Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 64
 SEGÐU RT1ARHÓLL ÞEGAR HJ FERÐ ÚT AÐ BORÐA SÍMI18853---------- STERKTKDRT FÖSTUDAGVR 14. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Hjálparstofnun kirkjunnar: Diugar uppsögn FRAMKVÆMDASTJÓRI Hjálp- /-**arstofnunar kirkjunnar, Guð- mundur Einarsson, hefur tilkynnt stjóraarformanni henn- ar, Eriing Aspelund, að hann fhugi nú að segja upp starfi. „Guðmundur sagði mér i gær að hann væri að hugsa máiið og myndi tilkynna mér endanlega ákvðrðun sina i dag,“ sagði Erl- ing- Sem kunnugt er buðust Guð- mundur og Erling, ásamt fram- kvæmdanefnd Hjálparstofiiunar, til að segja af sér en stjóm Hjálpar- stofnunar hafnaði boði þeirra á fundi sl. mánudagskvöld. A Kirkju- þingi, sem nú stendur jrfir f Bú- staðakirkju, hefur ákvörðun stjómarinnar verið gagnrýnd og í gær var skipuð nefiid á þinginu til að semja þingsályktunartillögu um málið. Sjá frétt um Kirkjuþing á bls. 4. Sjónvarpið á sunnudag: Bein útsending frá Islensku óperunni — sýnd verður óperan II Trovatore SJÓNVARPOD mun á sunnudag- inn sýna óperuna II Trovatore eftir ítalska tónskáldið Giuseppe Verdi, i uppfærslu íslensku óp- erunnar, og verður sýnt beint frá sýningu óperunnar i Gamla bíói 'sem hefst klukkan 20.00 og lýkur um klukkan 23.00. Þetta er i fyrsta skipti sem ríkissjónvarpið sýnir beint frá sýningu sem þess- Þessi beina útsending er til kom- in af frumkvaeði stuðningsmanna- félags íslensku ópemnnar og var ákvörðun um útsendinguna tekin fyrir tveim vikum. Bjöm Emilsson mun stjóma útsendingunni og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að þama væri á ferðinni mjög viða- ikið verkefni. Islenska óperan hefur sýnt II Trovatore í rúmt ár. í helstu söng- hlutverkum eru Kristinn Sigmunds- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Garðar Cortes, Viðar Gunnarsson, Elísabet Waage og Hákon Oddgeirsson. Hljómsveit- arsljóri er Gerhard Deckert og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Alþýðuflokkurínn í Reykjavík: Biörgvin Guðmunds- son keppir við Láru um fjórða sæti listans PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins í Reykjavík fer fram 29. og 30. þessa mánaðar, og nú er ljóst að barist verður um fjórða sæti listans, þar sem Björgvin Guð- mundsson, fyrrverandi borgar- fuUtrúi flokksins í Reykjavík ákvað i gær að bjóða sig fram og stefna á fjórða sætið. Áður hafði Lára V. Júlíusdóttir, lög- fræðingur Alþýðusambandsins ^►ákveðið slíkt hið sama og stað- festí hún það í samtali við Morgunblaðið í gær. Búast má við að þessi ákvörðun Björgvins, sem hann greindi blaða- manni Morgunblaðsins frá í gærkveldi, eigi eftir að valda for- ráðamönnum Alþýðuflokksins í Reykjavík einhveijum erfiðleikum, þar sem stefiit hefiir verið að því ljóst og leynt að aðeins einn mað- ur bjóði sig fram í hvert sæti, í efstu fjögur sætin á listanum. ^ Þannig er talið öruggt að Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar muni einn bjóða sig fram í 1. sætið, Jóhanna Sigurðar- dóttir, býður sig ein fram í 2. sætið, Jón Baldvin Hannibalsson einn i 3. sætið, og meiningin var að Lára byði sig ein fram í 4. sætið. Tjáca ber fram að ekki hef- *ur vejáð endanlega gengið frá því hveijar prófkjörsreglurnar verða, en framboðsfrestur rennur út nk. miðvikudagskvöld, þann 19. Próf- kjörið verður lokað öðrum en flokksbundnum alþýðuflokks- mönnum. Einn legsteinanna, sem velt var um koll og brotínn. Á myndinni sést einn krossanna, sem fengu sömu útreið. Skemmdarverk unnin í gamla kirkj ugar ðinum við Suðurgötu: Morgunblaðið/Einar Falur. Hefur hreinlega verið geng- ið á leiðin með bareflum - segir Ásbjöm Bjömsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur „ÞAÐ hefur hreinlega verið ráðist með bareflum á leiðin. Maður getur ekki ímyndað sér hvað ligg- ur að baki slíkum aðförum," sagði Ásbjörn Björnsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavikur- prófastsdæmis, í samtali við Morgunblaðið, en í fyrrinótt voru unnin skemmdarverk í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Aðfaranótt mið- vikudags hafði einnig verið farið í kirkjugarðinn og þar unnin skemmdarverk, en ekkert í líkingu við það sem gert var í fyrrinótt. Ekki er vitað hvort sömu aðilar voru hér að verki. „Krossar voru teknir upp og þeim dreift um allt, tugum legsteina hafði verið velt um koll, styttur brotn- ar og koparstafir, sem fastir voru á legsteinum, höfðu verið teknir af og þeim einnig dreift um garðinn og voru sumir þeirra týndir. Speilvirkin voru öll unnin svo til miðsvæðis í garðinum," sagði Ásbjöm. Málið er f rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu rfkisins, en ekki er vitað hveijir eða hversu margir stóðu að baki verknaðinum. Ásbjöm sagði að vaktmaður hefði orðið var skemmdarverkanna þegar hann kom á vakt sína kl. 8.00 í gærmorgun, en vakt er einungis í kirkjugarðin- um íyrir hádegi á virkum dögum. „Það er útilokað að meta tjónið. Næsta skref er að gera skrá yfir þau leiði sem skemmd hafa verið og gera leiðishöfiim Við- vart. Samkvæmt giidandi reglum, eru það leiðishafar sem bera skaða, en ég geri ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í stjóm kirkjugarðanna og fólk muni því verða áðstoðað eftir megni," sagði Asbjöm. Formaður Sjálfstæðisflokksins um niðurstöður um fylgi stjómmálaflokkanna: Hlýtur að vera ávísun á vinstri ríkissljórn Jón Baldvin segir nýja viðreisn fyllilega koma til greina FORMENN Sjáifstæðisflokks og Aiþýðuflokks greinir á um hvað niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna þýða í raun og veru. Þorsteinn Pálsson, segir að ef niðurstöður kosninganna verði í svipada veru og skoðana- könnunin gefur tíl kynna, sé það tvimælalaust ávisun á vinstri stjórn. Jón Baldvin Hannibalsson segir hins vegar að ný viðreisnar- stjórn komi fyllilega til greina. Þorsteinn Pálsson, sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Niðurstaða þessarar könnunar er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnframt áhyggjuefni fyrir þjóðina." Hann kvaðst telja að ef niðurstöður kosn- inga yrðu á sama veg og niðurstaða skoðanakönnunarinnar, „þá hlýtur það að vera ávísun á vinstri stjóm." Jón Baldvin kvaðst aftur á móti hafa tekið fálega biðilsbréfi dr. Ól- afs Ragnars Grímssonar, og skoðan- ir hans á hefðbundinni vinstri stjóm væru kunnar. „Ný viðreisn kemur fyllilega til greina," sagði Jón BaJd- vin og bætti við að slík stjómar- myndun væri líklegust í þessari stöðu, eða stjómarmyndun Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, en það færi mjög eftir því hvað gerðist í Alþýðubanda- Iaginu á næstu vikum og misserum. Þeir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins segjast ánægðir með niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Sjá viðtöl við flokksformenn- ina á bls. 34.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.