Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
33
Grein og myndir: Sigrún Davíðsdóttir
Fréttirnar byggj ast á létt-
leika og kumpánlegu viðmóti
Fréttamennimir Dorthe Studsgarth og Soren Bach á fréttapallinum
eftir útsendingn.
í hverri sjónvarpsstöð eru frétt-
imar ekki aðeins fréttir, heldur eru
þær eiginlega einnig andlit stöðvar-
innar. Þar koma starfsmennimir
fram og yfirbragð fréttanna segir
mikið um það, hvers konar and-
rúmsloft ríkir þar.
Það þarf ekki að horfa lengi á
fréttaþátt Rásar 2, Gott kvöld, til
að sjá, að þar er lögð áherzla á
léttleika og kumpánlegt viðmót.
Fréttastjórinn Seren Bach hefur
setið á pallinum síðan stöðin byij-
aði og látið fara vel um sig. Við
hliðina á honum situr nú 22ja ára
stúlka, Dorthe Studsgarth sem
byrjaði sem símastúlka við stöðina
með arkitektanámi, en er nú frétta-
maður þar. Þau sitja þama saman,
ekki við borð, heldur er aðeins lítið
borð á milli þeirra, gjaman með
flösku af Perrier-sódavatni á. Þau
lesa svo til skiptis, ekki eina frétt
hvort, heldur koma hvort með sína
klausuna, rétt eins og þau væm að
tala saman. Inn í samræður þeirra
er svo skotið fréttaklausum, sem
em teknar upp úti eða þá í sjón-
varpssal. Stundum standa þau upp
og taka á móti gestum. Þá er ekk-
ert verið að fela tæknimennina, sem
koma kannski hlaupandi inn á
myndina, til að festa eða laga hátal-
ara gestanna. Allt mjög eðlilegt og
afslappað.
Framkoma, umhverfi og talsmáti
er úthugsaður, líka klæðaburður-
inn. Soren Bach fræddi blaðamann
á því, að í upphafi hefði átt að
gera hann að bezt klædda karl-
manni í Danmörku. En hann er nú
ekki alveg sú manngerð. Hann féllst
að vísu á að vera oftast með háls-
bindi og stundum í jakka, en gætir
þess líka að þetta fari ekkert. sér-
lega vel saman. Og svo leysa Kanal
to-bolimir stundum vandann. Stöð-
in hefur komið sér upp bolum í
mörgum litum, sem starfsfólkið
kemur oft fram í. En kvenfólkið,
kannski eðli sínu samkvæmt, virðist
hugsa mun meira um klæðnað sinn
en karlmennimir.
En þó yfírborðið virðist afslappað
og áreynslulaust, þá var vægast
sagt fróðlegt að heyra Soren Bach
segja frá þeim hugmyndum, sem
Iiggja bak frétta og fréttamennsku
rásarinnar. Hvað sem hveijum kann
að finnast um þá hugmyndafræði,
þá er hún að minnsta kosti ekki
tilviljanakennd. Bach er heldur eng-
inn nýgræðingur í fjölmiðlun. Hann
byijaði sem blaðamaður á 7. ára-
tugnum, vann svo hjá Danmarks
Radio frá 1971-1982, en fór þá
til Grænlands til að byggja upp
sjónvarpið þar. Hann kom heim
eftir þijú ár og átti þá að taka við
sem aðalþingfréttaritari útvarpsins.
En áður en hann tæki við stöðunni
og hreiðraði um sig í Kristjáns-
borgarhöll, sem hýsir þingið, átti
hann inni nokkurra mánaða sum-
arfrí. Það fór í að koma fótunum
undir fréttadeild Kanal to, sem var
þá í burðarliðnum. Þegar honum
var svo boðið að fylgja þeirri vinnu
eftir og veita deildinni forstöðu, lét
hann þingið róa og hélt sig við rás-
ina.
Hugmyndina með að láta tvo
fréttamenn tala saman er að áhorf-
endum fínnist þeir hlusta á tal
þeirra sem þeir megi svo taka þátt
í. Hann vill ekki gera eins og rflcis-
sjónvarpið, þar sem ábúðarmiklir
fréttamenn nánast eins og taka
áhorfendur á hné sér og lesa jrfir
þeim. Rammi rásarinnar á samt
ekki að hrófla við trúverðugleika
fréttanna, þær eru ekki neinar hálf-
fréttir í samanburði við ríkissjón-
varpið.
Seren Bach benti einnig á, að
fréttir þeirra væru allt öðruvísi
byggðar upp. í ríkissjónvarpinu er
byijað á því að segja hvað helzt er
í fréttum, fyrirsagnimar. Fréttun-
um er líka alltaf raðað eins upp,
með menningarfréttum síðast.
Þannig er búið að flokka fréttimar
og um leið er áhrofendum sagt,
hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
Þessi fyrirsagnalestur í upphafi ýti
líka undir að fólk líti aðeins á þær
og slökkvi svo, ef ekkert vekur
áhuga þess, samkvæmt kenningum
rásarmannanna.
Rásin hefur annan háttinn á. Þar
er gert ráð fyrir að áhorfendur
horfi á allan fréttatímann, sem er
20—30 mín. Fréttamennimir segja
undan og ofan af hvað kemur, en
ekki allt. Og svo er fréttaröðin út-
hugsuð eftir nokkuð óvenjulegum
leiðum. í fyrsta lagi em fréttimar
fáar, en hvert atriði getur verið
nokkuð langt. Það er byijað á ein-
hverri vinalegri frétt, ekki neinum
æsing. Síðan koma alvarlegri frétt-
ir,en þó aldrei tvær þungar fréttir
hver á eftir annarri, t.d. aldrei tvær
alvarlegar efnahagsfréttir. Ekki
vegna þess að það megi ekki
íþyngja fólki, heldur vegna þess að
Soren Bach og starfsmenn hans
hafa þá kenningu að fréttimar eigi
að ýta undir umræðu heima fyrir.
„Vel unnar fréttir eiga að ýta
undir að fólk myndi sér sjálft skoð-
anir og ræði málin sín á milli. Þess
vegna sýnum við átakalitlar fréttir
á eftir mikilvægum, til að það gef-
ist tækifæri til að tala um þær
mikilvægu. Umræðumar spretta
upp á meðan og strax eftir frétt-
ina, en ekki eftir að röð af öðmm
fréttum hefur liðið framhjá og frétt-
atíminn er búinn. Sjónvarpið er í
sjálfu sér hættulegur miðill, vegna
þess hve það er áhrifamikið og ýtir
undir aðgerðaleysi. Eiginlega ætti
að banna sjónvarp," segir Soren
Bach og kímir á danska vísu.
Og rétt eins og áhorfendur era
leiddir mjúklega inn í fréttatímann,
þá er aldrei skilið við þá í þungum
þönkum. Síðasta fréttin er alltaf
jákvæð og glaðleg, eða með falleg-
um myndum.
En það er ekki svo að skilja að
Bach sé á móti gagnrýninni frétta-
mennsku, þegar hún á við. Hann
vill ganga hart að stjómmálamönn-
um, til að fá svör við nákvæmlega
því, sem þeir em spurðir að. Hins
vegar kærir hann sig ekki um að
æsa sig við fólk, sem reynir að
gera sitt bezta, jafnvel þó starf
þess bjóði upp á gagnrýni. Gagn-
rýnar fréttir eiga ekkert skylt við
æsifréttir, að hans mati.
Fréttamennimir á Rás tvö em
tíu. Hjá ríkissjónvarpinu em þeir
fimmtíu. Vísast hafa stöðvamar
auga hvor á annarri.
„Hvað okkur viðvíkur, getur
varla verið um samkeppni við ríkis-
sjónvarpið að ræða,“ segir Bach.
„Þeir em einfaldega svo miklu bet-
ur stæðir að öllu leyti. En það er
samt gaman að taka eftir því, að
þrátt fyrir allt fóikið þar og alla
peningana, þá emm við með meira
af heimagerðu fréttaefni en þeir.
Þeir em með meira af aðsendu efni.
En mannfæðin háir okkur. Þegar
er mikið um að vera, eins og t.d. í
kringum hústökuna og unga fólkið
um daginn, þá eram við öll upptek-
in í því og höfum ekki tækifæri til
að vinna upp annað efni á meðan.
Þegar annimar em liðnar hjá stönd-
um við uppi nærri efnislaus."
Fréttamaður nokkur af ríkissjón-
varpinu, sem blaðamaður hitti fyrir,
fitjaði bara uppá nefíð, þegar rásin
var nefnd. Fannst greinilega lfið til
hennar koma. Danskur blaðamaður
sagði, að sér fyndist fréttir heima
of slúðurkenndar. En hvemig sem
á stöðina er litið, þá er Ijóst að ríkis-
sjónvarpið tekur nokkurt mið af
henni. Eftir áramótin eiga tveir
fréttamenn að sjá um fréttimar —
og þeir ætla að byija með morgun-
sjónvarp.
Langar ykkur að horfa
á sjónvarp milli
kl. 6 og 9?
Morgunsjónvarpið byijaði á rás-
inni í desember í fyrra, jólagjöf til
áhorfenda okkar, sagði Sten And-
ersen, einn fjögurra umsjónar-
manna þess. Það em tvö pör, sem
skiptast á að sjá um það sitt hvora
vikuna. Hina vikuna nota þau svo
til að safna efni.
Morgundagskráin skiptist á þijá
klukkustundar langa hluta, í hveij-
um hluta em fréttir, teiknimynd,
einhver viðtöl og músikmyndbönd.
Það er tekið á móti gestum í sjón-
varpssal eða sett inn í efni, sem
hefur verið tekið upp áður. Einu
sinni í viku kemur læknir í heim-
sókn og svarar spumingum, líka
dýralæknir.
Dagskráin heitir Morgenflimmer,
morgunblik. Nafnið lýsir henni
nokkuð, það er bragðið upp einu
og öðra, en ekki gert ráð fyrir að
fólk sitji endilega við og horfi stöð-
ugt. Umsjónarmennimir sitja í
eldhúsi, svo andrúmsloftið er heim-
ilislegt og það er dmkkið og borðað
í þessu eldhúsi eins og öðmm.
Það var fimmtudagsmorgunn,
þegar blaðamaður Morgunblaðsins
fylgdist með útsendingu. Vegna
þess að þetta er síðasti útsendingar-
dagur vikunnar, var gestkvæmara
en ella. Þama kom kona, sem sagði
frá bijóstkrabbameini og stuðnings-
samtökum kvenna, sem hafa fengið
það. Svo hópur Skota með
sekkjapípur og haggis, lifrarpyls-
una sína, spiluðu, fóm með ljóð um
pylsuna, átu hana og dmkku óspart
viskí með, ásamt umsjónarmönnun-
um, sem fóm þó hægar í viskí-
drykkjuna en gestimir. Svo vora
studdar fréttir. Auk þess teikni-
myndir og tónlist.
Þessa vikuna sá fréttamaðurinn
Erik Weir um fréttainnskotin. Hann
mætir þá kl. fimm, lítur í blöðin og
tekur saman helztu fréttimar úr
þeim, fylgist með veðri og sam-
göngum og kemur þrisvar fram
með fréttimar. Hann segir, að þau
reikni með, að um á milli 50 og 100
þús. manns horfi á þáttinn, eða líti
á hann, líklega mest böm, ungling-
ar og gamalt fólk. Þá morgna sem
hann sér um morgunfréttimar tek-
ur hann líka að sér hádegisfréttir
kl. 12, en hina vikuna er hann með
í að útbúa fréttaefni fyrir kvöld-
fréttimar.
Þátturinn byggist mikið á um-
sjónarmönnum, því þau tala tölu-
vert, upplýsa áhorfendur um eitt
og annað, alltaf jafn létt og bros-
andi í stfl við allt yfirbragð rásarinn-
ar. Strákurinn, sem sér um þáttinn
á móti Sten Andersen er þekktur
poppsöngvari hér, heitir Michael
Bondesen og söng með hljómsveit-
inni Sjúbídúa, nokkurs konar
Stuðmönnum Dana. Bondesen veit-
ir skemmtideildinni forstöðu, var
vísast fenginn vegna vinsælda
sinna, sem söngvari.
Hvað sem hveijum finnst um
rásina, þá tekst þeim þokkalega vel
það sem þau ætla sér, tekst að
vera hress, lífleg og kumpánleg.
En hvort það er svo nægilega há-
leitt markmið fyrir sjónvarpsstöð
er annað mál. Starfsfólkinu finnst
að fólk eigi að hafa vai á milli þess
sem þau em með og svo alvarlegs
og ábúðarmikils ríkissjónvarps, sem
virðist þó ætla að þoka sér nær
stíl rásarinnar, þegar fram í sækir.
En nú er önnur rás í ríkissjón-
varpinu í burðarliðnum. Ef íhalds-
mönnum tekst að lafa áfram á
stjómartaumunum verður hún að
raunvemleika áður en langt um
líður. Vísast verður hún að ýmsu
leyti lík Kanal to, sem hefur þá
fengið gott forskot, hvort sem það
dugir honum til eða ekki.
Vestfirðingar
Tryggjum Guðm. H. Ingólfssyni 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum. Guðmund-
ur H. Ingólfsson er traustur og sjálfstæður baráttu- og málafylgju-
maður og hefur verið í fylkingarbijósti sjálfstæðismanna á ísafirði
sl. 15 ár. Við kjósum Guðmund H. Ingólfsson vegna þekkingar
hans á málefnum Vestfjarða og við vitum að með kjöri hans eign-
ast Vestfirðingar traustan talsmann.
Kjósum Guðmund H. Ingólfsson í 3. sæti í prófkjör-
inu 11. og 12. október.
Stuðningsmenn