Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 63
margaa skálin og báðu mönnum velfamaðar í lífí og starfí. Nú var komið að því að velja æfistarfið. Erlendur Patursson kaus sér hag- fræði, er skyldi gefa honum þroska og grundvöll til að verða þjóð sinni að liði. í þeim anda var hann alinn upp í föðurgarði með lífsskoðun og starf feðra sinna. Erlendur hélt til Oslóar og hóf nám í hagfræði, sem tengdi lögfræði og stjómsýslu. Mun þetta hafa verið honum góður for- skóli, að kynnast Norðmönnum. Hélt hann síðan til Hafnar 1934 og stundaði þar nám í hagfræði við háskóiann ogvarðcand. polit. 1941. Hann hlaut vist á Garði, því hann var danskur þegn. Erlendur tók mikinn þátt í félagsskap stúdenta. Hann kvæntist um þessar mund- ir, 1939, konu sinni Morið Holm, dóttur Matthildar og Niels Christian Holm, skipstjóra á Tvöroyri í Suðu- rey í Færeyjum. Hún er mikilhæf kona og af íslensku bergi brotin. Á hún ættir að rekja til ættboga Thor- steinsson manna á Vestfjörðum. Morið, kona Erlendar er fríð sýnum og vel gefin. Hún var manni sínum mikil stoð í lífsbaráttunni. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna í Þórshöfn er var með myndarbrag. Mér var vel fangað er ég kom þar og farið með mig í Kirkjubæ. Þau Erlendur og Morið eignuðust fímm böm, eitt dó í bamæsku og hin komust upp og urðu hin mann- vænlegustu. Erlendur dvaldi nú f Höfn frá 1941 til 1945 og var ritari í Arbejdsministeriet. Þetta var hon- um góður skóli til þjálfunar í þeim málum er biðu hans heima. Mátti segja að Erlendur væri vel lærður úr heimaskóla, um málefni þjóðar sinnar og sfðan starfað um árabil í stjómarráðinu. Er hann flutti al- kominn heim í júní 1945 eftir langa útivist, kom hann fullur áhuga að vinna þjóð sinni gagn. Hóf hann undirbúning þess er hann stofnaði tímaritið Samfélagsritíjanúar 1945 í Höfn og var bæði ritstjóri og út- búsáhöld, vefnaðarvöru og fatnað. Verslunina rak Ásta áfram eftir lát hans eins síns liðs og með tímanum urðu það einkum blóm, minjagripir og ýmis skyld smávara, sem hún hafði á boðstólum. Það mun varla ofmælt, þótt sagt sé, að Ásta hafi verið einn fárra kaupmanna á landinu, sem einlægt greiddi út í hönd og lét aldrei skrifa hjá sér stundinni_ lengur. Þótt Ásta Eggertsdóttir væri kona þeirrar gerðar, að hún hefði síst af öllu kosið, að settar yrðu á lofræður við andlát hennar, þá má þó öllum ljóst vera, er til þekkja, að saga hennar er f hæsta máta stórbrotin hetjusaga. Vér kynnum fljótt á litið að taka svo til orða, að stjrrkur hennar hefði verið af því sprottinn fyrst og fremst, að allt frá bemsku var hið blíða í lífi hennar blandað stríðu. En þegar betur er að gáð, rennur það upp fyrir oss, svo glöggt sem verða má, að vitanlega gat lífsreynsla hennar ungrar ein saman hvergi nærri nægt til þess, að snemma var full- mótaður hinni þróttmikli persónu- leiki hennar, ef eigi hefðu þar einnegin komið til alveg framúr- skarandi góðir eiginleikar innbomir og skarpar gáfur, er hún hlaut í vöggugjöf, og ekki beindust hvað síst að þeim hyggindum, er í hag mega koma. Hvítvoðungur er hún flutt heim- anað og á vit ókunnugra. Óshlíðina fer hún aðeins nokkurra daga göm- ul, meðan enn var þar vegleysa ein og ófæra. Síðan renna upp björt, en alltof hraðfleyg hamingjuár hjá yndislegri og ástríkri ömmu og fóstru, sem fær henni að samleiðar- lokum hollasta arf trúar og bænrækni. Enn fer hún til vanda- lausra, pn það er eftirtektarvert, að ávallt er eins og Ásta fyrirhitti aðeins gott og vandað fólk, en það kynni og að helgast af því, að hún er sakir gáfna sinna og mannkosta einlægt í vissum skilningi meistari kringumstæðnanna. Svo vel kemur hún sér, að hvarvetna og í hinum ólíklegustu stöðum knýtast ævilöng tryggðabönd milli hennar og sam- ferðarfólksins, og hún gefur bömum sínum nöfn góðvina sinna MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 gefandi þess. Honum var ekki nóg að tala heldur vildi hann boða þjóð- inni fræðslu um landshagi og hagfræði. Næsta hefti kom í júní 1945 og hélt hann því úti til 1952. Erlendur Patursson hlaut að ger- ast liðtækur í þjóðmálum heima fyrir er hann settist að á ættjörð- inni. Lok styrjaldarinnar höfðu nú mikil áhrif á framvindu mála, þar á meðal sjálfstæðismál Færeyja. Fór nú fram þjóðaratkvæði í sam- ráði við dönsk stjómvöld um fullt sjálfstæði Færeyja, eða framhald á tengslum við danska ríkið. Tölulega sigruðu skilnaðarmenn, en eigi með yfirburðum svo hin danska stjóm taldi hana eigi gilda. Fór þessi áhrifamikla atkvæðagreiðsla fram 14. september 1946. Mun Erlendur illa hafa unað hag sínum að svona fór um atkvæðagreiðsluna, líkt og forðum hjá Jóhannesi föður hans 1906. Hann hafði þá fengið því framgengt hjá ríkisstjóminni að Færeyingar fengju sjálfræði fyrir fjármálum heima fyrir. En þetta náði eigi fram að ganga, því Jó- hannes Patursson féll við kosningar til danska þingsins. Hófst nú Erlendur handa um stofnun nýs blaðs er hóf göngu sína 14. september 1947, er hlaut nafn kosningadagsins sæla frá árinu áður. Það kom út tvisvar í mánuði og var málgagn Þjóðveldisflokksins er halda skyldi lifandi sambandi við fólkið. Lengst af var Erlendur rit- stjóri þess og frá 1949 ábyrgðar- maður. Vann hann oft mikið að þessari útgáfu sjálfur og ritaði mik- ið í það, setti og prentaði stundum. Urval úr greinum Eriendar kom út í Afmælisriti hans. Erlendur var kosinn á þing sem vænta mátti og sat þar ævilangt utan eitt kjörtímabil. Hann var for- ystumaður Þjóðveldisflokksins og var lengst af þingmaður Sandeyjar- sýslu er tekur yfir Sandey, Skúfey og Stóra-Dímon. Hefur þetta kjör- dæmi tvo þingmenn. Á seinni árum var hann þingmaður í Straumeyjar- og velgerðármanna. Sá þakkar- hugur og vinfesta, er hún auðsýnir öllum þeim, sem hún á gott að gjalda, sýnir kannski betur en nokk- uð annað og umfram allt, hver gæfumaður hún er sjálf. Hún geng- ur að eiga ekkjumann með stóran bamahóp. Honum er annað betur gefið en bústang. Hann er hugum- stór gáfumaður. Vegna afskipta hans af stjómmálum, sem vom ólít- il, verða hún og fjölskylda hennar fyrir aðkasti af hendi pólitiskra andstæðinga hans. Sjálf eignast hún með honum enn stærri bama- hóp en þann, sem hún gengur í móðurstað. Og bömum bónda síns ann hún hugástum engu minna en sínum eigin bömum. Hún er ekki síður slegin djúpri sorg, er hún fréttir lát Jóns, stjúpsonar síns, en þegar henni er sögð helfregn Guð- mundar, eigin frumburðar síns. Þegar læknar leggjast gegn því, að hún gangi áfram með og fæði næstyngsta bam sitt, vegna þess að fóstrið ógni hennar eigin lífi, þá vísar hún öllum úrtölum á bug og elur sitt bam. Hún lætur ferma 19 böm frá heimili sínu og öll með miklum sóma. Hjá öðrum þjóðum mun það gjörsamlega óþekkt fyrir- brigði að koma svo mörgum bömum til manns. í langri og erfiðri bana- legu manns síns hjúkrar hún honum sjálf heima. Ekkja verður hún 62ja ára og sér eftir það einsömul far- borða ungum dóttursyni sínum, hinum prýðilegasta dreng, sem öll- um er að góðu kunnur._ En svo auðug, sem Ásta var að þeim hyggindum, er í hag mega koma, eða á hinu praktíska sviði, eins og vér mundum komast að orði nú á dögum, og svo ákaflega sem hún vann hörðum höndum alla ævidaga sína, þá var þó langur vegur frá, að veraldarvafstur og hávært orkestur dagsins byrgði henni sýn til annarra og óskyldra viðfangsefna eða lyki aftur hlustum hennar fyrir öðmvísi tónum lífsins. Þvert á móti var henni mjög auð- gengið í helgidóma fagurra lista. Hún var músíkölsk og söngvin í þeim mæli, sem aðeins fáum er gefinn, þótt dagsverki hennar og stundaskrá væri ævilangt þannig kjördæmi. Hann átti miklum vinsældum að fagna meðal kjósenda sinna og var framkvæmdasamur um málefni kjördæmanna. Hann var góður ræðumaður, hélt sig við efnið, rökstuddi mál sitt og var ró- legur, á hveiju sem gekk. Hann hélt sig frá persónulegum áróðri á andstæðingana og vék frá sér árás- um. Þannig vann hann sér fylgi á mannfundum og í daglegri um- gengni. Erlendur var framfarasinn- aður, er kom best í ljós er hann var ráðherra 1963 til 1966. Heyrðu undir ráðuneyti hans fjármál og sjávarútvegsmál. Á þessum árum fjölgaði fiskiskipum, afli jókst og fiskvinnslustöðvum fjölgaði. Þá var landhelgin færð út í 12 mílur. Horfði margt til framfara hjá þess- ari stjóm. Þá sat Erlendur á ríkis- þingi Dana um skeið. Blað Erlendar, 14. september, var honum mikils virði og greiddi götu hans til fólksins með skoðun- um hans á landsmálum. Hann var mjög handgenginn sjómannastétt- inni. Hann var formaður Fiski- mannafélags Færeyinga um árabil og þótti standa sig vel í formennsk- unni. Erlendur samdi mikið rit um sjávarútveg Færeyinga er hann nefndi „Fiskveiðar og fiskimenn 1850—1859." Komþettaritútl961 í tveimur bindum. Ánnað rit samdi hann á seinni árum er heitir „Fisk- vinna og fiskimál 1940—1970", er sú bók í þremur bindum. Eru rit þessi hin fróðlegustu og sýna að höfundur þeirra var mikilvirkur fræðimaður um aðalatvinnuveg þjóðarinnar, er lengi mun halda minningu hans á lofti. Erlendur var mikill áhugamaður um norræna samvinnu, enda kosinn í Norðurlandaráð og sat þar frá 1970-1974 og frá 1976. Þá taldi hann að hinar fámennu eyþjóðir á norðurslóðum ættu að hljóta góðan hlut mála sinna. Hann barðist fyrir rétti Færeyinga á þessu málaþingi. Hann bar fram tillögu í ráðinu varið, að minna tóm gafst til hljóð- færásláttar og tónlistariðkana en hún hefði kosið og vert hefði verið. Ennfremur stóð leiklist ávallt hjarta hennar nær. Hún lærði heil hlut- verk á fáum dögum og það var yndi hennar og eftirlæti að lesa ljóð og það gerði hún svo, að unun var á að hlýða, sakir innlifunar hennar og djúprætts skilnings á viðfangs- efninu, hverju stefi, sérhveiju blæbrigði innihalds og andrúms- lofts. Af sama toga spunnin og þessir dýrmætu hæfíleikar var inni- leg ást hennar á öllu hinu skapaða og lífsanda dregur. Hið listræna og trúaða í eðlisgerð hennar unni gjör- vallri fegurð og hverju undri sköpunarverksins. Þannig var henni gróður jarðar ákaflega hjartfólginn. Hvert blað og blóm varð til þess, að hún dró skó af fótum sér og fann glöggt, að staðurinn, þar sem minnsta jurt grær, er heilög jörð. Þess vegna var það líka hugfólgið áhugamál hennar að vemda og hlúa að hveijum gróðurbletti, undir for- merki þeirrar hugsjónar, að vér skilum jörðinni fegurri og betri til afkomenda vorra og þess fólks, sem á eftir oss kemur í landinu, en þá er vér tókum við henni, og mætti samtíminn að skaðlausu taka nótís af þessari afstöðu Ástu. Hún gróð- ursetti tré og plantaði blómum bæði á Stakkanesi og í Gvendareyj- um og gerði auk þess merkar tilraunir með ýmis afbrigði trjáa og jurta. Sömuleiðis voru dýr og fuglar henni kærir vinir, er aldrei fóru erindisleysu á hennar fund. Sauðkindin, hinn lagðsíði rofa- barðsbúi íslands, átti samúð hennar, og eigi síður hestamir, blessaðir karlamir, að ógleymdri kúnni, sem er móðir vor allra. Ára- tugum saman vék hún æti að baðstofuköldum köttum með hvumpna návist. Þetta vom flæk- ings- og útigangskettir, án eigenda eða utanáskriftar. Hjá Ástu hétu þessi umkomulausu kvikindi hvert sínu nafni, líkt og um ungaböm eða þjóðhöfðingja væri að ræða. Hrafn- ar, sem komu fljúgandi ofan úr fjalli eða neðan úr fjöm, eftir vond- an dag, áttu hlýjum móttökum að fagna hjá Ástu. Þegar eldur kom 1971, að reist yrði menningarmið- stöð í Færeyjum með líku sniði og Norræna húsið í Reykjavík. Hann var mikill talsmaður þessa máls. Þetta hús var síðan byggt og vígt í Færeyjum. Þessi norrænu hús hafa þótt staðarbót, veitt þjóðar- brotum tækifæri til að koma saman og verið heimamönnum til fræðslu um menningu frændþjóðanna. Er- lendur ferðaðist mikið á vegum Norðurlandaráðs til að efla norræna samvinnu og flutti stundum erindi í Norræna húsinu í Reykjavík. Þá var honum boðið að ferðast um Vestfirði og Norðurlandskjördæmi vestra og flytja erindi um Færeyj- ar. Ferð þessi var honum og konu hans til mikillar ánægju um þessi ókunnu héruð. Heimsóttu þau hjón mig þá á Skagaströnd og sagði hann mér það að hann hafi í upp- hafi þessa ferðalags sett upp að sjá tvennt í ferðinni, Látrabjarg og mig, sem gamlan bekkjarbróður. Ég hlustaði á hann flytja erindi á Blönduósi og kom mér þá í hug erindi föður hans er hann flutti í Nýja Bíó á mínum unglingsárum um Færeyjar og mál þeirra. Þá gat hann um mál þeirra 1906, er fyrr getur hér og andstæðing sinn þar, sem hann sagðist vera fáorður um því hann var íslenskrar ættar. Hann hafði starfað mikið um dagana, eigi haft föst störf, né sóst eftir þeim hjá ríki eða heima fyrir. Erlendur var ráðinn hagfræðingur færeyska Lögþingsins 1946—1948. Hér um réðu lífsskoðun hans og þjóðmálastarf, hann kaus að vera fijáls og óháður. En hann vann margt fyrir land og þjóð á þingi, með blaðaútgáfu og skrifum þar er að gagni mætti koma. Sjálfstæð- ismál þjóðar hans voru hans hjart- ansmál, þar var hann baráttumaður og mjög rómuð framganga hans 14. september 1946. Erlendur hafði ríka tilfinningu til að marka og draga á land, með samningu rita upp í húsi hennar um árið, hamað- ist krummi á þakinu, þangað til honum tókst að vara hana við og bálið var slökkt. í dijúgan aldar- fjórðung hafa amarhjón verpt í landareign hennar í Gvendareyjum. Þeir, sem kunnugir eru þess konar fólki, vita, að það má heita undur- samlegt kraftaverk, ef amarpari tekst að koma einu afkvæmi sínu til fugls. Eitt vorið komu úr eggjun- um þrír ungar í amarhreiðrinu í Gvendareyjum. Það mun án for- dæma í veraldarsögu seinni tíma og einsdæmi í _ náttúmfræðunum samanlögðum. Ástu varð fljótlega ljóst, að foreldramir mundu ekki hafa undan að færa lífsbjörg þess- um gráðugu goggum þremur. Hún hljóp því undir bagga með fyrirvinn- unni og ól emina á listilegri verðgetu sumarlangt, allt þar til þeir vom orðnir sjálfbjarga. Áð em- ir skuli þiggja bónbjargir og ölmusu úr mannheimum er sjaldfundin und- antekning frá öllum þekktum reglum fuglafræðinnar, eða að minnsta kosti einstætt brot á þeim lögmálum öllum, sem oss hafa ver- ið kunn um hríð, innan þeirrar fræðigreinar. Enda þótti sérfróðum mönnum einsýnt að gera Ástu að 63 um atvinnusögu þjóðar og lífsbar- áttu. Kemur þar fram ættararfur hans frá forfeðmm hans og frænd- um, að bregða ljósi yfir liðna tíð. Ég veit að honum hefur verið það kærkomið að Þjóðveldisflokkurinn lét gera bók honum til heiðurs á 70 ára afmæli hans „Sjón og Seiggj". Safn samfélagslegra greina eftir Erlend. Bók þessi er með formála og eftirmála skráða af vinum hans. Birtar em margar myndir úr lífi Erlendar allt frá bam- æsku. Má þar til nefna myndir er sýna Erlend hafa dregið hinn fær- eyska fána að húni að morgni dags og haldið vörð yfir honum til kvölds. Erlendur og Morið vom alla tíð samhent og góðir lífsfömnautar. Hún haf honum gott heimili og skjól er byljir þjóðmálanna dundu á. Hún fylgdi honum á ferðum hans er aldurinn færðist yfir hann, varð það honum til mikils góðs. Aldurhniginn og ellimóður var hann nýkominn heim á sína feðra- slóð, eftir legu á sjúkrahúsi. Honum gáfust tveir dagar á sínu bem ijóðri um Jónsmessuleytið, en þá er nátt- úran fegurst á norðurhveli. Hann leit nú gamlar lendur þar sem hann lék sér við legg og skel í bemsku fyrri daga. Heyra og sjá mátti nú æðurinn kvaka við land, fuglinn fljúga úr bjargi, seli liggja á skeij- um, grængresið klæða landið, hina lagðprúðu hjörð fara úr reifí sínu og bát á fískimiði. Hin aldna kirkju- rúst Erlends biskups og gamla sóknarkirkjan í Kirkjubæ vom böð- uð í ljóma morgunsólarinnar. Gott var að hvíla sig við sólarlagsbil er sólin roðar himinhvolfið og sýnir oss inn í ódáins heima þá er hún sígur í mar. Erlendur Pétur Patursson fékk hægt andlát. Bjart er yfir minningu hans meðal okkar skólabræðranna. Guð gefi honum góða heimkomu í upphæðum himinssala. Pétur Þ. Ingjaldsson heiðursfélaga Fuglavemdunarfé- lagsins, þótt sjálfri væri henni það víðs §arri að sækjast eftir slíkum eða öðmm þvílíkum heiðri eða veg- tyllum. En svo góðum vini, sem ferfætl- ingar og fiðurfé áttu að fagna I Ástu, þá var hún eigi síður aðgengi- leg og auðveldlega aðkvæm tvífætl- ingunum, mannfólkinu blessuðu. Urðu margir til þess að leita til hennar í ýmiss konar nauðum til lífs og sálar, og þar sem Ásta var annars vegar, fór enginn bónleiður til búðar. Það orð lagðist á meðal ísfirskra sjómanna, að það vissi á gott og væri eigi látið ólaunað, ef hugsað var hlýtt til Ástu í róðri og hylltust ungir fískimenn til þess að víkja að henni Marfufiskinum sínum. Ásta var heilsuhraust alla ævi. Þó varð hún fyrir áfalli fyrir 10 ámm og fylgdu fleiri í kjölfarið. Síðustu ævidagana hafði hún þó þá stórmiklu hamingju að endur- heimta innboma og eðlislæga lífsgleði sína. Hún var jarðsungin frá ísafjarð- arkirkju hinn 3. apríl síðastliðinn. Gunnar Björnsson, Fríkirkjuprestur. Birting afmælis- og minningargreina Morguablaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum & ritstjóm blaðsins á 2. hæð i AðaJstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.