Morgunblaðið - 14.11.1986, Side 29

Morgunblaðið - 14.11.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 29 Rómaborg: Mengun vekur harðar deilur Róm, Reuter. RÍKISSTJÓRN Ítalíu mun gefa út tilskipun um mengunarvamir í Róm en að undanförnu hafa borgarstjórn og umhverfisvemdar- sinnar deilt harkalega um ástand mengunarmála þar. Fyrr í vikunni hótaði dómari í Rómaborg að banna alla umferð í miðborginni ef yfirvöld gripu ekki þegar til viðhlítandi aðgerða. Francesco de Lprenzo, umhverf- sinnar telja að loka beri götum ismálaráðherra Italíu, sagði í fyrrakvöld að ríkisstjómin muni gefa út tilskipun um að hávaði og mengun megi ekki fara yfir tilskilin mörk í miðborginni. Lögreglumenn hafa kvartað yfír andþrengslum vegna mengunar og hafa þeir gripið til þess ráð að bera grímur þegar þeir sinna skyldu- störfum sínum. Umhverfisvemdar- borgarinnar þar eð loftmengun sé langt yfír þeim mörkum sem viður- kennd em í öðmm Evrópuríkjum. Borgarstjóm er þessu andvíg og hyggst bíða eftir niðurstöðum skýrslu, sem nú er verið að vinna um loftmengun í „borginni eilífu" áður en gripið verður til umferðar- takmarkana. Varnarmálaráðherra Austurríkis Flugslys rann- sakað í Svíþjóð Stokkhólmi, AP. HELMUT Krune, varnarmála- ráðherra Austurríkis, er nú kominn til Svíþjóðar í þvi skyni að fá upplýsingar um flugslys, sem austurriskur flugmaður fórst í. Orrustuþota af gerðinni Draken J 35 fórst undan ströndum Svíþjoð- ar á þriðjudagskvöld og flaug austurrískur flugmaður vélinni. Austurríkismenn hafa samið við Svía um að kaupa 24 þotur af þess- ari gerð og ákvað ráðherrann því að koma til Svíþjóðar og rannsaka nánar hvemig slysið hefði borið að. Kmnes fer í dag til sænska her- flugvallarins F-10 við Angelholm. Flugslysið á þriðjudag hefur hleypt af stað umræðum í Aust- urríki um það hvort skynsamlegt sé að kaupa notaðar sænskar orr- ustuþotur. Austurríkismenn gerðu samning við fyrirtækið Saab-Scania í maí í fyrra og er talið að hann hafí num- ið einum milljarði sænskra króna (um sex milljörðum ísl.kr.). Þessi samningur var mikið gagnrýndur þegar hann var undirritaður. Reyndar er í samningnum ákvæði um að Svíar skuli kaupa vömr af Austurríkismönnum fyrir sömu upphæð, en því hefur verið haldið fram að hinar notuðu þotur væm bæði úreltar og fokdýrar. Fangauppreisnin í Skotlandi: 91 klukkustund- ar umsátri lokið Peterhead, Skotlandi, AP. FANGAR í Peterhead-fang- elsi slepptu I gær verði sem þeir höfðu haft í gíslingu í tæpa fjóra sólarhringa. Eld- ur kom upp í einni áhnu fangelsisins en engin slys urðu á mönnmum. Eldur kom upp í A-álmu bygg- ingarinnar en þar vom staddir 50 fangar sem sloppið höfðu út úr klefum sínum á sunnudag. Slökkviliðsbfla dreif að og reyk- kafarar björguðu mönnunum út úr eldhafínu. Ókunnugt er um eldsupptök en í fréttum breska útvarpsins, BBC, sagði að fang- amir hefðu kveikt elda á göngum byggingarinnar til að halda á sér hita. í þann mund sem eldurinn kom upp var fangaverðinum John Curran sleppt en umsátursástand hafði ríkt frá því á sunnudag er þrír fanganna réðust á hann og tóku af honum lykla að 50 fanga- klefum. Fangamir, sem margir hveijir vom vopnaðir hnífum og bareflum, mfu þá þekju hússins og tóku sér stöðu á þakinu ásamt gísli sínum. Spjöld vom höfð á lofti þar sem m.a. var krafíst betri aðbúnaðar. 189 glæpamenn em í Peter- head-fangelsinu og afplána flestir þeirra þunga dóma fyrir ýmis misindisverk og líkamsmeiðingar. Leiðtog-i Líberíu: Utlagar sakaðir um andóf Monroviu, AP. SAMUEL Doe, forseti Líberíu, sakaði andstæðinga sina í Banda- ríkjunum um launráð. Doe sagði í ræðu, sem hann flutti i gær, að Líberíumenn þar vestra hefðu lagt á ráðin um valdarán. Að sögn forsetans hafa stuðn- ingsmenn stjómarandstöðunnar árangurslaust reynt að fá Banda- ríkjastjóm til að láta af efnahags- legum stuðningi við Líberíu. AF ERLENDUM /A VETTVANGI {MhJ eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR „Rauði prinsinn“ afsalar sér völdum og Laos virðist opna dyrnar í hálfa gátt. SKYNDILEGA hafa stjómmálasérfæðingar um málefni SA-Asíu beint sjónum sínum að Laos. Þetta land hefur ekki verið títtnefnt i fréttum um langar tíðir, svo að það þykir tiðindum sæta, þegar fregnir berast þaðan. Stundum er tekið svo til orða, að nágranna- löndin Víetnam og Kambodia skyggi á Laos í orðsins fyllstu merkingu. En nú berast sem sagt fréttir um að breytingar séu i vændum á afstöðu landsins gagnvart Thailandi og Vesturlönd- um. Og yfirlýsing, sem var gefin út rétt áður en þing kommún- istaflokks Laos var að hefjast, hefur orðið til að stjómmálaskýr- endur og diplómatar bijóta heilann um, hvað kunni að vera í vændum. Menn greinir ekki á, að ein- hver geijun sé, en eru ekki á eitt sáttir, hvað hún muni boða. Alténd vakti tilkynning sú, sem var birt kvöldið áður en flokks- þingið hófst óskipta athygli: „Rauði prinsinn" Souphanouvong forseti, tæplega hálfáttræður hafði ákveðið að láta af störfum. Souphanouvong hefur verið þjóð- höfðingi landsins síðan flokkur hans, Pathet Lao, tók við völdum í desember 1975. Nú er ekki svo að skilja, að menn hafí samstundis dregið þá ályktun, að forsetanum hefði ver- ið ýtt úr valdastólnum, heldur var það skoðun flestra, að hann vildi draga sig i hlé af heilsufarsástæð- um. A hinn bóginn var ekkert greint frá því að sinni, hver tæki nú við. En tveimur dögum síðar sagði svo ríkisútvarpið í landinu frá því, að eftirmaðurinn hefði verið ákveðinn, Phoumi Vongvic- hit aðstoðarforsætisráðherra síðan 1974. Hann er tveimur árum eldri en Souphanouvong og sagð- ur vinsæll maður. Hann var meðal nánustu samstarfsmanna Soup- hanouvong, þegar Pathet Lao flokkurinn var stofnaður á árun- um upp úr 1950. Samkvæmt orðanna hljóðan í þessari yfírlýsingu, virtist skipun Vongvichits þó aðeins vera um stundarsakir. En þótt þessar mannabreytingar væru vitanlega fréttaefni í sjálfu sér, fannst sér- fræðingum þó meira um vert, að ýms teikn eru á lofti um breyting- ar á stefnu Laosa í utanríkismál- um: þeir væru sem sé að opna dymar, að minnsta kosti í hálfa gátt, eftir langa einangrun. Thai- lendingar sem líta á Laosa sem minni bræður sína, vegna sameig- inlegra hefða og tungumálsins, 'tóku fréttunum gætilega, en aug- ljóslega af gleði.Þótt skyldleiki Thailendinga og Laosa sé óum- deilanlegur hefur þó gerólík hugmyndafræði aðskilið þjóðimar lengi og því að vonum, að Thai- lendingar vilji ekki fara of geyst í sakimar. Opinberlega hafa Thailending- ar, að minnsta kosti stjómvöldin, litið svo á síðustu áratugina, að Laos væri í sama bás og Víetnam og Kambodia. Enda skal því ekki gleymt, að í Laos eru milli 40-60 þúsund víetnamskir hermenn, og áhrifamenn frá Víetnam sitja í mikilvægum ráðgjafastöðum í Víentiane. Stjómin í Bangkok hefur að sönnu aldrei sagt bemm orðum, að hún liti á Laos sem leppríki Víetnams, en það hefur ekki dulizt neinum, hve mikil ítök Víetnama væra um stjóm lands- ins.Því er þá heldur ekki að neita, að Thailendingar era tortryggnir nú, eftir að stjómin í Víentiane tók að gefa frá sér þessi breyt- ingamerki. Sumir sérfæðingar hafa sagt, að þetta gæti verið bending um ákveðinn brest innan stjómarinnar í Víetnam og að hún hafí misst þau afdráttarlausu tök, sem hún hafði í Laos. En fæstum þykir þetta þó trúleg kenning. Sönnu nær sé að álykta, að það henti mætavel stjómendunum í Hanoi, sem era diplómatiskt séð, ósköp einangraðir, að nota Laos sem eins konar giugga út í heim- inn. Hvað svo sem býr að baki, segj- ast Thailendingar reiðubúnir að vera jákvæðir og taka þátt í þess- um leik. Frá því Laosar tóku að sýna tilburði í þessa átt gagnvart Thailendingum era nú nokkrir Souphanouvong: „Rauði Laos-prinsinn.“ mánuðir. Þeir tilburðir komu flatt upp.á marga, vegna þess að mikl- ar deilur og hatrammar höfðu staðið yfír við Thailendinga út af þremur landamærabæjum. En svo skipuðust ailt í einu veður í lofti. Forsætisráðherra Thailands Prem Tinsulanond frá forsætisráðherra Laos, Phomivihan. Og nokkru síðar kom skeyti frá utanríkisráð- herranum í Laos til starfsbróður síns í Bangkok. Báðir ráðherram- ir í Víentiane óskuðu hinum thailenzku kollegum sínum inni- lega til hamingju mep kosningam- ar, sem þá vora rétt um garð gengnar í Thailandi. Þetta var snemma í ágúst og leið nú ekki á löngu, unz leynilegar viðræður fulltrúa þjóðanna hófust. í áliðn- um október efndu Thailendingar og Laosar til kappsiglingar í ós- hólmum Mekong, en sú keppni hafði legið niðri lengi. Þetta þótti greinilega tákn um, að stefnt væri að stórbættum samskiptum. Afram héldu fundahöld og nú hefur stjómin í Bangkok kunn- gert, að hún ætli að senda nefnd, skipaða háttsettum aðilum, og undir forystu utanríkisráðherra landsins Aran Panupong, til Víentíane þann 27. nóvember til að fylgjast með þingi kommún- istaflokksins. Síðan hefjast viðræður um viðskipti, flóttamenn frá Laos í Thailandi „ og hvað það sem við teljum uppbyggilegt og geti eflt samskipti okkar," eins og thailenzki utanríkisráðherrann hefur komizt að orði. Laos er eitt snauðasta land Asíu. Þar búa 3,5 milljónir. Þeim er mikil nauðsyn að ýta undir lög- leg viðskipti og bætt samskipti við Thailand. Þó að Thailendingar séu á báðum áttum um, hvað búi að baki þessari breyttu afstöðu Laos, er þó sennilegt að þeir gefí Laosum tækifæri. Thailendingum er ljóst líka, að þjóðin í Laos er þjóðemissinnaðri og stoltari en útlendingar ætla, vegna takmark- aðrar þekkingar á þeim. Það gengur þvert á þjóðareðli Laosa aðp sýna undirferli og þeir láta ekki stjómina í Hanoi nota sig, nema í þeim tilgangi einum, að geta á ný tengzt Thailendingum bræðraböndum. Sé það undirrótin era Laosar kannski að búa sig undir að feta sig á ný inn í samfélag þjóða heims. Heimild: Rodney Tasker í Far East- ern Economic Review. Laos er nánast klemmt inn á milli yfirgangssamra nágranna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.