Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 9 c§p Húsnæðisstol'nun ríkisins Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru með byggingarvísitölu, verða reiknaðir dráttarvextir einum mánuði eftir gjalddaga. Reykjavík, 7. nóvember 1986. ^Húsnæðisstofnun ríkisins Stjórnunarfélag íslands heimsækir Reykjavíkurborg á ára afmæli Haustheimsókn félaga Stjórnunarfélagsins er i boði Reykjavikurborgar fimmtudaginn 13. nóvember nk. í Gerðubergi kl. 15.00. Dagskrá: Borgarstjóri, Davíö Oddsson kynnir stjórnkerfi borgarinnar. Borgarverkfræöingur, Þórður Þ. Þorbjarnarson gerir grein fyrir verklegum framkvæmdum. Forstööumenn nokkurra stofnana kynna starfsemi þeirra. Eftir kynningarfundinn tekur borgarstjóri á móti fundarmönnum í Höföa. Skráning þátttakenda fer fram í síma 62 10 66. ▲ Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 “"""öllurabauoa^ui. ^ Varatlugvonui a „ 1 |0 _ Steingrímur Henr'annsso ^ ^ slikt yrðl sanr^ Átök í framsókn Fréttir af flokksþingi framsóknarmanna herma, að þar hafi allt farið heldur friðsamlega fram nema hvað landsbyggðarmenn hreinsuðu til í miðstjórn flokksins og spörkuðu um helmingi hennar. Þá var deilt um varaflugvöll á Sauðárkróki. Hótaði Þórar- inn Þórarinsson, helsti sérfræðingur flokksins í utanríkismálum, að segja sig úr Framsóknarflokknum ef ákveðið yrði að reisa annan „herflugvöll" á Sauðárkróki. Verður hugað að þessum framsóknarmálum í Staksteinum í dag. Stjórnlausar hreinsanir Steingrímur Uer- mannsson, formaður Framsóknarflokksins, hlaut „sovéska" endur- kosningu í formannslgöri á flokksþingi framsókn- armanna nú um helgina. Hann hlaut 96% atkvœða. Þegar Morgunblaðið spurði hann hveiju hann þakkaði þetta mikla fylgi sagði formaðurinn: „Nú er rétt að spyija aðra." Þegar hann var spurður að því i einhveiju sjón- varpanna eða útvarp- anna hvers vegna fulltrúar höfuðborgar- svæðisins hefðu verið hreinsaðir út úr mið- stjórn flokksins, svaraði Steingrímur á þann veg, að hann hefði nú ekkert vitað um þetta fyrr en úrslidn lágu ljós fyrir. Af þessum orðum for- mannsins má ráða, að hann hafi hvorki skipt sér af sinu eigin kjöri né kjöri annarra manna á flokksþinginu. í samtali við Morgun- blaðið i gær leggur Steingrímur, sem hefur sagt skilið við Vestfirð- inga í von um að styrkja flokkinn á Reylganesi, blessun sína yfir upp- skiptín í miðstjóminni með þessum orðum: „Það má segja, að þessi . . . sé ekkert óskaplega óeðlileg skipting." A hinn bóginn saknar formaður- inn nokkurra manna úr miðstjóminni, sem þar sátu áður og tilgreinir þessæ Erlend Einarsson, fráfarandi forstjóra SÍS, Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík, Helga Bergs, bankastjóra Landsbank- ans, og Inga Tryggvason, formann Stéttarsam- bands bænda. Þama tílgreinir for- maðurinn sem sé fjóra af þeim 10 er féllu í mið- stjómarkjörinu. Hefur hann gefið til kynna, að nöfn sumra þeirra hafi beinlínis gieymst þegar menn kusu. Heldur er það ólíklegt að fram- sóknarmenn á flokks- þingi gleymi jafn áhrifamiklum mönnum og þeim sem formaður- inn nefnir þarna. Hins vegar er athygiisvert að sjálfur nefnir formaður- inn ekki tvo menn, sem hafa verið honum hand- gengnir í miðstjóminni, þá Hákon Sigurgrims- son, framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda, og Þorstein Ólafsson, einn af toppmönnum SÍS. Gleymdi Steingrimur þeim eða vildi hann ekki nefna þá? Þessir tveir menn vom helstu trúnað- armenn formanns og flokksforystu i átakinu, sem gert var tíl að endur- reisa Tímann, en endaði með því að gera Fram- sóknarflokkinn i senn eigna- og húsnæðis- lausan og stórskuldugan að auki. Vegir og flugvellir Það kemur fram i fyrir- sögn á baksiðu Tímans i gær, að Þórarinn Þórar- insson, fyrrum ritstjóri blaðsins og sérfræðingur framsóknarmanna í ut- anrikis- og vamarmál- um, hafi hótað að segja sig úr flokknum ef ætl- unin væri að reisa „herfiugvöll" á Sauðár- króki. I frétt blaðsins segir, að Þórarinn hafi rifjað Keflavíkursamn- inginn frá 1946 upp, en samkvæmt honum yfir- bandariski herinn d en hervélar Bandaríkjamanna fengu afnot af fiugvellinum vegna hemáms Banda- ríkjanna í Þýskalandi og hópur bandariskra tæknímannn var þar tíl staðar til að annast af- greiðslu, viðgerðir og viðhald. Sagðist Þórar- inn myndu „taka það til vandlegrar athugunar, hvort hann ættí lengur heima í“ Framsóknar- fiokknum, ef samið yrði um varaflugvöll við Bandaríkin eða NATO á svipuðum grundvelli og gert var 1956. Timinn sneri sér til Steingríms, fiokksfor- manns, af þessu tilefni. Hann sagði meðal ann- ars: „Það er tíl sjóður hjá Atlantshafsbandalaginu ætlaður til að hjálpa að- ildarrikjunum til að standa i framkvæmdum sem gætu komið NATO til góða að einhveiju leytí og hafa t.d. Norðmenn notíð þess í sambandi við vegagerð.“ Með þessum orðum visar Steingrímur tíl svonefnds Mann- virkjasjóðs NATO. Unnið er að athugun á því, hvort ísland gerist aðili að sjóðnum. Virðist ekki vanþörf á að islenskum almenningi og ráða- mönnum sé skýrt frá því í hveiju starf þessa sjóðs felst. Hvers vegna heldur Steingrimur Hermanns- son, forsætísráðherra, að fé hafi runnið úr sjóðn- um til vegagerðar { Noregi? Hvar hefur þetta komið fram? Stærðir: nr. 24—46. Aldrei glæsilegra úrval af loðfóðruðum kuldaskóm. GElSiBl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.