Morgunblaðið - 09.10.1986, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
Fundur OPEC-ríkjanna í Genf:
Núgildandi
kvóta skipt-
ing framlengd?
Genf, AP.^^
MEIRI hluti olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna er því hlynntur, að
núgildandi bráðabirgðasamkomulag samtakanna um framleiðsluk-
vóta verði framlengt til loka ársins. Skýrði Subroto, olíumálaráherra
Indónesíu, frá þessu í gær.
Fundur olíumálaráðherranna
hefur nú staðið í þrjá daga og er
markmiðið með honum að leggja á
ráðin um að koma olíuverðinu í
heiminum upp í 20 dollara tunnan.
í gaer var ráðherrunum skipt í
tvo hópa til að ræða nýja skiptingu
á framleiðslukvótum milli aðild-
arnkjanna og til að fínna leiðir til
samræmingar á stefnu aðildarríkj-
anna í verðlagningarmálum.
Haft var eftir Subroto á þriðju-
dagkskvöld, að litlar horfur væru á
langtíma samkomulagi um fram-
leiðslukvóta á fundinum nú. Því
yrði lögð áherzla á að framlengja
núverandi kvótasamkomulag aðeins
til næstu áramóta. Það var gert 5.
ágúst sl. og á að renna út 31. októ-
öcr nk.
„Ég tel, að meiri hluti OPEC-
ríkjanna telji það vera hið rétta nú,
því að þetta samkomulag hefur orð-
ið þeim að gagni," sagði Subroto.
Víetnamar:
Viljum bætt sam-
skipti við Banda-
ríkin og Kína
Snmpimifhi hi/Jlírnnr AP
Sameinudu þjóðirnar, AP.
VÍETNAMSKUR sendifulltrúi á
Allsheijarþingi Sameinuðu þjóð-
anna i New York, sagði í ræðu
á þinginu sl. mánudag, að
víetnömsk stjómvöld væm reiðu-
búin til þess að bæta samskiptin
við Bandaríkin og Kína.
Vo Dong Giang, sem er ráðherra
án ráðuneytis í ríkisstjóm Víetnam,
sagði að Bandaríkin ættu miklu
hlutverki að gegna í Asíu og landar
sínir vildu bæta samskipti þjóðanna
tveggja, en þau hafa verið lítil eftir
að Víetnamstríðinu lauk. Innrás
Víetnama inn í Kambódíu árið 1978
og sú staðreynd að víetnömsk
stjómvöid hafa verið treg til að láta
lausa bandaríska hermenn er börð-
ust í Víetnamstríðinu og taldir eru
á lífí, hafa enn aukið á stirðleika
milli ríkisstjóma landanna.
Giang sagði, að ríkisstjóm sín
hefði ítrekað reynt að bæta sam-
skipti við Kína, sem hafa verið slæm
eftir að Víetnamar steyptu stjóm-
inni í Kambódíu, sem Kínveijar
studdu. Einnig hefur komið til
átaka á landamærum ríkjanna.
*
Onæmis-
tæring-
ar verður
vartí
Færejjum
Frá Hilmar Jan Hansen, fréttaritara
Morgunblaðsins Í Færeyjum
HOGNI Debes Joensen, land-
læknir í Færeyjum, hefur lýst
því yfir á opinberum vett-
vangi að sjúkdómurinn
ónæmistæring sé ekki lengur
óþekktur í Færeyjum. Enn
hefur enginn sýnt merki um
sjálfan sjúkdóminn en mót-
efni gegn veirunni sem veldur
honum hefur fundist í blóði
eins eyjaskeggja.
í tilkynningu frá landlækni
sagði að sú hætta væri vissulega
fyrir hendi að þeir sem sýkst
hefðu af veirunni sýktu aðra.
Hefur landlæknir nú hafíð mikla
upplýsingaherferð um eðli sjúk-
dómsins til þess að koma í veg
fyrir óþarfa hræðslu lkt og gerst
hefur svo víða. Ennfremur hefur
fólk verið frætt um hvemig
hindra megi útbreiðslu sjúk-
dómsins.
Margaret Thatcher á þriðjudag, skömmu eftir að hún missteig
sig.
Landsþing íhaldsflokkins:
íhaldsmenn halda fast í
stjómarstefnu Thatchers
Tebbit harðorður í garð Verkamannaflokksins
Frá Valdimarí Unnari Valdimarssyni, Lundúnum.
BRESKIR íhaldsmenn láta engan bilbug á sér finna þótt Verka-
mannaflokkurinn hafi að undanförnu skotið þeim ref fyrir rass í
skoðanakönunum. Á landsþingi íhaldsflokksins, sem þessa dagana
er haldið í Boumemouth, virðist ríkja góð samstaða um flestar
aðgerðir rikisstjórnar Margret Thatcher og stefnumótun fyrir
komandi misseri.
Foiysta íhaldsflokksins leggur
nú mikla áherslu á að hvergi verði
hvikað frá þeirri stefnu sem ríkis-
stjómin hefur haft að leiðarljósi
undanfamin sjö ár. Norman Tebb-
itt, formaður flokksins, sagði í
ræðu sinni á landsþinginu í gær
að íhaldsflokkurinn gæti verið
stoltur af stjómartíð sinni undan-
farin ár, mikill árangur hefði náðst
á ýmsum sviðum þótt margt væri
auðvitað enn ógert. Sagði hann að
nú yrðu menn að horfa til framtí-
ðar, með reynslu undanfarinna ára
í veganesti. Sú reynsla hafði sýnt
að flokknum hefði tekist best upp
þar sem hann hefði verið róttæk-
astur og djarfastur, halda yrði
áfram á þeirri braut.
í ræðu sinni vóg Tebbit harka-
lega að Verkamannaflokknum,
sem hann sagði reyna að dylja
sósíalískt eðli sitt og ráðagerðir.
Hann sagðist þó ekki óttast að
kjósendur létu blekjast af yfírborð-
sandstöðu Neils Kinocks við
róttæka vinstrisinna eða brott-
rekstri nokkurra slíkra úr Verka-
mannaflokknum. „Kjósendur geta
fundið þefínn af rottu hvort sem
hún er þakin rauðum rósum eða
umvafín rauðum fána“. Tebbitt
sagði að baráttan gegn Verka-
mannaflokknum væri barátta gegn
sósíalisma, sem bresku efnahafslífí
og þjóðlífí öllu stæði ógn af. Við
skulum gera út af við þennan só-
síalisma í eitt skipti fyrir öll. Við
skulum leyfa einkaframtakinu að
spreyta sig á ýmsum þáttum efna-
hagslífsins, sem ríkið hefur haft á
sinni könnu. Við skulum halda
áfram að lækka skatta, veita fólki
frelsi til að veija fé sínu á þann
hátt sem það kýs, án afskipta ríkis-
valdsins. Við skulum vera tryggir
Chile:
Yfirmaður flughersins vill við-
ræður um að koma á lýðræði
Santiago, AP.
Santiago,
FERNANDO Matthei, yfirmaður flughersins í ChUe, lagði í gær til,
að viðræður færu fram milli hersljórnarinnar í landinu og leiðtoga
stjórnarandstöðunnar, sem ekki væru úr hópi kommúnista. Markmið-
ið með þessum viðræðum á að vera að kanna með hvaða hætti koma
megi á ný lýðræðislegum stjómarháttum á í landinu.
Að afloknum fundi í herstjóminni
sagði Matthei, að viðræður gætu
hafízt án fyrirfram gerðra skilyrða
og ættu þær að beinast að hugsan-
legum breytingum á stjómarskrá
landsins, en eins og er þá er það
herinn í landinu, sem hefur heimild-
ina til að útnefna eina forsetaefnið
fyrir forsetakosningar þær, sem
fram eiga að fara í Chile 1989.
„Ef viðræður verða ekki hafnar
mjög bráðlega, þá á það eftir að
valda mörgum miklum vonbrigð-
um,“ sagði Metthei. Tveir aðrir
ráðherrar herstjómarinnar, sem
skipuð er §órum mönnum og ýmsir
forystumenn úr röðum borgara-
legra stjómmálaflokka hafa lagt
það til á undanfömum vikum, að
slíkar viðræður fæm fram hið
fyrsta og það að frumkvæði stjóm-
arinnar til þess að gefa það til
kynna, að stjómarskrárbreytingar
séu í vændum.
Þó að engin formlegar tillögur
um viðræður hafí verið bomar fram
að svo komnu, þa'hafa þessi til-
mæli þegar leitt til þess, að andrú-
imsloftið í stjómmálum landsins
hefur breyzt til batnaðar á ný, en
mikil harka færðist í það fyrir ein-
um mánuði, er Augusto Pinochet
forseti slapp við morðtilræði og lýsti
yfir hemaðarástandi í landinu.
Jafnframt hefur Kristilegi demó-
krataflokkurinn, sem er stærsti
stjómarandstöðuflokkur landsins,
tilkynnt samstarfslit við kommúni-
staflokkin, en sá flokkur er hlynntur
vopnaðri uppreisn til þess að binda
enda á valdaferil herstjómarinnar
í landinu.
í desember sl. hafnaði Pinochet
forseti málaleitun frá kaþólsku
kirkjunni í Chile um að herstjómin
tæki upp viðræður við 11 borgara-
lega stjómmálaflokka úm að koma
á Iýræðisstjóm í landinu og kosn-
ingar látnar fara þar fram.
bandamönnum okkar og standa
dyggan vörð um frelsið.
Arásir formanns íhaldsflokksins
á Verkamannaflokkinn sprattu
ekki hvað síst af þeirri yfírlýstu
stefnu Verkamannaflokksins að
gera Bretland kjamorkuvopna-
laust. Norman Rebbit sagði að slík
stefna væri einungis til þess fallin
að grafa undan NATO, engu væri
•líkara en Verkamannaflokkurinn
væri fúsari til að leggja traust sitt
á þá sem réðust inn í Afganistan
en hina sem væra bandamenn
Breta í þeirri viðleitni að veija
fijálsa Evrópu.
Tebbitt fór ekki mörgum orðum
um atvinnuleysið í Bretlandi, en
sagði að heilbrigt efnahagslíf væri
framforsenda þess að unnt væri
að koma þeim til hjálpar sem
staddir væra í neyð. Enda þótt
ræða formannsins hafí fallið í góð-
an jarðveg á landsþinginu er ljóst
að innan Ihaldsflokksins hafa ýms-
ir vaxandi áhyggjur af atvinnuleys-
inu og nokkram öðram málaflokk-
um sem ríkisstjóm Margaret
Thatcher þykir ekki hafa sinnt sem
skyldi undanfarin ár. Hafa þær
raddir til dæmis heyrst á lands-
þinginu að ríkisstjómin verði að
grípa til sérstakra ráðstafana gegn
atvinnuleysinu ef ekki eigi illa að
fara í næstu þingkosningum.
Enda þótt ýmislegt hafí orðið
tilefni gagnrýni á störf ríkisstjóm-
arinnar er ljóst að ráðandi öfl í
Ihaldsflokknum hyggjast ekki
sveigja af þeirri leið sem farin
hefur verið undanfarin ár. Glöggt
vitni þessa var ræða Normans
Tebbit á landsþinginu í gær og þær
feykigóðu undirtektir sem hún
hlaut. Margaret Thatcher flytur
hins vegar aðalræðu sína næst-
komandi föstudag og bíða menn
nú í ofvæni eftir boðskap jámfrú-
arinnar.