Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Fundur OPEC-ríkjanna í Genf: Núgildandi kvóta skipt- ing framlengd? Genf, AP.^^ MEIRI hluti olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna er því hlynntur, að núgildandi bráðabirgðasamkomulag samtakanna um framleiðsluk- vóta verði framlengt til loka ársins. Skýrði Subroto, olíumálaráherra Indónesíu, frá þessu í gær. Fundur olíumálaráðherranna hefur nú staðið í þrjá daga og er markmiðið með honum að leggja á ráðin um að koma olíuverðinu í heiminum upp í 20 dollara tunnan. í gaer var ráðherrunum skipt í tvo hópa til að ræða nýja skiptingu á framleiðslukvótum milli aðild- arnkjanna og til að fínna leiðir til samræmingar á stefnu aðildarríkj- anna í verðlagningarmálum. Haft var eftir Subroto á þriðju- dagkskvöld, að litlar horfur væru á langtíma samkomulagi um fram- leiðslukvóta á fundinum nú. Því yrði lögð áherzla á að framlengja núverandi kvótasamkomulag aðeins til næstu áramóta. Það var gert 5. ágúst sl. og á að renna út 31. októ- öcr nk. „Ég tel, að meiri hluti OPEC- ríkjanna telji það vera hið rétta nú, því að þetta samkomulag hefur orð- ið þeim að gagni," sagði Subroto. Víetnamar: Viljum bætt sam- skipti við Banda- ríkin og Kína Snmpimifhi hi/Jlírnnr AP Sameinudu þjóðirnar, AP. VÍETNAMSKUR sendifulltrúi á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóð- anna i New York, sagði í ræðu á þinginu sl. mánudag, að víetnömsk stjómvöld væm reiðu- búin til þess að bæta samskiptin við Bandaríkin og Kína. Vo Dong Giang, sem er ráðherra án ráðuneytis í ríkisstjóm Víetnam, sagði að Bandaríkin ættu miklu hlutverki að gegna í Asíu og landar sínir vildu bæta samskipti þjóðanna tveggja, en þau hafa verið lítil eftir að Víetnamstríðinu lauk. Innrás Víetnama inn í Kambódíu árið 1978 og sú staðreynd að víetnömsk stjómvöid hafa verið treg til að láta lausa bandaríska hermenn er börð- ust í Víetnamstríðinu og taldir eru á lífí, hafa enn aukið á stirðleika milli ríkisstjóma landanna. Giang sagði, að ríkisstjóm sín hefði ítrekað reynt að bæta sam- skipti við Kína, sem hafa verið slæm eftir að Víetnamar steyptu stjóm- inni í Kambódíu, sem Kínveijar studdu. Einnig hefur komið til átaka á landamærum ríkjanna. * Onæmis- tæring- ar verður vartí Færejjum Frá Hilmar Jan Hansen, fréttaritara Morgunblaðsins Í Færeyjum HOGNI Debes Joensen, land- læknir í Færeyjum, hefur lýst því yfir á opinberum vett- vangi að sjúkdómurinn ónæmistæring sé ekki lengur óþekktur í Færeyjum. Enn hefur enginn sýnt merki um sjálfan sjúkdóminn en mót- efni gegn veirunni sem veldur honum hefur fundist í blóði eins eyjaskeggja. í tilkynningu frá landlækni sagði að sú hætta væri vissulega fyrir hendi að þeir sem sýkst hefðu af veirunni sýktu aðra. Hefur landlæknir nú hafíð mikla upplýsingaherferð um eðli sjúk- dómsins til þess að koma í veg fyrir óþarfa hræðslu lkt og gerst hefur svo víða. Ennfremur hefur fólk verið frætt um hvemig hindra megi útbreiðslu sjúk- dómsins. Margaret Thatcher á þriðjudag, skömmu eftir að hún missteig sig. Landsþing íhaldsflokkins: íhaldsmenn halda fast í stjómarstefnu Thatchers Tebbit harðorður í garð Verkamannaflokksins Frá Valdimarí Unnari Valdimarssyni, Lundúnum. BRESKIR íhaldsmenn láta engan bilbug á sér finna þótt Verka- mannaflokkurinn hafi að undanförnu skotið þeim ref fyrir rass í skoðanakönunum. Á landsþingi íhaldsflokksins, sem þessa dagana er haldið í Boumemouth, virðist ríkja góð samstaða um flestar aðgerðir rikisstjórnar Margret Thatcher og stefnumótun fyrir komandi misseri. Foiysta íhaldsflokksins leggur nú mikla áherslu á að hvergi verði hvikað frá þeirri stefnu sem ríkis- stjómin hefur haft að leiðarljósi undanfamin sjö ár. Norman Tebb- itt, formaður flokksins, sagði í ræðu sinni á landsþinginu í gær að íhaldsflokkurinn gæti verið stoltur af stjómartíð sinni undan- farin ár, mikill árangur hefði náðst á ýmsum sviðum þótt margt væri auðvitað enn ógert. Sagði hann að nú yrðu menn að horfa til framtí- ðar, með reynslu undanfarinna ára í veganesti. Sú reynsla hafði sýnt að flokknum hefði tekist best upp þar sem hann hefði verið róttæk- astur og djarfastur, halda yrði áfram á þeirri braut. í ræðu sinni vóg Tebbit harka- lega að Verkamannaflokknum, sem hann sagði reyna að dylja sósíalískt eðli sitt og ráðagerðir. Hann sagðist þó ekki óttast að kjósendur létu blekjast af yfírborð- sandstöðu Neils Kinocks við róttæka vinstrisinna eða brott- rekstri nokkurra slíkra úr Verka- mannaflokknum. „Kjósendur geta fundið þefínn af rottu hvort sem hún er þakin rauðum rósum eða umvafín rauðum fána“. Tebbitt sagði að baráttan gegn Verka- mannaflokknum væri barátta gegn sósíalisma, sem bresku efnahafslífí og þjóðlífí öllu stæði ógn af. Við skulum gera út af við þennan só- síalisma í eitt skipti fyrir öll. Við skulum leyfa einkaframtakinu að spreyta sig á ýmsum þáttum efna- hagslífsins, sem ríkið hefur haft á sinni könnu. Við skulum halda áfram að lækka skatta, veita fólki frelsi til að veija fé sínu á þann hátt sem það kýs, án afskipta ríkis- valdsins. Við skulum vera tryggir Chile: Yfirmaður flughersins vill við- ræður um að koma á lýðræði Santiago, AP. Santiago, FERNANDO Matthei, yfirmaður flughersins í ChUe, lagði í gær til, að viðræður færu fram milli hersljórnarinnar í landinu og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem ekki væru úr hópi kommúnista. Markmið- ið með þessum viðræðum á að vera að kanna með hvaða hætti koma megi á ný lýðræðislegum stjómarháttum á í landinu. Að afloknum fundi í herstjóminni sagði Matthei, að viðræður gætu hafízt án fyrirfram gerðra skilyrða og ættu þær að beinast að hugsan- legum breytingum á stjómarskrá landsins, en eins og er þá er það herinn í landinu, sem hefur heimild- ina til að útnefna eina forsetaefnið fyrir forsetakosningar þær, sem fram eiga að fara í Chile 1989. „Ef viðræður verða ekki hafnar mjög bráðlega, þá á það eftir að valda mörgum miklum vonbrigð- um,“ sagði Metthei. Tveir aðrir ráðherrar herstjómarinnar, sem skipuð er §órum mönnum og ýmsir forystumenn úr röðum borgara- legra stjómmálaflokka hafa lagt það til á undanfömum vikum, að slíkar viðræður fæm fram hið fyrsta og það að frumkvæði stjóm- arinnar til þess að gefa það til kynna, að stjómarskrárbreytingar séu í vændum. Þó að engin formlegar tillögur um viðræður hafí verið bomar fram að svo komnu, þa'hafa þessi til- mæli þegar leitt til þess, að andrú- imsloftið í stjómmálum landsins hefur breyzt til batnaðar á ný, en mikil harka færðist í það fyrir ein- um mánuði, er Augusto Pinochet forseti slapp við morðtilræði og lýsti yfir hemaðarástandi í landinu. Jafnframt hefur Kristilegi demó- krataflokkurinn, sem er stærsti stjómarandstöðuflokkur landsins, tilkynnt samstarfslit við kommúni- staflokkin, en sá flokkur er hlynntur vopnaðri uppreisn til þess að binda enda á valdaferil herstjómarinnar í landinu. í desember sl. hafnaði Pinochet forseti málaleitun frá kaþólsku kirkjunni í Chile um að herstjómin tæki upp viðræður við 11 borgara- lega stjómmálaflokka úm að koma á Iýræðisstjóm í landinu og kosn- ingar látnar fara þar fram. bandamönnum okkar og standa dyggan vörð um frelsið. Arásir formanns íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn sprattu ekki hvað síst af þeirri yfírlýstu stefnu Verkamannaflokksins að gera Bretland kjamorkuvopna- laust. Norman Rebbit sagði að slík stefna væri einungis til þess fallin að grafa undan NATO, engu væri •líkara en Verkamannaflokkurinn væri fúsari til að leggja traust sitt á þá sem réðust inn í Afganistan en hina sem væra bandamenn Breta í þeirri viðleitni að veija fijálsa Evrópu. Tebbitt fór ekki mörgum orðum um atvinnuleysið í Bretlandi, en sagði að heilbrigt efnahagslíf væri framforsenda þess að unnt væri að koma þeim til hjálpar sem staddir væra í neyð. Enda þótt ræða formannsins hafí fallið í góð- an jarðveg á landsþinginu er ljóst að innan Ihaldsflokksins hafa ýms- ir vaxandi áhyggjur af atvinnuleys- inu og nokkram öðram málaflokk- um sem ríkisstjóm Margaret Thatcher þykir ekki hafa sinnt sem skyldi undanfarin ár. Hafa þær raddir til dæmis heyrst á lands- þinginu að ríkisstjómin verði að grípa til sérstakra ráðstafana gegn atvinnuleysinu ef ekki eigi illa að fara í næstu þingkosningum. Enda þótt ýmislegt hafí orðið tilefni gagnrýni á störf ríkisstjóm- arinnar er ljóst að ráðandi öfl í Ihaldsflokknum hyggjast ekki sveigja af þeirri leið sem farin hefur verið undanfarin ár. Glöggt vitni þessa var ræða Normans Tebbit á landsþinginu í gær og þær feykigóðu undirtektir sem hún hlaut. Margaret Thatcher flytur hins vegar aðalræðu sína næst- komandi föstudag og bíða menn nú í ofvæni eftir boðskap jámfrú- arinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.