Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐH), FTMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Rekstrarreikningar Þj óðhagsstofnunar eftirAma Benedikts- son Agreiningur er uppi um uppsetn- ingu og noktun rekstraruppgjöra fyrir gávarútveginn, aðallega frysti- húsanna. Að mati þess er þetta ritar og fjölmargra annarra, sem starfa við frystiiðnaðinn, gefur sú opinbera uppsetning á rekstraruppgjöri, sem tíðkast hefur nú um sinn, alranga mynd af raunverulegum rekstri. Þar með er ekki sagt að hún geti ekki átt rétt á sér í öðrum tilgangi, t.d. sem skattstofn eða til hliðgónar við mat á arðsemi. Sú uppsetning, sem hér að framan hefur verið fjallað um, er annars vegar skattuppgjör fyrirtælga, þar sem færðar eru á rekstarreikning uppfærslur skulda og verðbreytinga- færslur. Hins vegar er uppsetning Þjóðhagsstofnunar, þar sem færðar eru mismunandi ávöxtunartölur flár- magns, en raunverulegum fjár- magnskostnaði er sleppL Báðar sýna þessar aðferðir lægri rekstrarkostnað en er að jafnaði í þeirri starfsgrein, sem hér er til umræðu. Á minnisblaði til sjávarút- vegsráðherra dags. 29/7 1986 er gengið svo langt að fullyrða að „notk- un slíkra talna við ákvörðun rekstrar- afkomu fískiðnaðarins er einmitt komin langleiðina með að koma þess- ari atvinnugrein á annað knéð, ef ekki bæði“. Á þessu sama minnis- blaði kemur þetta einnig fram: „Það er skýlaus og ófrávflqanleg krafa fiskiðnaðarins, að Þjóðhagsstofn- un hættí þegar í stað að búa til hugsaðar tölur um afkomu fisk- iðnaðarins." Það mætti vera hveijum manni ijóst að mjög er að mönnum sorfíð áður en slíkar kröfur er bomar fram. Málið er því mjög alvariegt og verður varla þaggað niður. AlvÖru málsins má greinilega g'á í skýrslu Þjóð- hagsstofnunar frá 8. ágúst 1986 um afkomu fiskvinnslu 1985—1986. Á bls. 5 birtist eftirfarandi saman- burður Hlutfall (%) þessara kostnaðarliða (fjármagnsgjalda og afskrifta ÁB) af heildartekjum frystingar er eftir- farandi: Áætlun Þjóðhagsstofnunar árið 1985 m.v. 6% raunvexti í árgreiðslu 15,0% m.v. 3% raunvexti í árgreiðslu 13,6% 11 SH hús, skv. uppgjöri Siguiðar Stefánssonar 14,3% 16 SÍS hús, skv. uppgjöri Ama Benediktssonar 19,1% Úrvinnsla ÞHS úr skattf ramtölum íjúlí 1986 14,2% Áætlun Þjóðhagsstofnunar miðast við ákveðna raunvexti af stofnfé. Uppgjör Sigurðar Stefánssonar og úrvinnsla Þjóðhagsstofoúnar er skattuppgjör. Uppgjör Áma Bene- diktssonar er miðað við raunveruleg- an kostnað. Eins og af þessum samanburði sést getur munað í kringum 5% á afkomunni eftir því hvort notaðar eru hugsaðar ávöxtunartölur af stofrifé, skattuppgjör með uppfærslum sem eru óviðkómandi rekstri, eða hvort notaðar em þær kostnaðartölur sem falla til í rekstrinum. Slíkur mismun- ur skilur auðveldlega milli lífs og dauða fyrirtækja. Þetta er vandamál- ið. Skýrsla Þjóðhagsstofn- unar frá 8. ágúst í þessari skýrslu Þjóðhagsstofnun- ar segir m.a.: „í uppgjöri Áma Benediktssonar í reikningum 16 SÍS-húsa er greitt gengistap og greiddir nafnvextir færðir til gjalda. Með þessu er í reynd verið að gjald- færa afborganir af lánum, sem i eðli sínu eru ekki rekstrargjöld ársins. í háum nafnvöxtum felst óbreint verð- trygging og greitt gengistap er greiðsla á skuld. Hér er því blandað saman rekstrargjöldum og afborgun- um.“ í þessum tilvitnuðu orðum er ég sakaður um að blanda saman rekstr- argjöldum og afborgunum. Það er að sjálfsögðu rangt. Hins vegar blandar Þjóðhagsstofnun þessu sam- an á þann hátt að niðurstaðan hlýtur að vera markleysa. „í háum nafn- vöxtum felst óbein verðtiygging...“ blandar hún saman. Og aftur blandar hún saman, „ .. .greitt gengistap er greiðsla á skuld". Þar sem engu er blandað saman er greiðsla á nafnvöxtum greiðsla á kostnaði, enda er enga mótfærslu hægt að gera á skuldahlið. Það er viðurkennd regla að viðurkennd regia víðast hvar í heiminum að færa gengistap til gjalda. Það má þó vel hugsa sér að stór hluti gengistaps vegna lána til varanlegra rekstrar- f ármuna sé færður til hækkunar á þeim eignum, ef raunverulegt verð- mæti þeirra eykst við gengisbreyting- una. Sú staða hefur oft komið upp hér á landi. Slík uppfærsla getur þó aldrei orðið á þeim hluta gengistaps, sem fellur til gjalda á viðkomandi ári. Ég hef því gengið eins langt og frekast er kostur í þessu efni með því að færa aðeins til gjalda það gengistap sem fellur til greiðslu á árinu. Ég ætla ekki að draga í efa að fræðilega er rétt að í vöxtum, ekki eingöngu háum vöxtum, felst verð- trygging. Nafnupphæðir velflestra flárskuldbindinga rýma nálega í Árni Benediktsson hvaða mynt sem þær eru, yfir lengri tíma litið. Vextir eru án efa að hluta til settir til þess að mæta þessari rýmun. En það breytir ekki þeirri staðreynd að í rekstri fyrirtækja eru vextir kostnaður og ekkert annað en kostnaður. Rekstrarkostnaður fyrir- tækja er einn hlutur og fræðilegar vangaveltur um verðgildi peninga er annar hlutur. Rekstrarreikningnr í þeim umræðum sem að undan- fömu hafa farið fram um þessi mál hefur það komið fram hjá sjávarút- vegsráðherra að ekki sé neinn algild- ur mælikvarði á rekstur fyrirtækja. Það er að sjálfsögðu rétt. En það breytir ekki því að allir mælikvarðar sem notaðir em þurfa að vera skýrir og hafa ákveðna merkingu. Fjármunamyndun, flármagns- streymi, veltuQárhlutfall ogeiginflár- hlutfall em meðal mikilvægra mælikvarða á rekstur og afkomu fyrirtækja. Mikilvægi þeirra byggist þó á því að þeir séu skilgreindir á ákveðinn viðurkenndan hátt. Allir verða þessir mælikvarðar einskis virði ef eitthvað af þeim tölum, sem þeir em byggðir á, em teknar út og í þeirra stað em settar aðrar, sem byggja á öðmm forsendum. Hið sama á við um rekstrarreikn- ing. Rekstrarreikningur er í eðli sínu samanlagðar telgur annars vegar og samanlögð gjöld hins vegar fyrir eitt- hvert ákveðið tímabil í rekstri, venjulega ár. Mismunur þessara talna er rekstrarhagnaður eða rekstrar- halli, eða hagnaður og halli. Almenn- ur skilningur á því hvað rekstrar- reikningur sé er einnig þessi. Allur almenningur skilur frásagnir af halla eða hagnaði af rekstri þannig að átt sé við mismuninn á tekjum og gjöld- um. Ég leyfi mér að fullyiða af langri reynslu að vel flestir stjómmálamenn hafa þennan sama sldlning. Og það er enginn vafi á því að fjölmiðlar skilja og túlka rekstrarreikning, hagnað og halla, á sama hátt. Frávik frá þessari uppsetningu á rekstrarreikningum blekkir almenn- ing þess vegna mjög auðveldlega. Á sama hátt verða frásagnir ijölmiðla blekkjandi. Næsta auðvelt er að sýna fram á að stjómmálamenn láta einn- ig blekkjast. Og í þessu felst einnig mesta hættan: Að lagður sé annar skilningur í niðurstöður rekstrar- reikninga en í þeim felst. Þess vegna er inikilvægt að haga uppsetningu rekstrarreikninga í samræmi við þann skilning, sem menn hafa al- mennt að orðinu rekstrarreikningur. Annar kostur er fyrir hendi, að breyta þessum skilningi, búa til nýja merk- ingu í orðið. Sá kostur er ábyggilega miklu síðri. Hann er óþarfur og hann er reyndar óæskilegur líka. Því að hvaða mælikvarða við annars teljum okkur þurfa að leggja á rekstur fyrir- „Að mati þess er þetta ritar og fjölmargra ann- arra, sem starfa við frystiiðnaðinn, gefur sú opinbera uppsetning á rekstraruppgjöri, sem tíðkast hefur um sinn, alranga mynd af raun- verulegum rekstri.“ tækja kemur mismunur gjalda og tekna alltaf til með að skipta mestu máli. Rétt skráning á gjöldum og tekjum veður þvi alltaf meðal mildl- vægustu þátta í bókhaldi og uppgjöri fyrirtækja Og því má hreinlega ekki blanda saman við neitt annað. Nú kann einhver að segja að rekstrarreikningur byggist ekki að jafii óbrigðulum forsendum og hér er látið að liggja. Það er rétt að oft þarf að notast við áætlunartölur að nokkru marki. Það getur verið erfitt að finna mælikvarða á rétt verðgildi vörubiigða frá ári til árs. Til lengri tíma verður það mat þó rétt, eða þannig að litlu skeikar. I frystiiðnað- inum er auðvelt að ná réttu mati tiltölulega fljótt eftir að rekstrarári lýkur. Á sama hátt getur munað á af- skriftum annars vegar og sliti vamalegra rekstrarijármuna hins vegar. Einnig það jafhast út á nokkru árabili. Almennt eru ekki önnur matsatriði í rekstraruppgjöri, sem máli skipta. Þrátt fyrir þann vafa, sem þessar áætlunartölur valda, gef- ur vandaður rekstrarreikningur bestu mynd sem hægt er að fá af mismun tekna og gjalda og svarar því til hugmynda um hvað felst í hugtökun- um hagnaður og halli. Hér er ekld verið að amast við því að fundinn sé annar skattstofii en rekstrarreikningar gefa tilefiii til. Það getur verið fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að skattleggja verðbólgu- hagnað sem og hvers konar annan hagnað. En skattstofiii fyrir verð- bólguhagnað má ekki blanda saman við rekstrarreikning. Næsta auðvelt ætti að vera að haga uppgjöri fyrir- tækja þannig að fyrst séu tilgreindar tekju- og kostnaðartölur rekstrar- reiknings. Niðurstaða þess reiknings sé eftir atvikumtáknaður með rekstr- arhagnaði eða rekstrarhalla. Að því búnu má gjaman tilgreina skattaleg- ar ráðstafanir, svo sem uppfærslur lána og verðbreytingafærslur. Niður- staða að því loknu væri skattstofii. Að því búnu væri ekkert því til fyrir- stöðu að reikna út árgreiðslú flár- magns og einnig mætti setja inn, fyrir þá sem í því hefðu áhuga, metna árgreiðslu flármagns á landsvísu. En hveiju svo sem menn vilja pijóna neðan við skiptir það öllu máli að sjálfur rekstrarreikningurinn sé eins hreinn og frekast er kostur. Umskilning Hér að framan hefur verið getið um hinn almenna skilning á hugtök- unum rekstrarreikningur, rekstrar- hagnaður og rekstrarhalli. Það hefur einnig verið getið um skilning ýmissa þeirra, sem þurfa að nota þessi hug- tök í starfí sínu, svo sem stjóm- málamenn og §ölmiðlamenn. Það hefur hér að framan verið lögð höfuð- áhersla á að rekstrarreikningar séu í samræmi við hvemig þessi hugtök eru skilin og notuð. Þjóðhagsstofnun gerir almenningi og yfírvöldum títt grein fyrir afkomu fískvinnslunnar og fleiri atvinnugreina. Hér verður það fullyrt að bæði almenningur og stjómmálamenn leggi töluvert annan skilning í þessar upplýsingar en í þeim felst. Ekki þarf annað en að skoða flöl- miðlun síðustu daga til þess að ganga úr skugga um þetta. Þeir hafa undan- tekningarlaust skýrt frá því að halli frystiiðnaðarins sé nú 0,3—1,7% af tekjum skv. mati Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofiiun hefur hins vegar gefið út að hallinn sé 0,3% eða 1,7% og færi það eftir því hvaða ávöxtun væri valin. Á þessu er að sjálfsögðu reginmunur, sem skýrist kannski enn betur ef haft er í huga að hægt er að bjóða upp í meira úrval ávöxtunar en Þjóðhagsstofnun gerir. í framhaldi af þessu er eðlilegt að fram komi að hagsmunasamtök fiskvinnslunnar hafa iðulega gert grein fyrir afkomu fiskvinnslunnar á einstöku tímum. Fjölmiðlar hafa þá gjaman leitað til Þjóðhagsstofnunar og fengið þar allt aðra stöðu, einfald- lega vegna þess að Þjóðhagsstofnun miðar við allt annað. Þetta er gjör- samlega óþolandi. Eins og fram hefúr komið hefur Þjóðhagsstofnun nú gefið út lausleg- an framreikning á afkomu fiystingar. Samkvæmt honum er nú 0,3% halli miðað við 3% raunvexti í áígreiðslu af stoftifé og 1,7% halli miðað við 6% raunvexti af stofnfé. í Moigun- blaðinu í gær er þetta haft eftir forsætisráðherra: „Eg dreg ekki í efa að tölur Þjóðhagsstofnunar séu rétt- ar.“ Ég dreg ekki heldur í efa að þess- ar tölur Þjóðhagsstofnunar séu réttar. Það hvarflar ekki að mér eitt andartak. Ég tryði því einnig að miðað við 9% ávöxtun í áigreiðslu væri hallinn yfir 3%. Ef Þjóðhags- stofnun sýndi það örlæti að reikna með að nauðsynlegt væri að fjár- magna rekstrarkostnað umfram flármögnun afutðalána gæti hallinn orðið allt að 4%. Öllum þessum tölum myndi ég trúa, sannfærður um að rétt væri reiknað miðað við forsend- ur. En engin þessara talna segði mér nokkum skapaðan hlut um raunveru- legan rekstrarhalla frystihúsanna. Og hættan er sú, og því miður er ég hræddur um að svo sé, að forsæt- isráðherra dragi ekki í efa að niður- stöðu Þjóðhagsstofhunar flalli um raunverulegan halla frystihúsanna og sýni raunverulegan halla. En ekki hef ég þá minnsta gmn um hvort hann dregur ekki í efa að hallinn sé 0,3% eins og tölur Þjóðhagsstofnunar segja, eða hvort hann sé 1,7% eins og tölur Þjóðhagsstofiiunar segja líka. Fer hann ef til vill Ijölmiðlaleið- ina og breytir niðurstöðum Þjóðhags- stofnunar, sem hann efast ekki um að séu réttar, og telur hallann vera á bilinu 0,3% og 1,7%? Aðalatriði þessa máls er að sjálfsögðu það að með þessari framreiðslu talna er eng- an veginn hægt að vera viss um hvað forsætisráðherra meinar. Það hlýtur alltaf að vera bagalegt að geta ekki verið viss um hvað forsætis- ráðherra landsins meinar. Og sér- staklega hlýtur það að vera bagalegt þegar hann sér ástæðu til að leggja á það sérstaka áherslu að hann efist ekki um að tölumar séu réttar. Lokaorð Hér að framan hefur verið lögð á það áhersla að nauðsynlegt sé að blanda ekki óskyldum tölum inn í rekstrarreikning. Niðurstöður rekstr- arreiknings séu svo mikilvægar að nauðsynlegt sé að geta skoðað þær sérstaklega. Hér verður að lokum skoðað hvort hægt er að sjá raun- verulega rekstramiðurstöðu með því að nota einhvers konar áigreiðslu eða með því að nota skattuppgjör. Er einhver marktæk fylgni milli þessara aðferða? Það kemur fram í þeim tölum sem em að finna framarlega í þessar greinargerð að mismunurinn árið 1985 getur verið í kringum 5%. Það verður að spyija hvort þessi munur sé alltaf 5%. Ef það væri mætti hugsanlega nota árgreiðsluað- ferðina eða skattuppgjörið og hækka gjöldin um 5% til þess að fá rétta niðurstöðu um reksturinn. En það er ekki hægt. Einfaldlega vegna þess að þessar aðferðir mæla ekki eins. Ef vextir hækka má í flest- um tilfellum búast við að flármagns- kostnaður fyrirtækja aukist. Og minnki ef vextir lækka. En hugsuð árgreiðsla breytist ekki í neinu sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.