Morgunblaðið - 14.11.1986, Síða 64

Morgunblaðið - 14.11.1986, Síða 64
 SEGÐU RT1ARHÓLL ÞEGAR HJ FERÐ ÚT AÐ BORÐA SÍMI18853---------- STERKTKDRT FÖSTUDAGVR 14. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Hjálparstofnun kirkjunnar: Diugar uppsögn FRAMKVÆMDASTJÓRI Hjálp- /-**arstofnunar kirkjunnar, Guð- mundur Einarsson, hefur tilkynnt stjóraarformanni henn- ar, Eriing Aspelund, að hann fhugi nú að segja upp starfi. „Guðmundur sagði mér i gær að hann væri að hugsa máiið og myndi tilkynna mér endanlega ákvðrðun sina i dag,“ sagði Erl- ing- Sem kunnugt er buðust Guð- mundur og Erling, ásamt fram- kvæmdanefnd Hjálparstofiiunar, til að segja af sér en stjóm Hjálpar- stofnunar hafnaði boði þeirra á fundi sl. mánudagskvöld. A Kirkju- þingi, sem nú stendur jrfir f Bú- staðakirkju, hefur ákvörðun stjómarinnar verið gagnrýnd og í gær var skipuð nefiid á þinginu til að semja þingsályktunartillögu um málið. Sjá frétt um Kirkjuþing á bls. 4. Sjónvarpið á sunnudag: Bein útsending frá Islensku óperunni — sýnd verður óperan II Trovatore SJÓNVARPOD mun á sunnudag- inn sýna óperuna II Trovatore eftir ítalska tónskáldið Giuseppe Verdi, i uppfærslu íslensku óp- erunnar, og verður sýnt beint frá sýningu óperunnar i Gamla bíói 'sem hefst klukkan 20.00 og lýkur um klukkan 23.00. Þetta er i fyrsta skipti sem ríkissjónvarpið sýnir beint frá sýningu sem þess- Þessi beina útsending er til kom- in af frumkvaeði stuðningsmanna- félags íslensku ópemnnar og var ákvörðun um útsendinguna tekin fyrir tveim vikum. Bjöm Emilsson mun stjóma útsendingunni og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að þama væri á ferðinni mjög viða- ikið verkefni. Islenska óperan hefur sýnt II Trovatore í rúmt ár. í helstu söng- hlutverkum eru Kristinn Sigmunds- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Garðar Cortes, Viðar Gunnarsson, Elísabet Waage og Hákon Oddgeirsson. Hljómsveit- arsljóri er Gerhard Deckert og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Alþýðuflokkurínn í Reykjavík: Biörgvin Guðmunds- son keppir við Láru um fjórða sæti listans PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins í Reykjavík fer fram 29. og 30. þessa mánaðar, og nú er ljóst að barist verður um fjórða sæti listans, þar sem Björgvin Guð- mundsson, fyrrverandi borgar- fuUtrúi flokksins í Reykjavík ákvað i gær að bjóða sig fram og stefna á fjórða sætið. Áður hafði Lára V. Júlíusdóttir, lög- fræðingur Alþýðusambandsins ^►ákveðið slíkt hið sama og stað- festí hún það í samtali við Morgunblaðið í gær. Búast má við að þessi ákvörðun Björgvins, sem hann greindi blaða- manni Morgunblaðsins frá í gærkveldi, eigi eftir að valda for- ráðamönnum Alþýðuflokksins í Reykjavík einhveijum erfiðleikum, þar sem stefiit hefiir verið að því ljóst og leynt að aðeins einn mað- ur bjóði sig fram í hvert sæti, í efstu fjögur sætin á listanum. ^ Þannig er talið öruggt að Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar muni einn bjóða sig fram í 1. sætið, Jóhanna Sigurðar- dóttir, býður sig ein fram í 2. sætið, Jón Baldvin Hannibalsson einn i 3. sætið, og meiningin var að Lára byði sig ein fram í 4. sætið. Tjáca ber fram að ekki hef- *ur vejáð endanlega gengið frá því hveijar prófkjörsreglurnar verða, en framboðsfrestur rennur út nk. miðvikudagskvöld, þann 19. Próf- kjörið verður lokað öðrum en flokksbundnum alþýðuflokks- mönnum. Einn legsteinanna, sem velt var um koll og brotínn. Á myndinni sést einn krossanna, sem fengu sömu útreið. Skemmdarverk unnin í gamla kirkj ugar ðinum við Suðurgötu: Morgunblaðið/Einar Falur. Hefur hreinlega verið geng- ið á leiðin með bareflum - segir Ásbjöm Bjömsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur „ÞAÐ hefur hreinlega verið ráðist með bareflum á leiðin. Maður getur ekki ímyndað sér hvað ligg- ur að baki slíkum aðförum," sagði Ásbjörn Björnsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavikur- prófastsdæmis, í samtali við Morgunblaðið, en í fyrrinótt voru unnin skemmdarverk í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Aðfaranótt mið- vikudags hafði einnig verið farið í kirkjugarðinn og þar unnin skemmdarverk, en ekkert í líkingu við það sem gert var í fyrrinótt. Ekki er vitað hvort sömu aðilar voru hér að verki. „Krossar voru teknir upp og þeim dreift um allt, tugum legsteina hafði verið velt um koll, styttur brotn- ar og koparstafir, sem fastir voru á legsteinum, höfðu verið teknir af og þeim einnig dreift um garðinn og voru sumir þeirra týndir. Speilvirkin voru öll unnin svo til miðsvæðis í garðinum," sagði Ásbjöm. Málið er f rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu rfkisins, en ekki er vitað hveijir eða hversu margir stóðu að baki verknaðinum. Ásbjöm sagði að vaktmaður hefði orðið var skemmdarverkanna þegar hann kom á vakt sína kl. 8.00 í gærmorgun, en vakt er einungis í kirkjugarðin- um íyrir hádegi á virkum dögum. „Það er útilokað að meta tjónið. Næsta skref er að gera skrá yfir þau leiði sem skemmd hafa verið og gera leiðishöfiim Við- vart. Samkvæmt giidandi reglum, eru það leiðishafar sem bera skaða, en ég geri ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í stjóm kirkjugarðanna og fólk muni því verða áðstoðað eftir megni," sagði Asbjöm. Formaður Sjálfstæðisflokksins um niðurstöður um fylgi stjómmálaflokkanna: Hlýtur að vera ávísun á vinstri ríkissljórn Jón Baldvin segir nýja viðreisn fyllilega koma til greina FORMENN Sjáifstæðisflokks og Aiþýðuflokks greinir á um hvað niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna þýða í raun og veru. Þorsteinn Pálsson, segir að ef niðurstöður kosninganna verði í svipada veru og skoðana- könnunin gefur tíl kynna, sé það tvimælalaust ávisun á vinstri stjórn. Jón Baldvin Hannibalsson segir hins vegar að ný viðreisnar- stjórn komi fyllilega til greina. Þorsteinn Pálsson, sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Niðurstaða þessarar könnunar er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnframt áhyggjuefni fyrir þjóðina." Hann kvaðst telja að ef niðurstöður kosn- inga yrðu á sama veg og niðurstaða skoðanakönnunarinnar, „þá hlýtur það að vera ávísun á vinstri stjóm." Jón Baldvin kvaðst aftur á móti hafa tekið fálega biðilsbréfi dr. Ól- afs Ragnars Grímssonar, og skoðan- ir hans á hefðbundinni vinstri stjóm væru kunnar. „Ný viðreisn kemur fyllilega til greina," sagði Jón BaJd- vin og bætti við að slík stjómar- myndun væri líklegust í þessari stöðu, eða stjómarmyndun Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, en það færi mjög eftir því hvað gerðist í Alþýðubanda- Iaginu á næstu vikum og misserum. Þeir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins segjast ánægðir með niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Sjá viðtöl við flokksformenn- ina á bls. 34.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.