag efnahagslífs og skiptingu
lífsgæða. Þau flalla einnig um ut-
anríkismál, öryggismál þjóðar,
vamarmál.
Á stríðsámnum hafði ég nýlokið
námi. Ég var f fjölmennum hópi
þeirra, sem vom uggandi út af er-
Iendum áhrifum á íslenzkt þjóðlíf á
stríðsámnum. Þessi ótti okkar
magnaðist, þegar Bandaríkjastjóm
fór fram á varanlegar herstöðvar í
landinu. Hannibal Valdimarsson var
einnig í þessum hópi. Við vomm
báðir kosnir á þing 1946. Þegar
tillögur, sem við fluttum til breyt-
ingar á Keflavíkursamningnum svo
nefnda, vom felldar, greiddum við
atkvæði gegn honum. Við vomm
ekki andvígir stofnun Atlantshafs-
bandalagsins þrem _ ámm síðar,
jaftivel ekki aðild íslendinga að
því, ef vissum skilyrðum yrði full-
nægt. Þegar tillaga okkar um
viðurkenningu á sérstöðu íslands
og endurskoðun á Keflavíkursamn-
ingnum var felld, greiddum við
atkvæði gegn aðildinni.
Að fenginni reynslu af aðild ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu
breyttist afstaða okkar beggja. Við
samþykktum hervemdarsamning-
inn 1951. Með ámnum hef égöðlazt
æ dýpri sannfæringu fyrir þvf, að
vamarsamstarf vestrænna þjóða sé
nauðsynlegt, og að íslendingar eigi
að taka þátt í því.
m.
Ég held mér sé óhætt að segja,
að skoðanir flestra leiðtoga jafnað-
armanna í Evrópu séu í gmndvall-
aratriðum þær, sem ég hefi lýst.
Mig langar í þessu sambandi til
þess að nefna tvo jafnaðarmenn,
sem ég met mjög mikils, en sprottn-
ir em úr ólíkum jarðvegi.
Einar Gerhardsen var verkamað-
ur áður en hann gerðist stjóm-
málamaður. Hann aðhylltist í fýrstu
víðtæka þjóðnýtingu og allsheijará-
ætlunarbúskap. En í stjómmála-
starfí sínu hefur hann reynzt einn
göfugast málsvari þeirrar nútíma-
jafnaðarstefnu, sem hefur frelsi og
jaftirétti, virðingu fyrir einstakl-
ingnum og umhyggju fyrir velferð
hinna vanmáttugu að hymingar-
steinum. Hann hefur f utanríkismál-
um ávallt verið fylgjandi samstarfi
vestrænna þjóða í vamarmálum.
Helmut Schmidt er hagfræðing-
ur. Hann var einn þeirra, sem á
flokksþingi þýzkra jafnaðarmanna
í Godesberg 1952 beitti sér fyrir
því, að áhrif marxisma vom numin
á brott úr stefnuskrá þýzka jafnað-
armannaflokksins. Hann er traust-
ur málsvari þeirrar nútímajafnaðar-
stefnu, sem ætlar bæði
einkaframtaki og ríkisvaldi ákveðin
hlutverk, í því skyni að tryggja sem
mest afköst efnahagslífsins, jafn-
framt því sem réttlæti f tekjuskipt-
ingu sé tryggt, án þess að ríkið
hafi lamandi afskipti af einstakling-
um eða atvinnurekstri.
IV.
í kosningum árið 1946 bættust
Alþýðuflokknum tveir nýir þing-
menn, við Hannibal Valdimarsson.
Mér hafði verið skipað í efsta sæti
listans í Reykjavfk, þótt ég væri
þá við framhaldsnám og ritstörf úti
í Kaupmannahöfn, eftir miklar og
hatrammar deilur um skipan list-
ans. Hannibal kom auðvitað frá
ísafírði. Við vorum skoðanabræður,
bæði að því er snertir innanlands-
mál og utanríkismál, og urðum því
samheijar og vinir. Skoðanir okkar
féllu ekki í góðan jarðveg hjá ýms-
um foiystumönnum flokksins, og
ég verð að segja það eins og er,
að okkur var ekki vel tekið í þing-
flokknum og ekki sýndur þar
trúnaður, einkum ekki í utanríkis-
málum. Ef flokksfoiystan hefði þá
verið umburðarlyndari en hún var,
held ég, að ef til vill hefði verið
hægt að afstýra ýmissi þeirri
ógæfu, sem síðar varð og ég mun
víkja að.
Oánægja innan flokksins magn-
aðist á næstu árum og náði
hámarki, þegar Stefán Jóh. Stef-
ánsson var felldur frá formennsku
1952 og Hannibal Valdimarsson
kosinn formaður í hans stað, en
Benedikt Gröndal varaformaður.
Ég hafði verið ritari flokksins síðan
1942, óskaði eftir því að vera kjör-
inn áfram í það starf og var það.
Sundrung S flokknum varð mikil og
var líkleg til þess að valda honum
miklu tjóni í kosningum, einkum
eftir að Þjóðvamarflokkurinn var
kominn til skjalanna.
Við Hannibal höfðum samstöðu
og náið samstarf fram til ipiðs
sjötta áratugarins. Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn höfðu farið með völd frá árinu
1950. Báðir aðalforingjar flokksins,
Hermann Jónasson og Eysteinn
Jónsson, vildu láta þessu samstarfi
lokið. Sjálfstæðisflokkurinn hafði
fengið 37% atkvæða 1953 og sagð-
ist þá raunar stefna að því að fá
hreinan meirihluta, en eins og kjör-
dæmaskipunin var þá, gátu 40%
atkvæða nægt til hreins meiri hluta.
Nú kom upp sú hugmynd, sem við
Haraldur Guðmundsson urðum að-
almálsvarar fyrir í Alþýðuflokkn-
um, að Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn gerðu kosninga-
bandalag og freistuðu þess að ná
hreinum meirihluta á Alþingi, meiri-
hluta, sem stjómaði án áhrifa frá
Sjálfstæðisflokknum og Sósíalista-
flokknum, — mynda stjóm, hlið-
stæða þeirri, sem setið hafði að
völdum 1934—37. Kosningabanda-
lag Framsóknarflokksins og Al-
þýðuflokksins var í rauninni
andsvar við fyrirætlunum Sjálf-
stæðisflokksins.
Það er skoðun mín, að meirihluti
hefði unnizt, ef Hannibal Valdi-
marsson hefði tekið þátt í þessu
kosningabandalagi. Staða Sósíal-
istaflokksins var veik. Tengsl hans
við Sovétkommúnismann höfðu
komið skýrt í ljós við andlát Stalíns.
En Hannibal ásamt nokkrum sam-
eiginlegum vinum okkar kaus að
stofna Alþýðubandalagið ásamt
Sósfalistaflokknum. Það hvarflaði
aldrei að mér að yfirgefa Alþýðu-
flokkinn og taka þátt í stofnun
Alþýðubandalagsins, þótt fast væri
lagt að mér að gera það. Ég taldi
þá og tel enn, að Hannibal hafi
bjargað Sósíalistaflokknum frá
kosningaósigri. Alþýðubandalagið
vann sigur. Og það varð aðili að
þeirri ríkisstjóm sem ætlunin hafði
verið að mynda eftir kosningamar
1956. Við Hannibal urðum samráð-
herrar.
Ég tel þessa stjóm hafa gert rétt
í að falla frá fyrirhugaðri uppsögn
vamarsamningsins. Sömuleiðis tel
ég stefnu hennar í landhelgismálinu
hafa verið rétta. En ég tel stefnu
hennar í efnahagsmálum hafa mis-
tekizt. Það var rangt að halda fast
við ranga gengisskráningu og halda
áfram að stjóma með höftum,
leggja á innflutningsgjöld og út-
hluta útflutningsbótum. Þessi
reynsla mín í stjóm Hermanns Jón-
assonar 1956—68 varð til þess, að
ég gerðist stuðningsmaður þeirrar
skoðunar, að Alþýðuflokkurinn ætti
að styðja stefnubreytingu í stjóm
eftiahagsmála, það ætti að hverfa
frá haftabúskap að markaðsbúskap,
sem lyti skynsamlegu eftirliti af
hálfu ríkisvaldsins. Þá mundi skap-
ast nýtt andrúmsloft í þjóðfélaginu,
þjóðartekjur aukast og skilyrði
skapast til umbóta í félagsmálum
og menningarmálum. Sú varð og
raunin á.
V.
Þegar tvennar kosningar 1959
samfara kjördæmabreytingu leiddu
í ljós, að Sjálfstæðisflokkur og Al-
þýðuflokkur höfðu meirihluta á
Alþingi, varð niðurstaðan sú, að
þeir mynduðu þá ríkisstjóm, sem
lengst hefur setið að völdum á ís-
landi, Viðreisnarstjómina svo-
nefrdu.
Ég tel það eitt nytsamasta verk,
sem ég hef unnið þjóð minni og
flokki mínum, að vinna að því, að
þetta stjómarsamstarf kæmist á og
héldist jafnlengi og raun bar vitni.
Allan þennan tíma var Hannibal
Valdimarsson í hópi hörðustu and-
stæðinga þessarar stjómar. Við
Hannibal áttum því ekkert samstarf
á þessum árum. En gamall vinskap-
ur okkar rofnaði ekki. Styggðaryrði
hefur aldrei fallið milli okkar per-
sónulega. Og ég minnist þess ekki,
að í hörðum deilum okkar á Alþingi
hafi nokkm sinni falizt persónulegt
hnútukast.
Mér hafði alltaf boðið í gmn, að
Hannibal mundi ekki til langframa
eira í Alþýðubandalaginu. Hann
átti í raun og vem aldrei fulla sam-
leið með þeim, sem þar réðu ferðum.
Þess vegna urðu mér það mikil
vonbrigði, þegar hann sagði skilið
við þá með því að stofna til nýrra
stjómmálasamtaka í stað þess að
hverfa með einhveijum hætti til
samstarfs við Alþýðuflokkinn. Ég
er viss um, að flokkurinn hefði vilj-
að mikið til þess vinna að geta aftur
talið hann samheija sinn, hvað þá
flokksmann. Afstaðan til hans hefði
orðið önnur en afstaðan til Héðins
Valdimarssonar á sínum tíma, þeg-
ar hann sagði skilið við Sósíaiista-
flokkinn.
Enn urðu örlögin einingu
íslenzkrajafnaðarmanna hins vegar
grimm. Samtök frjálslyndra og
vinstri manna reyndust Alþýðu-
flokknum þungur ljár í þúfu. Eg tel
þau hafa verið tímaskekkju og þess
vegna hafi verið eðlilegt, að þau
hyrfu af sjónarsviðinu.
Við Hannibal vomm nánir sam-
heijar á Alþingi í næstum áratug.
Við vomm harðir andstæðingar í
meira en tvo áratugi. En það vil
ég segja, að þótt ágreiningur hafi
verið mikill milli okkar, hefur aldrei
hvarflað að mér, að Hannibal hafi
ekki gert J>að, sem hann sjálfur
taldi rétt. Ég hef aldrei reynt hann
að óheilindum eða ódrengskap. Mér
hefur ávallt reynzt hann hreinskipt-
inn. Og áhrifamikill hefur hann
alltaf verið. Þess vegna er mér það
sérstök og óblandin ánægja að hitta
hann hér, á 70 ára afmælisþingi
Alþýðuflokksins, ekki aðeins sem
gamlan vin, heldur sem samheija.
Mig langar einnig til þess að láta
í ljós ánægju yfir því að sjá hér
fulltrúa frá Bandalagi jafaaðar-
manna, sem gengið hafa til sam-
starfs við Alþýðuflokkinn. Þeir era
vissulega velkomnir til sameigin-
legrar baráttu fyrir betra þjóðfélagi
á Islandi.
VI.
Síðustu orð mín skulu vera þessi.
Það hafa orðið og em að verða
umtalsverðar breytingar í íslensk-
um stjómmálum, á baráttuaðferð-
um og stefaumörkun. Á næsta þingi
munu eflaust margir nýir menn
taka sæti, svo sem vera ber. Flokka-
skipun okkar og kjördæmaskipun
er þannig háttað, að ekki em líkur
á, að nokkur einn flokkur nái meiri-
hluta. Stjóm ríkisins hlýtur því að
byggjast á samstarfi tveggja eða
fleiri flokka. Þeir, sem takast stjóm
á hendur, hljóta auðvitað að stefaa
að því, að sem mest af því, sem
um er samið, komist í framkvæmd.
Reynsla mín af stjómarstörfum er
sú, að þá beri samstarf flokka og
manna beztan árangur, ef það mót-
ast af heiðarleika og gagnkvæmum
trúnaði. Ég er þeirrar skoðunar, að
skýring þess, hversu Viðreisnar-
stjómin sat lengi við völd, hafi ekki
aðeins byggzt á stefau hennar,
heldur á samstarfi flokkanna og
mannanna, sem hana mynduðu.
Vinni einn flokkur með öðmm, á
hann ekki aðeins að hugsa um að
koma fram sínum áhugamálum,
hann verður líka að setja sig í spor
samstarfsflokksins og reyna að
skilja sjónarmið hans. Vinni einn
stjómmálamaður með öðmm, verð-
ur að ríkja traust milli þeirra, þá
mega ekki vera brögð í tafli. Og
milli stjómar og stjómarandstöðu