Morgunblaðið - 09.10.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
43
Karpov dreg-
ur í lengstu
lögaðjáta
sig sigraðan
Skák
Margeir Pétursson
JAFNTEFLI blasir við í biðstöð-
unni í 24. og síðustu einvígisskák
þeirra Karpovs og Kasparovs i
Leningrad. Þar með sigrar Kasp-
arov í einvíginu 12‘/2— lV/t og
eru það nákvæmlega þau úrslit
sem spáð var hér í Morgunblað-
inu þann 27. júlf í sumar, áður
en einvigið hóffjt. Þótt staðan á
borðinu sé steindautt jafntefli
þráast Karpov við og teflir til
vinnings, því þótt ljóst sé að
Kasparov haldi heimsmeistara-
titlinum á enn eftir að útkljá
baráttuna um verðlaunin. Þá má
vera að Karpov hafi viljað losna
við að þurfa að játa sig sigraðan
i einvíginu fyrir framan áhorf-
endaskara, en kjósi fremur að
Ijúka skákinni með þvi að bjóða
jafntefli símleiðis í fyrramálið.
Kasparov var tekið með miklu
lófaklappi áhorfenda við upphaf
síðustu skákarinnar. Skákin bar
þess merki að ekki væri sérlega
mikið í húfi. Baráttan um titilinn
er útkljáð og báðir keppendur höfðu
ánafnað verðlaunafé sínu til fómar-
lamba Chemobyl-kjamorkuslyss-
ins. Kasparov, sem hafði hvítt,
komst ekkert áleiðis og eftir mikil
uppskipti í 16—22. leik náði Karpov
örlítið betra hróksendatafli. Vinn-
ingslíkur hans vom þó afskaplega
litlar og eftir því sem skiptist upp
á fleiri og fleiri peðum nálgaðist
jafnteflið.
24. einvígisskákin:
Hvftt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Drottningarindversk vörn
I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3
- b6, 4. g3 - Bb7, 5. Bg2 -
Bb4+, 6. Bd2 — a5, 7. 0-0 - 0-0,
8. Bg5.
Þetta afbrigði drottningarind-
versku vamarinnar hefur ekki áður
sézt í einvígjum Kasparovs og
Karpovs. Nú hótar hvítur 9. c5 og
svarti biskupinn á b4 lokast inni.
Be7, 9. Dc2 - h6, 10. Bxf6 -
Bxf6, 11. Rc3 - g6, 12. Hadl -
d6, 13. h4 - h5, 14. e4 - Rd7,
15. e5!?
Reynslan hefur sýnt að þó hvítur
hafí góð tök á miðborðinu þarf
svartur lítið að óttast í slíkum stöð-
um. Kasparov sprengir nú upp á
miðborðinu, en hefur ekki annað
upp úr krafsinu en mikil uppskipti.
Bg7, 16. d5!T - Rxe5, 17. Rxe5
- Bxe5, 18. dxe6 — Bxg2, 19.
exf7+ — Kxf7, 20. Kxg2 — Bxc3,
21. Dxc3 - Df6,22. Dxf6 - Kxf6
Hér er kominn tími til að semja,
en það er orðin hálfgerð hefð hjá
þeim félögum að tefla allar stöður
út í dautt jafntefli, a.m.k. fram að
því að skákin fer í bið.
23. a4 - Hae8, 24. Hfel - Hxel,
25. Hxel - Hd8, 26. Hdl - c6,
27. Kf3 - Ke5, 28. Ke3 - Hf8,
29. f3 - Hh8, 30. Hel - Hb8,
31. Kd3+ - Kf6, 32. He4 - d5,
33. cxd5 — cxd5, 34. He2 — b5,
35. Kd4 - bxa4, 36. Kxd5 -
Hb3, 37. Ke4 - Hb4+, 38. Kd5 -
Hb5+, 39. Kd4 - Hb4+, 40. Kd5
- Hb3, 41. Ke4
og í þessari stöðu fór skákin í bið.
Það er athyglisvert að í 40. leik
hafriaði Karpov þrátefli, en það
hefur þó vart nokkra þýðingu að
halda þessari baráttu áfram.
Sjúkraliðahópurinn sem útskrifaðist ásamt Bernharð Haraldssyni skólameistara og Margréti Pétursdóttir hjúkrunarfræðingi og
kennslustjóra á heilbrigðissviði, sem eru sitt á hvorum enda aftari raðarinnar.
Boðin skólavist - þáði ekki.
Þessi litli drengur kom með
móður sinni að ná í prófskír-
teinið en vildi alls ekki taka i
hönd skólameistara, sem bauð
hontim skólavist!
Útskrift og opið hús
- hjá Verkmenntaskólanum á laugardaginn
Á LAUGARDAG voru úskrifað-
ir 12 sjúkraliðar frá Verk-
menntaskólanum - og sama dag
var opið hús í skólanum þar
sem almenningi gafst kostur
að koma og skoða meðal annars
hina nýju bóknámsálmu sem
tekin var í notkun nú i haust.
Margmenni kom í heimsókn í
skólann og skoðaði hin glæsilegu
húsakynni - þáði kaffisopa og
spjallaði við kennara og nemend-
ur.
Meðfylgjandi myndir voru tekn-
ir í skólanum á laugardag.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrlmsson
Aðalgeir Pálsson, rafeindaverkfræðingur og kennari (til vinstri),
Tryggvi Ásgrímsson rafvirkjameistari og Þór Þórisson nemandi
velta fyrir sér rafmagnsverkefni.
Akureyringar greiða sama vatnsverð
til aldamóta ef ekkert verður að gert
- hafa á tíu árum greitt 230 milljónir á núvirði íjöfnunargjald af orkuverði
MÁLEFNl Hitaveitu Akur-
eyrar voru mikið rædd á
bæjarstjómarfundi í fyrradag,
einsog greint var frá í Morgun-
blaðnu í gær. Þar var til fyrri
umræðu tillaga veitustjórnar
um 8,9% hækkun á gjaldskrá
veitunnar og var henni vísað
til annarrar umræðu. Fram
kom á fundinum tillaga um að
vísa tillögu veitusijómar frá en
sú hlaut ekki samþykki.
Bæjarfulltrúar voru allir sam-
mála um að tafarlaust yrði leitað
eftir viðræðum við stjómvöld um
lausn á vandamálum Hitaveitunn-
ar - og var raunar samþykkt
tillaga Sigurðar J. Sigurðssonar,
formanns veitustjómar, þar að
lútandi og tillögu veitustjómar
vísað til annarrar umræðu.
Hátt orkuverð til alda-
móta ef ekkert verður
gert
í máli Sigurðar J. á fundinum
kom fram að áætlanir um sölu-
magn á vatni, sem gerðar hefðu
verið eftir að sölufyrirkomulagi
var breytt, hefðu staðist og því
væri mun auðveldara að gera
nýja áætlun um rekstur veitunn-
ar. „Við vitum að bæjarbúar þurfa
að búa við það háa vatnsverð sem
þeir búa við nú alveg til ársins
2000 - miðað við að gjaldið fylgi
framfærslu- eða byggingavísitölu
- ef ekkert verður að gert,“ sagði
Sigurður. „Það er stórkostlegt
hagsmunamál fyrir Akureyringa
ef þeir þurfa að greiða svo hátt
orkuverð áfram og því verðum við
að fá fram vilja yfírvalda - hvort
þau ætli að grípa til aðgerða varð-
andi vanda orkufyrirtækja."
230 milljónir í jöfnun-
argjald á tíu árum
Sigurður sagði að á núvirði
hefðu Akureyringar greitt 230
milljónir króna í verðjöfnunar-
gjald á orku á ámnum 1975-1985,
“á sama tíma og menn eru að
glíma við þetta fyrirtæki," eins
og hann sagði. „Ef Akureyringar
hefðu notið þessara peninga til
greiðslu á skuldum veitunnar er
spuming hver staða fyrirtækisins
nú, en það hefur ekki verið reikn-
að út,“ sagði formaður veitu-
stjómar. Skuldir Hitaveitu
Akureyar losa nú 2.000 milljónir
króna og hafa þær hækkað nokk-
uð í innlendri mynt á árinu - þrátt
fyrir að ekki hafi verið tekin er-
lend lán á árinu og greitt hafi
verið svolítið niður af þeim sem
fyrir vom. Þess má geta að fyrir-
tækið greiðir í ár 176 milljónir
króna í vexti af lánum.
Verði hækkun á gjaldskrá HA
samþykkt við síðari umræðu í
bæjarstjóm, eins og líklegt verður
að telja, þýðir það að hvert tonn
af heitu vatni hækkar úr 56 krón-
um í 61 krónu. 680 rúmmetrar
af vatni á ári í_ einbýlishús með
fjórum íbúum. Á gamla gjaldinu
kostar slíkt 38.080 krónur á ári
en á nýja gjaldinu kostar slíkt
magn 41.500 á ári.
Heimir Ingimarsson, bæjarfull-
trúi Alþýðubandalags, sagði á
fúndinum í fyrrakvöld að hita-
veituverð í bænum jaðraði við að
hafa búseturaskandi áhrif. „Ef við
bemm saman ástand vinnumark-
aðar, ástand í kjaramálum og
hitunarkostnað, sem er þrefalt
hærri en á höfuðborgarsvæðinu,
sjáum við að menn verða að fara
að athuga sinn gang varðandi
taxtamál," sagði hann.
Sigríður Stefánsdóttir, flokks-
systir Heimis, benti á að bæjar-
stjóm hefði alltaf sýnt mikla
ábyrgðartilfinngu í umraeðum um
Hitaveitu Akureyrar. Hún benti á
að ríkisvaldið hefði í mars skipt
sér af rekstri HA með þí að -
“með þvf að skipta sér af því
hvaða gjald skyldi tekið og stjóm-
völd hljóta því að vilja hafa frekari
afskipti." Sigríður sagði núver-
andi og fyrrverandi iðnaðarráð-
herra báða hafa lýst yfir að
ríkisvaldið yrði aðkoma orkufyrir-
tækjum sem ættu í eins miklum
vanda og HA til aðstoðar og við
það ættu þeir að standa.
Rúður fyr-
ir vegfar-
endum!
RÚÐUR voru brotnar á þremur
stöðum f miðbæ Akureyrar f
fyrrinótt. Ölvaður maður til-
kynnti fyrst um tvær brotnar f
húsnæði Landsbankans við
Ráðhústorg - og var sá hinn
sami sfðar tekinn grunaður um
verknaðinn.
Eftirtektarsamir lögreglumenn
sáu svo sömu nótt brotnar rúður
í Borgarsölunni og á hótel Varð-
borg. Ekki er vitað hver var þar
að verki eða hvort brotin tengjast
á einhvem hátt.
Ráðsfundur á vegnm H-
ráðs Málfreyja á íslandi
RÁÐSFUNDUR á vegum H-ráðs Málfreyja á íslandi verður hald-
inn að Hótel Reynihlfð Mývatnssveit dagana 11. og 12. október.
Gestgjafadeild verður Málfreyjudeildin Fluga.
Fundurinn hefst kl. 10.30 á
laugardag. Á dagskrá verður m.a.
nefndarstörf, fræðsla og kosning
í kjömefnd. Ingveldur Ingólfs-
dóttir, forseti Landssamtaka
málfreyja, flytur erindi frá al-
þjóðaþingi. Að kvöldi laugardags
verður stofnskrárfundur Mál-
freyjudeildar Flugu og hefst með
borðhaldi kl. 19.30.
Á sunnudag kl. 10.15 verður
fundi haldið áfram og mun Ema
Indriðadóttir, deildarstjóri RÚ-
VAK, flytja fræðsluerindi.
Fundurinn er öllum opinn.
Nánari upplýsingar veita Halla
f sfma 91-52531 og Helga f sfma
96-44166.
Ferð verður frá umferðarmið-
stöðinni f Reykjavík kl. 18.30 á
föstudag.
(Fréttatílkynning.)